Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAIIZ 1992 Vinnur þú að spennadi norrænu samstarfsverkefni? Fjailar það um menntir rannsóknir eða fræðslumál? Vera má að Norræni menningarsjóðurinn geti aðstoðað. Nánari upplýsingar um sjóðinn færðu hjá Nordisk kulturfond Nordisk Ministerrád Sekretariatet Store Strandstræde 18 DK-1255 Kobenhavn K. Sími +45 33 11 47 11 eða hjá Menntamálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími 91-60 95 00 Adalfundur Aðalfundur íslandsbanka hf.( árið 1992, verður hald- inn í Súlnasal, Hótel Sögu, mánudaginn 6. apríl 1992 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumibar að fundinum og atkvæöaseölar verba afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í úti- búi íslandsbanka, Kringlunni 7, 1., 2. og 3. apríl næst- | komandi kl. 9.15 - 16.00 svo og á fundardegi. ? Ársreikningur félagsins fyrir árib 1991, ásamt tillögum < þeim sem fyrir fundinum liggja, verbur hluthöfum til ? sýnis á sama stab. Reykjavík, 20. mars 1992. Bankaráb íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI Skákmótinu í Hafnarborg lokið: Hannes Hlífar efstur með stórmeistaraáfanga ___________Skák Bragi Kristjánsson ALÞJÓÐLEGA skákmótinu í Hafnarborg lauk á sunnudag með glæsilegum sigri Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar. Hann hlaut SVt vinniug og náði með því öðrum áfanga, af þrem, að stórmeistara- titli. I öðru sæti kom Jón L. Arnason með 8 vinninga og jafnir í 3. til 5. stæti voru Margeir Pétursson, Þröstur Þórhallsson og Paul Motwani frá Skotlandi, með 7 vinninga hver. Sigur Hannesar Hlífars er verð- skuldaður, því hann tefldi af miklu öryggi. Þetta þarf ef til vil ekki að koma á óvart, því Hann- es tefldi mjög vel á Apple-skákmót- inu fyrri hluta þessa mánaðar. Hann náði öðrum áfanga að stórmeistara- titli í Hafnarborg, og vantar nú að- eins 'þann þriðja. Tefli Hannes eins vel í framtíðinni og hann gerði á báðum skákmótunum í þessum mán- uði, verður þess ekki langt að bíða, að hann verði sjöundi stórmeistari íslendinga. Hafnfirðingar ættu að halda annað skákmót í Hafnarborg fyrir Hannes, því þar náði hann lokaáfanga að alþjóðlegum titli á íslandsmóti 1988! Jón L. Árnason varð annar, hálfum vinningi á eftir Hannesi. Jón tefldi jafnt og vel allt mótið. Margeir Pétursson, Þröstur Þór- hallsson og Motwani deildu með sér 3. til 5. sæti. Margeir var daufur framan af, en sótti sig í lokin. Þrökt- ur byijaði mjög vel, en missti flugið við tap í sögulegri skák við Hannes. Motwani náði ekki jafnvægi í tafl- mennsku sína að þessu sinni. Hann er sterkur og hugmyndaríkur skák- maður, sem getur unnið hvern sem er á góðum degi. Stuart Conquest tefldi misjafn- lega, en alltaf af miklum baráttu- vilja. Jafnteflin þekkjast varla hjá honum, aðeins eitt í