Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. • • Oryggismál til endurskoðunar W W f Oryggishagsmunir Islands og breytt staða vegna þróun- arinnar undanfarin misseri eru til umfjöllunar í skýrslu um ut- anríkismál, sem utanríkisráð- herra hefur lagt fram_ á Al- þingi. Þar segir m.a.:„A eftir- stríðsárunum hefur íslenzka þjóðin notið öryggis, stöðugleika og velmegunar sem aldrei fyrr. Tekizt hefur að standa vörð um sjálfstæði landsins og ná fram mikilvægum markmiðum í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Staða íslands í veröldinni hefur verið örugg og traust. Breyttar aðstæður í alþjóða- málum, ekki sízt í Evrópu norð- anverðri og austanverðri, rnunu að öllum líkindum hafa djúpstæð áhrif á stöðu landsins í framtíð- inni. Af þeim sökum er óhjá- kvæmilegt, að stjórnvöld beiti sér á næstunni fyrir ítarlegu endurmati á veigamiklum þátt- um utanríkisstefnunnar. Aðildin að Atlantshafsbanda- laginu hefur til þessa verið horn- steinn stefnunnar í öryggismál- um. Hernaðarlegt mikilvægi ís- lands innan Atlantshafssam- starfsins skapaði íslandi áhrifa- ríkan sess innan bandalagsins á tímum kalda stríðsins. Þessi staða var völduð með tvíhliða varnarsamningi Islands og Bandaríkjanna." Eins og þessi orð utanríkis- ráðherra bera með sér standa íslendingar að ýmsu leyti á tímamótum í öryggis- og varn- armálum. Stefnan, sem forustu- menn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks, mörkuðu á árunum eftir stríð til verndar sjálfstæði og öryggi hins unga lýðveldis hefur reynzt þjóðinni til gæfu. Hatrömm bar- átta Sósíalistaflokksins, Þjóð- varnarflokksins, Alþýðubanda- lagsins og svonefndra „hernámsandstæðinga“ gegn þátttöku Islendinga í varnar- samstarfi vestrænna lýðræðis- ríkja hefur í ljósi sögunnar reynzt á sandi byggð. En sú öra þróun, sem orðið hefur í öryggis- og varnarmálum í kjölfar hruns kommúnismans í Sovétríkjunum og Austur-Evr- ópu, kallar á endurmat á stefnu íslands. Þar ber tvennt hæst. Bandaríkjamenn draga um þess- ar mundir mjög úr umsvifum sínum um allan heim vegna loka kalda stríðsins og munu gera það í vaxandi mæli á næstu árum. Almenningur í Bandaríkj- unum gerir kröfur um það, að dregið verði verulega úr útgjöld- um til hermála og féð notað til umbóta innanlands. Það hefur leitt til þess, að Bandaríkjastjórn vill að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu taki meiri byrðar á sínar herðar og hefur verið þess hvetjandi, að þau hafi með sér nánara varnarsam- starf. Sú stefna hefur orðið ofaná og er sameiginleg varnar- stefna Evrópuríkjanna nú í mót- un. Varnarsamstarfið i Evrópu mun í framtíðinni byggja á Atl- antshafsbandalaginu og Vestur- Evrópusambandinu. Aðilar að því eru flest ríki Evrópubanda- lagsins og ákváðu leiðtogar þess á Maastricht-fundinum að bjóða þeim NATO-ríkjum sem utan standa, íslandi, Noregi og Týrk- landi, að gerast aukaaðilar að VES. Bæði forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibals- son, hafa tekið boðinu jákvætt. Þessi þróun sýnir, að íslend- ingar standa nú frammi fyrir breytingum á þeim meginstoð- um, sem stefnan í öryggis- og varnarmálum hefur byggzt á og hefur reynzt þjóðinni svo heilla- dijúg, aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamn: ingnum við Bandaríkin. í skýrslu utanríkisráðherra um samstarfið við Bandaríkjamenn segir m.a.: „Tvíhliða varnarsamstarf ís- lands og Bandaríkjanna verður eftir sem áður ein af meginstoð- um utanríkisstefnunnar. En jafnhliða fyrrgreindum breyt- ingum þurfa Islendingar að búa síg undir að vægi og umsvif varnarliðsins hér á landi minnki á næstu árum. Þróun innanríkis- mála í Bandaríkjunum getur valdið þar mestu. Því er ráðlegt og tímabært að íslenzk stjórn- völd efni til viðræðna við banda- rísk stjórnvöld um tilhögun og umfang varnarsamstarfsins á komandi árum.