Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 0) BOSCH Sértilboö Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmann um land allt GBH 2/20 RLW Höggborvél „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Höggborvél „SDS Plus" með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- stykki, meitlar. UBH 2/20 RLE gírmótorar rafmótorar Þýsk gæðavara á góðu verði. Einkaumboð á íslandi. GÍRAMÓTORAR verö m/VSK 0.37KW 40SN Kr. 22.993.- 0.75KW40SN - 28.894. 1.50KW63SN - 29.776.- 2.20KW63SN - 38.897,- 4.00KW63SN - 50.700. 5.50KW 63SN - 73.693. 7.50KW100SN- 83.772.- RAFMÓTORAR verð m/VSK 0.37KW 0.75KW 1.50KW 2.20KW 4.00KW 5.50KW 7.50KW 1500SN Kr. 6.820. 1500SN - 8.380. 1500SN 1500SN 1500SN 1500SN 1500SN 12.220.- 15.110.- 22.360.- 28.800. 36.410. Ef mótorinn er ekki til á lager okkar þá útvegum við hann á skömmum tíma. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN m. Veiðibann um páska kemur illa við trillukarla og steinbítsveiðimenn Matthías Bjarnason gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar- innar á fundi með sjávarútvegsráðherra á Isafirði ísafirði. VEIÐIBANN um páska kemur mjög illa við þá sem eru á steinbít- svertíð því steinbíturinn veiðist aðeins í mars og apríl. Þá leggst útgerð krókaleyfisbáta niður mest allan apríl vegna almenns veiði- banns 1.-10. april og síðan 12 daga veiðibann um páska. Þetta kom fram í máli Halldórs Hermannssonar verkstjóra og Gunnlaugs Finnbogasonar skip- stjóra á.fundi með Þorsteini Páls- syni sjávarútvegsráðherra og Matt- híasi Bjarnasyni þingmanni Vest- fjarða á fjölmennum fundi í Stjórn- sýsluhúsinu á ísafirði á fimmtudag. í ræðu Þorsteins kom fram að tveggja áratuga skekkja í skiptingu þjóðartekna hefði leitt til þess að undirstöðuatvinnugrein eins og sjávarútvegur væri nú að mestu fjárvana og réði ekki við fjárfesting- ar í öðrum atvinnugreinum, en þjón- ustufyrirtækin væru hins vegar að efla stöðu sína með fjárfestingum í sjávarútvegi. Hann harmaði að menn skyldu ekki hafa haft kraft til þess í ríkisstjórn hans 1988 að takast á við vandamál sjávarútvegs- ins. Matthías Bjarnason andmælti stefnu ríkisstjórnarinnar og lét að því liggja að hún væri fjandsamleg sjávarútvegsfyrirtækjum og að ekki hefði verið gætt jafnræðis við niður- skurð eða milli þéttbýlis og strjál- býlis. Hann sagði að þeir sem við sjávarútveg starfa væru sakaðir um ofstjórn og að valda ekki rekstri sínum meðal annars með offjárfest- ingum. Hins vegar væri ekki rætt um offjárfestingu hjá þjónustu- greinunum. Hann sagði að flesta afglapana í rekstri væri að finna meðal kaupmannanna á höfuðborg- arsvæðinu sem hefðu orðið gjald- þrota í miklum mæli á síðustu árum. Þá benti hann á að í húsbréfakerf- inu einu lægju 14 milljarðar króna og að hundruð íbúða væru óseldar í Reykjavík. Fyrirhyggjuleysið væri mikið í orkumálum og hefði B'.anda verið virkjuð þótt engin þörf væri fyrir orkuna. Hann sagði að árlegur rekstrarkostnaður Blönduvirkjunar væri 800 milljónir króna án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Kristján Kristjánsson bæjafull- trúi á Isafirði spurði sjávarútvegs- ráðherra hvort hann myndi beita sér fyrir breytingu á gengi til að leiðrétta þá langvarandi skekkju sem hann hefði talað um. Þorsteinn sagði að frumvarp væri í gangi sem tæki að nokkru á þeim málum. Halldór Hermannsson verkstjóri fagnaði aðgerðum ríkisstjómarinn- ar í aðhaldsmálum, en taldi að þær hefðu tekið allt of langan tíma. Hann varaði við oftrú á fiskifræð- inga og benti á að 12 daga veiði- bann innan 12 mílna markanna um páskana myndi takmarka mjög steinbítsvertíðina sem venjulga stendur aðeins í mars og apríl og væri mjög mikilvægur hluti vertíð- araflans á Vestfjörðum. Hann sagði að friðunar- og fiskveiðistefna síð- ustu 20 ára væri skelfileg hörmung- arstefna. Hann vill að á meðan fiski- fræðin er ekki komin á hærra stig en raun ber vitni að hans áliti eigi að taka úr hafinu jafnan árlegan þorskafla um 325 þúsund tonn. , Hann sagði að nú væri aflinn svo mikill á fiskimiðunum umhverfís Reykjanes að fískimenn væru á flótta undan þorski sem fyllti hjá þeim netin langt umfram það sem aflaheimildir leyfðu. Gunnlaugur Finnbogason skip- stjóri mótmæiti hugsanlegu veiði- banni í 12 daga um páska og benti á að þeir sem með krókaleyfi væru þyrftu að hiíta árlegu veiðibanni frá 1.