Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 41

Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 41 Gautaborg: Islenskír námsmenn uggandi um sinn hag HINN 9. mars sl. var haldinn í Islendingahúsinu í Gautaborg, almenn- ur fundur Félags íslenskra námsmanna í Gautaborg og nágrenni (FINGON). Aðal umræðuefni fundarins var hið nýja frumvarp að lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kom fram á fundinum að námsmenn eru mjög uggandi um sinn hag og framtíð sína sem námsmenn. Á fundinum var samþykkt harð- orð ályktun gegn þessu frumvarpi og áskorun til þingmanna um að greiða ekki atkvæði með þessu nýja frumvarpi. Einnig var samþykkt að námsmenn tækju þátt í þeim að- gerðum sem SÍNE (Samband ís- lenskra námsmanna erlendis) og BÍSN (Bandalag íslenskra sérskóla- nema) hafa stungið upp á. Þessar- aðgerðir felast m.a. í að hver náms- maður sendi þmgmönnum póstkort eða bréf með áskorun um að styðja ekki frumvarpið. Þingmenn geta því átt von á vænum búnka af bréf- um og póstkortum á næstunni. Fundurinri var vel sóttur, sér- Slippfélagið í Reykjavík hf. 90 ára SLIPPFÉLAGIÐ í Reykjavík varð 90 ára 15. mars sl. en það mun vera elsta starfandi hlutafé- lag í Reykjavík. Félagið var stofnað í mars 1902 og var Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri Landsbanka íslands fyrsti stjórnarformaður þess. Ýmsir þjóð- kunnir athafnarmenn hafa komið þar við sögu og stjórnað félaginu og má til að mynda nefna fyrir utan Tryggva þá Jes Zimsen, Thor- vald Krabbe, Hjalta Jónsson (Eld- eyjar Hjalta), Tryggva Ófeigsson útgerðarmann o.fl. Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá félaginu á þessum tímamótum. Hæst ber að geta framleiðslu vist- vænna efna, en krafan um slík efni gerist æ háværari. Félagið mun boða fljótlega til kynningarfunda um landið varðandi þessi efni. Auk þess hefur félagið ráðist í útgáfu bókar, Handbók fag- mannsins, sem ætlað er að lýsa öll- um þeim efnum sem félagið hefur upp á að bjóða auk málningarkerfa og tæknilegra upplýsinga og er kynning á bókinni þegar hafín. (Fréttatilkynning) ------» ♦ ------ Breiðabóls- staðarkirkja brátt 100 ára KIRKJAN á Breiðabólsstað í Vest- urhópi heldur upp á 100 ára vígsluafmæli sitt árið 1994. Unnið er að ýmsum lagfæringum, bæði á guðsliúsinu og umhverfi þess. Staðurinn á sér mikla sögu. Þar voru lög fyrst færð í letur á íslandi, árin 1117 og 1118 af Hafliða Más- syni, svo sem alþekkt er. Þar var einnig starf- rækt fyrsta prentsmiðja á Islandi, sú sem Jón biskup Arason flutti til landsins. Þar var prentað elsta rit sem varð- veist hefur á Islandi, ritið Passio, sem ritað var af Antonio Corvino, anno 1559. Sóknarnefnd Breiðabólsstaðar- kii'kju mun leitast við að gera þessi tímamót vegleg en þarf á velunnur- um að halda, bar sem aðeins eru um 30 manns í sókninni. (Kréltjitilkynniii);) Breiðabólsstaðar- kirkja. staklega þegar tillit er tekið til þess hve íslenskir námsmenn búa dreift um Gautaborg og nágrenni. En máttur Islendingaútvarpsins, sem hér er rekið í samvinnu FINGONs og Sænsk-íslenska félagsins, er mikiU- - bhh. Frá fundi FINGONs. Sdjuiii fiórar síiluslu loðirnar Frábær staðsetning Smárahvainmur er mjög vel staðsett atvinnuhverfi miðsvæðis á höfuðborgar- svæðinu. Aðkoma að hverfinu er óvenju greið enda liggja að því þrjár stofnbrautir, Reykja- nesbraut, Arnarnesvegur og Fífu- hvammsvegur. Vel skipulagt hverfí Við skipulag hverfisins hefur verið lögð áhersla á að skapa aðlaðandi umhverfi fyrir þrifalega atvinnustarfsemi s.s. skrif- stofur, þjónustu, verslanir og léttan iðnað. Húsin verða flest 13-15 metrar á breidd og einfalt form þeirra býður upp á mikla hag- kvæmni. I hverfinu er mikill fjöldi bílastæða. Aðeins fjórum lóðuin óráðstafað Malbikun gatna er lokið og hefur Frjálst fram- tak hf. selt 85% af því landi sem fyrirtækið keypti upphaflega. Við bjóðum nú til sölu síðustu fjórar lóðirnar. ©Lóð fyrir nál. 1.500 fm byggingu á 3 hæðum. ©Lóð fyrir nál. 6.000 fm byggingu á 6-7 hæðum. ©Lóð fyrir nál. 9.000 fm byggingu á 2-4 hæðum, möguleiki á að hluta niður í smærri byggingar. ©Lóð fyrir nál. 250 fm skyndibitastað með inn- og útafkeyrslu frá Reykjanesbraut. INánari upplýsingar eru veittar í síma 81 23 OO. JL QMARAHVAMMUD FJÁKFESTINCIUFRAMTlÐAR AV V? Frjálstframtak Ármúla 18, 108 Reykjavík Slmi 812300 - Telefax 812946 FASTEIGNASTARFSEMI - LANDVINNSLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.