“ Ástæða er til að fagna því, að ríkisstjórnin stefnir að slíkum viðræðum við Bandaríkjastjórn. Um leið og eðlilegt er, að breyt- ingar verði á starfsemi varnar- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli í ljósi breyttra aðstæðna, skiptir miklu máli fyrir okkur íslendinga að tryggja með raun- hæfum hætti öryggishagsmuni okkar í breyttum heimi. Viðræð- ur við bandarísk stjórnvöld af því tagi, sem boðaðar eru í skýrslu utanríkisráðherra til Al- þingis, hljóta að stefna að því marki. Langaði að gera það yfirnáttúru- lega náttúrulegt - sagði Friðrik Þór Friðriksson um til- urð kvikmyndarinnar Börn náttúrunnar Frá Árna Þórarinssyni í Los Angeles. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég gerði Börn náttúrunnar er sú að inig langaði til að gera hið yfirnáttúrulega náttúrulegt vegna þess að ég trúi því að ævintýri gerist í raunveruleikanum. Eitt slíkt ævin- týri er sú staðreynd að ég er hér!“ sagði Friðrik Þór Friðriksson leik- stjóri í ávarpsorðum sínum við upphaf málþings með leikstjórum í gærkvöld sem kepptu um óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu myndina hér í Los Angeles í nótt. Mikil spenna hefur ríkt hér í herbúðum Islend- inga um helgina því eins og fram hefur komið hafa Börn náttúrunnar fengið góðan byr í viðureign sinni við helstu kejipinaiitana „Rauðu luktina" frá Hong Kong og „Grunnskólann" frá Tékkóslóvakíu. Þá hefur „Uxinn“ eftir Sven Nykvist frá Svíþjóð hlotið töluverðan stuðning. Eftir að leikstjórarnir fimm höfðu hist óformlega eftir hádegið í gær á Hilton-hótelinu var lagt af stað í limósínum kl. hálffjögur að staðar- tíma áleiðis til Dorothy Chandler- hallarinnar þar sem verðlaunaat- höfnin fór fram og hófst kl. sex eða kl. tvö í nótt að íslenskum tíma. Óvenjulega mikil öryggisgæsla var við höllina að þessu sinni vegna hótana samtaka homma og lesbía um mótmælaaðgerðir gegn nei- kvæðri meðferð Hollywood-kvik- mynda á samkynhneigðu fólki. Mik- ill fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með stjörnunum þegar þær gengu í salinn; sumir höfðu hafst þarna við sólarhringum sam- an. Metaðsókn var að málþinginu í Samuel Goldwyn-salnum á laugar- dagsmorgun, um 900 manns, bæði fulltrúar í bandarísku kvikmynda- akademíunni og annað. áhugafólk. Stjórnendur málþingsins, leikstjór- inn George Schaefer fór geysilega fögrum orðum um Börn náttúrunnar kallaði myndina „tónaljóð" og sagði að kvikmyndataka Ara Kristinsson- ar, sem var viðstaddur, væri ein sú fallegasta sem hann hefði séð; hver rammi gæti farið upp á vegg í lista- verkasafni. Fjölmargar fyrirspurnir bárust frá áhorfendum og vöktu svöi' Friðriks Þórs einatt mikinn hlátur. Til dæmis svaraði hann spurningu um gildi kvikmyndanáms þannig: „Ég fór ekki í kvikmynda- skóla vegna þess að ég hugsaði vandlega um hvernig ég ver tíma mínum og peningum." Ljóst var að hinn útlægi kínverski leikstjóri Zhang Yimon naut mikillar samúðar viðstaddra sömuleiðis sá aldni myndmeistari Sven