Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 35 Utandagskrárumræða um kjarasamningana: Hlé en ekki samingsslit - segirDavíð Oddsson forsætis- ráðherra VIÐRÆÐURNAR um kjara- samninga voru ræddar utandag- skrár í gær að beiðni Olafs Ragn- ars Grímssonar (Ab-Rn). Stjórn- arandstaðan kennir ríkisstjórn- inni um hvernig komið er. Ráð- herrar hennar vísa því á bug. Aðgerðir og stefna stjórnarinn- ar séu grundvöllur fyrir því að hægt sé að semja farsællega. Hlé á viðræðum þýði ekki að samningar geti ekki tekist. Málshefjandi, Ólafur Ragnar Grímsson, (Ab-Rn) spurði ríkis- stjórnina hvað hún hygðist gera til að tryggja kjarasaminga, nú þegar fréttir hefðu borist af því að upp úr þeim hefðu slitnað. Afleiðingarn- ar væri óvissa; stöðnun og deyfð; vonleysi og atvinnuleysi. Atvinnu- lífið og þjóðfélagið þyldu ekki þetta ástand. Reyndar ráðleggingar Ólafur Ragnar hélt því fram að ríkistjórnin hefði með margvísleg- um hætti orðið þess valdandi að kjarasamningar hefðu ekki náðst s.s. með ráðstöfunum í efnahags- málum og ráðstöfunum í ríkisfjár- málum sem hann nefndi „aðför að velferðarkerfinu". Bæði aðferð og stefna þessarar ríkisstjórnar væri röng. Aðferðin væri sú að hafa engin afskipti af kjarasamningum og hefði ekki skilað árangri á ís- landi. Þar að auki væri ríkið stærsti vinnuveitandinn í þessu landi. Ólaf- ur Ragnar taldi vinnubrögð fyrri ríkisstjórnar í þessum efnum eftir- breytni verð, fjöldi funda með aðil- um vinnumarkaðarins auk persónu- legra viðræðna. Þetta hefði borið ávöxt í svonefndri þjóðarsátt. Óiafur Ragnar Grímsson sagðist vilja vera ríkisstjórninni hjálplegur og ráðlagði m.a.: Að stjórnin hæfi nánar viðræður við launþegahreyf- inguna um breytingar á þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið í efnahagsmálum og ríkisfjármálum. Að ríkistjórnin lýsti því yfir að hún væri reiðubúin til þess að ráðstafa tekjum af boðuðum fjármagns- skatti í samráði við launþega- hreyfinguna, í gegnum tekjuskatts- kerfið, með hækkuðum persónuaf- slætti, með barnabótum o.s.frv., í stað þess að ætla sér að verja þessu til að afnema sérstakan eignaskatt og skatt á verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Ríkisstjórnin ætti líka að lýsa því yfir að hún væri reiðubúin til að taka upp sérstakt hátekjuþrep og tekjum af þeirri skattheimtu ætti að ráðstafa í samráði við Iaun- þegahreyfinguna. Ríkisstjórnin ætti að taka frumkvæðið sem stærsti atvinnuveitandinn og semja við ríkisstarfsmenn í samráði við aðrar launþegahreyfingar. Hlé en ekki slit Davíð Oddsson forsætisráð- herra kvaðst ekki líta svo á að samningaviðræður hefðu standað, heldur hefðu sanmingsaðilar tekið sér nokkurt hlé. Menn kæmu sam- an á nýjan leik. Forystumenn not- uðu tímann til að tala við sitt fólk. Hann benti einnig á að samningsaðilar hefðu ekki rokið frá samningaborðinu með neinum ill- indum. Forsætisráðherra minnti Ólaf Ragnar Grímssson á orð Guðmundar J. Guðmundssonar for- manns Verkamannasambands ís- lands, þess efnis, að nú væri ekki tími fyrir stórar yfirlýsingar. Forsætisráðherra sagði Ólaf Ragnar gefa yfirlýsingar um skattahækkanir og tala eins og hinn mikli gerandi sem gæti skikk- að samningsaðila fram og aftur. Honum væri samt nær að hafa í huga að þjóðarsáttin hafi tekist „þrátt fyrir Ólaf Ragnar Gríms- son.