Morgunblaðið - 10.05.1992, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUQAGUR 10. MAÍ 1992
SIGLINGAR / AMERÍKUBIKARINN
; eyjamárans og SffiAUimBSB
stórfokkuna tnÖli£^A1&5iðpSS£
tækið Montedison stendur á bak
við þátttöku skútunnar í Amer-
íkubikarnum og hefur varið
jafnvirði 6 milljarða ÍSK til und-
irbúnings þátttöku ítðlsku
áhafnarinnar.
fnonTÉi
rískar skútur
hófu keppnil 4.
anúar um hver
Deirra ver Ameríku-
Dikarinn (t.h.).
Níu skútur frá
átta þjóðum
hófu keppni 25.
janúar um hver
[Deirra siglir síðan
einvígi um bikarinn
við bandarísku
skútuna, en ein-
vígi þeirra hófst
í gær.
Broutarlengd
Sjómílur
Keppnis
brautin
RÁS-/ENDAMARK
Kjölurinn er
leynivopn skútanna
yg hvílir jafnan mikil
j yfir hönnun þeirra
13) StórskautsmaSur
14) StýrismaSur
15) „Taktíker"
16) SiglingafræSingur
17) Eigandi/skipstjóri
aíZ>l) StafnmaSur
2) Framdekksmaður
3) Falur
4) BelgskautamaSur
5-10) Vindumenn
11-12) Fokkuskautsmenn
San Diego-flói
Keppnisstaður
AHOFNIN
Ójafn leikur Dennis Conners
og Bills Koch
Conner og Koch háðu ójafnan leik
frá bytjun. Sést það best í því að
Conner tókst einungis að raka sam-
an 15 milljónir dollara, jafnvirði 900
milljóna íslenskra króna (ÍSK), til
að standa straum af kostnaði sínum.
Var hann fórnarlamb efnahags-
kreppunnar í Bandaríkjunum, fjár-
fúlgur reyndust ekki eins auðsóttar
til stórfyrirtækja og áður þegar hann
gat valið milli styrktaraðila. Milli
þess sem hann stóð við stýri skútu
sinnar var hann á þönum um Banda-
ríkin þver og endilöng til að verða
sér úti um aukinn fjárstuðning. Fór
hann til dæmis tvær ferðir þeirra
erinda til New York í vikunni fyrir
undanúrslitaeinvígið við Koch.
Koch brúkaði hins vegar 65 millj-
ónir dollara, jafnvirði 3,9 milljarða
ÍSK, til þess að komast í úrslitin.
Sú upphæð nemur um 10% af hreinni
eign Koch. Mest af fénu, eða um
45 milljónir dollara, koma úr eigin
vasa Koch. Afganginn fékk hann
hjá styrktaraðilum.
Fjármunirnir endurspegluðust í
aðstöðu skútufélaganna tveggja við
höfnina í San Diego. Að fara úr
verbúð Koch til Conners var eins og
að fara af höfuðbóli yfir á hjáleigu.
Vegna takmarkaðs fjármagns gat
Conner einungis smíðað eina skútu
en Koch fjórar sem hann notaði á
ýmsum stigum undankeppninnar.
Og raunar má segja að Koch hafi
notað fimm skútur því hann keypti
notaða franska skútu til æfinga í
fyrrasumar en seldi hana áður en
keppnin hófst í janúar. Hefur Koch
því haft mun meiri möguleika til að
reyna ýmsar smíðisgerðir og endur-
bæta þær í ljósi þess hvernig þær
reyndust við ýmsar aðstæður til að
koma eins vel undirbúinn til lokaein-
vígisins og hugsast getur. Conner
sigldi hins vegar sömu skútunni,
Stars & Stripes, frá fyrsta degi og
varð því að láta sér nægja að gera
á henni endurbætur milli umferða
en kappsiglingin fer fram í nokkrum
lotum.
