Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAl 1992
Brids:
Jón Bald-
ursson varð
í 4. sæti á
Evrópumóti
JÓN Baldursson varð í 4. sæti á
fyrsta Evrópumóti í einmenningi
í brids sem lauk í París í gær-
kvöldi. Björn Eysteinsson varð í
17. sæti og Guðlaugur R. Jóhanns-
son í 36. sæti en allt tóku 52 spilar-
ar þátt I karlaflokki.
Pólverjinn Piotr Gawiys varð Evr-
ópumeistari með 57,37% skor en
hann var í pólska liðinu sem tapaði
fyrir íslendingum í úrslitaleik heims-
meistaramótsins í Yokohama á síð-
asta ári. 1 öðru sæti varð Austurrík-
ismaðurinn Jan Fucic með 55,63%,
Alan Levy frá Frakklandi varð 3.
með 54,90%, Jón var með 54,52%
skor, Hans Göhte frá Svíþjóð varð
í 5. sæti. Krzysztof Martens frá
Póllandi í 6. sæti, Michel Perron frá
Frakklandi í 7. sæti, Bretarnir Ro-
man Smolski og Andy Robson urðu
í 8. og 9. sæti og Philippe Cronier
frá Frakklandi varð 10. Allir þessir
spilarar hafa unnið Evrópu- eða
heimsmeistaratitla.
Björn endaði með 50,96% skor
eftir slaka byrjun. Guðlaugur endaði
með 48,91% skor. Hann byijaði einn-
ig illa á mótinu en náði síðan hæstu
skor keppenda í annarri umferð af
fjórum. Jón byijaði vel og var í efsta
sæti eftir tvær umferðir, fór síðan
niður í 4. sæti í þriðju umferð og
sat þar til enda.
Einnig var keppt í kvennaflokki
og þar varð Evrópumeistari Maria
Erhard frá Austurríki. í öðru sæti
varð Colette Lise frá Frakklandi og
í 3. sæti varð Nieola Smith frá Bret-
landi.
Verðlaun á mótinu námu alls 2,5
milljónum króna. Jón hlaut 10 þús-
und franka eða um 100 þúsund krón-
ur fyrir 4. sætið.
Fornleifafræðingur hjá Árbæjarsafni mælir dýpt brunnsins.
Aðalstræti:
Komið nið-
urálng-
ólfsbrunn
VIÐ gatnaframkvæmdir í
Aðalstræti í gær var grafið
ofan á svonefndan Ingólfs-
brunn sem er undir gang-
stétt við Aðalstræti 9.
Þessi brunnur er frá tím-
um innréttinganna og var
aðalvatnsból Reykvíkinga
uns vatnsveitan komst í
gagnið árið 1909. Hann var
í daglegu tali kallaður Prent-
smiðjupóstur eftir Lands-
prentsmiðjunni sem rekin var
við Aðalstræti.
Til eru tillögur frá 1968
um endurbyggingu brunns-
ins og að sögn Margrétar
Hallgrímsdóttur borgar-
minjavarðar er áhugi á því
hjá borgaryfirvöldum að
byggja upp vatnspóst og hafa
brunninn til sýnis í framtíð-
inni.
Nina Simone
Listahátíð:
Gipsy Kings
og Nina Sim-
one vinsælust
„ÞAÐ hefur verið töluverð að-
sókn í dag,“ sagði Hávar Sigur-
jónsson blaðafulltrúi Listahátíð-
ar, en í miðasala hófst í gær.
Sagði Hávar, að til þessa hafi
mest verið spurt um miða á tónleika
Gipsy Kings í Laugardalshöll 27.
maí og á tónleika Ninu Simone í
Háskólabíói 4. júní. Þá mætti nefna
hátíðarsýningar íslensku óperunnar
á Rigoletto.
