Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 33

Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 33 Ingimundur Einars- son - Kveðjuorð Ingimundur Einarsson, verka- maður í Borgamesi, var jarðsettur frá Borgameskirkju í gær, laugar- daginn 15. febrúar. Ingimundur var fæddur á Hjarðamesi á Kjalar- nesi 21. mars 1898 og lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 4.þ.m. Ingimundur var einn þeirra for- vígismanna í ræktunarmálum, sem á 2. áratug þessarar aldar ferðuðust um með hesta og plóg og tóku að sér að plægja fyrir bændur landsins. Áður hafði hann unnið um eins árs skeið við garð- yrkjustörf í Danmörku. Ennfrem- ur stundað sjóróðra frá Suðurlandi og síldarvinnu norður í landi. Má því segja, að hann hafi strax á þessum fyrstu ámm starfsævi sinnar kynnst vel öllum þeim at- vinnuþáttum, sem framfleytt hafa þessari þjóð allt til þessa dags, og munu gera um ókomna framtíð. Þessar aldamótahetjur okkar, sem lögðu grunninn að hagsæld okkar tíma, lifðu slíka breytingar- tíma, að við, sem þó höfum lifað hálfa öld, hvað þá þeir sem yngri eru, getum vart gert okkur slíkt í hugarlund. Og alltaf var þetta fóík að byggja upp fyrir komandi kynslóðir. Gerði litlar kröfur sjálf- um sér til handa. Nægjusemi, iðni, ráðdeild og heiðarleiki má segja að hafi verið einkunnarorð þessar- ar kynslóðar. Ingimundur settist að hér í Borgamesi og kvæntist Margréti H. Guðmundsdóttur frá Hunda- stapa á Mýrum. Allan sinn búskap bjuggu þau hér í bæ. Eignuðust þau sex syni: Guðmund, Einar, Steinar, Grétar, Inga og Jóhann, sem allir hafa átt dijúgan þátt í uppbyggingu Borgarness, hver á sínu sviði. Hér má segja að Ing- imundur hafí stundað þau störf sem til féllu á hvetjum tíma. Auk þess sem hann átti alla sína starf- sævi kindur og kýr. Ég, sem þessar línur rita, flutt- ist í Borgarnes 1967. Fljótlega kynntist ég Ingimundi Einarssyni, en þó sérstaklega eftir að við jafn- aðarmenn tókum að hópa okkur saman. Það varð til þess að við buðum fram lista við sveitarstjórn- arkosningarnar árið 1970, í sam- starfi við óháða aðila í bænum. Jafnaðarmenn höfðu þá ekki átt fulltrúa í hreppsnefnd Borgamess síðan 1958. Ingimundur var þá orðinn 70 ára gamall. Það var okkur „yngri krötunum“, sem vor- um að stíga okkar fyrstu skref í pólitíkinni, mikilvægt að hafa við hlið okkar menn eins og Ingimund Einarsson, sem tekið hafði þátt í þróun þessarar byggðar, tekið Kveðjuorð: Jón Sigurðsson Fæddur 15. nóvember 1897 Dáinn 30. janúar 1992 Hinn 30. janúar síðastliðinn barst okkur sú sorgarfregn að Jón afi væri látinn, 94 ára að aldri. Minn- umst við með þakklæti þeirra stunda sem við fengum að njóta með honum. Á morgun í bítið er löndin lýsir af degi, þá legg ég af stað. Ég veit að þú biður mín. Um skóga ég geng, yfir Qöil mun ég finna mér vegi. Ég fæ ekki lengur eirt nema skunda til þín. Ég horfi á þá mynd er í hug mínum fastmótuð stendur, ég heyri’ ekki kliði, ég skynja’ ekki tima né rúm; ókunnur, boginn og einn, með krosslagðar hendur eigra ég dapur, og ljósið mun virðast mér húm. Ég sé ekki kvöldið er sígur með gullinn ljóma né seglanna skrið þá er opnast hin víðu höf, og kominn í áfanga legg ég Iyngstúf í blóma við laufgrænan húlfurskvist bundinn á þina gröf. (Victor Hugo, þýð. Jón Helgason.) Guðrún Unnsteinsdóttir, Ólöf Dögg Sigvaldadóttir og Ari Guðmundsson. þátt í stofnun Verkalýðsfélags Borgarness og verið þar í forystu um langa hríð og síðar heiðurs- félagi þess ágæta félags. Hann var alltaf til taks þegar leita þurfti ráða og ráð hans voru góð. Nú, þegar ég við leiðarlok kveð þennan aldna öðling, jafnaðar- manninn og verkalýðsleiðtogann, Ingimund Einarsson, vil ég færa honum þakkir okkar jafnaðar- manna fyrir samfylgdina, fyrir þátt hans í að gera þetta þjóðfélag að því sem það er í dag. — Bless- uð sé minning Ingimundar Ein- arssonar. Sveinn G. Hálfdánarson. Skemmtileg fræðsla í fullri alvöru Iðntæknistofnun íslands tekur að sér að þróa námsefni og halda