ítalir treysta á
mátt peninganna
Þá hefur Koch getað leyft sér
þann munað að borga áhafnarlimum
sínum kaup og eru árslaun hvers
þeirra um 100.000 dollarar eða 6
milljónir ÍSK. Conner hafði hins veg-
ar eingöngu sjálfboðaliða í áhöfn en
þrátt fyrir það var valinn maður í
hveiju rúmi og áhöfnin líklega sú
reynslumesta í keppninni. Þrír skip-
veijanna hafa verið með honum í
Nær Feneyja-
márinn Ameríku-
bikamum til Evrópu
eftir 141 árs hlé?
Peningaskorturvarð Dennls Conner aðfótakefli
ÓGJÖRNIIMGUR er aö spá um hver fer með sigur af hólmi í mestu siglinga-
keppni heims, Ameríkubikarnum, en úrslitaeinvígi keppninnar hófst í gær
undan Lómatanga við San Diego i'Kaliform'u. í boði er 141 ársgömul silfur-
kanna sem keppt hefur verið um frá upphafi vega en engin peningaverð-
laun. Það sem skiptir kappsiglarana þó mestu máli er þó heiðurinn sem
sigri fylgir og að því leyti ræður sannur íþróttaandi ferðinni þó tiikostnað-
ur hvors skútufélags sem keppir sé á bilinu 4-6 milljarðar íslenskra króna.
Spurningin er hvort það komi i hlut olíuauðkýfingsins Bill Koch frá Kansas-
ríki að verja bikarinn fyrir hönd Bandaríkjanna á skútunni America3 en fjög-
ur undanfarin skipti hefur sá heiður fallið gardínukaupmanninum Dennis
Conner frá San Diego í skaut. Vann Koch einvígi þeirra um réttinn til að
verja bikarinn sem Conner hefur fjórum sinnum unnið og einu sinni tapað.
Hann hefur átt stærstan þátt í að breyta keppninni í þá vi'sindamennsku
og „bisness" sem nú ræður ríkjum og þess vegna er það kaldhæðni örlag-
anna að helsta fótakefli hans nú var peningaskortur. Vart hafði hann játað
sig sigraðan er hann lýsti því yfir að hann mundi mæta til leiks í næstu
keppni, árið 1995.
Paul Cayard
Fullþ-úi áskorenda verður ítalska
skútan II Moro di Venezia eða
Feneyjamárinn en hún lýtur stjórn
annars Bandaríkja-
Áaúst manns, Pauls Pierre
Ásgeirsson Cayards. Hann er
skrifar fæddur í San Fran-
cisco, franskur í aðra
ættina og var í áhöfn einnar banda-
rísku skútunnar sem þátt tók í
keppninni 1986-87 en þá fór hún
fram við Fremantle í Ástralíu. Þjóð-
hollusta Cayards hefur verið dregin
í efa fyrst hann siglir ítalskri skútu
en vinni hann bikarinn fyrir Itali
gæti hann allt eins reynt að ná hon-
um úr höndum þeirra aftur fyrir
hönd Bandaríkjamanna þegar
keppnin fer næst fram, árið 1995.
Feneyjamárinn er fyrsta evrópska
skútan sem siglir til úrslita um Evr-
ópubikarinn í 28 ár eða síðan enska
skútan Sovereign sigldi móti banda-
rísku skútunni Constellation við
Rhode Island 1964.
Keppnin um Ameríkubikarinn fer
nú fram í 28. sinn en hún var fyrst
háð árið 1851 við eyna Wight við
suðurströnd Englands. Skonnorta í
eigu siglingafélags í New York,
America, sigldi þá til Englands
gagngert til keppni um eins meters
háa og 4,1 kílóa silfurkönnu, Hundr-
að gíneu bikarinn, eins og verðlaun-
in voru nefnd í fyrstu. Vann banda-
ríska skonnortan 16 enskar duggur
auðveldlega í eins dags keppni 12.
