Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 49 Kveðjuorð: Kristín S. Svein- bjömsdóttir Þegar ég fregnaði iát Kristínar Sólveigar, forseta Kiwanisklúbbsins Hörpu, varð mér strax hugsað til fráfalls annars forseta í Kiwanis- hreyfingunni og fráfalls nábúa míns hér vestra. Ég verð að segja eins og er að aldrei verður minna úr mér en þegar ég heyri fráfall ein- hvers sem ég þekkti, kunningja eða vinar eða félaga. Það var ekki langt um liðið síðan við Kristín áttum langt og gott samtal um starfið í Kiwanishreyfingunni er mér bárust þessi sorglegu tíðindi. Það vantaði ekki áhugann, kraftinn og sam- viskusemina í þessa einkar aðlað- andi og skarpskyggnu konu, for- ingja fyrsta kvenná-kiwanisklúbbs á Islandi. Hún var af þeim sökum sérlega virt sem góður foringi með- al okkar í Þórssvæðinu. Þess vegna á maður erfitt að skilja gangverk lífs og dauða og ætlast til og reikn- ar með öllu eins í dag og það var í gær. Haft hefur verið á orði að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Kristín var sólargeisli í hugum okkar kiwanismanna, alltaf kát og brosmild. Þau ijós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þó burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Kristín hafði að márkmiði síns starfsárs sem forseti Hörpu: „Styrkjum klúbbinn, fjölgum félög- um og vinnum saman að settu marki.“ Ég votta öllum vinum hennar og aðstandendum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þá og styðja í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Kristínar Sólveigar Sveinbjörnsdóttur. Árni Sædal Geirsson, svæðisstjóri Þórssvæðis, ísafirði. Nýlátin er góð vinkona mín, Kristín Sólveig Sveinbjörnsdóttir frá Snorrastöðum, Kolbeinsstaða- Kveðjíi: Elín Sigiir- bergsdóttir Fædd 17. janúar 1921 Dáin 1. mars 1992 Þegar ég kveð vinkonu mína finn ég hvað heppin ég var að fá að kynnast henni og hennar lífsgleði og æðruleysi á hveiju sem gekk. Ég minnist þess þegar ég var að koma á heimili Elínar og Hansa, alltaf var sami gleðisvipurinn á andlitunum og alltaf var ég boðinn velkominn. Við Elín kynntumst á Reykja- lundi 1985 og tókst með okkur og manni hennar, Hans Þorsteinssyni, góð vinátta, sem hélst fram á síð- asta dag. Ég bið Guð að fylgja henni á ókunnum stigum. Hansa, börnum og fjölskyldum þeirra bið ég; Guð að styrkja og blessa. Elín lifir hjá okkur þótt við sjáum hana ekki lengur. hreppi. Andlát hennar ber að fyrir- varalaust. Glæsileg kona í blóma lífsins hefur kvatt samferðarfólkið. Ég kynntist Stínu Veigu þegar við vorum um fermingaraldur. Bæði höfðum við mikinn áhuga á íþrótt- um. Þar lágu leiðir okkar saman. 'Fjölskyldan á Snorrastöðum hafði mjög mikinn áhuga á starfi Ungmannafélaganna, þar var ekk- ert kynslóðabil. Föðurbróðir Stínu Veigu, Kristján, hafði verið einn af stofnendum Ungmennasambands- ins. Allir í fjölskyldunni voru áhuga- samir um framgang ungmennafé- lagshugsjónarinnar. Þegar ég var að stíga mín fyrstu spor á þeim vettvangi var fjölskyldan á Snorra- stöðum fyrirmynd okkar ungling- anna í íþróttastarfi. Þeir eldri unnu að félagsmálum og þau yngri kepptu í íþróttum. Stína Veiga keppti í ýmsum greinum íþrótta með góðum árangri jafnt innanhéraðs sem utan. Við sem á þessum árum voru þátttak- endur í íþróttum fyrir HSH eigum góðar minningar frá keppnum og ferðalögðum sem gaman er að minnast. Það kom engum á óvart sem til þekkir að íþróttaáhuginn gekk í erfðir. Dætur Kristínar urðu síðar landsþekktar íþróttakonur. Þannig er þriðja kynslóðin frá Snorrastöð- um búin að vera þáttakandi í