“ Núverandi ríkistjórn hefði gert samningsaðilum grein fyrir því hvaða efni fælust í hennar yfirlýs- ingum. Hún vildi koma til móts launþega með þeim hætti að sá grundvöllur, sem samningar yrðu að byggjast á, raskaðist ekki. Tryggja yrði lága verðbólgu, stöð- ugt gengi og að vextir mættu lækka svo að hjól atvinnulífsins kæmust á ferð. Það væru vonbrigði fyrir alla að samningar tókust ekki í þessari lotu sagði forsætisráðherra. Það hefði legið í loftinu vilji allra til að tryggja kaupmátt þeirra sem hann hefðu lakastan, þótt kaupmáttur þjóðarinnar sem heildar raskaðist. Það væri erfitt að gera slíka samn- inga, það væri erfitt að sannfæra menn um að slíkir samningar væru hallkvæmastir, en hann tryði því að það væri vilji allra að ná slíkum samningi. Allt kostar sitt Steingrímur Hermannsson (F-Rn) fyrrum forsætisráðherra benti á að það yrði að meta það fé sem það kostaði ríkissjóð að greiða fyrir kjarasamningum á móti því tjóni sem hann og þjóðfélagið yrðu að þola ef verkföll yrðu. Verkalýðs- hreyfingin hefði verið næsta hófsöm í sinni kröfugerð. Steingrímur sagði að tilboð það sem ríkisstjórnín hefði nú þegar gert, væri metið til u.þ.b. 500 milljóna. Ríkisstjórnin ætti að taka á sig rögg og ganga til verks af fullri alvöru og bæta nokkuð til- boð sitt. Ræðumaður var þess full- viss að unnt myndi reynast að ná kjarsamningum fyrir svona tvöfalda eða þrefalda þessa upphæð. Krístin Ásgeirsdóttir (SK-Rv) sagði að gera yrði sérstakar kröfur til þess- arar ríkisstjórnar. Hennar aðgerðir hingað til hefðu ekki verið til sátta fallnar. Hún hvatti ríkisstjórnina til að beita sér fyrir aðgerðum til að bæta hag þeirra lægst launuðu og benti á hátekjuskatt því framtaki til fjármögnunar. Ríkisstjórnin ætti að draga til baka aðgerðir sínar, þ.e.a.s. niðurskurð í heilbrigðis-, trygginga- og menntamálum. Ríkis- stjórnin ætti að beita sér fyrir at- vinnuskapandi framkvæmdum og minnti á tillögur Kvennalistakvenna um erlendar lántökur í þessu skyni. Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir vaxtalækkun hið snarasta. Forsemdur farsælla samninga Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra vísaði ásökunum um afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar á bug. Hann sagði ríkisstjórnina hafa átt ítrekaðar og ítarlegar við- ræður við alla aðila vinnumark- aðarins. Á þessu væri engin að- ferðamunur frá fyrri ríkisstjórn nema í því að nú töluðu menn meira saman í kyrrþey. Ráðherra sagði menn nú vera orðna margs vísari um hvaða leiðir væru færar til að varðveita kaup- mátt við þau skilyrði stöðnunar og MMAfil hnignunar sem nú væru. Og hvað leiðir væru ófærar; við þekktum afleiðingarnar af hallarekstri ríkis- sjóðs. Ræðumaður lagði áherslu á að festa og stöðugleiki, stöðugt gengi og lægri vextir væru