ágúst 1851. Upp frá því var kannan
nefnd Ameríkubikarinn og er verð-
launagripurinn orðinn 141 árs gam-
all. Fór keppnin um könnuna fram
við austurströnd Bandaríkjanna þar
til 1983 en þá var Australia II, skúta
í eigu Ástralans Alans Bonds, fyrst
til að vinna bikarinn úr hönaum
Bandaríkjamanna. Við það tækifæri
öðlaðist Dennis Conner þann vafa-
* sama heiður að verða fyrstur Banda-
ríkjamanna til að tapa bikarnum en
ijórum árum seinna endurheimti
hann silfurkönnuna eftirsóttu á
skútu sinni America II. Keppti hann
þá í nafni siglingafélagsins í San
Diego þar sem New York siglinga-
félagið skipti um skútustjóra eftir
að hann tapaði bikarnum ’83. Eng-
inn bandarísku skútustjóranna hafði
hins vegar roð við Conner við Fre-
mantle ’87 en þá var Paul Cayard
einmitt í áhöfn skútu New York-
félagsins. /
Stoppað í götin /
í keppnisreglunum V
í keppninni við Fremantle í
Ástralíu att Conner kappi við
áströlsku skútuna Kookaburra II en
stjórnandi henni Iain Murray féll
fljótt úr keppni nú. Nýsjálenski
auðkýfmgurinn Michael Fay skoraði
á Conner og fékk því framgengt
með dómsúrskurði að nýtt einvígi
færi fram milli þeirra tveggja rösku
ári seinna. Hafði hann smíðað risa-
skútu á leynd og ætlaði að ná miklu
forskoti á Conner sem hefði tæpast
haft tíma til að smíða sams konar
skútu, hvað þá að reynslusigla henni.
En Conner sá við honum og nýtti
sér göt í reglum keppninnar, mætti
á hraðskreiðri tvíbytnu og var ekki
að sökum að spyija; einvígið var
eins og leikur kattarins að músinni.
Ameríkubikarinn setti niður við
þessa uppákomu og náðist sam-
komulag um nýjar leikreglur þar
sem skútustærðin var fastákveðin
og tekið fyrir klæki af því tagi sem
Fay beitti. Eftir stríð var jafnan siglt
á svonefndum 12-metra skútum en
Bill Koch
nú eru skúturnar 30% léttari en samt
15% lengri og með 40% stærri segl-
flöt.
Að þessu sinni hófst keppnin um
Ameríkubikarinn 14. janúar sl. og
þegar undankeppninni lauk sl. laug-
ardag höfðu 10 skútur frá átta þjóð-
um lagt 163 kappsiglingar að baki,
aldrei færri en tvær í hverri. Keppn-
isbrautin er 22,6 sjómílur eða 41,5
km og hefur það yfirleitt tekið skút-
urnar nálægt þremur stundum að
Ijúka henni. Sama braut verður not-
uð í úrslitaeinvíginu en hún-skiptist
í átta leggi, ýmist hliðarvinds-, mót-
vinds- eða undanvindsleggi. Annars
vegar var keppt í flokki áskorenda
en hins vegar í flokki veijenda og
þar glímdi Dennis Conner við fjórar
skútur Bills Koch.
AMERlKUBiKARiNN 1992
LA.CC 12-melra
Lengd 75fet 65fet
Sjólina 57fet 45fet
8reidd 18fet 12fet
Djúprista 13fet 9fet
Masturshæð NOfet 86fet
Aðalseql oq 279 186
fckka ferm. ferm.
Belgsegl 418 ferm. 232 ferm.
Skipsþyngd 16,8 25,4
tonn tonn
Ný skúfutegund,
svonefnd lACC-gerS,
er nofuS til keppni
að þessu sinni og kemur
. staS svonefndra 12 metra
skúta. GanghraSi nýju skút-
anna er tvöfalt meiri en 12
metra skútanna sem
. Ijeppt var á í 30 ár.
Mission-flói
'í/'
REUTER
Bandarikin