Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 12
ÍSIENSKA AUClfSINGASTOFAN NF. 12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 31. MARZ 1992 Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf., Reykjavík, árið 1992, verður haldinn í Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík, miðvikudaginn 1. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar.3.03. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1992. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7, 1. hæð (útibúi), Reykjavík, 31. mars og 1. apríl. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, er hlut- höfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 16. mars 1992. Stjórn Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf. TÍMA- RITATAL Bókmenntir Sigurjón Björnsson íslensk tímarit í 200 ár. Skrá um íslensk blöð og tímarit frá upp- hafi til 1973. Böðvar Kvaran og Einar Sigurðsson tóku saman. Reykjavík 1991, 205 bls. Árið 1970 tóku ofangreindir höf- undar saman skrá yfir íslensk blöð og tímarit frá upphafi til ársins 1966. Þetta var fjölrituð bráðabirgð- aútgáfa í litlu upplagi. Síðar ákváðu þessir sömu höfund- ar að endurútgefa skrána og færa hana fram til ársloka 1973. Þá taka við sérstakar skrár Landsbókasafns um blöð og tímarit. Árið 1973 er einnig vel valið í öðru tilliti því að þá „eru sem næst 200 ár liðin frá því að fyrsta eiginlega tímaritið hóf göngu sína á íslandi, Islandske Ma- aneds-Tidender“. Enda þótt endurútgáfa kallist er því ekki að leyna að þessi útgáfa er önnur og ný bók og verulega frá- brugðin hinu fjölritaða hefti. Þar keipur margt til. Mestu munar að nú eru tekin í skrána öll fjölrituð .v.v 26. mars-4. apríl Veggflísar Gólfflísar Ný sending, mikiö úrval. Allar flísar á tilboði. Gerið góð kaup á flísadögum Húsasmiðjunnar. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði Böðvar Kvaran blöð sem vitað er um, en áður voru þau ein skráð sem einnig voru prent- uð að einhveiju leyti. Ekki þarf lengi að fletta til að sjá að þetta eykur magnið mjög verulega. Þá eru færsl- ur um einstök rit mun ítarlegri en áður og munu safnendur tímarita og blaða fagna því. Höfundum telst til að á þessu 200 ára tímabili sem skrá þeirra nær yfir hafi komið út á íslandi 3.187 blöð og tímarit prentuð og fjölrituð. Prentuðu ritin eru á þriðja þúsund. Langsamlega flest, eða tæp þijú þúsund, byijuðu ekki að koma út fyrr en á þessari öld. Skrá þessi er á marga lund fróð- leg og athyglisverð lesning fyrir utan það að vera nauðsynlegt bókfræði- rit. Innsýn fæst inn í umfangsmikinn geira íslenskrar menningarstarf- semi. Ekki verður þó sagt að hann sé að öllu leyti stórbrotinn, því að smælkið er margt sem lítið gildi hefur a.m.k. bókmenntalega séð. En röng mynd hefði þó fengist ef svo margt hefði ekki verið tekið með. í inngangsorðum segja höfundar: „Þrátt fyrir þau mörk, sem við höf- um reynt að setja okkur um val rita í skrána, kunna ýmsir að telja, að fleira hafi verið tekið með en ástæða sé til.“ Þó að ékki sé ég bókfræðing- Einar Sigurðsson ur hef ég velt þessum orðum nokkuð fyrir mér. Að sumu leyti er ég þeirr- ar skoðunar að þrengja hefði mátt efnisvalið meira. Heil kynstur eru hér af blöðum skólanemenda úr barna- og gagnfræðaskólum, stund- um er ekki nema um eitt eða tvö tölublöð að ræða. Þessu og ýmsu öðru álíka smálegu hefði að ósekju mátt sleppa, enda er ógjörningur að grafa upp öll slík smáatriði. Aftur á móti er ég ekki alls kostar sáttur við að öllum skólaskýrsium sé sleppt. Oft flytja þær merkar upplýsingar, skólasetninga- og skólaslitaræður o.fl. sem fengur er í. Þetta nefni ég sem dæmi, en nenni ekki að tína fleira til, enda oftast um álitamál að ræða. Bók þessi er prýðilega útgefín í alla staði. Hún hefst á greinargóðum inngangi, sem síðan er dreginn sam- an í stutt mál á ensku. Skrá er yfir skammstafanir og önnur yfir