Nykvist. Eftir málþingið bauð akademían leikstjór- Reuter Leikstjórar þeirra fimm mynda sem lilnefndar voru sem besta erlenda mynd ársins voru iieiðraðir á málþingi kvikmyndaakademíunnar á laugardag. Á myndinni eru f.v.: Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Barna náttúrunnar, Jan Sverak, leikstjóri Grunnskólans, Gabriele Salvatore, leikstjóri Mediterraeno, Sven Nykvist, leiksljóri Uxans, og Zliang Yimon, leikstjóri Itauðu luktarinnar. unum fimm til hádegisverðar með bandarískum kvikmyndaleikurum og snæddu Friðrik og keppinautar hans með leikstjórum eins og Bar- böru Streisand, Billy Wilder og Norman Jewison, en sessunautur íslenska leikstjórans var leikstjórinn frægi Paul Mazurski. Síðdegis á laugardag var haldið hanastél fyrir leikstjórana fimm þar sem þeim voru formlega afhent við- urkenningarskjöl fyrir tilnefning- una. Hinn kunni bandaríski kvik- myndatökumaður Haskell Wexler aflienti Friðrik Þór skjalið fyrir Börn náttúrunnar. í ávarpi sínu sagðist Friðrik Þór vilja þakka akademíunni þann heiður sem hún sýndi minnsta kvikmyndaframleiðslulandi í heimi, íslandi. Fulltrúi fjölmennasta svæð- isins, Zhang Yimon, tók hins vegar við skjalinu úr höndum leikkonunn- ar Anjelicu Houston. Formaður kvikmyndaakademíunnar, leikarinn Karl Malden, ávarpaði viðstadda og einnig Fay Kamin, formaður nefnd- arinnar sem valdi erlendu myndirnar fimm. í samtali við Morgunblaðið sagðist Fay Kamin hafa hrifist geysilega af Börnum náttúrunnar og í sama streng tók varaformaður nefndarinnar, leikkonan Nina Noch, og reyndar allir aðrir viðstaddir. Samkvæmt heimildum blaðsins voru Börn náttúrunnar og Rauða luktin lang efstar í vali nefndarinnar. A sunnudag fóru þessir tveir keppinautar, Friðrik Þór Friðriksson og Zhang Yimon, saman í Disney- land í boði akademíunnar, en um kvöldið hélt Siguijón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi í Hollywood veglegt samkvæmi til heiðurs Frið- riks Þórs þar sem saman var kom- inn mikill fjöldi gesta. Hér í Los Angeles er töluverður fjöldi Islend- inga í tilefni af Óskarsverðlaunaf- hendingunni og þar á meðal tvenn sjónvarpstökulið sem fylgjast með gangi mála, annað • undir stjórn Hermanns Gunnarssonar og Egils Eðvaldssonar og hitt undir stjórn Hilmars Oddssonar; Ekkí borin fram tillaga um bann við hvalveiðum Umhverfisraðstefna 1 Brasiliu: FULLTRÚAR á fjórða og síðasta undirbúningsfundi ráðstefnu um umhverfi og þróun í Rio de Janeiro í júnímánði hafa komist að sam- komulagi um að leggja ekki fram tillögu Nýsjálendinga um livalveiði- bann á ráðstefnunni. Þess í stað verði notað orðalag hafréttarsáttmál- ans um að vernda og nýta beri hvali og önnur sjávarspendýra. Gunn- ar G. Schram, annar formaður íslensku undirbúningsnefndarinnar, segir að Islendingar ættu vel að geta sætt sig við þessa lausn. Undir- búningsfundurinn fer fram í New York. Gunnar sagði að hér væri ekki um nýja tillögu að ræða. Nýsjálendingar hefðu borið hana fram á undirbún- ingsfundi í Genf í ágústmánuði á síðasta ári en ekki fengið neinn meðbyr með henni. Þeir hefðu þó ekki gefið tillöguna upp á bátinn og borið hana fram á fundinum nú en á laugardaginn hefði orðið sam- komulag um að leggja hana ekki fram á ráðstefnunni en nota þess í stað orðalag hafréttarsáttmálans um að vernda og nýta beri hvali og önn- ur sjávarspendýr í heildartexta um hafið. „Kalla má tillöguna meinlausa og Islendingar geta