Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 25
Og hvenær fáum við þakkað
sem þessa höfum notið?
Kæra Guðrún.
Við þökkum þér öll árin sem þú
veittir birtu og yl inn í líf frænda
okkar, og fyrir allar góðu stundirnar
sem við höfum átt með ykkur tveim,
um leið og við færum þér einlægar
samúðarkveðjur og biðjum þér
blessunar á ókomnum árum.
Aðalheiður, Sigurður
Þorsteinn og Baldur.
Það er komið að því að kveðja
hann Ásmund hinstu kveðju. Ég læt
aðra um að rekja ættir hans og
uppruna, en Ásmundur kvæntist
föðursystur minni, og nöfnu, hinn
24. júlí 1958. Þeim varð ekki barna
auðið, en þar með er ekki sagt að
þau hafi ekki átt börn. Því systkina-
börn þeirra, Guðrúnar og Ásmund-
ar, urðu að börnum þeirra og er ég
svo heppin að vera eitt þeirra. Ótelj-
andi eru æskuminningar mínar um
helgarheimsóknir á Barónsstíginn.
Alltaf var það með tilhlökkun sem
ég fór þangað.
Fyrir mér var Ásmundur einstak-
ur maður. Hann var svo rólegur og
yfirvegaður, sanngjarn og fróður,
svona gæti ég lengi talið. Ég lærði
alltaf eitthvað í hvert sinn sem ég
hitti hann. Mér eru ógleymanleg
bréfin sem hann sendi mér til Frakk-
lands, þau voru full af fréttum, um
ástand mála og menningarlífíð á
íslandi, hreint ótrúlegt að tæplega
áttræður maður skrifaði svona löng
og ítarleg bréf.
Hann hafði einnig mjög ákveðinn
og góðan smekk. Er mér minnis-
stætt eitt sinn er ég var mjög efins
um hvort ég væri að kaupa réttan
kjól, þá fékk ég hann lánaðan og
fór með hann á Barónsstíginn til
að leyfa Ásmundi að sjá hann. Það
var alveg sama hvar var borið nið-
ur, alltaf var hægt að treysta á
Ásmund. Áður en ég varð móðir
kom ég oft í heimsókn í hádeginu
og voru þá rædd mál málanna hverju
.sinni. Var þá oft mikill ágreiningur
og æsingur en þegar klukkan nálg-
aðist eitt var blaðinu snúið við,
ánægja yfír að hafa komið blóðinu
á hreyfingu, kvatt var með kossum
og brosi á vörum. Hugsa ég oft,
með söknuði, til þessara ánægjulegu
stunda og þakka fyrir þær.
Það verður erfítt fyrir Baldvin
Inga, son minn, að skilja að Ás-
mundur verður ekki til að kveikja
„stóra eldinn" í sumarbústaðnum í
sumar, og svo verður víst örugglega
um fleiri. Því í huga manns eru
sumarbústaðurinn, Guðrún og Ás-
mundur eitt.
Það eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann, þegar ég
hugsa til liðins tíma og ég fyllist
þakklæti fyrir að hafa verið svo
gæfusöm að hafa átt Ásmund fyrir
frænda. Megi minningin um hann
Ásmund gera okkur að betri mönn-
um. Kæra Guðrún, við Gunnar send-
um þér okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðrún Sigríður.
Á morgun verður til moldar bor-
inn Ásmundur Sigurðsson frá Reyð-
ará í Lóni.
Þegar ég tengdist Reyðarárfjöl-
skyldunni varð þessi föðurbróðir
mannsins míns mér strax mjög
kær. Návist hans fyllti mig ávallt
trausti og bjartsýni á lífíð og tilver-
una.
Stuðningur Ásmundar og Guð-
rúnar Árnadóttur konu hans hefur
verið okkur hjónum og börnum
okkar svo ómetanlegur gegnum
árin, að hann verður seint fullþakk-
aður.
Ásmundur var maður vorsins.
Að hlúa að því sem var að vaxa
upp var honum svo eðlislegt og ljúft.
Margt barnið hefur fengið dijúgan
skerf í veganesti sitt á þroskabraut-
inni frá „Ásmundi frænda", og
margur jarðarsprotinn hefur orðið
að vöxtulegu tré og blaðfagurri jurt
í nærfærnum höndum hans.
Þótt Ásmundur hafí verið orðinn
aldinn að árum, var hann síungur
í anda, starfsgleðin svo rík og alltaf
litið fram á veginn. Hann varð aldr-
ei ,,gamall maður“.
1 minningunni um Ásmund mun
mynd hans alltaf tengjast vorinu
og því sem er að vaxa og þroskast.
Þess vegna syngur í huga mér Ijóð-
morgunblaðIð ' MINMNðjtö&WMt'a' FEBRÚAR 1992
lí25
ið hans Þorsteins Valdemarssonar.
Vor mitt, það er blæösp,
sem ber við lága sól,
blæösp i maí
undir sinufólvum hól,
blaðsmá og ung,
og hvert blað sem gull á lit,
bært fyrir logni
með undarlegum þyt.
Vor mitt, það er blæösp,
og það var á sínum stað
veturinn langa,
þar sem fónnin settist að,
ósýnilegt,
unz í allri sinni dýrð
aftur það birtist
sem hrislan, geislum skírð.
Með þökk fyrir allt.
Hólmfríður Aradóttir.
Ásmundur Sigurðsson frá Reyð-
ará í Lóni, fyrrum alþingismaður,
lézt 8. febrúar sl., 88 ára að adri.
Ásmundur var bóndi á Reyðará
í allmörg ár en jafnframt kennari á
ýmsum stöðum í Austur-Skafta-
fellssýslu.
