Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 55 LAUCARAS Tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna: ROBERT DE IMIRO besti leikari og JULIETTE LEWIS besta leikkona í aukahlutv. „Lciftrandi blanda viðkvæmni, girndar og bræði. Scorsesc togar í alla nauðsynlcga spotta til að halda okknr fremst á sætisbrúninni." - ASSOCIATED PRESS. Sýnd kl. 5, 6.50, 8.50 og 11.15. (Ath. kl. 6:50 i B-sal) - Bönnuð innan 16 ára. ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR MYNDIR. TILBOÐSVERÐ ÁPOPPl OG KÓKI. BARTON FINK Gullpálmamyndin frá Can- nes 1991. ★ ★★Mbl. Sýnd í B-sal kl. 5 og 9.10. CHUCKY3 Dúkkan sem drepur. Bönnuð i. 16. Sýnd íB-sal kl. 11.10. PRAKKARINN2 Bráðf jörug gamanmynd. Sýnd kl. 5 og 7. HUNDAHEPPNI Mynd fyrir alla. Sýnd kl. 9 og 11. Suðureyri; Ný matvöruverslun opnuð Suðureyri. HEIMAVAL, er nafnið á nýrri matvöruverslun sem opnuð var á Suðureyri nú í byrjun mars. Verslunin er til liúsa í gamla kaupfé- lagshúsinu að Aðalgötu 15. Hún er öll hin glæsilegasta og býður upp á mikið vöruúr- val m.a. alla matvöru, ferskt kjöt og ýmisskonar gjafavör- ur. Það eru fimm Súgfirðing- ar sem standa að stofnun verslunarinnar en tveir af eig- endunum þær Auður Stefáns- dóttir og Birna Skarphéðins- dóttir munu sjá um allan dag- legan rekstur. Súgfirðingar fögnuðu að vonum opnun verslunarinnar enda hafa verslunarmál staðið höllum fæti hér síðan að verslunin Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Birna Skarphéðinsdóttir og Auður Stefánsdóttir þreytt- ar en ánægðar eftir laugan og strangan vinnudag í nýju versluninni. Suðurver lokaði fyrr á þessu ári. Auður og Birna segjast vera bjartsýnar á reksturinn svo fremi að Súgfirðingar fari eftir kjörorði v'erslunar- innar „í Heimaval er versla skal“. - Sturla Páll. ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Helgin 27.-30. mars. í þurrviðrinu og blíðunni á sunnudag var umferð bif- hjóla áberandi á götum borgarinnar. Ekki bara vegna fjöldans heldur og miklu fremur vegna akst- urslagsins. Svo virtist sem sumt bifhjólafólk kynni sér ekki hóf, hefði gleymt um- ferðarreglunum eftir vetur- inn eða ekki hæfileika til þess að tileinka sér inni- hald þeirra. A.m.k. var áberandi hversu lítt það virti reglur um leyfðan há- markshraða, ók meðfram röð kyrrstæpra bíla við gatnamót, geystist inn á gatnamót um leið og um- ferðarljósin skiptu og lét öllum illum látum á ak- brautum. T.d. voru tveir bifhjólamenn staðnir að því að vera í kappakstri um íbúðargötu í Grafarvogi á sunnudag. Hér er þörf á aðgerðum og mikilli hugar- farsbreytingu meðal bif- hjólafólks því annars er hætta á að illa fari. Skömmu eftir miðnætti á sunnudag var tulkynnt um að bíl hefði verið stolið þar sem honum hafði verið lagt við veitingahús. Eig- andinn hafði boði'ð unnustu sinni út að borða, en þegar þau komu út aftur var bíll- jnn_ horfinn. Fljótlega kom í ljós að þarna höfðu kunn- ingjar eigandans verið að verki, notað tækifærið og tekið bílinn til þess að geta strítt honum svolítið. Aðfaranótt mánudags sást til manns vera að fara inn í bíla á bílastæðinu við flugturninn á Reykjavíkur- flugvelli. Maðurinn var handtekinn á staðnum með tvö hljómflutningstæki í poka. Hann var færður í fangageymslur og til yfir- heyrslu að rnorgni. Undir morgun sást til tveggja 15 ára pilta vera að reyna að taka hjólkoppa af bílum á bílastæði við Smyrilhóla. Þeir voru einnig handteknir og færðir á lögreglustöð- ina. AIls var tilkynnt um 12 innbrot og 15 þjófnaði um helgina, óvenjumikið var um að brotist væri inn í geymslur fjölbýlishúsa og í