-10. apríl, ef við það bættust svo 12 dagar væri mikilvægur veiði- mánuður að mestu úr sögunni fyrir þá. Guðmundur Halldórsson skip- stjóri á Bolungarvík varaði við menntastefnunni, sem nú væri að leiða til þess að um líkt leyti og hætt væri að gefa með útflutningi á kindaskrokkum tæki við útflutn- ingur á menntafólki sem alþýða manna leggði stórfé til að mennta án sýnilegs tilgangs fyrir þjóðar- heill. Fundurinn sem haldinn var í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði var mjög fjölmennur. Fundarstjóri var Hildigunnur Lóa Högnadóttir for- maður Sjálfstæðiskvennafélags ísa- fjarðar. _ úifar Ráðstefna um boðun og endurnýjun fyrir heilbrigðisstarfsmenn I TENGSLUM við heimsókn Francis Grim, forseta og stofn- anda Kristilegra félaga heilbrigð- isstétta, til Islands dagana 2. til 9. apríl halda samtökin ráðstefnu laugardaginn 4. apríl. Hún fjallar um boðun fagnaðarerindisins um Jesúm Krist og endurnýjun trúar- innar, og verður haldin í safnað- arheimili Laugarneskirkju. Ráð- stefnan hefst kl. 10. Einnig mun Francis Grim prédika við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju og hjá samtökunum Ungu fólki með hlut,- verk á sunnudegi. Mánudaginn 6. apríl verður opinn fundur í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58, kl. 20.00. Þar mun efni fundarins verða: Hvernig vex starf KFH heima og erlendis? Kristilegt félag heilbrigðisstétta var stofnað árið 1936 af Francis Grim. Hann heimsótti ísland árið 1977 og í kjöl- far heimsóknar hans var ákveðið að breyta Kristilegu félagi hjúkrunar- kvenna í Kristilegt félag heilbrigðis- stétta. Formaður Kristilegs félags heilbrigðisstétta er Vigdís Magnús- dóttir, hjúkrunarforstjóri, en svæðis- stjóri á Norðurlöndum er sr. Magnús Björnsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kiwanismenn með skurðtækið, ásamt forsvarsmönnum sjúkrahúss- ins. Sjukrahús Suðurlands: Gjafir í tilefni afmælis Selfossi. FYRSTU gjafir til Sjúkrahuss Suðurlands, í tilefni 10 ára starfsafmælis í núverandi hús- næði, voru formlega afhentar 16. mars. Samband sunnlenskra kvenna gaf sjúkrahúsinu húsgögn, sunn- lenska framleiðslu frá Hvolsvelli, í setustofu fyrir rúmlega 180 þús- und, Kiwanisklúbburinn Búrfell gaf Excalibur-rafskurðartæki að verðmæti rúnlega 500 þúsund. Þetta tæki er, að sögn Einars Hjaltasonar læknis, hið fyrsta sinnar tegundar á landinu og mjög fullkomið. Einar sagði við af- hendinguna að áform væru uppi um að koma upp fullkomnum tækjabúnaði á skurðstofu sem gerði kleift að framkvæma svo- nefndar „hnappagataaðgerðir", en þá er unnið við aðgerðina í gegn- um litla skurði. Samband sunnlenskra kvenna og önnur líknarfélög hafa verið sjúkrahúsinu góður bakhjarl varð- andi tækjabúnað. Hafsteinn Þor- valdsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, sagði framlög félaganna ómetanleg og sýndu þann hug sem almenningur bæri til stofnunarinnar og þeirrar þjón- ustu sem þar væri veitt. Sig.Jóns. Ólafur Davíðsson. Gunnar Helgi Kristinsson. * Island eina Vestur- Evrópuríkið utan EB? FÉLAG frjálslyndra jafnaðarmanna heldur opinn fund nk. þriðju- dag, 31. mars, kl. 20.30, um afleiðingu þess fyrir ísland að flest önnur Evrópuríki virðast nú kjósa að ganga í Evrópubandalagið og örlög samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eru óviss. Félagið vill gefa félagsmönnum og öðrum sem eru ineð og á móti því að ísland sláist í hóp þessara Evrópuríkja kost á að koma skoð- un sinni á framfæri. Félagið hefur fengið þá Gunnar Helga Kristinsson, dósent í stjórn- málafræði, og Olaf Davíðsson, hag- fræðing og ráðuneytisstjóra, til að hafa framsögu á fundinum en þeir hafa báðir kynnt sér lög og starfs- hætti Evrópubandalagsins á undan- förnum árum. Munu þeir í sínum framsöguerindum leggja áherslu á að ræða kosti og galla hugsanlegr- ar aðildar íslands að Evrópubanda- laginu. Að loknum þeirra erindum verða almennar umræður og mun Ossur Skarphéðinsson alþingismað- ur stjórna þeim. Fundurinn er haldinn í félags- heimili Alþýðuflokksins, Rósinni, við Hverfisgötu 8-10 og er hann öllum opinn. Kyrrðardagar í Skálholti ÍSLENSKA þjóðkirkjan hefur á undanförnum árum boðið fólki til dvalar í Skálholti á kyrrðardögum í kyrruviku, þar sem tæki- færi gefst til að draga sig út, úr ys og þys daglega lífsins og njóta fáeinna kyrrðardaga á helgum stað til undirbúnings páskahátíðar- innar, er kristnir menn minnast krossdauða og upprisu frelsar- ans, Drottins Jesú Krists. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup hefur íhugað dýpstu rök kristinnar trúar í ljósi páskaboðskaparins. Mikil aðsókn hefur verið að þessum kyrrðardögum og oft hafa færri komist að en vildu því enn er húsnæði í Skálholti of takmark- að en nú standa vonir til að bráð- lega rætist úr húsnæðismálum þar. Efnt er til kyrrðardaga í Skál- holti dagana 15.-18. apríl nk. þar sem Sigurbjörn biskup mun ann- ast íhugun trúarinnar. Innritun fer fram á Biskups- stofu þar sem allar nánari upplýs- ingar verða veittar. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.