Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 110. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Minnstur áhugi á aðild Islands af ríkjumEFTA Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í nýlegri skoðanakönnun meðal íbúa Evrópubandalagsins (EB) kemur meðal annars fram yfir- gnæfandi stuðningur við aðild aðildarríkja Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) að EB og að minnstur áhugi er á aðild Is- lendinga. Jafnframt töldu að- spurðjr minnstan ávinning af aðild íslands samanborið við önn- ur EFTA-ríki. í könnuninni voru viðhorf fólks til aðildar sex EFTA-ríkja auk Möltu og Kýpur að EB könnuð. Flestir (80%) töldu aðild Svía æski- lega, þar næst aðild Svisslendinga (79%), þá Norðmanna (78%), síðan komu Austurríkismenn og Finnar (77%) og fslendingar ráku EFTA- lestina; 71% aðspurðra taldi aðild þeirra af hinu góða. Malta og Kýp- ur ráku síðan lestina í niðurstöðum könnunarinnar, Malta (60%), Kýpur (56%). Þegar spurt var hveijir væru andvígir aðild þéssara ríkja varð niðurstaðan þessi; Svíþjóð (7%), Noregur (8%), Finnland (9%), Sviss (10%) og ísland (13%). Fjórðungur aðspurðra var andvígur aðild Kýpur og fimmtungur aðild Möltu. í könnuninni var jafnframt spurt um ávinning EB af aðild ofan- greindra ríkja. Rúmlega helmingur (58%) töldu ávinning af aðild fslend- inga en 14% voru á öndverðri skoð- un. Aðild Svía var talinn af flestum (71%) akkur fyrir EB, Finnar komu næstir ísleningum en 66% töldu ávinning af aðild þeirra, 10% að- spurðra voru á annarri skoðun. Tæplega helmingur (45%) sáu ávinning af aðild Möltu en 25% álitu hana til tjóns fyrir EB, færri töldu EB hagnast af aðild Kýpur (42%) og 27% töldu vísan skaða af þeirri aðild. Reuter Hart deilt um sijórnarskrárbreytingar í S-Afríku Viðræður um nýja stjórnarskrá í Suður-Afríku fóru út um þúfur í gær. Blökkumannahreyfingin Afríska þjóðarráðið (ANC) sakaði stjórn F.W. de Klerks forseta um að vera andvíga því að lýðræði kæmist á í landinu. Pik Botha utanríkisráðherra sagði hins vegar að kommúnistar innan ANC væru að reyna að komast til valda. Á myndinn standa Zulu-menn með spjót við fundarstaðinn til að mótmæla því að konung- ur þeirra skyldi ekki hafa fengið að taka þátt í viðræðunum. Samveldisríkin: Sex ríkjanna stofna varn- arbandalag Tashkent, Reuter. SEX aðildarríki Samveldis sjálf- stæðra ríkja stofnuðu sameigin- legt varnarbandalag á leiðtoga- fundi samveldisríkjanna í gær en leiðtogar fimm ríkjanna, þar á meðal Ukraínu, neituðu að undirrita stofnskjalið. Núrsúltan Nazarbajev forseti Kazakhstans sagði aðildarríki varn- arbandalagsins skuldbinda sig til þess að fara ekki með hernaði hvert gegn öðru. Vítold Fokín forsætisráðherra Úkraínu sagði bandalagið ekki upp- fylla varnarþarfir landsins og því hefði hann ekki skrifað undir stofn- skjalið fyrir hönd Leoníds Kravt- sjúks forseta sem ekki var viðstadd- ur fundinn. Það gerðu heldur ekki leitogar Hvíta-Rússlands, Az- erbajdzhans, Moldovu og Kírgízíst- an. Borís Jeltsín Rússlandsforseti lét í ljós óánægju með að Samveldisrík- in skyldu ekki öll taka þátt í varnar- bandalaginu. Sjá „Líklega síðasta tilraunin til að bjarga samveldinu" á bls. 22. Andstæðingar Mútalíbovs taka völdin í Azerbajdzhan Bakú. Reuter. ÞJÓÐFYLKINGIN í Az- erbajdzhan tók völdin í landinu í sínar hendur í gær og sagði In terfax-fréttastofan að við- ræður væru hafnar við fulltrúa Ayaz Mútalíbovs forseta