forsendur fyrir því að kjarsamningar tækjust. Hann hafnaði sem misskilningi að ríkisstjórnin hefði horfið frá þeim ráðstöfunum í ríkisfjármálum sem horfa til aðhalds og sparnaðar. Ríkistjórnin gæti ekki greitt fyrir kjarasamingum með því að skrifa gúmmitékka eða bera fé í dóminn. Jón Baldvin hafði þá ósk og trú að samningamenn myndu eftir að þeir hefðu borið saman bækur sín- ar taka aftur upp þráðinn. Guðmundur Þ. Jónson (Ab- Rv) var ósammála því áliti forsætisráð- herra að einungis væri um að ræða hlé eða frestun á samningaviðræð- um. Guðmundur leit svo á að upp úr viðræðum hefði slitnað. Málið væri í höndum sáttasemjara sem ekki hefði boðað til fundar. Guð- mundur sagði kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar mjög í hóf stillt og þess mun mikilvægara væri að ríki- stjórnin kæmi á móti með skýrari hætti. Ingbjörg Sólrún Gísladótt- ir (SK-Rv) sagði m.a. í sinni ræðu að ríkistjórnin hefði breytt öllum forsemdum við gerð fjárlaga og með ráðstöfunum í ríkisfjármálun- um. Ráðamenn gætu ekki vænst þess að geta velt auknum álögum og þjónustugjöldum á fólk án þess að spyrnt væri á móti. Olafúr Ragnar Grímsson sagði þessa umræðu hafa sýnt að ríkisstjórnin hefði engar hugmyndir, engar til- lögur, og ætlaði ekkert að gera. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra vísaði þessu á bug. Ráðherra sagði það liggja fyrir að ríkisstjórnin væri í fullri alvöru að vinna að skattlagningu fjármagns- og eignatekna. En það yrði að ger- ast með þeim hætti að dæmið gengi upp. Skattheimtan mætti ekki verða til þess að draga úr sparnaði og vextir hækkuðu. Utanríkisráð- herra taldi forsendur fyrir vaxta- lækkun en varaði einnig við því að forráðamenn bankakerfisins- ntyndu verða tregir til að lækka þá vegna þeirrar óvissu sem ríkti á meðan kjarasamningar væru enn ógerðit'. I lokin sagði forsætisráðlierra Davíð Oddsson m.a. að það væri óábyrgt að gefa það í skyn að hægt væri að auka kaupmátt al- mennt við ríkjandi aðstæður. Að lofa auknum kaupmætti og ríkisút- gjöldum og um leið vaxtalækkun- um væri dæmi sem ekki gengi upp; svikin ávísun. Forsætisráðherra hafði trú á því að menn tækju aftur upp þráðinn áður en langt um liði. Tryggja yrði stöðugleikann, lága verðbójgu og lága vexti. Það væri mikið í húfi. Hann varaði við atvinnuleysinu. Það væri ekkert til sem héti „hæfi- legt atvinnuleysi", íslendingar væru ekki þeirrar gerðar að þeir yndu slíku. Auglýsingakostnaður sjávarútvegsráðuneytisins: Auglýst fyrir 3 milljónir 1990 og 2,1 milljón 1991 Kynningarbæklingur um kvótakerfið kostaði 1,6 milljónir króna Auglýsingakostnaður sjávarútvegsráðuneytisins var rúmar 3 milljón- ir árið 1990 og rúm 2,1 milljón áriö 1991 samkvæmt svari sjávarútvegs- ráðherra við spurningu sem Árni Mathiesen alþingismaður bar fram á Alþingi. Að auki var gefinn út bæklingur um stjórn fiskveiða á árinu 1991 sem kostaöi 1,6 milljónir króna. Árið 1990 fékk Ríkisútvarpið greitt 805 þúsund kr. fyrir birtingu auglýsinga, Stjórnartíðindi 483 þúsund kr., Þjóðviljinn 176 þúsund kr., Tíminn 172 