Morgunblaðið - 10.05.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 10.05.1992, Síða 1
104 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 105. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 10. MAI1992 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS VIÐ TJÖRNINA Morgunblaðið/Júlíus Júgóslavía: Hreinsanimar í hemum til marks um nýjan fríðarvilja Stjómin 1 Belgrad vill friðmælast við Vesturlönd Belgrad, Sarajevo. Reuter, Daily Telegraph. LITIÐ er á víðtækar og fyrirvaralausar hreinsanir í júgóslavneska sambandshernum sem merki um, að stjórnin í Belgrad vilji friðmælast við Vesturlönd, kalla herinn heim frá Bosníu-Herzegovínu og segja skilið við sína kommúnísku fortíð. Herforingj- arnir 40, sem voru settir á eftirlaun á föstudag, voru flestir tengdir Kommúnista- bandalagi fyrrverandi hershöfðingja, sem ekki vildu sætta sig við sundurlimun júgó- slavneska sambandsríkisins. „Hreinsanirnar eru liður í þeirri áætlun Belgradstjórnarinnar að verða við kröfum vestrænna þjóða og eiga að bæta samningsstöðu Slobodans Milosevics for- seta gagnvart RÖSE, Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu, Bandaríkjun- um og Evrópubandalaginu,“ sagði Bran- islav Milosevic, stjórnmálaskýrandi i Belgrad. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess, að serbneski herinn verði kallaður heim frá Bosníu en Blagoje Adzic, yfirmað- ur herráðsins og starfandi varnarmálaráð- herra, og Milutin Kukanjac, yfmnaður hers- ins í Bosníu, neituðu að verða við því. Þeir voru í herforingjahópnum, sem rekinn var á föstudag. Vuk Obradovic hershöfðingi, sem flestir telja næsta varnarmálaráðherra, sagði í gær á fundi með foreldrum, sem vilja fá syni sína leysta undan herþjónustu, að serbneski herinn yrði kallaður heim frá Króatíu þegar friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna kæmi á vettvang en það verður um miðjan mánuð- inn. Stjórnin í Belgrad tilkynnti einnig í raun brottflutning frá Bosníu í síðustu viku og virðist sem andstaða herforingjanna við hann hafi tekið af skarið um hreinsanirnar. Jerko Doko, vamarmálaráðherra Bosníu, sagði í gær, að ekki væri tímabært að fagna hreinsununum innan serbneska hersins en kvaðst vona, að samstarf tækist með Bosníustjórn og nýjum yfirmanni serbneska herráðsins, Zivota Panic hershöfðingja. Ótt- ast margir, að komist los á yfirstjórn Serba- hersins í Bosníu muni fjölmennar sveitir úr honum ganga til liðs við skæruliðasveit- ir Serba í landinu. í Helsinki eru 52 aðildarríki RÖSE að ræða um ástandið í Bosníu og vill Banda- ríkjastjórn, að hin nýja Júgóslavía eða stjómin í Belgrad verði svipt sæti sínu á ráðstefnunni vegna hernaðarins á hendur nágrönnum sínum. Rússiandsstjórn er hins vegar andvíg brottrekstri. Vestrænn „óþjóða- lýður“ í Moskvu SENDIHERRA Bandaríkjanna í Moskvu, Robert Strauss, reynir lítið til að temja sér kurteisistal stjórnarerind- reka. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við hann, sem birtist í banda- ríska tímaritinú Texos Monthly, þar sem hann lýsir erlendum fjármála- mönnum í Moskvu sem „mesta sam- safni af óþjóðalýð í heiminum". Hann líkti jafnframt fjármálamönnunum við ævintýramenn í Villta vestrinu. „Þetta er eins og í gömlu olíuborgun- um í Texas, stanslaus straumur glæpamanna og vafasamra við- skiptavina,“ hélt hann áfram. Um þetta eru þó skiptar skoðanir, því þegar starfsmaður breska sendiráðsins í Moskvu var spurður um þessi ummæli svaraði hann: „Strauss sendiherra hlýtur að ala manninn á mjög spennandi börutn. Þetta er ekki það sem við höfum séð.“ Fá ekki alnæmis- sjúklingar DDT? DAN Quayle, varaforseti Bandaríkj- anna, heimsótti sjúkrahús í New York í vikunni og reyndi að sýna þekkingu sína á alnæmislyfinu AZT. „Hvernig er það,“ sagði hann við hóp lækna, „látið þið sjúklingana ykkar taka inn DDT?“ DDT er skordýraeitur, sem hefur verið bannað þar sem það veldur umhverfismengun. Hákarlagall lækn- ar unglingabólur GRAFTARBÓLUR í andliti eða unglingabólur eins og þær eru oft nefndar geta verið erfitt mál og þegar verst gegnir skilja þær eftir sig ör, sem hverfa seint eða aldrei. Nú hillir hins vegar undir nokkurn sigur í barátt- unni við þennan vágest en vopnið gegn honum er sótt á heldur ólíklegan stað — í gallblöðru hákarla. „Gallið dregur úr fitumyndun í húðinni og þar með úr bólumynduninni," sagði dr. David Fenton, sem starfar við St. Thomas- sjúkrahúsið í Bretlandi, en á ráðstefnu húðsjúkdómafræðinga í Perth í Astral- íu skýrði hann frá rannsóknum sínum á áhrifum gallsins á 15 sjúklinga. Var virka efnið unnið úr gallinu og því síð- an úðað í andlitið tvisvar á dag. Eftir tveggja mánaða notkun höfðu 14 sjúk- linganna fengið verulega bót og á sum- um hurfu bólurnar alveg að sögn Fent- ons en þegar meðferðinni var hætt tóku þær sig upp og voru komnar í fyrra horf eftir tvo mánuði. Flækingar á HAVEL EIHN í HEIMINUM EKKILENGUR FJARLÆG HUGSUN A0 SJÁ ÍSLENSKA AÐILA í ÚTGERÐ ERLENDIS 10 GRÆNLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.