Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992
17
Doktor í líffræði
Þannig ferst þeim sumum sem
hvorki njóta svigrúms né réttlætis
til að fylgja bókmenntabrautinni,
þeim reynist unnt að bijótast út úr
einu vítinu sem engin leið er að
stjórna né réttlæta, í annað sem
er lauslega sagt sjálfvalið og viðráð-
anlegra — svo lengi sem maðurinn
heldur áfram sjálfseyðileggingunni.
Kýs að auðmýkja sjálfan sig fremur
en aðrir geri það.
Ein skapgerð
Það að koma sér upp meðalgildi
á mannfólkið og hafna hinum frá-
brigðilegustu er nauðsynlegt í ein-
stökum tilvikum. En aldrei þegar
um bókmenntir er að ræða. Sjálf
réttlætingin, sjálf nauðsyn þess að
bókmenntir eru til, er þessi að skapa
svigrúm fyrir hina frábrigðilegri, —
án þess að nein hætta stafi af þeim.
Það þarf ekki nema að líta til bók-
menntasögunnar til að sjá fram á
gildi þessarar fullyrðingar. Er Lax-
ness ekki skrítinn? Haldið þið að
hann væri hátt skrifaður hjá starfs-
launanefnd höfundarskaparins í
dag ef samur væri og um árið þeg-
ar hann gekk á skíðum frá Jökuld-
al á Austurlandi vestur á Ísafjörð
til að ná skipi? Ég held ekki. Hér-
lendis er svo komið í bókmennta-
málum að jafnt almenningsáliti sem
samfélagsstofnunum, sem um bók-
menntamál fjalla, er stýrt af fólki
sem beitir fyrir sig lögmálum auð-
mýkingar og útskúfunar í eigin-
hagsmunaskyni, til þess að halda
aðstöðu sinni og sinna, til að halda
virðingu, fé og frama án þess að
verðleikar komi til álita. Og auðvit-
að fær allt á sig sama svip við svo
búið.
Allt eru þetta freistingar, jafn
fyrir matsmönnum sem höfundum,
og víst ekki við neinn að sakast
sérstaklega þótt hann láti undan
freistingum. Hitt er aftur á móti
nauðsyn ef taka á lýðræðissamfélag
alvarlega að siðferðisgrundvöllur
þess sé nægilega styrkur til að ein-
stakir menn komist ekki upp með
að móta almenningsálit og sníða
stofnanir eftir eigin þörfum hverjar
sem þær eru. Slíkan heilsteyptan
siðferðisgrundvöll skortir svo mjög
í landinu að jafnvel er ekki hægt
að deila að gagni opinberlega held-
ur fer allt þegar í tilfinningaflækj-
ur. í staðinn sættast menn á mann-
gerðir og í gildi staðlar sem menn
eru sniðnir eftir, jafnvel á sviðum
lista. Takist ekki að koma saman
manni og staðli verður sá hart úti
og er þá ekki hirt um málefnin.
Nú hefur ein skapgerð orðið ofan
á þegar að bókmenntum kemur.
Það er vissulega hægt að sjá það
fyrir hvað mannlegt samfélag þolir
mönnum síst, ófyrirsjáanleikann.
Slíkt fólk er allstaðar og alltaf til
vandræða. Oftar en ekki eru hinir
ófyrirsjáanlegu þó í viðbrögðum sín-
um óhæfir til að hafa áhrif á fólk
því að þeir. falla, þrátt fyrir ófýrir-
sjáanleikann, undir þrönga skil-
greiningu, teljast vangefnir frá
fæðingu eða hafa misst vitið af ein-
hveijum ástæðum og hljóta ef vel
er sérfræðilega umönnun. En ævin-
lega er einhver hluti mannfólksins
í öllu sem máli skiptir í þessu sam-
bandi sjálfbjarga en samt sér á
parti, — og þar með táldir viðsjár-
verðir. Ég á við þá menn sem gædd-
ir eru óvenju ríkri innsæisgáfu,
megnri sköpunarþörf, vitsmunum
sem bera með sér að lítið þurfi fyr-
ir þeim að hafa. Hér er um forystu-
hæfileika að ræða. Það er grund-
vallaratriði í lýðræðisþjóðfélagi að
þroskaskilyrði slíks fólks séu ekki
heftari en annarra manna. Gleym-
um því ekki að lýðræðið er þraut-
hugsuð heimspekileg niðurstaða
manna sem einmitt voru ríkulega
gæddir hæfileikum af því tagi sem
ég lýsti. Slíkir menn af hverri kyn-
slóð eiga bókmenntirnar.
