Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 58

Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 0) BOSCH Sértilboö Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmann um land allt GBH 2/20 RLW Höggborvél „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Höggborvél „SDS Plus" með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- stykki, meitlar. UBH 2/20 RLE gírmótorar rafmótorar Þýsk gæðavara á góðu verði. Einkaumboð á íslandi. GÍRAMÓTORAR verö m/VSK 0.37KW 40SN Kr. 22.993.- 0.75KW40SN - 28.894. 1.50KW63SN - 29.776.- 2.20KW63SN - 38.897,- 4.00KW63SN - 50.700. 5.50KW 63SN - 73.693. 7.50KW100SN- 83.772.- RAFMÓTORAR verð m/VSK 0.37KW 0.75KW 1.50KW 2.20KW 4.00KW 5.50KW 7.50KW 1500SN Kr. 6.820. 1500SN - 8.380. 1500SN 1500SN 1500SN 1500SN 1500SN 12.220.- 15.110.- 22.360.- 28.800. 36.410. Ef mótorinn er ekki til á lager okkar þá útvegum við hann á skömmum tíma. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN m. Veiðibann um páska kemur illa við trillukarla og steinbítsveiðimenn Matthías Bjarnason gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar- innar á fundi með sjávarútvegsráðherra á Isafirði ísafirði. VEIÐIBANN um páska kemur mjög illa við þá sem eru á steinbít- svertíð því steinbíturinn veiðist aðeins í mars og apríl. Þá leggst útgerð krókaleyfisbáta niður mest allan apríl vegna almenns veiði- banns 1.-10. april og síðan 12 daga veiðibann um páska. Þetta kom fram í máli Halldórs Hermannssonar verkstjóra og Gunnlaugs Finnbogasonar skip- stjóra á.fundi með Þorsteini Páls- syni sjávarútvegsráðherra og Matt- híasi Bjarnasyni þingmanni Vest- fjarða á fjölmennum fundi í Stjórn- sýsluhúsinu á ísafirði á fimmtudag. í ræðu Þorsteins kom fram að tveggja áratuga skekkja í skiptingu þjóðartekna hefði leitt til þess að undirstöðuatvinnugrein eins og sjávarútvegur væri nú að mestu fjárvana og réði ekki við fjárfesting- ar í öðrum atvinnugreinum, en þjón- ustufyrirtækin væru hins vegar að efla stöðu sína með fjárfestingum í sjávarútvegi. Hann harmaði að menn skyldu ekki hafa haft kraft til þess í ríkisstjórn hans 1988 að takast á við vandamál sjávarútvegs- ins. Matthías Bjarnason andmælti stefnu ríkisstjórnarinnar og lét að því liggja að hún væri fjandsamleg sjávarútvegsfyrirtækjum og að ekki hefði verið gætt jafnræðis við niður- skurð eða milli þéttbýlis og strjál- býlis. Hann sagði að þeir sem við sjávarútveg starfa væru sakaðir um ofstjórn og að valda ekki rekstri sínum meðal annars með offjárfest- ingum. Hins vegar væri ekki rætt um offjárfestingu hjá þjónustu- greinunum. Hann sagði að flesta afglapana í rekstri væri að finna meðal kaupmannanna á höfuðborg- arsvæðinu sem hefðu orðið gjald- þrota í miklum mæli á síðustu árum. Þá benti hann á að í húsbréfakerf- inu einu lægju 14 milljarðar króna og að hundruð íbúða væru óseldar í Reykjavík. Fyrirhyggjuleysið væri mikið í orkumálum og hefði B'.anda verið virkjuð þótt engin þörf væri fyrir orkuna. Hann sagði að árlegur rekstrarkostnaður Blönduvirkjunar væri 800 milljónir króna án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Kristján Kristjánsson bæjafull- trúi á Isafirði spurði sjávarútvegs- ráðherra hvort hann myndi beita sér fyrir breytingu á gengi til að leiðrétta þá langvarandi skekkju sem hann hefði talað um. Þorsteinn sagði að frumvarp væri í gangi sem tæki að nokkru á þeim málum. Halldór Hermannsson verkstjóri fagnaði aðgerðum ríkisstjómarinn- ar í aðhaldsmálum, en taldi að þær hefðu tekið allt of langan tíma. Hann varaði við oftrú á fiskifræð- inga og benti á að 12 daga veiði- bann innan 12 mílna markanna um páskana myndi takmarka mjög steinbítsvertíðina sem venjulga stendur aðeins í mars og apríl og væri mjög mikilvægur hluti vertíð- araflans á Vestfjörðum. Hann sagði að friðunar- og fiskveiðistefna síð- ustu 20 ára væri skelfileg hörmung- arstefna. Hann vill að á meðan fiski- fræðin er ekki komin á hærra stig en raun ber vitni að hans áliti eigi að taka úr hafinu jafnan árlegan þorskafla um 325 þúsund tonn. , Hann sagði að nú væri aflinn svo mikill á fiskimiðunum umhverfís Reykjanes að fískimenn væru á flótta undan þorski sem fyllti hjá þeim netin langt umfram það sem aflaheimildir leyfðu. Gunnlaugur Finnbogason skip- stjóri mótmæiti hugsanlegu veiði- banni í 12 daga um páska og benti á að þeir sem með krókaleyfi væru þyrftu að hiíta árlegu veiðibanni frá 1.