Frumvarp um skattskyidu innlánsstofnana:
Fiskveiðasj óður þarf að greiða
um 280 milljónir króna á ári
Frumvarpið rýrir lánstraust okkar erlendis, segir Már Elísson forstjóri
Lögregla fann
amfetamín og
hass við leit
Fíkniefnalögreglan handtók í
fyrradag tólf manns og lagði
hald á sextán grömm af amfet-
amini og tíu grömm af hassi.
Lögreglan gerði húsleit í þremur
húsum í borginni, þar sem grunur
lék á að fíkniefni væru seld, með
fyrrgreindum árangri.
Allt fólkið hefur áður komið við
sögu fíkniefnalögreglunnar. Það
gekkst við að hafa neytt fíkniefna
en neitaði sakargiftum um dreif-
ingu. Fólkið var látið laust að lokn-
um yfírheyrslum.
VERÐI stjórnarfrumvarp um skattskyldu innlánsstofnana að lögum
nú í vor þýðir það að Fiskveiðasjóður þarf að greiða um 280 milljón-
ir króna á ári í skatta og gjöld til hins opinbera. Er hér um að
ræða tekju- og eignaskatt og stimpilgjald. Már Elísson, forsljóri
Fiskveiðasjóðs, segir að þessi gjöld muni lenda á lántakendum hjá
sjóðnum að verulegu leyti og þar að auki geti þessi lagasetning
rýrt iánstraust sjóðsins erlendis en það liafi verið mjög gott á undan-
förnum árum. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekju-
skattur nemi 45%, eignaskattur 1,45% og að innheimt stimpilgjöld
nemi 40 milljónum króna á ári.
Fiskveiðasjóður er ein af stærstu
lánastofnunum landsins með niður-
stöðutölu efnahagsreiknings upp á
um 23,6 milljarða króna. Lán Fisk-
veiðasjóðs til fiskiskipa nema nú
um 17 milljörðum króna eða 24,4%
af vátryggingarverði alls flotans.
Ef aðeins er miðað við lán til skipa
á vegum sjóðsins nema þau um 36%
af vátryggingarverði þeirra. Sam-
kvæmt ársreikningum síðasta árs
námu útlán Fískveiðasjóðs tæplega
21 milljarði króna. Fjármunatekjur
námu 2,6 milljörðum króna og
hagnaður ársins nam 122 milljónum
króna. Eigið fé sjóðsins nam 4 millj-
örðum króna.
Már Elísson segir að það sé hans
skoðun að verði sett lög á grund-
velli fyrrgreinds frumvarps að
óbreyttu muni þau verða á margan
hátt andstæð hagsmunum Fisk-
veiðasjóðs og annarra fjárfestingar-
sjóða sem starfa með áþekku sniði
eins og til dæmis Iðnlánasjóðs og
Iðnþróunarsjóðs. „Málið er að það
er engin ástæða til að Fiskveiða-
sjóður borgi ekki skatta eins og
aðrar sambærilegar stofnanir en við
viljum fá að sitja við sama borð og
aðrir í þessum efnum,“ segir Már
Elísson. „Sá hluti frumvarpsins sem
fjallar um tekju- og eignaskatt ger-
ir ráð fyrir að lögin um þessa skatta
verði afturvirk og gildi frá síðustu
áramótum. Þar að auki er alltof
skammur frestur gefinn til aðlögun-
ar og við hefðum kosið að þetta
mál allt biði áformaðrar heildarlög-
gjafar um opinbera sjóði sem við-
skiptaráðherra hefur boðað.“
Hvað varðar misrnun milli stofn-
ana sem Már telur að frumvarpið
leiði til nefnir hann að Fiskveiða-
sjóður og aðrar opinberar lánastofn-
anir komi til með að greiða eigna-
skatt af öllu eigin fé hvort sem um
hagnað af rekstri er að ræða eða
ekki. Hinsvegar gi-eiði hlutafélaga-
banki ekki skatt af hlutafé en greið-
ir hluthöfum arð ef hagnaður verð-
ur af rekstri eða aðalfundur ákveð-
ur svo.
