Morgunblaðið - 10.05.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.05.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 10. MAI 1992 29 Viðskiptafræðingur - hagfræðingur Óskum eftir að ráða viðskipta- eða hagfræðing. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „KVMARK - 12954“ fyrir 14. maí. KVÓTAMARKAÐURINN HF. EIÐISTORGI 17, SELTJARNARNESI. SÍMI: 614321 - MYNDSENDIR: 614323. Vélfræðingar VFI, II og III Okkur vantar vélstjóra til starfa við afleysing- ar í sumar og í fastar stöður í haust og vet- ur. Full réttindi, búseta á staðnum, föst frí og góð meðmæli eru skilyrði. Upplýsingar í síma 95-22690. Skagstrendingur hf., Skagaströnd. Starf við framköllun Fyrirtækið er umsvifamikil Ijósmyndavöru- verslun í borginni. Starfið felst í vinnu við fullkomna framköllunar- vél. Vinnutími frá kl. 9-17. Reynslu er ekki krafist, en æskilegt er að áhugi á Ijósmyndun sé fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 1992. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustíg 1a — 101 Reykjavík — Sfmi 621355 Hárgreiðslumeistari Rótgróin hárgreiðslustofa á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir að ráða hárgreiðslu- meistara sem fyrst. Starfið felst í stjórnun og daglegum rekstri stofunnar, ásamt almennum hárgreiðslu- störfum. Hæfniskröfur eru auk tiltekinnar menntunar, að umsækjendur hafi góða reynslu í faginu, séu áhugasamir og tilbúnir að axla ábyrgð. Umsóknarfrestur ertil og með 13. maí 1992. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustlg la - 707 fíeykjavík - Slmi 621355 Rafvi rkja meista ri Óskum að ráða rafvirkjameistara til starfa hjá Vélsmiðju Húnvetninga hf. á Blönduósi. Starfssvið: Að veita forstöðu rafmagnsverk- stæði VH, sem annast almennt viðhald og viðgerðir á vélum, tækjum og flóknum raf- búnaði ásamt verktakastarfsemi. Við leitum að rafvirkjameistara með B-lög- gildingu. Starfið er laust strax eða eftir nán- ari samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Rafvirkjameistari 126" fyrir 16. maí nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Snyrti- og förðunarfræðingur með danskt próf, óskar eftir vinnu. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 91-29391. Heimskringla Erum að hefja símasölu á þessu stórbrotna ritverki Snorra Sturlusonar. Einungis reyndir sölumenn koma til greina. Góð greiðslukjör. Góðir tekjumöguleikar. Frekari upplýsingar veitir Hrannar í síma 625233. Arnarson og Hjörvar. Atvinnurekendur Ég er 22 ára stúdent frá V.í. og er í laga- deild Háskólans. Óska eftir lifandi og krefj- andi starfi. Góð ensku-, bókhalds- og tölvu- kunnátta. Hef bíl til umráða. Ég er í síma 22701. Ritari 9.00 til 12.30 Aðili miðsvæðis í borginni óskar að ráða góðan starfskraft til ritarastarfa frá og með 19. ágúst nk. Skilyrði er reynsla í ritarastörfum, frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum. Vinnutími frá kl. 9.00 til kl. 12.30. Reyklaus vinnustaður. Góð laun eru íboði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 18. maí nk. Q]ðnt Tónsson RÁÐC JÖF & RÁÐN l N CARÞJÓN USTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Starfsmaður Sjálfseignarstof nun í borginni óskar að ráða starfsmann til starfa strax. Starfið felst m.a. í umsjón garðyrkjuverkfæra, viðhald þeirra og smá viðgerðir, halda lóð og umhverfi snyrtilegu, auk almennra léttra starfa inn- an- sem utandyra. Við viljum ráða reglusaman, snyrtilegan og laghentan starfsmann, aldur skiptir ekki máli. Eingöngu er um að ræða dagvinnu. Öllum umsóknum verður svarað. Framtíðarstarf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „A - 2294“ fyrir hádegi á miðvikudag. Yfirvélstjóri óskast á eitt af stærstu loðnuveiðiskipunum. Krafist er fullra réttinda, reynslu, geta unnið sjálfstætt og stjórnað. Meðmæli óskast. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Y - 14363“. Heilsugæslustöðin Húsavík Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga í ágúst við Heilsu- gæslustöðina í Mývatnssveit. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 96-41333. Sölumaður á vélum og tækjum fyrir járniðnaðinn ósk- ast. Þarf að hafa tæknimerintun og/eða fag- lega reynslu, enskukunnáttu og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Þarf að hafa eigin bifreið. Starfið getur verið lifandi og áhuga- vert fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „S - 7958“ fyrir 22. maí 1992. Hárgreiðsla Hárgreiðslustofuna Bylgjuna, Hamraborg 14a, Kópavogi, vantar dugmikinn og áhuga- saman hárgreiðslusvein og hárgreiðslunema hið fyrsta. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum þriðju- daginn 12. maí kl. 17.00-19.00. Hárgreiðslustofan Bylgjan, Hamraborg 14a, Kópavogi. & Mosfellsbær Fóstrur deildarfóstrur og fóstrur óskast til starfa frá 1. júní og/eða eftir sumarfrí (10. ágúst) í leik- skólann Hlaðhamra og leikskólann Hlíð. Til greina kemur að ráða fólk með aðra upp- eldismenntun. Einnig óskast aðstoðarfólk í leikskólann Hlaðhamra frá sama tíma. Upplýsingar gefa Lovísa Hallgrímsdóttir, leik- skólastjóri Hlaðhamra, í síma 66351 og Gunnhildur Sæmundsdóttir, leikskólastjóri Hlíðar, í síma 667375. Félagsmálastjóri. Sölufulltrúi Norðurlands Traust framleiðslufyrirtæki á matvörumark- aðnum óskar eftir að ráða sölumann með aðsetur á Akureyri. Starfið felst í sölueftirliti, framstillingu og reglubundnum heimsóknum til viðskiptavina á sölusvæðinu. Við leitum að starfsmanni með reynslu í sölumennsku sem er tilbúinn að takast á við sjálfstætt, krefjandi starf á hörðum sam- keppnismarkaði. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, heiðarlegur og lipur í mann- legum samskiptum. í boði er fjölbreytt framtíðarstarf hjá öflugu fyrirtæki. Umsóknir, ásamt upplýsingum um reynslu og fyrri störf, sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins fyrir 15. maí merktar: „H - 3462“. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLA.ÐRA Austurlandi Þroskaþjálfar - félagsráðgjafar -iðjuþjálfar Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Austurlandi auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Deildarþroskaþjálfar við vistheimilið Vonar- land, Egilsstöðum: Tvær 100% stöður. Atvinnuleit á Austurlandi: 80% staða. Endurhæfing Tjarnarbraut 39, Egilsstöðum: 100% staða forstöðumanns. Allar stöðurnar veitast frá 1. september 1992 eða síðar, en umsóknarfrestur er til 6. júní nk. Laun samkvæmt launakjörum B.S.R.B. og B.H.M.R. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 97-11833 á skrifstofu tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.