Morgunblaðið - 16.05.1992, Side 14

Morgunblaðið - 16.05.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 Moldviðri um Menningarsj óð Fáeinar athugasemdir um lög- lega og ólöglega stjórnarhætti eftír Sigurð Líndal Varla verður það talið til stór- mála þessarar aldar hvort Bókaút- gáfa Menningarsjóðs starfar áfram eða ekki. Á hinn bóginn getur það orðið merkilegt dæmi um stjórnar- hætti aldarinnar hvemig málefn- um hennar verður ráðið til lykta. í undangengnum umræðum um útgáfuna hefur nafn mitt nokkrum sinnum verið nefnt, þó án alls frumkvæðis af minni hálfu. Sá er aðdragandinn að núverandi for- maður spurði mig þriggja spurn- inga um tiltekin lögfræðileg atriði sem lutu að þeirri fyrirætlan að leggja útgáfuna niður og þeim svaraði ég munnlega. Spurning- amar fara hér á eftir sem millifyr- irsagnir. Getur Menntamálaráð lagt niður Bókaútgáfu Menningarsj óðs? Svar mitt við þessari spurningu er neitandi. Tilefni hennar er svo- hljóðandi tillaga sem lögð var fyrir Menntamálaráð 30. apríl 1992: Menntamálaráð íslands sam- þykkir að leggja niður Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og að starfsemi Menningarsjóðs verði lögð niður samkvæmt verkáætl- un starfshóps sem falið var að vinna að málefnum Menningar- sjóðs, í samráði við ráðuneyti íjármála og menntamála. Ekki er ástæða til þess að gera hér grein fyrir því hvernig starfs- hópurinn hefur staðið að verki, enda of langt mál. í örstuttri grein- argerð hans , (ódagsettri) stendur að hópurinn hafi hitzt tvisvar og sameinazt um þessa meginniður- stöðu: „að úr því sem komið er, væri réttast að leggja starfsemi Menningarsjóðs niður ogf ella lögin úr gildi.“ Hér verður engin afstaða tekin til þessarar niðurstöðu, held- ur einungis litið á lagalegan þátt málsins. í 1. gr. laga nr. 50/1957 um Menningarsjóð og Menntamálaráð segir þetta: Hlutverk Menningarsjóðs er að styrkja íslenzka menningu með því að efla listir og vísindi. Sjóðnum eru ætlaðar tekjur, sbr. 3. gr. laganna og 2. gr. laga nr. 35/1971: Til Menningarsjóðs falla árlega þessar tekjur: a. Gjald af aðgöngumiðum að kvikmyndasýningum og dansleikjum samkvæmt lög- um um skemmtanaskatt. b. Fjárveiting sem veitt er í fjár- lögum hveiju sinni. í 6. gr. fjárlaga fyrir árið 1992 nr. 93/1991 er svo mælt: [... ] Fjármálaráðherra er heimilt [... ] 6.13 Að semja um ráðstöfun eigna og skulda Menningarsjóðs. í athugasemdum í greinargerð frumvarps til áðurgreindra fjárlaga segir þetta: G®AFLÍSAR A GÖÐU VElffll =TÍ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 976 Menningarsjóður. Sam- kvæmt lögum nr. 50/1957 með áorðnum breytingum eru tekjur Menningarsjóðs gjald af að- göngumiðum að kvikmyndasýn- ingum og dansleikjum og árlegt framlag úr ríkissjóði. Áætlaðar markaðar tekjur nema 11,5 m. kr. en þrátt fyrir ákvæði laga verða skil tekna til sjóðsins að- eins 6 m. kr. Menntamálaráðu- neyti hefur í hyggju að endur- skoða lög um sjóðinn og endur- meta starfsemi hans þar sem yrði m.a. stefnt að því að leggja útgáfufyrirtækið niður á árinu 1992. (Alþt. 1991 A, bls. 301, sbr. bls. 363.) í 41. gr. laga nr. 1/1992 um ráðstafanir í ríkisfjármálum á ár- inu 1992 er svo mælt: Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. iaga nr. 50/1957, um Menningarsjóð, skal framlag