Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 41 Gautaborg: Islenskír námsmenn uggandi um sinn hag HINN 9. mars sl. var haldinn í Islendingahúsinu í Gautaborg, almenn- ur fundur Félags íslenskra námsmanna í Gautaborg og nágrenni (FINGON). Aðal umræðuefni fundarins var hið nýja frumvarp að lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kom fram á fundinum að námsmenn eru mjög uggandi um sinn hag og framtíð sína sem námsmenn. Á fundinum var samþykkt harð- orð ályktun gegn þessu frumvarpi og áskorun til þingmanna um að greiða ekki atkvæði með þessu nýja frumvarpi. Einnig var samþykkt að námsmenn tækju þátt í þeim að- gerðum sem SÍNE (Samband ís- lenskra námsmanna erlendis) og BÍSN (Bandalag íslenskra sérskóla- nema) hafa stungið upp á. Þessar- aðgerðir felast m.a. í að hver náms- maður sendi þmgmönnum póstkort eða bréf með áskorun um að styðja ekki frumvarpið. Þingmenn geta því átt von á vænum búnka af bréf- um og póstkortum á næstunni. Fundurinri var vel sóttur, sér- Slippfélagið í Reykjavík hf. 90 ára SLIPPFÉLAGIÐ í Reykjavík varð 90 ára 15. mars sl. en það mun vera elsta starfandi hlutafé- lag í Reykjavík. Félagið var stofnað í mars 1902 og var Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri Landsbanka íslands fyrsti stjórnarformaður þess. Ýmsir þjóð- kunnir athafnarmenn hafa komið þar við sögu og stjórnað félaginu og má til að mynda nefna fyrir utan Tryggva þá Jes Zimsen, Thor- vald Krabbe, Hjalta Jónsson (Eld- eyjar Hjalta), Tryggva Ófeigsson útgerðarmann o.fl. Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá félaginu á þessum tímamótum. Hæst ber að geta framleiðslu vist- vænna efna, en krafan um slík efni gerist æ háværari. Félagið mun boða fljótlega til kynningarfunda um landið varðandi þessi efni. Auk þess hefur félagið ráðist í útgáfu bókar, Handbók fag- mannsins, sem ætlað er að lýsa öll- um þeim efnum sem félagið hefur upp á að bjóða auk málningarkerfa og tæknilegra upplýsinga og er kynning á bókinni þegar hafín. (Fréttatilkynning) ------» ♦ ------ Breiðabóls- staðarkirkja brátt 100 ára KIRKJAN á Breiðabólsstað í Vest- urhópi heldur upp á 100 ára vígsluafmæli sitt árið 1994. Unnið er að ýmsum lagfæringum, bæði á guðsliúsinu og umhverfi þess. Staðurinn á sér mikla sögu. Þar voru lög fyrst færð í letur á íslandi, árin 1117 og 1118 af Hafliða Más- syni, svo sem alþekkt er. Þar var einnig starf- rækt fyrsta prentsmiðja á Islandi, sú sem Jón biskup Arason flutti til landsins. Þar var prentað elsta rit sem varð- veist hefur á Islandi, ritið Passio, sem ritað var af Antonio Corvino, anno 1559. Sóknarnefnd Breiðabólsstaðar- kii'kju mun leitast við að gera þessi tímamót vegleg en þarf á velunnur- um að halda, bar sem aðeins eru um 30 manns í sókninni. (Kréltjitilkynniii);) Breiðabólsstaðar- kirkja. staklega þegar tillit er tekið til þess hve íslenskir námsmenn búa dreift um Gautaborg og nágrenni. En máttur Islendingaútvarpsins, sem hér er rekið í samvinnu FINGONs og Sænsk-íslenska félagsins, er mikiU- - bhh. Frá fundi FINGONs. Sdjuiii fiórar síiluslu loðirnar Frábær staðsetning Smárahvainmur er mjög vel staðsett atvinnuhverfi miðsvæðis á höfuðborgar- svæðinu. Aðkoma að hverfinu er óvenju greið enda liggja að því þrjár stofnbrautir, Reykja- nesbraut, Arnarnesvegur og Fífu- hvammsvegur. Vel skipulagt hverfí Við skipulag hverfisins hefur verið lögð áhersla á að skapa aðlaðandi umhverfi fyrir þrifalega atvinnustarfsemi s.s. skrif- stofur, þjónustu, verslanir og léttan iðnað. Húsin verða flest 13-15 metrar á breidd og einfalt form þeirra býður upp á mikla hag- kvæmni. I hverfinu er mikill fjöldi bílastæða. Aðeins fjórum lóðuin óráðstafað Malbikun gatna er lokið og hefur Frjálst fram- tak hf. selt 85% af því landi sem fyrirtækið keypti upphaflega. Við bjóðum nú til sölu síðustu fjórar lóðirnar. ©Lóð fyrir nál. 1.500 fm byggingu á 3 hæðum. ©Lóð fyrir nál. 6.000 fm byggingu á 6-7 hæðum. ©Lóð fyrir nál. 9.000 fm byggingu á 2-4 hæðum, möguleiki á að hluta niður í smærri byggingar. ©Lóð fyrir nál. 250 fm skyndibitastað með inn- og útafkeyrslu frá Reykjanesbraut. INánari upplýsingar eru veittar í síma 81 23 OO. JL QMARAHVAMMUD FJÁKFESTINCIUFRAMTlÐAR AV V? Frjálstframtak Ármúla 18, 108 Reykjavík Slmi 812300 - Telefax 812946 FASTEIGNASTARFSEMI - LANDVINNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.