Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 27 Veiðibann um páska ekki lengra en 10 dagar Sjávarútegsráðuneytið tekur í þessari viku afstöðu til tillagna samráðshóps uni bætta um- gengni um auðlindir hafsins um víðtækt þorskveiðibann um páska. 10 daga veiðibann króka- leyfisbáta tímabilið 11. til 20. apríl hefur þegar verið ákveðið ineð reglugerð, en það fellur á sama tímabil og tillögur sam- ráðshópsins gera ráð fyrir veiði- banninu. Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir það misskilning, sem fram kom í frétt Morgunblaðsins síðast- liðinn sunnudag af fundi með sjáv- arútvegsráðherra á Isafirði í síðustu viku, að hugsanlegt þorskveiðibann leggist við krókaleyfisbannið. Sam- kvæmt reglugerð standi bann við krókaveiðum smábáta yfir 11. til 20. apríl og leggji samráðshópurinn til að þorskbannið um páskana komi á sömu dag. Því verði krókaleyfis- bátar ekki fyrir frekari sóknartak- mörkunum, en þegar hafi komið fram í regiugerð um veiðar þeirra. frá því um áramót. » ♦ ♦ Tveir bátar við ólögleg- ar laxveiðar Morgunblaðið/lngvar Slasaðist á vélsleða Maður slasaðist nokkuð þegar vélsleði, sem hann ók, valt í Bláfjöllum um kl. 17.30 á sunnudag. Maðurinn rifbeinsbrotnaði, auk fleiri meiðsla, og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Á myndinni sést er maður- inn var fluttur í snjóbíl, sem ók honum til móts við sjúkrabíl. Staðhæft að foreldrar skrái sig sem einstæða TVEIR bátar eru taldir vera við ólöglegar laxveiðar á alþjóðlegu hafsvæði milli íslands og Noregs, að sögn Orra Vigfússonar, for- manns Samtaka um kaup á út- hafslaxveiðikvóta. Bátarnir, sem heita Brodal og Bermuda, eru skráðir í Panama. „Við erum 99% öruggir um að þetta séu þessir tveir bátar, en Brodal kom inn til Bodö 3. mars síðastliðinn að taka eldsneyti. Norski flugherinn ætlar að fljúga þarna yfir, en það eru Natoæfingar á þessu svæði og þess vegna hefur ekki fengist leyfi til að lækka flug- ið þarna. Ég er einnig með pressu á dönsku stjórnina að þeir sendi eftirlitsskip frá Færeyjum enda er þeim málið skyldast," sagði Orri. í niðurlagi bréfs til ráðherranna segir: „Þar sem ríkið sér sér hag í því að stofna nefndir og gera út fólk til þess að hafa upp á einstakl- ingum sem ekki greiða afnotagjöld af sjónvarpstækjum sínum, en það gefur ríkinu 1.700 kr. af hveiju tæki á mánuði, hlýtur að borga sig að taka þetta mál til athugunar þar sem í þessum tilfellum er um millj- ónir að ræða. Þessu misrétti verður vart lengur unað og því mótmælum við þessu kröftuglega." STAÐHÆFT er í bréfi frá fjórða tug manns til þriggja ráðherra, að stór hópur sambýlisfólks skrái sig til heimilis á sitt hvorum staðn- um til að fá með óheiðarlegum hætti barnabætur og barnabóta- auka. Ennfremur er tekið fram að þessir aðilar komi börnum sínum inn á dagvistarheimili á fölskum forsendum og taki upp pláss frá þeim sem rétt hafi á slíkri þjónustu, þ.e. einstæðum foreldrum. og holl hreyfing hamlar gegn beinþynningu. Byggðu upp - borðaðu ost. Margrét Arnþórsdóttir, fulltrúi sendenda bréfsins, sagði að flestir vissu einhver dæmi um misnotkun af þessu tagi. Þannig hefði hún sem meðferðarfulltrúi á barnaheimili kynnst fjölmörgum dæmum um konur, sem ættu eiginmenn á kvöld- in, en væru einstæðar á morgnana. Þær kæmu börnum sínum á barna- heimili og tækju pláss frá einstæð- um mæðrum. Nefndi hún sem dæmi að nú væri hún í stökustu vandræð- um með að koma barni einstæðs foreldris á barnaheimili, þar sem foreldrar fimm barna hefðu fengið barnaheimilispláss á fölskum for- sendum. Einir 'foreldrar ættu tvö barnanna og annað þeirra væri heima allan daginn. Fulltrúar sendendanna hafa hitt Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, Jóhönnu Sigurðardóttur, fé- lagsmálaráðherra, og Þorkel Helga- son, aðstoðarmann heilbrigðisráð- herra, að máli og Margrét segir að þau hafi viðurkennt að um vanda- mál væri að ræða, en stæðu ráð- þrota gagnvart því. „En hér er auð- vitað um þjófnað að ræða,“ segir Margrét, „og einhver verður að borga. Þess vegna verðum við líka að finna einhveija lausn á málinu," segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.