ríkissjóðs til sjóðs- ins eigi nema hærri fjárhæð en 6.000 þús. kr. á árinu 1992. Augljóst er að hér er einungis verið að skerða framlag til Menn- ingarsjóðs og heimila íjármálaráð- herra að semja um ráðstöfun eigna og skulda án nánari fyrirmæla. En sagan er ekki öll sögð. í lög- um nr. 50/1957 um Menningarsjóð og Menntamálaráð segir þetta um ráðstöfun tekna sjóðsins: Tekjum Menningarsjóðs skal varið til eftirfarandi menningar- mála: [... ] b) Til bókaútgáfu. í síðari liðum er mælt fyrir um nokkur verkefni til viðbótar, en ekki er ástæða til að rekja það hér. Bókaútgáfan er meginþáttur- inn í starfsemi Menningarsjóðs. Ef hún er lögð niður má með gild- um rökum ætla að hlutverki sjóðs- ins sé lokið. Almennum lögum verður ekki haggað með fjárlögum. Hefur það ekki breytzt þótt nú sé ekki sá munur á meðferð ljárlaga og al- mennra laga sem var þegar Al- þingi var skipt í deildir. Liggja til þess þær ástæður meðal annarra að fjárlög eru í reynd ekki annað en fyrirmæli Alþingis um tekjuöfl- un og útgjöld ríkisins og að auki tímabundin. Því fylgdi meiri óstöð- ugleiki og óvissa um landslög en viðunandi gæti talizt, ef almennum lögum yrði breytt með fjárlagaá- kvæðum. Þetta sjónarmið er viður- kennt með því að sérstök lög eru samþykkt þegar skertar eru lög- bundnar fjárveitingar, sbr. lánsf- járlög undangenginna ára og lög nr. 1/1992 sem til er vitnað hér að framan. (Setning heimildará- kvæða í fjárlögum og árlegra lánsíjárlaga orkar vissulega tví- mælis svo að ekki sé meira sagt, enda eru þau nú orðin afar eðlislík íjárlögum. Ekki er þó kostur að ræða það frekar á þessum vett- vangi.) Því er ljóst að hvorki með fram- angreindu heimildarákvæði fjárlaga fyrir árið 1992 né heldur skerðingu á framlagi til Menning- arsjóðs sem gert er ráð fyrir í 41. gr. laga nr. 1/1992 er bókaútgáfan lögð niður. Um það verður Alþingi sjálft að taka ákvörðun með því að breyta eða fella úr gildi lög nr. 50/1957 um Menningarsjóð og Menntamálaráð þar sem skýrt er tekið fram að stofnunin skuli starfa, henni skuli tryggðar til- teknar tekjur og ætlað ákveðið hlutverk. Ef viðurkenna ætti það sjónar- mið að Alþingi gæti raskað starf- semi lögbundinna stofnana með óljósum heimildaákvæðum í fjár- lögum eða svelt þær til bana með því að veita þeim ekki fé, fæli það í reynd í sér að almennum lögum — jafnvel stjórnarskrárákvæðum — yrði breytt eða þau afnumin með fjárlögum. Þau væru þá í reynd orðin æðst allra réttarheim- ilda. Við blasir að þetta getur ekki með neinu móti staðizt. Lánsfjár- Iög eiga að ráða hér bót á og gera það ef til vill að vissu marki ef einblínt er á formið, en tæplega ef efnisatriði eru virt. Þennan þátt ræði ég nánar ef tilefni gefst. Þegar þetta er haft í huga er ljóst að Menntamálaráð getur ekki lagt niður Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Samþykkt tillögunnar sem lýst var í upphafi hefði því brotið í bága við lög og verið ólögmæt að efni til. í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 1. maí sl. sagði Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra að hægt væri að leggja niður útgáfuna án lagabreytinga. „Það er heimild í fjárlögum til þess að selja eignir Menningarsjóðs og í því felst að leggja þessa starfsemi niður. Það er alveg ljóst, en það þarf hins vegar samþykki stjórnarinnar til að gera þetta.