En óvissan sem bókmenntum
fylgir var dæmd úr leik í svartsýn-
iskasti fyrir tveimur áratugum eða
svo. Eftir óreiðuástand á áttunda
áratugnum tók sýndarmennskan
við. Nýútkomnar bókmenntir í land-
inu hafa lengst af verið úrræði við
tilbreytingarleysi en eru það ekki
frekar núorðið en bandarískir hlát-
urskellir í sjónvarpi.
Vegna óminnishegranna er orðið
aðkallandi að spyrja: Hvar er raun-
veruleikinn?
Svarið yrði ekki fyndið. En því
miður fyrirfínnast engar alvörubók-
menntir til að svara spurningunni.
Höfundar sem efnt gætu til svarsins
eru úr sögunni.
Höfundur er rithöfundur.
Hinn 26. niars síðastliðinn
varði Guðmundur Hrafn Guð-
mundsson doktorsritgerð sína
við örverufræðideild Stokk-
hólmsháskóla. Titill ritgerðar-
innar er „Structure and ex-
pression of the Cecropin locus
in the moth Hyalophora cecrop-
ia“ og fjallar um byggingu og
tjáningu cecropin-gena í risa-
silkifiðrildinu.
Tjáning genanna tengist ónæm-
iskerfi skordýra en ofannefnt fiðr-
ildi hefur verið meginrannsóknar-
kerfi á þáttum vessaónæmis skor-
dýra. Við bakteríusýkingu myndar
fiðrildið mörg prótein sem drepa
bakteríur. Virkust þessara pró-
teina eru cecropin sem drepa bæði
Gram-jákvæðar og Gram-nei-
kvæðar bakteríur. í ritgerðinni er
fjallað um einangrun á forverum
þessara próteina og myndun
þeirra. Skipulagning genanna í
genamenginu var einnig leyst svo
og athuganir á tjáningu genanna
við sýkingu á púpu og lirfustigi
athuguð. Guðmundur lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum við
Sund 1979 og BS-prófí í líffræði
frá Háskóla Islands 1984. Hann
hóf doktorsnám í Stokkhólmi
Dr. Guðmundur Hrafn Guð-
mundsson
haustið 1985. Guðmundur mun
halda áfram með tengdar rann-
sóknir í spendýrum í Stokkhólmi.
Foreldrar hans eru Guðmundur
Guðmundsson og Anna Pálma-
dóttir. Eiginkona Guðmundar er
Ólöf Sigurðardóttir læknir.
Gísli Jónsson & Co.
Sundaborg 11 Sími 91-686644
Með þennan tjaldvagn ert þú viss
um þottþétt ferðalag. Þú tjaldar
öllu, fortjaldi og svefntjöldum á
sviþstundu og nýtir tímann í lífs-
gleðjandi verk (ekki heilabrot um
hvemig súlur raðist saman!).
f eldhúskassa er gaseldavél og
vaskur.
Verð kr. 409.500,-
í hartnær 20 ár hefur Camp-let
séð okkur íslendingum fyrir
framúrskarandi tjaldvögnum,
— þeir elstu eru enn við hesta-
heilsu og í stöðugri notkun.
Reynslan hefur sýnt að heppi-
legri tjaldvagn er vart hægt að
fá fyrir okkar aðstæður.
í ár eru nýju Camp-let tjald-
vagnarnir hlaðnir spennandi
nýjungum og fallegu útliti og
verðið hefur aldrei verið
betra.
Boðið er upp á hagstæð
greiðslukjör, 25% útborgun
og eftirstöðvar á allt að 30
mánuðum.
Umboðsaðilar:
B.S.A. hf. Akureyri, sími
96-26300,
Bílasalan Fell,
Egilsstöðum, sími 97-11479.
Grunnútgáfan af Camþ-let
þar sem allir kostimir birtast:
áfast fortjald og eldhúskassi,
tvö siálfstœð svefntjöld o.fl. o.fl.
Verðkr. 342.800,-
Flaggskiþið frá Camþ-let. Sann-
kallaður lúxustjaldvagn m.a. með
innbyggðum ísskáþ, eldavél og
vaski með rennandi vatni. Toþþ-
urinn í tjaldvögnum.
Verð kr. 454.100,-
TRAUSTASTI
TJALD'
VAGNINN
ER EINNIG
Á FRÁBÆRU
VERDI