um sjálfviljuga afsögn hans. Stuðningsmenn fylkingarinnar náðu forsetahöllinni undir kvöldið og veittu sveitir forset- ans þá enga mótspyrnu. Fyrr um daginn kom til 45 mínútna skotbardaga í miðborg höfuð- borgarinnar Bakú en honum lauk með töku þinghússins. Margaret Thatcher gagnrýnir Evrópubandalagið: „EB gæti ekki haldið Þýskalandi í skefjum“ Haag, Lundúnum. Reuter. MARGARET Thateher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, gagnrýndi Evr- ópubandalagið (EB) harðlega í gær og sagði að það yrði ekki nógu öflugt til að halda Þýskalandi í skefjum. „Af því leiðir að best væri að þýska veld- ið yrði í laustengdari Evrópu, þar sem ein- stök ríki héldu frelsi sínu,“ sagði Thatcher á ráðstefnu forystumanna iðnrekenda í Haag. „Sameinað Þýskaland getur ekki og vill ekki fórna eigin hagsmunum í efnahags- og utanríkismálum í þágu bandalagsins til eilífðar,“ bætti hún við. Thatcher gagnrýndi sameiginlega utan- ríkisstefnu EB-ríkjanna, sem og hugmyndina um sambandsríki Evrópu, og sagði að áform um að fjölga aðildarríkjunum væru óraunsæ. Hún lýsti því hvernig bandalagið yrði ef aðildarríkin yrðu alls 30 og lytu öll stjórn frá Brussel, hefðu öll sömu vinnulöggjöf, mynt og vexti, auk sameiginlegrar utanríkis- stefnu. „Slíkt fyrirkomulag er jafnvel meiri útópía en Babelsturninn, því þeir sem reistu hann töluðu þó að minnsta kosti sama tungu- málið þegar þeir hófust handa.“ Hún bætti við að Evrópubandalagið væri orðið „sam- safn allra hræðilegustu mistaka okkar tíma“. Andstæðingar frekari samruna Evrópu- ríkja innan breska íhaldsflokksins fögnuðu ummælum forsætisráðherrans fyrrverandi. Heimildarmenn innan flokksins sögðu þó að þetta myndi ekki koma í veg fyrir að Ma- astricht-samkomulagið um aukinn pólitískan og efnahagslegan samruna EB-ríkjanna yrði staðfest á breska þinginu. Viðbrögð Johns Majors, forsætisráðherra Reuter Margaret Thatcher í ræðustóli í gær. Bretlands, voru varfærnisleg, enda vill hann hvorki styggja andstæðinga né fylgismenn aukins samruna innan þingflokks íhalds- flokksins áður en umræða um staðfestinguna hefst í breska þinginu á miðvikudag. Isa Gambarov, einn af helstu leiðtogum Þjóðfylkingarinnar, sagði í gær að fylkingin hefði þing- húsið í Bakú og sjónvarpsstöðina á valdi sínu. Síðar sagði Interfax að fylkingin hefði einnig flugvöll borgarinnar og járnbrautarstöð á valdi sínu. Fréttastofan sagði í gærkvöldi að Mútalíbov hefði ekki verið í forsetahöllinni er hún var tekin og væri ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Um 30.000 stuðningsmenn Þjóðfylkingarinnar, sem er samtök lýðræðissinnaðra þjóðernissinna, komu saman á torgi fyrir utan þinghúsið og fögnuðu sigri á stuðningsmönnum forsetans. Þingið endurreisti völd Mút- alíbovs í fyrradag, tveimur mánuð- um eftir að hann var settur til hliðar vegna ósigurs Azera í landa- mæradeilum við Armena. Fyrsta verk forsetans var að lýsa yfir neyðarástandi í Azerbajdzhan, banna stjórnmálastarfsemi og af- lýsa forsetakosningum sem ráð- gerðar voru 7. júní en Abúlfez Eltsjíbey, leiðtogi Þjóðfylkingar- innar, var talinn sigurstrangleg- astur í þeim. Viðbrögð Þjóðfylkingarinnar við ráðstöfunum Mútalíbovs voru að hvetja til almennrar uppreisnar. Það er baráttumál fylkingarinnar að Azerar slíti öllu sambandi við Rússa en Mútalíbov er hins vegar talsmaður aðildar að Samveldi sjálfstæðra ríkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.