Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 7 Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Máríuerlu- hreiður í dráttarvél Það var úr vöndu að ráða hjá bónda hér undir Eyjafjöllum þegar hann að morgni dags uppgötvaði að Máríuerla hafði gert hreiður á vatnskassa dráttarvélarinnar sem var sú eina sem var gangfær þá stund- ina á heimilinu. Dráttarvélin hefði verið keyrð á hveijum degi en þrátt fyrir það voru 4 egg í hreiðri. Úr því svona hafði skipast var dráttarvélin notuð áfram og enn eru engir sjáan- legir árekstrar milli Máriuerl- unnar og bóndans. Ármannsfell hf.: Hið opinbera ætti að líta í eigin barm - segir Armann Armannsson forstjóri ÁRMANN Ármannsson, forsljóri Ármannsfells hf. segir að hið opin- bera ætti að líta í eigin barm og koma ábyrgt fram gagnvart verk- takaiðnaðinum. Því sé ekki að heilsa nú. Pram hafa komið steypu- skemmdir á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði en Ármannsfell var verk- taki hússins. Þegar Ármann Ár- mannsson var spurður að því hvort tryggja ætti að verktakafyrirtæki séu dregin til ábyrgðar vegna skemmda á borð við steypu- skemmdir á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði sagði hann að fram- kvæmdaaðili sjúrahússins, Ár- mannsfell hf., beri eins árs ábyrgð á verkinu og fyrirtækið sé ekki tryggt fyrir áföllum af þessu tagi. Slíkt tíðkist ekki. Aftur á móti sagði hann að ef fyrirtækið bæri ábyrgð á skemmdunum ætti það endurkr- öfurétt á steypuframleiðandann sem væri steypustöðin Grænós á ísafirði. Komið hafa upp hugmyndir um að tryggja með lögum að verktakar beri ábyrð á þeim verkum sem þeir tækju að sér. Ármann sagði sem svar við fyrirspurn þess efnis að ábyrg verktakafyrirtæki væru sem betur fer til í verktakaiðnaði á Islandi en mjög víða væri pott- ur brotinn. „Og kannski fer hið opinbera fyrir í ábyrgðarleysi með því að semja ætíð við lægst bjóðanda sem oft á tíðum epu gjörsamlega óábyrgir menn. Ég held að ætti að byija þar,“ sagði hann. Myndin er tekin er Gústaf Adolf Skúlason afhendir Vig- dísi Finnbogadóttur frímerkið. Fékk stærsta frímerki í heimi að gjöf GUSTAF Adolf Skúlason, annar eigandi aug- lýsingastofunnar 99 Design í Stokkhólmi, færði Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, stærsta handgrafna frímerki í heimi að gjöf. Graflistamaðurinn er Czeslaw Slania og merki var gefið út í Sviþjóð í tilefni 70 ára afmælis graflistamannsins. Frímerkið sýnir krýningu Gústafs 3. Svíakon- ungs og er í sérstakri listaverkamöppu númer 392 af átta þúsund númeruðum eintökum. 99 Design sá um frágang möppunnar til prentunar í samráði við sænsku hönnuðina Evu Jern og Mari Mártensdottir. íslenski hönnuðurinn Ólöf Baldvinsdóttir, hinn eigandi 99 Design, hefur hannað 12 frímerki fyrir Svía í myndröðinni Óiympísk gull. ISLENSKUR IÐNAÐUR OKKAR ALLRA islenskt atvlnnulíf stendur á tímamótum. Breytlnga er þörf. ðgrandi verkefnl bíða í nýfum helml. Lífsklör verða ekkl bætt með auklnni sókn í náttúruauðlindlr. Það reynir á okkur slálf. Vlð elgum metnað, vllja, hugsun og kraft. Aukum verðmætasköpun og bætum lífskjör HJöðarlnnar. Sköpum okkar eigln framtið. ÍSLAND ÞARFNAST IBNAÐAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtök atvlnnurekenda f Iðnaöi ÁGÚST Einarsson, prófess- or.formaður samninganefndar ríkisins, hefur óskað eftir lausn frá störfum. Hann hefur gegnt þeirri stöðu í tæpt ár. Undir stjórn Ágústar hafa verið gerðir samningar við þorra opinbera starfsmanna. Fjármálaráðherra hef- ur fallist á beiðni hans uin lausn frá störfum. Birgir Guðjónsson, skrif- stofustjóri í starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, verður fyrst um sinn í forsvari fyrir nefndina, segir í fréttatilkynningu. Hættir sem for- maður samninga- nefndar ríkisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.