Hann var í framboði fyrir Sósíal-
istaflokkinn í Austur-Skaftafells-
sýslu í fyrstu kosningum flokksins
1942 og síðan áfram meðan gamla
kosningaskipanin hélzt. Eftir kjör-
dæmabreytinguna 1959 var hann á
framboðsiista Sósíalista í Austur-
landskjördæmi.
Ásmundur tók sæti á Alþingi sem
varamaður, 1944, 1945 og 1946,
en var síðan landskjörinn þingmaður
1946-1953. Kom síðan á þing 1960
og enn 1966 sem varaþingmaður
Austurlandskjördæmis. Samstarf
okkar Ásmundar á Alþingi og í
Sósíalistaflokknum var því orðið
langt og mikið.
Skoðanir okkar Ásmundar fóru
vel saman. Hann reyndist mér einn
bezti og traustasti samstarfsmaður
sem ég hefí átt. Ásmundur var sann-
ur sósíalisti. Hann var af þeirri
gömlu og góðu gerð sósíalista, sem
fann óréttlætið á ýmsum sviðum
þjóðfélagsins og sá rangláta skipt-
ingu þeirra verðmæta, sem sköpuð
höfðu verið, oftast með miklu erfíði
og trúmennsku í starfi.
Ásmundur var sósíalisti, sem sá
að fátækir bændur í sveitum lands-
ins áttu hagsmunalega samleið með
verkamönnum bæjanna. Hann fann
að sósíalismi þeirra sem vildu æsa
bændur gegn verkamönnum og
bæjarbúa gegn sveitafólki var rang-
ur sósíalismi. Ásmundur hlaut því
að skipa sér í raðir okkar róttækra
sósíalista. Ásmundur Sigurðsson
varð einn af beztu talsmönnum okk-
ar sósíalista á sviði landbúnað-
armála.
Hann tók saman mjög gagnlegan
bækling um „Erindi Sósíalista-
flokksins til bænda" árið 1946. Og
hann skrifaði margar greinar um
landbúnaðarmál, enda var hann einn
gagnfróðasti maður um þau mál
sem ég þekkti.
Vinátta okkar Ásmundar var
traust ojg góð frá því við fyrst kynnt-
umst. Eg leitaði oft til Ásmundar,
þegar ég vildi ræða 'vandamál við
góðan félaga. Hann var gætinn,
vandvirkur og sanngjarn í dómum
um_ menn og máleftii.
Ásmundur tókst á hendur marg-
vísleg trúnaðarstörf á vegum okkar
flokks. Hann var lengi fulltrúi
flokksins í Nýbýla- og landnáms-
stjóm. Hann vann í landbúnaðar-
nefndum og í fjárveitinganefnd Al- *-
þingis. Hann var um tíma yfirskoð-
unarmaður ríkisreikningar. Síðustu
starfsár sín vann Ásmundur í Bún-
aðarbankanum og naut þar trausts
og virðingar eins og annars staðar.
Um leið og ég kveð vin minn og
samheija Ásmund Sigurðsson, vil
ég, og kona mín, Fjóla, þakka konu
Ásmundar, Guðrúnu Árnadóttur,
hjúkrunarkonu, fyrir vinskap og vin-
arhug sem hún og Ásmundur sýndu
okkur.
Það var alltaf ánægjulegt og hlý-
legt að koma á heimili þeirra Guð-
rúnar og Ásmundar.
Lúðvík Jósepsson.
Fleiri greinar um Ásmund
Sigurðsson bíða birtingar og
munu birtast næstu daga
SOMARIÐ 1992
ÓDÝRA LEIGCIFLCIGIÐ OKKAR OPNAR PÉR AFTQR ÓTAL FERÐAMÖGCILEIKA
LONDON
frá kr.
13.900
Alla þriðjudaga og föstudaga
frá 1. maí til 24. september.
GLASGOW
frá kr.
11.900
Alla miðvikudaga frá
20. maí til 30. september.
KAUPMANNAHORN
frá kr.
15.900
Alla þriðjudaga og föstudaga
frá 1. maí til 30. sept. Alla
miðvikudaga frá 24. júní til 30. sept.
AM StERDAM
frá kr.
15.800
Alla sunnudaga frá
3. maí til 27. september.
Frjálst val um gististaði eftir efnum og ástæðum, allt frá svefnpokaplássi upp í Hilton Hótel. Bílaleigur og hótel á ótrúlega hagstæðu
samningsverði með allt að 50% afslætti. Framhaldsferðir með dönskum, enskum og hollenskum ferðaskrifstofum. íslenskt starfsfólk okkar
er til þjónustu á öllum áfangastöðum.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, pantið strax, því að á síðasta ári áttum við ekki pláss fyrir alla þá sem vildu notfæra sér ódýra leiguflugið
okkar. Ódýru flugferðirnar okkar eru kærkomin kjarabót á tímum lífskjararýrnunar og gefa mörgum möguleika til utanlandsferða, sem
annars ættu þess ekki kost.
Ofangreindar leiguflugsferðir eru skipulagðar, framkvæmdar og seldar samkvæmt reglugerð samgönguráðuneytisins um leiguflug, nr. 21 frá
7. janúar 1985, ásamt ákvörðun sama ráðuneytis í bréfi frá 18. október 1990 - og með leyfi og í samvinnu við flugmálayfirvöld í Danmörku
og Bretlandi.
SPANN - GRIKKLAND
ÍTALÍA - PORTGGAL
Frábærir gististaðir
á eftirsóttum stöðum
ÓTRÚLEGA
HAGSTÆTT VERÐ
FLUGFERDIR
SDLRRFLUG
Vesturgata 17, Sími 620066
Staðgreiðsluverð miðast við gengi 03.01.92 Flugvallagjöld og forfallagjald ekki innifalið í verði.