Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 5
5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992
------------;-----------------;----
Borgarráð:
Tæpar 80
millj. fyrir
4. áfanga
Selásskóla
BORGARRÁÐ hefur samþykkt,
að tillögu Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar, að taka
79.301.373 milljón króna tilboði
lægstbjóðanda Ásmundar og
Halls í byggingu 4. áfanga Selás-
skóla. Tilboðið er 83,2% af kostn-
aðaráætlun, sem er 95,3 milljónir
króna.
Níu tilboð bárust í verkið og átti
Sigurður K. Eggertsson hf., næst
lægsta boð 79,6 millj., eða 83,55%
af kostnaðaráætlun, Átak hf. bauð
81 milij. eða 85,01% af kostnaðar-
áætlun, K.S. verktakar buðu 83,1
millj. eða 87,25% af kostnaðaráætl-
un, Sveinbjörn Sigurðsson hf., bauð
84,2 millj. eða 88,37% af kostnaðar-
áætlun og Reisir sf., bauð 84,3 millj.
eða 88,48% af kostnaðaráætlun.
Al-verk hf., bauð 88 millj. eða
92,35% af kostnaðaráætlun, Örn
Úlfar Andrésson, bauð 89,2 millj.,
eða 93,62% af kostnaðaráætlun og
Hagvirki-Klettur hf., bauð 92,5 millj.
eða 98,08% af kostnaðaráætlun.
* Morgunblaðið/Áki H. Guðmundsson
Myndin sýnir hvalrekann á fjörunni við Ytri-Bröttuvík.
Hvalreki við
Bakkafjörð
TVO búrhvali rak á land við Bakkafjörð.
Sá fyrri rak á land við bæinn Bjarg sem
er rétt utan við þorpið, og var það tarfur.
Hann var 10 metrar og 70 sentimetrar að
lengd, ummálið var 6 metrar og 10 senti-
metrar. Hinn rak á land við Ytri-Bröttuvík
rétt fyrir sunnan bæinn Þorvaldsstaði. Hann
rak 9. maí og var það einnig tarfur 10
metrar og 34 sentimetrar að lengd og um-
málið 5 metrar og 90 sentimetrar.
Að sögn Páls Leifssonar sem mætti og tók
sýni úr hvölunum fyrir Hafrannsóknastofnun,
taldi að þeir hefðu drepist um svipað leyti um
miðjan apríl. Sýnin voru send til Jóhanns Sigur-
jónssonar hjá Hafrannsóknastofnun. - ÁHG.
NÝR OG
GLÆSILEGUR
Sjaldgæft
að kvikni
í út frá
sætishitara
SVERRIR Sverrisson, rekstr-
arstjóri Bifreiðaskoðunar, seg-
ir afar óalgengt að kvikni í út
frá sætishitara í bifreiðum en
talið er að upptök elds í Volvo
244 á fimmtudag megi rekja
til slíks hitara.
„Þegar kviknar í bílum er það
oft út frá rafmagni. Eitthvað sem
er bilað í rafmagnsútbúnaði hans.
En ég held að sá búnaður sem
tengist upphiturum í sætum valdi
ekki bruna frekar en hvað annað.
Þó að ekkert sé því til fyrirstöðu
að slíkt geti hafa gerst,“ sagði
Sverrir.
Sigutjón Ólafsson, þjónustu-
stjóri hjá Brimborg, segist ekki
vita til þess að áður hefði kviknað
í Volvo-bifreið út frá sætishitara.
Ennfremur nefndi hann að ekki
væri sannað að kviknað hefði í
út frá sætishitara. Hann sagði
að fólk þyrfti ekki að óttast að
kvikni í út frá sætishiturum frem-
ur en einhvetju öðru.
Magnús ætl-
ar að áfrýja
meiðyrðadómi
MAGNÚS Guðmundsson kvik-
myndagerðarmaður hefur ákveð-
ið að áfrýja til landsréttar í Nor-
egi dómi borgardóms Oslóborgar
í meiðyrðamáli norskra Grænfrið-
unga vegna myndar Magnúsar,
Lífsbjargar í Norðurhöfum.
Magnús sagðist hafa tekið
ákvörðun um að áfrýja dótnnum eft-
ir að hafa farið yftr hann með lög-
manni sínum. Magnús sagði að í
dómnum stönguðust atriði á, einnig
væri ljóst að dómarar hefðu ekki
skilið sannanafærslu sem hann hefði
fært fyrir ýmsum atriðum.
Norsk fiskerlag hefur sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem segir, að
þótt Magnús Guðmundsson hafi ekki
verið sýknaður algerlega af borgar-
dómi Óslóar sé mjög jákvætt að rétt-
urinn hafi talið sannað að Grænfrið-
ungar hafi notað falsanir í áróðri
sínum. í tilkynningunni segir að nið-
urstaðan sé ekki aðeins sigur fyrir
Magnús heldur einnig fyrir selveiði-
menn þar sem rétturinn fallist á að
fullyrðingar um að selir séu fláðir
lifandi eigi ekki við rök að styðjast.
MITSUBISHI
NÝTT OG STEFNUMARKANDI ÚTLIT
> Meira innirými > Betri hljóðeinangrun > Aukinn öryggisbúnaður >
> Aflmiklir hreyflar með rafstýrðri fjölinnsprautun > Styrktarbitar í hurðum >
> Aukin þægindi > Enn betri aksturseiginleikar >
DÆMIÐ SJÁLF
AÐ'LOKNUM REYNSLUAKSTRI
Verð frá kr. 897.600
HVARFAKÚTUR
MINNI MEN6UN
>
A
MITSUBISHI
MOTORS
G3
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI 695500