vel sætt sig við hana,“ sagði Gunnar. Aðspurður um undirbúningsfundinn sagði Gunnar að hann gengi þokkalega og verið væri að reyna að ljúka málum í nefndum. Þó ætti enn eftir að ganga frá tillögum um takmörkun eitur- efnalosunar í hafi, hvernig framtíð- arstjórn umhverfismála í heiminum yrði háttað eftir ráðstefnuna og enn stæði yfir deila milli þróunarríkjp.nna og iðnríkjanna um grundvallaryfir- lýsingu ráðstefnunnar í umhverfis- málum. Undirbúningsfundinum lýk- ur næskomandi laugardag og sagðist Gunnar vonast til að þá yrði búið að ganga frá öllum ályktunum og samþykktum sem ætlunin væri að ganga endanlega frá í Rio í júnímán- uði. Ólafsfjörður: 130 sjómenn af 300 eru búsettir annars staðar UM 130 sjómenn af um 300 sem störfuðu á Ólafsfirði á síðasta ári voru utanbæjarmenn og höfðu þeir um 140 milljónir króna í tekjur. Langflestir utanbæjarmanna voru frá Akureyri og nágrenni, en einn- ig komu margir að sunnan. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Múla, þar sem segir að ekkert af þessum 140 milljónum renni til bæjar- sjóðs Ólafsfjarðar og þannig hafi þetta verið í áraraðir. í blaðinu kemur ennfremur fram að flestir sjómenn eru á launaskrá hjá Sæbergi hf. eða 110. Þar af voru 82 með skráð lögheimili á Ól- afsfirði en 28 annars staðar og þess- ir 28 höfðu 55,5 milljónir í árslaun árið 1991. Ef þeir hefðu veriðiskráð- ir á Ólafsfirði hefði bærinn hVft 4,2 milljónir króna í tekjur. Sædís hafði 83 sjómenn á launa- skrá á síðasta ári og voru 66 ineð skráð lögheimili annars staðar en á Ólafsfirði og 17 á Ólafsfirði. Heildar- launagreiðslur til sjómanna voru 63,8 milljónir og fóru 47,3 milljónir til þeirra sem ekki eru búsettir í byggðarlaginu. Sextíu sjómenn voru skráðir hjá Magnúsi Gamalíelssyni og áttu 46 lögheimili á Ólafsfirði en 14 annars staðar og fengu þeir greiddar 30,2 milljónir króna í laun. Morgunblaðið/Sverrir Þorgeir S. Helgason jarðfræðingur og Sigurjón Páll Isaksson mæl- ingamaður hjá Línuhönnun hf., leita að rústum munkahúsanna. Fornleifarannsóknir í Viðey: Munkahúsa leitað með nýrri aðferð í VIÐEY fara fram tilraunir með jarðsjá en það er ný aðferð við fornleifarannsóknir og er þetta í fyrsta sinn sem hún er reynd hér á landi. Með jarðsjá er hægt að finna og kortleggja umfang fornleifa í jörðu án þess að grafa. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur borgar- minjavarðar, er meðal annars verið að leita að rústum munkahús- anna við klaustrið í Viðey sem undir Viðeyjarstofu. Margrét sagði, að með þessari aðferð væri hægt að kortleggja og afmarka það svæði sem rústirnar næðu yfir og einnig hversu djúp ■þær lægju. „Við vonumst til að sjá nákvæmlega hvar rústirnar 'eru, sem þýðir að uppgröftur og forn- leifarannsókn verður markvissari bæði með tilliti til tíma og kostnað- ar auk þess sem það er mikilsvert að hafa nokkuð skýra mynd af umfangi rústanna þegar uppgröft- ur hefst,“ sagði hún. „Þetta er ný tækni, sem ekki hefur áður verið reynd hér á landi við fornleifarann- sijknir og er reyndar ný farið að nóta erlendis. Jarðsjá er mjög ná- kvæm og með henni er hægt að nema hvar hleðslur eru í jörðu, jarð- og gjóskulög." talið er að hafi staðið sunnan Aðferðin er skaðlaus fyrir forn- leifar og hefur Fornleifanefnd veitt leyfi fyrir notkun á tækinu eins og lög gera ráð fyrir. Línuhönnun hf. er styrktaraðili rannsóknarinnar og framkvæmir hana Reykjavíkur- borg að