þessari ferð til íslands, í tapaðri skák við Levitt. Jonathan Levitt tapaði snemma móts fyrir báðum Hafnfirðingunum og náði sér ekki á strik eftir það. James Howell missti móðinn við mótlætið í byijun, og vann sína einu skák í síðustu umferð, gegn Con- quest, hinum óútreiknanlega. Helgi Áss Grétarsson sannaði enn einu sinni skákhæfileika sína og geysi- lega keppnishörku. Þessi 14 ára pilt- ur lét ekki tap í fyrstu tveim umferð- unum setja sig út af laginu, heldur fékk 5 vinninga í þeim 9 skákum, sem eftir voru! Björgvin Jónsson byijaði illa og sýndi aldrei sína raun- verulegu skákgetu eftir það. Hafn- firðingarnir, Björn Freyr og Ágúst Sindri, börðust vel, en reynsluleysi þeirra í sterkum mótum sem þessu komu í veg fyrir betri árangur að þessu sinni. Hafnarborgarmótið var mjög vel heppnað í alla staði. Val keppenda leiddi til skemmtilegrar taflmennsku. Svo hart var barist, að einn erlendu keppendanna hafði á orði, að það væri ekki hægt að tefla af öryggi í þessu móti, baráttu- viljinn væri svo mikill og smitandi! Við skulum að lokum sjá góðan sigur Hannesar Hlífars á Margeiri frá 4. umferð mótsins. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Hannes Hlífar Stefáns- son Drottningarindversk-vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. a3 - (Petrosjan-afbrigðið, sem heimsmeistarinn, Garrí Ka- sparov, vann marga glæsiskákina með fyrir nokkrum árum. Trú manna á ágæti þessa byijunarkerfís hefur minnkað á undanförnuro árum, og gamla „rólega" afbrigðið, 4. g3, er orðið algengt aftur.) 4. - Bb7, 5. Rc3 - d5, 6. cxd5 - Rxd5 (Svartur getur einnig leikið 6. - exd5, en leikurinn í skákinni býður upp á meiri spennu.) 7. Dc2 - Be7, 8. Bd2 - (Skákfræð- in gefur jafna stöðu eftir 8. e4 - Rxc3, 9. bxc3 - 0-0, 10. Bd3 - c5, 11. Bb2 - Dc8, 12. De2 — Ba6, 13. 0-0 - Bxd3, 14. Dxd3 - Da6, 15. Dxa6 - Rxa6 o.s.frv.) 8. - 0-0, 9. e4 - Rxc3, 10. Bxc3 - Rd7, 11. Hdl - Dc8, 12. Bd3 - Hd8, 13. 0-0 - c5, 14. d5 - c4 (Önnur leið er hér 14. - Rf8, 15. Bc4 - exd5, 16. Bxd5 - Rg6, 17. Re5 - Bxd5, 18. exd5 - Bd6, 19. f4 - Re7, 20. De2 - Rf5 með jöfnu tafli (Razúvajev-Helgi Ólafsson, 1989). 15. Be2 - exd5 16. Rd4!? - (Líklega er þessi peð- fórn Margeirs nýjung í stöðunni. I skákinni Miles-Pólúgajevskíj, 1990, kom upp nokkuð jöfn staða eftir 16. exd5 - Bf6, 17. Rd4 - Bxd5, 18. Rf5 - Be6, 19. Bxf6 - Bxf5, 20. Dxf5 - Rxf6, 21. Hxd8-I— Dxd8+, 22. Bxc4 - Dd4, 23. b3 - Hd8, 24. Df3 - g6 o.s.frv.) 16. - dxe4, 17. Rf5 - Dc5!, 18. Bg4 - (Eftir 18. Rxg7 - Rf6, 19. Bxf6 - Bxf6, 20. Rh5 - Bd4 stend- ur svartur vel. Eða 18. Bb4 - De5, 19. Bxe7 - Dxe7, 20. Rf5 - De5, 21. Re3 - b5 með góðri stöðu fyrir svartan.) 