íþrótt- Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til unglingsáranna við andlát þessarar ágætu konu. Það hefur ekki verið mikill samgangur síðustu árin við fjölskylduna frá Snorrastöðum. Ég vil þakka henni Stínu Veigu unglingsárin, tryggð og vináttu alla tíð. Megi Guð styrkja ástvini alla. Gylfi. Að morgni sunnudagsins 8. marz varð breyting á þeim heimi sem ég lifi í. Tengdamóðir mín og vin- ur, Kristín Sólveig Sveinbjörnsdótt- ir, lést. Enginn fyrirvari, engin aðlögun. Skyndilega var hún bai-a ekki lengur okkar á meðal. Hún sem var virkur hluti okkar daglega iífs og glæddi hvunndaginn sem hátíðisdaginn lífi og ljósi. Jól, pásk- ar, sumarfrí, helgarferðir, afmæli eða hið daglega líf; yrði það hægt án hennar? Þrettán ár eru nú liðin frá því að ég sá Stínu Veigu fyrst. Á þess- um þrettán árum féll aldrei skuggi á vináttu okkar. Hún tók mér sem syni þegar ég kom inn á heimili hennar og dekraði við mig á alla lund. Hlýja, glaðværð og glettni voru meginþættirnir í samskiptum okkai', góðlátleg stríðni og hlátur; mikill hlátur. Sá sem ekki hreifst með þegar hún hló hlaut að vera mjög þjakaður. Hlátur hennar var bjartur og gleðiríkur; það var ekki hægt annað en hlægja með. Stína Veiga var mikil fjölskyldu- manneskja og lagði alltaf mikið á sig til að fjölskyldunni gæti liðið vel. Hún var stöðugt á þönum þeg- ar við komum í heimsókn og taldi engin spor eftir sér. Sjaldan hef ég séð hana glaðari en síðasta sum- ar þegar afráðið var að við færum öll saman til Mallorca í sumarfrí, Grétar, hún, Sveinbjörn, Margrét, ég, Salóme, Grétar Halldór, Jóna Björk og Andri Már. Þegar hún hafði fólkið sitt í kringum sig var henni einskis vant. Við eyddum þar saman þrem skemmtilegum og við- burðaríkum vikum og treystum fjölskyldu- og vinarbönd. Nú sækj- um við styrk í þau bönd sem hún átti svo stóran þátt í að binda. Hún var í blóma lífsins þegar hún hvarf frá okkur. Við hefðum viljað hafa hana svo miklu lengur. En við eigum minningarnar. Þær eru eins og fallegt Ijóð sem hægt er að auðga lífið með. í þeim finn- um við brosið og birtuna sem umlukti hana. Einnig trúna og bjartsýnina sem gefur okkur kjark til að halda áfram. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Gunnar Halldórsson. í faðmi hennar námu börnin mín. Hún las með þeim og talaði við þau. Viska hennar og fagurt tungu- tak voru fræ sem hún sáði í brjóst þeirra. Einnig virðing fyrir öllu því sem lifir, því stærsta sem því smæsta. Fyrir barnabörnin átti hún alltaf stund þótt í miðjum önnum væi'i. Hún gaf þeim af gnægð, dýr- ar gjafir af sjálfri sér, gjafir sem eiga eftir að bera frekari ávöxt. Því með mildu og fallegu viðmóti sínu, ástríki og lífsgleði óf hún þráð sem hún lagði barnabörnum sínum í hendur. Sá þráður mun um aldur hvíla í lófum þeirra líkt og leiðar- hnoða og verða þeim vegvísir um völundarhús lífsins. Tíminn er mannanna vinur í sorg- inni og sá tíu ára þarf á hjálp hans að halda til að lina tök söknuðar en sú fjögurra ára horfir tærbláum augum fram á veginn og með barns- legt örlæti sitt að vegarnesti á hún huggunarorð fyrir stóra bróður: „Hann Guð þurfti svo að fá svona góða ömmu fyrir börnin sín á himn- um.