kostnaðarlausu. Það er svæðið sunnan við Viðeyj- arstofu og umhverfi bæjarhólsins norðan við stofuna, sem er verið að kanna. Samkvæmt rituðum heimildum um húsaskipan ís- lenskra klaustra á miðöldum voru munkahús gegnt bæjarhúsum. „Við erum að kanna hversu langt bæjarhúsið teigði sig og einnig hvort rústir eru í Klausturhól en efasemdir eru um að svo sé og er nú hægt að kanna það án þess að grafa,“ sagði Margrét. * * Asmundur Stefánsson, forseti ASI um stöðuna í kjaramálunum: Engimi fer í aðgerð- ir umhugsunarlaust Dýpkar og lengir kreppuna að samn- ingar skuli ekki takast segir Einar Oddur Krisljánsson, formaður VSI „SÚ YFIRLÝSlNG sem ríkisstjórnin gaf okkur gekk skemmra en menn höfðu vonast til og í þeim viðræðum sem við höfum átt við atvinnurekendur að undanförnu höfum við ekki fengið neina þá niðurstöðu að hún nægi til samningsgerðar. Raunar hafa þeir ekki gert okkur nein bein kauphækkunartilboð," sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambands íslands, aðspurður um stöðuna í kjara- málum eftir að upp úr viðræðum við vinnuveitendur slitnaði aðfara- nótt sunnudagsins. „Við höfum verið bæði í formlegum og óformlegum viðræðum við at- vinnurekendur að undanförnu til að reyna að átta okkur á hver væri raun- verulega þeirra vilji og á fundi samn- inganefndarinnar á laugardeginum dró ég fram hvað ég teldi að atvinnu- rekendur væru lengst tilbúnir að ganga og það kom fljótlega í ljós í hópnum að það gæti ekki orðið sam- staða um að_það yrði forsenda áfram- haldandi samningaviðræðna. Við fór- um yfir málið aftur rneð atvinnurek- endum og fengum ekki nein jákvæð viðbrögð, þannig að það var ekki fyrir hendi annað en viðræðuslit," sagði Ásmundur. Hann sagði að félagar í samninga- nefnd ASÍ væru farnir til síns heima til að kynna stöðuna og fara yfir hana með félagsmönnum og það yrði tekinn tími til þess að fá fram skýr- ari viðbrögð. Engin fundarhöld hefðu verið ákveðin í samninganefndinni en þau yrðu ákveðin í ljósi þess sem fram kæmi hjá aðildarfélögunum. Ríkissáttasemjari væri með málið í sínum höndum og það væri auðvitað hans ákvörðun hvenær hann boðaði til samningafundar. Aðspurður hvort hann teldi að það kærni til átaka á vinnumarkaði í framhaldi af viðræðuslitunum, sagði Ásmundur: „í erfiðu árferði og í ótryggu atvinnuástandi fer enginn í aðgerðir umhugsunarlaust. Menn hljóta að verða skoða stöðuna eins og hún er núna af róserni og yfirveg- un áður en frekari ákvarðanir verða teknar." Aðspurður hvort ekki væri fullreynt að vinnuveitendum yrði ekki þokað frekar án aðgerða sagðist hann ekkert vilja fullyrða í þeim efnum fyrr en frekar hefði reynt á það. Hann sagði það rétt að fyrirheit ríkis- stjórnarinnar í tengslum við kjara- samninga væru tengd því að sanin- ingar tækjust, en honuni fyndist afar ósennilegt að ríkisstjórnin færi að eiga við þau mál sem hún hefði lýst yfir að hún myndi ekki hreyfa, eins og atvinnuleysisbætur, fæðingaror- lofsgreiðslur og vaxtahækkun í fé- lagslega íbúðakerfinu. Vonbrigði að samningar skuli dragast „Það er í sjálfu sér vonbrigði að samningar skuli dragast svona vegna þess að við höfum gert okkur vonir um að með nýjum kjarasamningum gætum við byijað að feta okkur út úr kreppunni. Við hefðu getað náð tökum á því að vextir lækkuðu og lagt grunninn að því að það færi meiri atvinnustarfsemi í gang, en þetta dregst og dregst og það dýpkar og lengir kreppuna, það