Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 KANARÍEYJAR Hvers vegna ekki Kanaríeyjar í fríinu? Þú sérð um flugið en við um gistinguna. Getum nú útvegað góða gistingu á Gran Canaria. Hafðu samband. Ef til vill er þetta valkostur sem borgar sig. Upplýsingar í síma (903428)-560895 eða 150222 (biðja á um línu 280). Hraðbátur til sölu 170 „Mirage Reinellu árgerö 1986 Lengd 4,90 (16’2“), breidd 2,06 ★ Aflmikil 140 hestafla OMC vél, innanborðs. ★ OMC hældrif. ★ 75 lítra innbyggður bensíngeymir. ★ Teppi og klæðning að innan. ★ Vandaður vagn með ljósabúnaði. ★ Allar yfirbreiðslur. Einstakt tækifæri til þess að eignast vandaðan og vel með farinn amerískan bát. Verð 870.000 stgr. Til sýnis hjá Bílasölu Reykjavíkur, Skeifunni 11, sími 678888.____________________________________ Boró veró fró kr. 5.700. Stóll Sonja kr. 9.000 stgr. Sonja sófi + 2 stólar kr. 33.500 stgr. Visa - Euro raégreidslur Opió i dag »81 kl. 14.00 □□□aaca HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEQI66 HAFMARFIRÐI SI>\I5<1I00 KÖRFUHÚSGÖGN Mikió úrval - Stakir stólar mjög hagstætt veró - sófar - borð - hillur Endurreisnarstarf — og vinsældaleikur LÍTILL hópur íslendinga neitar að hórfast í augu við vandann, sem landsmenn eiga við að glíma, stjórnmálamennirnir, sem um áraraðir hafa keypt sér vinsældir og áhrif með sóun og reiðileysi. Þeir halda því blákalt fram, að allt sé hægt að gera fyrir alla. Þetta kom fram hjá Karli Steinari Guðna- syni.formanni fjárlaganefndar, í eldhúsdagsum- ræðunum fyrir skömmu. Vinsældir á kostnað skatt- borgara 1 ræðu sinni á Alþingi sagði Karl Steinar m.a.: „Vinsældir og völd freista margra. Það er gaman að vera vinsæll. Það er einmitt sú skemmtan sem stjórn- málamenn undanfarna tvo áratugi hafa ástund- að svo mjög ötullega. Það er ekki bara ganian held- ur líka ódýrt og þægi- legt, þjóðin borgar. Þú borgar. Erfiðasta vanda- mál þjóðarinnar er ein- mitt sú staðreynd að stjórnmálamenn hafa keypt sér atkvæði, keypt sér vinsældir á þinn kostnað. Það er þess vegna sem við erum núna í erfiðleikum, meiri vanda en við höfum þekkt í áratugi. Sannleikurinn — eftir tutt- uguár íslenska þjóðin skuld- ar nú rúmlega 200 millj- arða króna. Erlendar skuldir eru svo geigvænlegar að þriðji hver fiskur fer í afborganir og vexti til útlanda. Reiðileysi í ríkis- fjármálum hefur verið með ólíkindum, það hef- ur verið regla undanfar- in ár fremur en undan- tekning að afgreiða fjár- lög með halla, þ.e. út- gjöld ríkissjóðs hafa ver- ið meiri en tekjurnar, meira að segja þegar góðæri hefur verið hvað mest. Ég er að segja ykkur frá staðreyndum, óþægi- legum staðreyndum. Nú- verandi ríklsstjórn er sú fyrsta í tuttugu ár sem þorir að segja sannleik- ann. Þessar byrðar eru famar að segja til sín. Fólkið sem horfir upp á gjaldþrota fyrirtæki, missi atvinnunnar og erf- iðleika í atvinnulífinu, skynjar vel að það er mikill vandi á höndum. Það er í raun aðeins lítill hópur íslendinga sem neitar að horfast í augu við vandann. Sá hópur eru stjómmálamennirnir sem í áraraðir hafa keypt sér vinsældir og áhrif með sóun og reiðileysi. Sem sitja á Alþingi og halda því fram að ekkert sé að. Enn heldur vin- sældaleikurinn áfram. Þessi litli hópur