bíla og úr þeim stolið hljómflutningstækjum og radarvörum. Rétt er að benda eigendum ökutækja á að reynslan sýnir að þeir nánast bjóði upp á að brot- ist sé inn í ökutæki þeirra með því að hafa radarvara í framglugganum, auk þess sem lítið sem ekkert gagn er í honum eins og Iögregl- an stendur að radarmæl- ingum í dag. Á sunnudag tók glöggur íbúi eftir því að reykur barst frá tengli í stigagangi fjölbýlishúss við Rjúpufell. Hann hafði samband við slökkviliðið, en í ljós kom að reykurinn kom frá einni íbúðinni. Greiðlega tók að slökkva eld þar inni, en svo virtist sem hann hefði kraumað þar nokkuð lengi og hlutust af töluverðar skemmdir. Eldur virtist hafa komið upp í þurrkara í þvottahúsi íbúðarinnar. Um helgina var tilkynnt um 35 umferðaróhöpp. Í fjórum tilvikum var um slys á fólki að ræða og í einu tilviki er grunur um að ökumaður hafi venð undir áhrifum áfengis. Átta öku- menn aðrir, sem stöðvaðir voru í akstri, eru einnig grunaðir um að hafa verið ölvaðir. Á föstudag var kvartað yfir útstillingu á svæsnu klámriti í búðarglugga bókaverslunar. Haft var samband við verslunarfólk- ið og fjarlægði það blaðið. Svo virtist sem einn við- skiptavinanna hafi gert sér það að leik að bæta við útstillinguna það sem hon- um fannst á vanta. Á fjórða tug ökumanna voru kærðir fyrir að aka of hratt um helgina. Þegar sól hækkar á lofti eyksl ökuhraðinn að sama skapi og um leið hættan á alvar- legri umferðarslysum. Það er því full ástæða til þess að biðja fólk um að fara varlega og hugsa jafnt um það sem um er að vera og það sem gæti orðið ef ekki er að gætt. REGNBOGINN SÍMI: 19000 i Félagsheimili Kópavogs V SONUfi SKÓARANS & ÐÓTTiR BAKARANS «ífft eftir Jökul Jakobsson í kvöld 31. mars Fimmtud. 2. apríl. Sýningar hefjast kl. 20. Miðapantanir i síma 41985. ÍA LEIKFELAG AKUREYRAR 96-24073 ISLANDSKLUKKAN eftir Halldór Laxness Sýn. fim. 2. apríl kl. 17, fös. 3. apríl kl. 20.30 uppselt, lau. 4. apríl kl. 15, lau. 4. apríl kl. 20.30. Miðasalan er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57. Miðasalan er opin alla virka daga nenta mánudaga kl. 14-18 og sýning- ardaga fram að sýningu. Símsvari allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Sími í miðasölu (96) 24073. IIIOIII eftir Giuseppe Verdi lslcnskur texti Sýning laugard. 4. apríl kl. 20, næst síðasta sinn. Sýning laugard. 11. apríl kl. 20, síöasta sýning. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega og til kl. 20.00 sýningardaga. Greiðslukortaþjónusta. Sími 11475. MYNDABRENGL í Morgunblaðinu sunnu- daginn 29. mars birtist frétt um viðkomu grænlensku feijunnar Sarfaq Ittuk til Vestmannaeyja. Röng mynd birtist með fréttinni og birt- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ist hin rétta hér með. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Arkitektar vilja bjarga Iðnó ADALFUNDUR Arkitekt- afélags íslands, haldinn 29. mars sl., ályktar: „Að- alfundur Arkitektafélags íslands beinir þeirri áskor- un til yfirvalda ríkis og borgar að þau hlutist til uin að bjarga frá bráðri eyðileggingu þeim bygg- mgar- og meninngarsögu- legu verðmætum sem í Iðnó við Vonarstræti fel- ast. Iðnó er merkur liluti þess sjónræna ramma sem eldri og nýrri mannvirki mynda um norðurenda Tjarnarinn- ar. Óhugsandi er annað en að byggingin verði færð í sína upprunalegu rnynd og henni fengið hlutverk við hæfi. I þessu efni er þörf á skjótum ákvörðunum til að þetta mannvirki fari ekki forgörðum eins og áður hef- ur gerst um slík verðmæti." (P'róttatilkyiming)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.