18. - Bf6 Hvítur hótaði m.a. 19. Bb4) 19. Hxd7 - Hxd7, 20. Bxf6 - gxf6, 21. Dc3 - De5, 22. RI16+ - Kg7, 23. Bxd7 - Kxh6, 24. Dxc4 - Kg7, 25. b4 - Hd8 (Erfítt er að benda á betra framhald fyrir hvít en það, sem Margeir valdi. Svartur á peði meira og góðar vinningshorfur.) 26. Bc6 - Hd4, 27. Dc3 - Bxc6, 28. Dxc6 - Hd3, 29. Da4 - Dc7, 30. h3 - f5, 31. Db5 - Dd7, 32. Dc5+ - f6, 33. Df4 - Kg6, 34. Hcl - (Loksins kemst þessi hrókur í spilið og hótunin er 35. Hc7.) 34. - Dd6, 35. Dxd6 - Hxd6, 36. Hc7 - Hdl+, 37. Kh2 - f4, 38. Hxa7 - Hfl, 39. He7 - f5, 40. f3 - (Eftir 40. b5 - Hxf2, 41. Kgl - Hb2, 42. He6+ - Kg5, 43. Hxb6 - e3, 44. He6 - Hbl+, 45. Kh2 - f3, 46. gxf3 - Kf4 og svartur vinnur.) 40. - e3, 41. b5 - Kf6, 42. He8 - Hal, 43. g3 - (Hvíti hrókurinn er bundinn við að koma í veg fyrir, að svarta e-peðið renni upp í borð og verði að nýrri svartri drottningu.) 43. - Ha2+, 44. Kgl - fxg3, 45. Hxe3 - Kg5, 46. Hd3 - Kh4, 47. Hd6 - h5, 48. Hli6 - f4. og Mar- geir gafst upp, því hann tapar eftir 49. a4 - Hxa4, 50. Hh8 - Ha5, 51. Hh7 - HxB5, 52 Hh8 - Kxh3 ásamt 53. - Hbl+ o.s.frv. Hannes Illífar Alþjóðlega skákmótið í Hafnarborg Elo- stig vinn. SB stig 1. HannesHiífar 2455 X '/2 1 1 'h 1 'h 'h 'h 1 1 1 8'/2 2. JónL. 2515 '/2 X Vi 0 1 1 'h 'h 1 1 1 1 8 3. Margeir 2550 0 '/2 X 1 1 0 'h 1 '/2 'h 1 1 7 34,75 4. Þröstur 2425 0 1 0 X 'h 1 'h 'h 'h 1 1 1 7 33,00 5. Motwani 2455 '/2 0 0 '/2 X 1 0 1 1 1 1 1 7 31,25 6. Conquest 2505 0 0 1 0 . 0 X 'h 1 0 1 1 1 5'/! 7. Levitt 2465 '/2 Vi '/2 'h 1 'h X 'h 'h 'h 0 0 5 31,25 8. Helgi Áss 2350 '/2 Vi 0 'h 0 0 'h X 1 'h 1 'h 5 24,75 9. Howell 2465 '/2 0 '/2 'h 0 1 'h 0 X 0 'h 'h 4 10. Björgvin 2420 0 0 '/2 0 0 0 'h 'h 1 X 'h 'h 3'/2 11. BjörnFreyr 2200 0 0 0 0 0 0 1 0 'h 'h X 1 3 12. ÁgústSindri 2275 0 0 0 0 0 0 1 'h 'h 'h 0 X 2'h fc-* Q Þægilegt að vinna með Við höfðum hug ú að kaupa launafórrií sem væri öruggt, einfalt í notkun, laust við flóknar sumantektir og sérútprentanir og ódýrt að sama skapi. Mérfinnst mjög þœgilegt að vinna með EMSTUS. Það tekur innan við 10 minútur að gangafrá prentun launaseðla, lífeyrissjóðsgreiðslum, stéttarfélagsgreiðslum og skalti. Launamiðaúlprentun í árslokgerist með einniskipun. Einfaldara verðurþað ekki. Kolbeinn Pétursson Hábergi hf. Skeifunni 5a Launaforritið ERASTUS 'EinfaldUjja þ&jjiUgra M.Flóvent Sími: 91-6X8933 og 985-30347________________ Deilt um lit á ljósum LÖGREGLAN í Reykjavík ósk- ar eftir að hafa tal af þeim, sem sáu árekstur tveggja bifreiða á mótum Hverfisgötu og Baróns- stígs að morgni föstudagsins 13. mars sl. Klukkan 8.18 um morguninn skullu saman á gatnamótum þess- um Lada fólksbíll og Ford sendi- bíll. Ökumenn bílanna greinir á um stöðu umferðarljósanna þegar óhappið varð. Þeir, sem gætu veitt upplýsingar þar að lútandi, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknardeild lögreglunn- ar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.