-10. apríl, ef við það bættust svo 12 dagar væri mikilvægur veiði- mánuður að mestu úr sögunni fyrir þá. Guðmundur Halldórsson skip- stjóri á Bolungarvík varaði við menntastefnunni, sem nú væri að leiða til þess að um líkt leyti og hætt væri að gefa með útflutningi á kindaskrokkum tæki við útflutn- ingur á menntafólki sem alþýða manna leggði stórfé til að mennta án sýnilegs tilgangs fyrir þjóðar- heill. Fundurinn sem haldinn var í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði var mjög fjölmennur. Fundarstjóri var Hildigunnur Lóa Högnadóttir for- maður Sjálfstæðiskvennafélags ísa- fjarðar. _ úifar Ráðstefna um boðun og endurnýjun fyrir heilbrigðisstarfsmenn I TENGSLUM við heimsókn Francis Grim, forseta og stofn- anda Kristilegra félaga heilbrigð- isstétta, til Islands dagana 2. til 9. apríl halda samtökin ráðstefnu laugardaginn 4. apríl. Hún fjallar um boðun fagnaðarerindisins um Jesúm Krist og endurnýjun trúar- innar, og verður haldin í safnað- arheimili Laugarneskirkju. Ráð- stefnan hefst kl. 10. Einnig mun Francis Grim prédika við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju og hjá samtökunum Ungu fólki með hlut,- verk á sunnudegi. Mánudaginn 6. apríl verður opinn fundur í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58, kl. 20.00. Þar mun efni fundarins verða: Hvernig vex starf KFH heima og erlendis? Kristilegt félag heilbrigðisstétta var stofnað árið 1936 af Francis Grim. Hann heimsótti ísland árið 1977 og í kjöl- far heimsóknar hans var ákveðið að breyta Kristilegu félagi hjúkrunar- kvenna í Kristilegt félag heilbrigðis- stétta. Formaður Kristilegs félags heilbrigðisstétta er Vigdís Magnús- dóttir, hjúkrunarforstjóri, en svæðis- stjóri á Norðurlöndum er sr. Magnús Björnsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kiwanismenn með skurðtækið, ásamt forsvarsmönnum sjúkrahúss- ins. Sjukrahús Suðurlands: Gjafir í tilefni afmælis Selfossi. FYRSTU gjafir til Sjúkrahuss Suðurlands, í tilefni 10 ára starfsafmælis í núverandi hús- næði, voru formlega afhentar 16. mars. Samband sunnlenskra kvenna gaf sjúkrahúsinu húsgögn, sunn- lenska framleiðslu frá Hvolsvelli, í setustofu fyrir rúmlega 180 þús- und, Kiwanisklúbburinn Búrfell gaf Excalibur-rafskurðartæki að verðmæti rúnlega 500 þúsund. Þetta tæki er, að sögn Einars Hjaltasonar læknis, hið fyrsta sinnar tegundar á landinu og mjög fullkomið. Einar sagði við af- hendinguna að áform væru uppi um að koma upp fullkomnum tækjabúnaði á skurðstofu sem gerði kleift að framkvæma svo- nefndar „hnappagataaðgerðir", en þá er unnið við aðgerðina í gegn- um litla skurði. Samband sunnlenskra kvenna og önnur líknarfélög hafa verið sjúkrahúsinu góður bakhjarl varð- andi tækjabúnað. Hafsteinn Þor- valdsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, sagði framlög félaganna ómetanleg og sýndu þann hug sem almenningur bæri til stofnunarinnar og þeirrar þjón- ustu sem þar væri veitt. Sig.Jóns. Ólafur Davíðsson. Gunnar Helgi Kristinsson. * Island eina Vestur- Evrópuríkið utan EB? FÉLAG frjálslyndra jafnaðarmanna heldur opinn fund nk. þriðju- dag, 31. mars, kl. 20.30, um afleiðingu þess fyrir ísland að flest önnur Evrópuríki virðast nú kjósa að ganga í Evrópubandalagið og örlög samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eru óviss. Félagið vill gefa félagsmönnum og öðrum sem eru ineð og á móti því að ísland sláist í hóp þessara Evrópuríkja kost á að koma skoð- un sinni á framfæri. Félagið hefur fengið þá Gunnar Helga Kristinsson, dósent í stjórn- málafræði, og Olaf Davíðsson, hag- fræðing og ráðuneytisstjóra, til að hafa framsögu á fundinum en þeir hafa báðir kynnt sér lög og starfs- hætti Evrópubandalagsins á undan- förnum árum. Munu þeir í sínum framsöguerindum leggja áherslu á að ræða kosti og galla hugsanlegr- ar aðildar íslands að Evrópubanda- laginu. Að loknum þeirra erindum verða almennar umræður og mun Ossur Skarphéðinsson alþingismað- ur stjórna þeim. Fundurinn er haldinn í félags- heimili Alþýðuflokksins, Rósinni, við Hverfisgötu 8-10 og er hann öllum opinn. Kyrrðardagar í Skálholti ÍSLENSKA þjóðkirkjan hefur á undanförnum árum boðið fólki til dvalar í Skálholti á kyrrðardögum í kyrruviku, þar sem tæki- færi gefst til að draga sig út, úr ys og þys daglega lífsins og njóta fáeinna kyrrðardaga á helgum stað til undirbúnings páskahátíðar- innar, er kristnir menn minnast krossdauða og upprisu frelsar- ans, Drottins Jesú Krists. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup hefur íhugað dýpstu rök kristinnar trúar í ljósi páskaboðskaparins. Mikil aðsókn hefur verið að þessum kyrrðardögum og oft hafa færri komist að en vildu því enn er húsnæði í Skálholti of takmark- að en nú standa vonir til að bráð- lega rætist úr húsnæðismálum þar. Efnt er til kyrrðardaga í Skál- holti dagana 15.-18. apríl nk. þar sem Sigurbjörn biskup mun ann- ast íhugun trúarinnar. Innritun fer fram á Biskups- stofu þar sem allar nánari upplýs- ingar verða veittar. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.