helstu heimildir. Þá hefst Aðalskrá sem tekur yfir mestan hluta bókarinnai'. Þar eru öll blöð og tímarit skráð í stafrófsröð ásamt nauðsynlegustu upplýsingum. Að lokum fer Ská eft- ir útgáfustöðum. Utgáfustaðirnir eru skráðir í stafrófsröð og undir hveijum útgáfustað koma ritin ásamt útgáfuári. Málrækt og málvöndun Bókmenntir Erlendur Jónsson Gunnlaugur Oddsson: ORÐA- BÓK. 213 bls. Orðabók Háskól- ans. 1991. »Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum,« stendur á titilsíðu bókar þessarar. Flestar orðabækur eru samdar og gefnar út sem handbækur. Sá hefur og verið tilgangurinn með samantekt þessarar. En endurút- gáfu hennar nú, undir umsjá Jóns Hilmars Jónssonar og Þórdísar Úlf- arsdóttur, er ætlað annað hlutverk. Höfundurinn, sem var jafnaldri Bjarna Thorarensens en fimm árum eldri en Sveinbjörn Egilsson, gerðist lærður á sinnar tíðar vísu en lifði og starfaði fyrir daga málvöndunar og hreintungustefnu. Hann skrifar því læknirar og hellirar. I samræmi við framburð skrifar hann líka húa, kebli og tabla. Hann.notar bæði i og y. En reglur um notkun þeirra stafa hafa mjög verið á reiki í höfði hans. Ennfremur er sýnt að íslensk- an hefur enn verið lítt slípuð sem ritmál þegar hann tók saman þetta rit sitt. Málfræðin varð ekki tísku- grein fyrr en á seinni hluta 19. ald- ar. Gunnlaugur hafði mið af sinnar tíðar rithætti sem var harla óburð- ugur oft og tíðum. Útgáfa þessi hefur því málsögulegt gildi fremur en notagildi sem orðabók. En hvoit sem það telst nú hafa verið nauðsynlegt eður eigi að gefa þetta út er skylt að geta þess að mjög hefur verið til útgáfunnar vandað. Inngangur Jóns Hilmars er bæði fróðlegur og ítarlegur. Og ærið verk liggur á bak við íslensku orðaskrána. Um starf Gunnlaugs segir Jón Hilmar meðal annars: »Ritverk Gunnlaugs ... eru einn skýrasti vitnisburður sem völ er á um íslenska málrækt á fyrstu ára- tugum 19. aldar og þá einkum um það hvernig tekist er á við lýsingu á erlendri menningu og þjóðfélags- háttum og hvernig framandi hug- tökum er komið til skila með ís- lensku tungutaki.« Síst skal á móti þessu mælt. En hafa ber í huga þegar starf Gunn- laugs er metið hve lítið það var sem hann hafði á að byggja og hversu mikið hefur verið unnið eftir hans dag. Málrækt Gunnlaugs og samtíð- armanna hans kemui' okkur því að takmörkuðu gagni nú. Sumt hefur fest í málinu, annað ekki; sumt kemur kunnuglega fyrir sjónir, ann- að framandlega. Ædru þýðir Gunn- laugur t.d. með ódrukkinn. Og það er auðvitað kunnuglegt. En góður orðabókahöfundur bendir á fleiri kosti. Því er einnig bent á orðið óölfús. Og það er ekki jafn kunnug- legt. Skandal et' kallað hneixli. Ekki stingur það í augu — nema stafsetningin! Sumar þýðingarnar hljóta að orka tvímælis. Rural er t.d. útlagt: landlægr, er vidvíkr Iandinu. Á politik eru gefnar þessar útleggingar: rikisstiórnarfrædi, fólkstiórnarkunnátta; slægd, klók- indi, snidugleiki. —- Þetta er um íslenskuna að segja. En danskan? Ef hliðsjón er höfð af hinum »framandi« orðum, sem Danir hafa notað á fyrri hluta 19. aldar, leynir sér ekki að þeir hafa þá mjög horft til franskrar tungu og menningar sem fyrirmyndar. Franskan var þá alþjóðamál líkt og enskan nú. Og meir en svo því hún var einnig samkvæmismál fína fólksins. íslendingar komust aldrei svo langt í »menningunni!«. íslenskan var á hinn bóginn van- þróuð og næsta vanbúin að tjá sig um málefni samtímans, daglegt líl' jafnt sem fræðigreinar og vísindi. Úr því reyndi Gunnlaugur að bæta eftir föngum. Málræktaráhugi sá, sem fylgdi sjálfstæðisbaráttunni og þróaðist með henni, fullkomnaði það verk sem byrjað var á í tíð Gunnlaugs og samtíðarmanna hans. Maður hugsar til þess með hálfgerðum hrolli hvernig nú væri komið fyrir íslenskunni ef hún hefði aldrei verið tekin til þvílíkrar hreinsunar og endurnýjunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.