í máli Más Elíssonar kemur fram
að Fiskveiðasjóður nýtur ekki ríkis-
ábyrgðar á lántökur sínar erlendis
Eyrarbakki:
Elsti kaupmaðurimi
fær beinlínukerfi
Sclfossi.
ELSTI kaupmaður landsins, Guðlaugur Pálsson á Eyrarbakka,
fékk beinlínukerfi VISA í verslun sína í gær og jafnframt af-
greiddi hann fyrsta viðskiptavininn með greiðslukorti í verslun-
inni. Hingað til hefur hver og einn greitt sína vöru með pening-
um, eða fengið skrifað eins og margir þorpsbúar.
„Það er sjálfsagt ágætt að hafa
þetta hjá sér,“ sagði Guðlaugur
og kvaðst vonast til þess að þeir
sem notuðu greiðslukort og færu
í aðrar verslanir sem byðu upp á
slíka þjónustu, kæmu eftirleiðis
til sín. Hann sagði það koma fyr-
ir að spurt væri hvort greiða
mætti með korti.
Forsvarsmenn Visa ísland voru
viðstaddir þegar Guðlaugur
renndi fyrsta kortinu gegnum
kortarás vélarinnar Beinlínukerf-
ið sækir sjálfkrafa um heimild
þegar kortinu er rennt í gegnum
vélina. Að loknum degi sendir hún
færslurnar til Reiknistofu bank-
anna sem skiptir þeim sjálfkrafa
niður á kortafyrirtækin og reikn-
ingshafa. Reikningar eru síðan
skrifaðir út vélrænt og manns-
höndin kemur aðeins að þessum
ferli þegar reikningurinn fer í
póst. Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðlaugur rennir fyrsta kortinu í gegnum kortavélina.
og að frá 1. mars sl. hafí verið felld
niður ríkisábyrgð á innlendum
'skuldbindingum. Sjóðurinn hefur
þó ávallt notið mikils trausts á er-
lendum vettvangi sökum góðrar
eiginfjárstöðu en þetta traust geti
rýrnað að minnsta kosti til skamms
tíma ef frumvarpið verður að lögum
óbreytt. Már nefnir sem dæmi um
traustið að í vetur bauð sjóðurinn
út lán að upphæð 50 milljónir
þýskra marka eða 1,8 milljarð kr.,
í gegnum Sumitomo bank í London
og fór svo að bankar skrifuðu sig
fyrir 70 milljónum marka.
Már segir að ljóst sé að veruleg
breyting á högum sjóðsins og stöðu,
svo sem með gagngerri breytingu
laga, geti haft áhrif á núgildandi
lánasamninga milli Fiskveiðasjóðs
og erlendra lánastofnana. „Hætta
er á að viðeigandi ákvæði lána-
samnings verði notuð til gjaldfell-
ingar lána til að fá þau greidd upp,“
segir Már. „Ekki er heldur neinn
vafi á því að erfiðara getur reynst
fyrir Fiskveiðasjóð að afla nýrra
lána á erlendum markaði nema með
lakari kjörum en fengist hafa til
þessa.“
------♦ ♦ ♦-----
Nýr Herjólfur:
Fyrsta sigl-
ing gekk vel
Flckkcfjord. Frá Gríini Gíslasyni, frctta-
ritara Morganbladsins.
PRÓFANIR á nýrri Vestmanna-
eyjalerju standa nú yfir á
Flekkefjord í Noregi. Skipinu
var siglt til reynslu um fjörðinn
í gær og gekk allt, vel. Gang-
hraðinn var 18 sjómílur og er
búist við að hann aukist eftir
lokafrágang skipsins.
Eftirlitsmenn og starfsmenn
sem verða á skipinu á leiðinni til
íslands fylgjast með reynslusigl-
ingunni. Skipið verður aflient 4.
júní og hefur öll vinna við það
gengið eftir áætlun til þessa en
skrifað var undir samninga við
skipasmíðastöðina Simek í apríl í
fyrra.