Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 ÝMISLEGT Þjálfarinn er umboðs- maður fyrir skíðaáburð Það vakti mikla athygli þegar fraus undir skíðum Hauks Eiríkssonar í 30 km skíðagöngu á ■BB Ólympíuleikunum í SigmundurÓ. Albertville, en hann Steinarsson varð að hætta skrífar keppni eftir 13 km Haukur bar rangan skíðaáburð, miðað við aðstæður, undir skíði sín. Þessi ranga ákvörðun um skíða- áburð vekur vægast sagt furðu þegar að því er gáð að sænski lands- liðsþjálfarinn í göngu, Bo Ericsson, er umboðsmaður fyrir svissneska skíðaáburðinn Toko í Svíþjóð. Ætla mætti að maður sem hefur umboð fyrir skíðaáburð eigi að vita manna best hvernig áburð er best að nota hverju sinni. Að umboðsmaðurinn og þjálfarinn láti lándsliðsmann smyrja áburð undir skíði st'n, sem varð til þess að hann gat varla rennt sér niður brekkur, er óskiljanlegt. Þess má geta að Rögnvaldur Ing- þórsson varð í 69. sæt á 1:39.23,9 klst. en vel á undan honum voru tveir Danir á 1:33,46,2 og 1: 35,00,1 klst. Gaman væri að vita hvaða skíðaáburð Danirnir notuðu? Hlaup sjúkra- þjálfara kærð Greinilegt er að kæruæði hefur heltekið menn eftir kæru Vík- inga á framkvæmd bikarleiks Vals og Víkings á dögunum. Það var nokkuð sem menn óttuðust. HK- menn hafa nú ákveðið að kæra framkvæmd leiks þeirra gegn Haukum á heimavelli sínum. Kæran byggist á því að sjúkraþjálfari Hauka hafi hlaupið inn á völlinn án leyfts. Það er ekki nema von að menn velti því fyrir sér hvað verði næst kært? Ljóst er að ef svo held- ur áfram fær dómstóll HSÍ nóg að gera við að vísa frá hinum ótrú- legustu kærum. Tryggir stuðnings- menní IMewcastle Kevin Keegan tók við stjórninni hjá Newcastle á St. James Park fyrir rúmri viku, við mikinn fögnuð stuðningsmanna félagsins. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi og fátækt í Newcastle, eru stuðnings- menn félagsins þeir tryggustu á Englandi - fylgja sínu félagi gegn- um sætt og súrt. Þegar aðeins 5.534 áhorfendur komu til að sjá Wimble- don leika gegn Aston Villa í 1. deild á laugardaginn var, mættu 29.263 áhorfendur á St. James Park til að sjá Newcastle, sem var í næst neðsta sæti í 2. deild, leika gegn Bristol City. Áhorfendur fögnuðu endurkomu Keegans - og síðan langþráðum sigri, 3:0. Sagan segir að áhangendur New- castle séu svo tryggir, að þegar peysur leikmanna liðsins eru þvegn- ar og hengdar upp til þurrkar á grindverkinu inn á St. James Park, komi 3.000 stuðningsmenn ein- göngu til að horfa á peysurnar. Kevin Keegan í búningi Newcastle á árum áður. HANDKNATTLEIKUR / HM 1995 HSÍ þarf að borga uppihald fyrir um 550 manns Handknattleikssamband ísland verður að greiða hótelkostnað fyrir hátt í 550 manns þegar Heims- meistarakeppnin í handknattleik verður hér á landi 1995. 24 þjóðir taka þátt í HM og þarf HSI að borga hótel og fæði fyrir 20 manna hóp frá hverri þjóð, eða fyrir 480 leikmenn, þjálfara, liðsstjóra, lækna og aðstoðarmenn. Þá þarf HSÍ að greiða uppihald fyrir um 30 dómara og eftirlist- menn, ásamt góðum hópi af mönn- um á vegum Alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF. „Uppihald landsliða, dómara og forráðamanna alþjóða handknatt- leikssambandsins er lang stæsti lið- urinn í útgjöldum. Á móti koma auglýsingatekjur til með að greiða þennan kostnað," sagði Gunnar K. Gunnarsson, varaformaður HSÍ. „Það verður litlu meiri kos.tnaður með því að fjölga þátttökuþjóðum úr sexán í tuttugu og fjórar, eins og verður hér í heimsmeistara- keppninni. Eftir forkeppnina fara átta þjóðir strax heim og eftir sext- án liða úrslitin fara aðrar átta þjóð- ir heim. Það verða aðeins landslið fjögurra þjóða sem verða út alla keppnina. Við fjölgun á þátttöku- þjóðum verða tekjur þjóðarbúsins meiri þar sem flestar þjóðir Vestur- Evrópu, sem standa fremstar í flokki í handknattleik, draga að fleiri áhorfendur. Það er reiknað með að um fimmhundruð frétta- mann, ljósmyndarar og tæknimenn koma hingað til lands þegar HM stendur yfir og allt upp í þrjú þús- und handknattleiksunnendur. Hótelpláss á Stór-Reykjavíkur- svæðinu verða fullnýtt á þessum tíma, sem er annars lítt nýttur af ferðamönnum," sagði.Gunnar. Solbekkir Fitubrennsluleikfimi fyrir 30-60 ára Morgunleikfimi Gufuböð <* ♦♦ FYRIR FOLK A MÖRKIN 8 AUSTAST V/5UOURLANDSBRAUT, SÍMI 679400 Fullkomin líkamsræktartæki Leiðbeinendur á staðnum Stigvelar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.