er engin spurning," sagði Einar Oddur Krist- jánsson, formaður Vinnuveitenda- sambands íslands, aðspurður um þessa niðurstöðu í samningaviðræð- unum. Hann sagði að þegar farið hefði verið að ræða launabreytingar hefði komið í ljós að mikið bæri á milli. „Okkar sjónarmið hefur frá upphafi verið mjög skýrt. Þeim mun lægri sem verðbólgan væri þeim mun meiri möguleikar væru á að fólk og fyrir- tæki gætu komist út úr þessu á þokkalegan hátt og við erum ekkki undir neinum kringumstæðum til- búnir til þess að gera kjarasamninga sem leiða sjálfkrafa til þess að geng- ið fellur verðbólgan eykst og við sökkvum ennþá dýpra niður í skulda- fenið. Það stendur og við öxlum þá ábyrgð og höggumst ekki frá því sjónarmiði. Okkur voru flutt þau skilaboð að til þess að næðust samn- ingar þá þyrft mjög mikið nieira til að koma en þær hugmyndir sem hefðu átt að geta varið kaupmáttinn þokkalega. Það er engin leið að auka kaupmátt þjóðar þegar þjóðartekj- urnar eru að minnka. Það er bara vitleysa og við erum ekki reiðubúnir og munum ekki undir neinum kring- umstæðum gera slíkan kjarasamn- ing,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að það hefði verið ein- liugur í herbúðum vinnuveitenda að slíta þessum viðræðum þegar í ljós hefði kómið að það vantaði miklu meira en hægt var að koma til móts við. í umræðum meðal vinnuveitenda um hvað væri hægt að gera innan þess ramma að gengið yrði óbreytt og verðbólgan færi ekki af stað væri alveg rétt að miklu meiri efasemda hefði gætt meðal vinnuveitenda í sjávarútvegi en í öðrum atvinnu- greinum. Hins vegar hefði ekki verið komið að ákvörðunartöku í þessum efnum og ef til þess hefði komið þá hefði niðurstaða vinnuveitenda orðið samhljóða. Hins vegar hefði sjávarút- vegurinn eðlilega uppi gríðarlegar efasemdir um hvern einasta einseyr- ing sem ætti að hækka kaupið um. „Ég bind að sjálfsögðu vonir við það að við tökum málið upp aftur, en það er eitt sem ég hef lært og það er að vera ekki að giska á tíma- setningar þegar vinir mínir innan verkalýðshreyfingarinnar eru annars vegar,“ sagði Einar Oddur aðspurður hvort hann teldi að yrði langt hlé á samningaviðræðum. Ekki dagur stórra yfirlýsinga „í dag er ekki dagur stórra yfirlýs- inga,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, aðspurður um stöðu samningamála eftir að slitnaði- upp úr samningaviðræðum. Hann sagði að svo komnu vildi hann ekki láta hafa iieitt frekar eftir sér um stöðuna en það kynni að breytast seinna. Tekist á um gengisstefnuna „Það kom smá saman í ljós að það myndi ekki nást sameiginleg niður- staða og því töldu menn rétt að hverfa frá þessu. Það er alveg krist- altært í mínum huga að það var ver- ið að takast á um gengisstefnuna og ef einhveijar launabreytingar verða þá er henni teflt í hættu,“ sagði Ágúst Einarsson, formaður Samn- inganefndar ríkisins. Hann sagðist ekki telja verkfalls- aðgerðir framundan vegna þess að þó þær gætu átt rétt á sér í kjarabar- áttu þá væri nú vaxandi atvinnuleysi og minnkandi þjóðartekjur og átök myndu engu skila nema ef til vill því að knýja á um breytingar á gengis- stefnunni sem þýddi þá að búið væti að gefast upp á þeim verðlagsmark- miðum sem sett hefðu verið. „Þetta var allt í friðsemd og ég hef alveg trú á því að menn séu ekki alveg skildir að skiptum og eigi eftir að endurmeta stöðuna á næstu dög- um. Það er alveg ljóst að það ber nokkuð á milli og