“ Guð blessi hana. Fyrir barnabörnin, Grétar og Salóme, Margrét Grétarsdóttir. Á meðan enginn mætir neyð, á meðan slétt er ævileið vér göngum þrátt með létta lund og leitum ei á Jesú fund. (Valdimar Briem.) Þessar ljóðlínur komu upp í hug- ann við fregnina um skyndilegt frá- fall elskulegrar skólasystur og vin- konu. Ég hugsa til góðra minninga sem eru svo fallegar að þær bregða birtu á vegferðina. Ég kynntist Stínu Veigu fyrst haustið 1958 í Húsmæðraskólanum í Reykjavík og við bundumst þar tryggða- og vinaböndum, sem styrktust með árunum. Og leið ekki sá dagur að við hringdum í hvor aðra. Við deildum gleði og sorg, nán- ast öllu sem upp á kom á lífsvegi okkar, Ábyrgðartilfinning Stínu Veigu, mannkærleikur og rík um- hyggja fyrir ástvinum sínum og vinum, gleði hennar og hlý kímni- gáfa mun vera sú kæra minning sem ég mun geyma í hjarta mínu. Náð drottins er ekki þrotin, miskunn hans er ekki á enda. Hún er ný á hvetjum morpi. Hveijum manni er slík trú mikil stoð. Hún veitir honum kraft til að standast erfiðleika lífsins og vera öðrum stoð og styrkur. (Harmljóð Jeremia.) Ég sendi Grétari og fjölskyldu hans, móður hennar og ættingjum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Heiðberg. t Útför STEFÁNS RAFNS SVEINSSONAR fræðimanns, sem andaðist á langlegudeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hinn 25. mars sl., verður gerð frá nýju kapellunni við Fossvogs- kirkju nk. fimmtudag kl. 10.30 fyrir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Benediktsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA (LÓA) GUÐMUNDSDÓTTIR, Háteigsvegi 17, sem andaðist 17. mars sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 13.30. Pétur Magnús Sigurðsson, Halldóra Ingimarsdóttir, Guðmundur Helgi Sigurðsson, Sigurður Heimir Sigurðsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum af alhug samúð og virðingu við andlát og útför SIGURÐAR ÓLA ÓLAFSSONAR alþingismanns. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Ljósheima, hjúkrunar- heimilis aldraðra og Sjúkrahúss Suðurlands. Kristin Guðmundsdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Kolbeinn Ingi Kristinsson, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Hákon Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, TORFA HELGA GÍSLASONAR, Hafnargötu 74, Keflavik. Bergþóra Magnúsdóttir, Magnús Torfason, Kristín Helgadóttir, Gisli Torfason, Sumarrós Sigurðardóttir, Anna Lára Magnúsdóttir, Torfi S. Gíslason, Áslaug Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA EIRÍKSDÓTTIR, Kötlufelli 5, lést föstudaginn 27. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Þóroddsdóttir, Sverrir Einarsson, Eiríkur Þóroddsson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Guðmundur Þóroddssson, Gróa Þórarinsdóttir, Steinþór Þóroddsson, Sveinbjörg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS SIGMUNDSSONAR, Hjallabraut 9, Þorlákshöfn. Jónína Árnadóttir, Grétar Þorsteinsson, Elísa Þorsteinsdóttir, Árni V. Þorsteinsson, Anna Hjálmarsdóttir, Gunnar R. Þorsteinsson, Valgerður Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega samúð, vinarhug og kærleika við andlát og útför ÖNNU BÁRU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Reyðarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks íslenska sendiráðsins í París. Álfheiður Hjaltadóttir, Pascal Ssossé, Aðalheiður Erla Kristjánsdóttir, Margrét Rósa Kristjánsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Lára Valdís Kristjánsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför GUNNARS V. KRISTMANNSSONAR. Árdis Sæmundsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Willem van der Hofstede, Margrét Gunnarsdóttir, Allan V. Magnússon, Hafsteinn Gunnarsson, María Tómasdóttir og barnabörn. Kristján Kristjánsson, Kristján Óli Ssossé, Björgvin Ingvason, Gisli Jónsson, Þórður Geir Jónasson, Guniiiii' Baldvinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.