“ — Mér brá svo við að heyra löglærðan mann — menntamálaráðherra að að auki — segja annað eins og þetta að ég hef ekki náð mér enn. Getur Menntamálaráð lýst vantrausti á formann ráðsins og vikið honum frá? í 6. gr. laga nr. 50/1957 segir þetta: Menntamálaráð skipa fimm menn. Skulu þeir, ásamt jafn- mörgum varamönnum, kosnir hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi á fyrsta þingi eftir hveij- ar alþingiskosningar. [... ] Menntamálaráð skiptir sjálft með sér verkum í bytjun hvers kjörtímabils. [...]. Stjórn eða ráð sem kýs formann getur að sjálfsögðu vikið honum Sigurður Líndal „Þegar þetta er haft í huga er ljóst að Mennt- amálaráð getur ekki lagt niður Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Sam- þykkt tillögunnar sem lýst var í upphafi hefði því brotið í bága við lög og verið ólögmæt að efni til.“ frá ef hann hefur bragðizt trausti og trúnaði eða unnið sér annað til óhelgi. Engjpn dómur verður þá lagður á málavexti í þessu tilfelli. Eigi að síður verður að minna á að við þær aðstæður sem Menning- arsjóði eru búnar eins og sakir standa á Menntamálaráð sem yfir- stjómandi Bókaútgáfu Menningar- sjóðs (sbr. b-lið 7. gr. laganna) ekki að aðhafast neitt sem torveld- að gæti starfsemi útgáfunnar. Ráðinu ber að halda í horfinu og gæta hagsmuna hennar eftir því sem aðstæður leyfa þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um framtíð hennar — með lagabreytingu eða afnámi laga ef niðurstaðan verður sú að hætta starfseminni. Hér verður að hafa í huga að Menntamálaráð sækir umboð sitt til að stjórna útgáfunni til Alþingis. Getur Alþingi kosið nýjan aðalmann í stjórn eða ráð þegar sá sem fyrir er fellur frá eða biðst lausnar eða tekur varamaður sæti hans? Um þetta eru ekki neinar af- dráttarlausar almennar reglur. Næst liggur að líta til þeirra reglna sem gilda um alþingismenn sjálfa. í 130. gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis er svo mælt að varamaður taki sæti þingmanns sem deyr eða segir af sér þing- mennsku. Eðlilegt að líta á þetta sem aðalreglu og taki hún einnig til þeirra sem Alþingi kýs lista- kosningu til trúnaðarstarfa í ráð og nefndir, enda séu varamenn kosnir. Frá þessari aðalreglu má svo gera ráð fyrir tveimur undantekn- ingum: að lög mæli á annan veg eða föst venja sé fyrir öðru. Dæmi eru um sérstök lagafyrirmæli, en ekki er ástæða til að fjölyrða um þau, enda ekkert slíkt ákvæði í lögum um Menntamálaráð. Venja er vandmeðfarnari en sett lög þar sem oft er örðugt að slá föstu hver hún er. Svo hefur reynzt í þessu tilfelli. Með nokkurri eftir- grennslan hef ég fundið mörg dæmi um að Alþingi hefur fyllt skörð í nefndir og ráð við afsögn eða fráfall með því að kjósa nýja aðalmenn þótt varamaður væri til- tækur, en einnig eru dæmi um að varamaður hafi tekið sæti aðal- manns. Því verður ekkert fuilyrt um fasta venju. Þessi niðurstaða styrkist þegar haft er í huga að ekki verður ann- að séð en ætlunin hafí verið að Ragnheiður Davíðsdóttir tæki sæti án kosningar sem aðalmaður í Menntamálaráði við fráfall Helgu Kristínar Möller. Á kosningu aðal- manns var fyrst minnzt þegar Ragnheiður hafnaði því að styðja ólöglegar aðgerðir. Hvers vegna er málið ekki lagt fyrir