þúsund kr., Export- útgáfan 168 þúsund kr., Blað hf. sem gaf út Alþýðublaðið og Press- una 145 þúsund kr. og Dagur 131 þúsund kr.. Fijálsri fjölmiðlun hf, sem gefur út DV, var greitt 118 þúsulid kr. og auk þess fékk DV greitt 30 þúsund kr. Víkurfréttum var greitt 72 þúsund kr., Morgun- blaðinu 68 þúsund kr., Fróða 61 þúsund kr., Fjarðarpóstinum 49 þúsund kr. og ýmis landsmálablöð fengu í kringum 30 þúsund kr. krónur hvert. Á Stöð 2 var auglýst fyrir 8 þúsund kr. Árið 1991 fékk Ríkisútvarpið aftur mest greitt fyrir auglýsinga- birtingar eða 781 þúsund krónur, Stjórnartíðindum var greitt 776 þúsund krónur, Morgunblaðinu 109 þúsund kr., Tímanum 51 þúsund kr., Fijálsri fjölmiðlun og vikublað- inu Austra tæpar 50 þúsund kr., Degi 48 þúsund kr., Blaði hf. 45 þúsund kr., Þjóðviljanum 33 þúsund kr., BFÖ-blaðinu 30 þúsund kr. og öðrum minna. Á fyrstu ljórum mánuðum ársins 1991, eða fram að stjórnarskiptum, var auglýsingakostnaður ráðuneyt- isins 814 þúsund krónur. Þar af fékk Ríkisútvarpið hæstu upphæð- ina, 415 þúsund kr., og vikublaðið Austri þá næsthæstu, 49.675 þús- und kr.. Blað hf., Tíminn og Stjórnartíðindi fengu um 37 þúsund kr., Fijáls íjölmiðlun 36 þúsund kr., Þjóðviljinn 33 þúsund kr., Dag- ur 32 þúsund kr. og Morgunblaðið 29 þúsund kr. en aðrir núnna. Kostnaður við gerð bæklings um stjórn fiskveiða var greiddur á tíma- bilinu janúar til júlí 1991. Bækling- urinn var gefinn út í mars það ár, en að sögn Árna Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra, hófst dreifing hans ekki fyrr en að loknum kosn- ingum. Sagði hann að verið væri að kanna með útgáfu bæklingsins á ensku. Samtals nam kostnaðurinn við gerð bæklingsins 1.642.331 kr., og af þeirri upphæð fékk Prent- smiðjan Edda mest, eða rúmlega 744 þúsund krónur. Aðrir sem fengu greiðslu vegna útgáfu bækl- ingsins eru Andrína G. Jónsdóttir, Teikniþjónustan sf., Hjörtur Gísla- son, Ingvar Níelsson, Kristinn Benediktsson, Páll Bjarnason, Ragnar Árnason, Sigurgeir Jóns- son, Snorri Snorráson og Þorkell Helgason. í svari sjávarútvegsráðherra kemur fram, að núgildandi lög um stjórn fiskveiða hafi verið sett í maí 1990 en tekið gildi 1. janúar 1991. Þar hafi verið kveðið á um að öll skip, þar með talið smábátar, skyldu fá úthlutað aflahámarki. Þetta hafi þurft að kynna fyrir hugsanlegum rétthöfum, þ.e. smábátaeigendum, og koma til þeirra upplýsingum. Það hafi verið gert með auglýsing- um í útvarpi og blöðum og í því sambandi hafi þótt rétt að nota ekki síður landsmálablöð en dag- blöð. Þetta skýri hvers vegna aug- lýsingakostnaður hafi verið hærri árið 1990 en árið 1991. Að auki auglýsi ráðuneytið bann við neta- veiðum, bann við veiðum á ákveðnu tímabili, reglur um aflamark vegna línuveiða, hvatningar til útgerðar- manna að skila skýrslum, auglýstar séu stöður og fl. Þessu til viðbótar séu lög, reglugerðir, gjaldskrár Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Ríkismats sjávarafurða, ásamt fleiri stjórnvaldsfyrirmálum birt í Stjórnartíðindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.