ekkert víst að sé hægt að brúa það bil. Það er liðin sú tíð sem var hér áður í kjarasamn- ingum að menn gefi út einhvers kon- ar innistæðulausar ávísanir og fjár- magni þær með erlendum lánum. Það verður ekki gert við þessa samnings- gerð. Það er alveg ótvírætt af hálfu ríkisins og vinnuveitenda að sú að- ferð verður ekki viðhöfð og það tekur ef til vill sinn tíma fyrir fólk almennt að átta sig á þessum nýju viðhorfum. Ég er ekki svartsýnn á framhaldið, þó mér þyki miður að samningar skyldu ekki takast í þessari lotu,“ sagði Ágúst. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði lagt sig í líma við að greiða fyrir samningum til þess að eyða óvissu og auka festu og stöðugleika í efna- hagslífinu. Það væri hins vegar ómögulegt að segja hve mikill dráttur yrði á samningum. Aðspurður sagði hann að allar yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar í tengslum við kjarasamning- ana byggðust á því að það næðist niðurstaða varðandi samningana, hvort sem um væri að ræða yfirlýs- ingar til opinberra starfsmanna varð- andi ýmis réttindamál eða yfirlýsing- ar til samningsaðila í heild varðandi ýmsar aðgerðir í félags- og heilbrigð- ismálum. Hins vegar teldi hann að vaxtalækkanir gætu átt sér stað. Skilyrðin væru fyrir hendi í efnahags- lífinu þó svo ekki væri búið að semja.^ Aðgerðir á næstu vikum ekki líklegar „Viðsemjendur okkar launafólks ins slíta viðræðum án þess að haf; nokkurn tíma verið tilbúnir til þes að nefna nokkra einustu tölu aðr; en 1. apríl, eins og ég hef orða< það,“ sagði Svanhildur Kaaber, for maður Kennarasambands ísland aðspurð um niðurstöðu viðræðnanna Hún sagði að Samninganefnd rík isins hefði aldrei verið tilbúin til þes; að nefna tölur um kaupmátt, kaup máttarþróun, taxtabreytingar eð; nokkuð nema hugsanlegan samn ingstíma til 1. apríl, reyndar mei framlengingarákvæði. Hún sagði að., spurð að einhvern tíma hlytu mem að taka upp þráðinn aftur, en þa< væri erfitt að segja til um hvenæi það yrði. „Ríkisstjórnin og vinnuveit- endur hafa lagt áherslu á mikilvæg þess að það yrði samið og talað mik- ið um vanda atvinnuvegnanna el ekki náist samningar í landinu. Þac er fyrirséð að samningar nást ekki í þeim nótum sem vinnuveitendur haf; lagt upp með, launafólk lætur ekk bjóða sér það. Það er ekki tilbúið ac sætta sig við slíkt,“ sagði Svanhildui ennfremur. „Næsta skrefið er auðvitað að fara yfir stöðuna og endurmeta hana. Ég fyrir mitt leyti tel aðgerðir á næstu vikum ekki líklegar. Kennarsam- bandið hefur lagt mikla áherslu á samvinnu launafólks og viljað þétta raðir þess í þessari erfiðu stöðu. Við enduðum okkar fulltrúaráðsfund sem lauk ekki fyrr en í gær (sunnudag) með því að ítreka fyrri samþykktir um samstöðu. Við náttúrulega hljót- um, þegar þessi mál verða tekin upp að nýju, að vinna áfram samkvæmt þeim samþykktum og verðum bara að sjá til með hvaða hætti það verð- ur,“ sagði Svanhildur. Hún sagði að það væri vinnuveit- enda að taka þráðinn upp að nýju því það væru þeir sem hefðu slitið viðræðunum. Hún teldi líklegt að fljótlega yrði haldið áfram þar sem frá var horfið. Formaður Samninga- nefndar ríkisins hefði orðað það þannig í lokin að þessi lota væri bú- inn og hann og lians yfirmenn hlytu að skoða málið upp á nýtt og atliuga hvað þeir gætu gert til þess að, koma málum áfram ef þeim væri annt urn að ná samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.