Alþingi? Þegar heimildarákvæði í fjárlög- um eru skoðuð og skýrð í sam- hengi við lög þau sem gilda um Menningarsjóð og Menntamálaráð er ljóst að hlutverk starfshóps Menntamálaráðuneytisins er það eitt að endurmeta starfsemi stofn- unarinnar, gera tillögur um fram- tíð hennar og ráðstöfun eigna og skulda. Þessar tillögur á síðan að leggja fyrir Alþingi til ákvörðunar. Meðan málið er ekki á enda kljáð ber Menntamálaráði að halda út- gáfunni í horfinu eins og aðstæður leyfa. Hvernig skyldi annars standa á því að menn hafna einfaldri og lögformlega réttri leið, en kjósa í þess stað maraþonrifriídisfundi og flokksátök? Höfundur er prófessor við lagudeild Háskóla íslands. Kvittað fyrir móttöku Árétting vegna skrifa landlæknis um skýrslu Hagfræðistofnunar eftír Guðmund Magnússon ogÞórólf Matthíasson Ólafur Ólafsson landlæknir heldur áfram gagnrýni sinni á nokkur atriði í skýrslu Hagfræði- stofnunar um samanburð á kostn- aði vegna heilbrigðismála, hér í blaðinu 14. maí sl. Greininni fylg- ir súlurit. Súlur íslands eru áber- andi lægri en súlur annarra landa. Þróunin virðist einnig önnur en þróun súlnanna fyrir hin löndin. í texta undir súluritinu segir að um sé að ræða „útgjöld til heilbrigðis- og félagsþjónustu á Norðurlöndum sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu 1975-1987“. Við fyrstu sýn má ætla að með súluritinu sé land- læknir að draga fram með mynd- rænum hætti höfuðniðurstöðu máls síns. En við lestur greinarinn- ar kemur í ljós að.hvergi er minnst á „útgjöld til heilbrigðis- og félags- þjónustu á Norðurlöndum ...“ einu orði í aðaltexta og engin skýring gefin hvaða tölur er verið að bera saman, hvers vegna eða til hvers! Telji landlæknir ofangreindan mælikvarða betri en aðra á kostn- að þjóða vegna heilbrigðisþjónustu er lágmark að slík skoðun sé rök- studd. Við teljum reyndar að erfitt verði að rökstyðja þá skoðun því þó svo „... engin skörp eða stöðluð skil (séu) á milli félagslegrar þjón- ustu annars vegar og heilbrigð- isþjónustu hins vegar...“ sjáum við ekki gagnsemi þess að draga í einn dilk með heilbrigðiskostnaði, útgjöld vegna atvinnuleysisbóta, ellilífeyris og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Hvað önnur efnisatriði áhrærir endurtekur landlæknir fyrri kvart- anir yfir að dönsku og íslensku heilbrigðistölurnar séu ósambæri- legar. Það hefur greinilega farið framhjá honum að Hagfræðistofn- un hefur fært rök að því að með aðferðum þeim sem notaðar eru við aldurstöðlun útgjaldanna sé ofangreindur agnúi sniðinn af gögnunum, eftir því sem hægt er. „Erfitt er að sjá gagn- semi þess að draga út- gjöld vegna atvinnu- leysisbóta, ellilífeyris og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga í einn dilk með heilbrigðisútgjöld- um.“ Að lokum er rétt að þakka það sem vel er gert. Landlæknir vill greinilega, eins og Hagfræðistofn- un „að undirstaðan sé réttlega fundin“ og lofar að útbúa talna- efni sitt í framtíðinni með þeim hætti að samanburður við erlendar tölur verði auðveldari. Gudmundur Magnússon er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands og forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Þórólfur Mntthíasson er lektor í Imgfræði við sömu deild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.