námskeið fyrir samtök og fyrirtæki. Við bjóðum reglulega: * Grunnnám fyrir verkstjóra og millistjórnendur * Réttindanám fyrir vinnuvélastjóra * Starfsnám fyrir húsverði og umsjónarmenn fasteigna * Starfsnám fyrir ræstingastjóra * Fjarnám í ferðaþjónustu í samvinnu við Bréfaskólann og Feraðþjónustu bænda * Námskeið í gerð myndbanda, einkum ætluð félögum og fyrirtækjum * Námskeið fyrir leiðbeinendur í starfsfræðslu * Námskeið um stefnumótun í atvinnumálum, ætluð sveitarfélögum * Stofnun og rekstur fyrirtækja Stutt námskeið um - gæðastaðla og gæðakerfi - vinnufundi, fundarstjórn og fundargerðir - verkefnastjórnun - framsögn og málflutning - leiðsögn og kennslu á vinnustað. lóntæknistofnun ■ I IÐNTÆKNISTOFNUN (SLANDS Keldnaholt, 112 Reykjavík Sími (91) 68 7000 Gæði - í þína þjónustu! Seljum vandað fræðsluefni til fyr- irtækja, sem hyggjast koma á altækri gæðastjórnun. Bjóðum leiðbeinendanámskeið á stofn- uninni eða vísum á ráðgjafa, sem hafa réttindi til að vinna með efnið sjálfstætt í fyrirtækjum. Upplýsingar og skráning f sfma 91- 687000 og 687009 Sr.Arelíus Níels- son - Minning Séra Árelíus Níelsson var einn " I þeirra manna sem sýndu í verki að góðverk Guðs á jörðu eru unn- in í gegnum fólk. Og minnstu bræðrum í okkar samfélagi var hann stöðugt að hlúa að og hjálpa í anda mannkærleika og kristilegs hugarfars. Félagasamtökin Vernd, fanga- hjálpin, voru svo farsæl að njóta krafta séra Árelíusar og mann- kærleika strax við stofnun þeirra árið 1960, en á vettvangi fangels- ismála var það sannfæring séra Árelíusar að hugtökin refsing og refsivist væru fáránleg og ekki lík- leg til að bæta nokkurn mann. Séra Árelíus Níelsson starfaði um áratuga skeið sem fangelsis- prestur á Litla-Hrauni og hafði í störfum sínum góðvild og kærleika að leiðarljósi sem og orð Guðs: „Allt sem þér gerið mínum minnstu bræðrum það gjörið þér mér.“ Félagasamtökin Vemd, fangahjálpin, þakka séra Árelíusi Níelssyni samfylgdina. Minning hans verður ljós í lífi okkar. F.h. framkvæmdastjórnar Verndar, Birgir Þ. Kjartansson for- maður. t Fósturmóðir okkar og tengdamóðir, ÞRÚÐUR BJARNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna Karl Karlsson, Steinun Vilhjálmsdóttir, Þrúður Karlsdóttir, Guðmundur Theódórs. UNIMERCO AS LEITAR AÐ SÖLUMANNI fyrir loftþrýstibyssur og skurðarverkfæri Okkar duglegi sölumaður sem, hefur starfað hjá okkur í mörg ár, hefur ákveðið að flytja frá íslandi og því leitum við að manni í hans stað. Starfið felst í sölu og þjónustu á vörunum sem nefnd- ar eru hér að ofan. Nagla-, hefti- og þrýstiloftsbyss- ur sérstaklega ætlaðar bygginga- og umbúðariðnað- inum og skurðarverkfæri sem henta víða, s.s. í tré-, húsgagna-, málm-, prent- og fiskiðnaði. Sölusvæðið er ísland, en einnig er farið í söluferðir til Grænlands og Færeyja. Við óskum eftir duglegum, frambærilegum og þjón- ustusinnuðum starfsmanni með iðn- eða tækni- menntun og gjarnan reynslu af sölustörfum. Tungu- málakunnátta: íslenska, enska og/eða danska og gjarnan þýska. Nýi starfsmaðurinn þarf að geta unnið markvisst og sjálfstætt og í nánu samstarfi við aðrar deildir fyrir- tækisins. Við bjóðum vel launað, áhugavert framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki þar sem ábyrgð og vinnugleði leið- irtil góðrar þjónustu við viðskiptavini og góðs starfs- umhverfis. Við gerum kröfu til mikillar vinnu. Starfið er laust nú þegar, en við bíðum gjarnan eftir rétta manninum. Aðsetur: Reykjavíkursvæðið. Skrifleg umsókn með nauðsynlegum uplýsingum og tilheyrandi gögnum sendist til: UNIMERCO A/S Drejervej 2, DK-7451 Sunds, Danmörk. Unimerco er framleiðslu- og verslunarfyrirtæki sem starfar á alþjóðleg- um grundvelli og á fulltrúa í Danmörku, Sviþjóð og á íslandi. Fyrirtæk- ið selur verkfæri til festinga, skurðarverkfæri og er með slípunarþjón- ustu fyrir iönaöarfyrirtæki og verkstæði. Starfsmenn eru 210 og hluta- fjááreign 26 millj. Dkr. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.