einangr- aðra íslendinga heldur þvi blákalt fram að allt sé hægt að gera fyrir alla. Þeir fullyrða að ill- mennska og ótugtar- skapur ráði ferðinni hjá ríkisstjóminni, sem hef- ur lagt sig fram um að taka á vandanum, endur- reisa efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar, veija lifskjör í landinu. Frumkvæði verkalýðshreyf- ingarinnar Það er athyglisvert að það er verkalýðshreyf- ingin sem hefur haft frumkvæði að þvi á liðn- um árum að benda á hættur óstjómar, eyðslu og óráðsíu. Benda á nauðsyn þess að ná kjara- samuingum sem tryggðu betur atvinnuöryggi og kaupmáttinn. Það þarf kjark til þess hjá foringjum verkalýðs- hreyfingarinnar að segja frá erfiðleikunum. En sá kjarkur var fyrir hendi. Það er þess vegna sem nú hafa aftur tekist kjai-asamningar sem verða lóð á vogarskál stöðugleika. Ríkisstjómin hefur nú liafið endurreisnarstarf- ið í fjármálum ríkisins. Því fylgja erfiðar að- gerðir. Spamaður og ráðdeild em í fyrirrúmi. Dregið er saman þar sem unnt er, útgjöld ríkisins em minnkuð þar sem nokkur kostur er á. Það hefur þurft að bera víða niður. Það verður meira að segja að draga saman þar sem sárast er, það er á félagslega sviðinu. Og það verður að halda áfram að draga saman seglin þar til jafnvægi er komið á ríkisfjármálin. Vandinn er svo mikill að það tekur tíma að vinna verkin. Velferðin og ábyrgð í fjár málum Alþýðuflokkurinn, flokkur jafnaðarmanna, telur það gmndvallarat- riði að sýna ábyrgð í fjár- málum. Öðm vísi fáist ekki fjármunir til að byggja velferð á varan- legum gmnni. Ábyrgðarleysi í fjár- málum verður til þess að velferðarkerfið hrynur. Við emm að forða því, við erum að koma í veg fyrir að sjúkir, aldraðir og fatlaðir líði nauð vegna óráðsiu fyrri ára. Eg geri mér grein fyr- ir að stöðvun eyðsliumar er ekki til vinsælda fallin. En við verðum, við ger- um þetta til að skapa betra þjóðfélag. Við ger- um þetta til að forða þjóðinni frá efnalegu gjaldþroti. Við gerum þetta til að geta haldið áfram á framfarabraut. Það er erfitt að tapa at- kvæðum og missa vin- sældir. Við jafnaðarmenn rís- um undir þvi. Það væri erfiðara að rísa undir því að hafa skömm á sjálfum sér, svíkja hugsjónir sín- ar og sitt fólk. Ef við tökum ekki fast og af ábyrgð á fjárhagsvanda þjóðarinnar emm við að svikja þá sem minnst mega sín, svíkja hugsjón- ir okkar um réttlátara og betra þjóðfélag og velta skuldunum, óreið- unni, yfir á bömin okkar. Það er algjör nauðsyn að taka fast á málum. Við verðum að vera ein- huga og staðföst á þess- um erfiðu tímum, nú þeg- ar verið er að hreinsa til. Þau skipta hundmð- um heimilin sem á undan- förnum árum hafa þurft að upplifa gjaldþrot og uppboð. Það verður að stöðva þetta. Það verður að koma fjárliagnum þamiig að nauðungar- uppboðin, gjaldþrotin, upplausn heimila og gjaldþrot fyi-irtækja taki enda. Það gemm við best með því að taka til í rik- isfjárhirslunum. Þegar því er lokið mun framtíð- in blasa við okkur." Viðskiptavinir ATH. Vegna námskeiðahalds Nissan og Subaru á sviði þjónustu og samskipta fyrir starfsfólk og þjónustuaðila ingvars Helgasonar Verða sýningasalir okkar lokaðir um helgina riNISSAN Ingvar Helgason ht Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.