Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 Tannsjúkdómasambandið: Varað við skyndi úthreinsun silfur- fyllinga í tönnum MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Tannsjúkdómasam- bandinu, sem er svohljóðandi: „Úthreinsun „silfurfyllinga“ (amalgam) úr tönnum án öryggis- og varnarbúnaðar getur verið mjög hættuleg lífi og heilsu fólks. Við útborun amalgamfyllingar leysist úr læðingi mikið magn kvika- silfursgufa á örfáum sekúndum, sem sjúklingurinn andar þá að sér í miklu magni á örskömmum tíma. Gúmmídúkurinn, sem allir tannlækn- ar eiga að nota, ver líkamann einung- is gegn amalgamögnum, sem sjúkl- ingurinn kyngir þá síður niður. Dúk- urinn vemdar sjúkling hins vegar ekki gegn kvikasilfursgufunum. Til þess þarf annan öryggisbúnað. „Fyrir alla muni látið ekki taka úr of mörgum fyllingum í einu. Lát- ið gera það hægt og með löngu milli- bili.“ Þessi viðvörunarorð mælti Helgi Rósa sýn- ir á Höfn OPNUÐ verður sýning Rósu Ing- ólfsdóttur á Höfn í Hornafirði, Víkurbraut 4 (salarkynnum verka- lýðsfélagsins Jökuls), laugardag- inn 16. maí nk. kl. 16. Rósa sýnir sjónvarpsgrafík úr 1. þætti heimildamyndaflokksins Straumhvarfa er fjallaði um versl- unarstaðinn Papós, forvera kaup- staðar Hafnar á Hornafirði. Sýningin er styrkt af menningar- sjóði félagsheimila og verður opin daglega frá kl. 9-5, en henni iýkur sunnudaginn 24. maí. Guðbergsson yfirlæknir á atvinnu- sjúkdómadeild Heilsuverndarstöðv- arinnar í Reykjavík, í útvarpsþættin- um „Mál til umræðu" á rás 1 Ríkisút- varpsins þann 9. apríl sl. Helgi situr jafnframt í nefnd á vegum Land- læknisembættisins, sem fjallar um amalgamfyllingar. Hann sagði einnig að til væru dæmi um fólk sem veikst hefði eftir úthreinsanir of margra amalgamfyllinga, og að þá hefði kvikasilfursmagn í blóði mælst í marktæku magni. Helgi sagði að hann væri út af fyrir sig ekki að mæla með því að fólk léti skipta um fyllingar, en bað þá sem það gerðu að gæta sín. „Kvikasilfurssogrörið „clean-uþ“ er besta vöm sjúklings gegn kvika- silfursgufum við útborun amalgams úr tönn, sem til er á markaðnum í dag.“ Þetta sagði dr. Anders Lind- vall yfírlæknir amalgameitrunar- deildar Háskólasjúkrahússins í Upp- sölum í viðtali við Dagens Nyheter þann 12. nóvember sl. er hann var spurður um álit sitt á nýjum öryggis- búnaði sem Dr. Bertil Agdur fyrrum prófessor við Tækniháskólann í Stokkhólmi hefur hannað og mark- aðssett í Svíþjóð og víðar, m.a. á íslandi. Hópur vísindamanna undir stjóm Dr. Bertil Agdurs birti niður- stöður mælinga á kvikasilfursgufum í munni sjúklings við útborun amalg- ams úr tönn. Þær leiddu í ljós að gufumar geta hundraðfaldast að magni til í munninum, ef sogörið er ekki notað. Tannsjúkdómasambandið varar fólk alvarlega við skyndiúthreinsun- um „silfurfyllinga" (amalgam) úr tönnum og hvetur það til þess að afla sem upplýsinga um nauðsynleg- - ar öryggisreglur og búnað áður.“ Heitu pottarnir írá TREFJUM eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði er varðar verð og gæði. Þeir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plastefni, hörðu sem gleri og hita- og efnaþolnu. Þá er auðvelt að þríía og hægt er að fá öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá í jörð og ýmis aukabúnaður er fáanlegur, svo sem loft- eða vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá TREFJUM fást í ótal litum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 -12 manns og verðið er írá aðeins kr. 82.000 Sjón er sögu ríkari, komið í sýningarsal okkar í Stapahrauni 7, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Opið laugardaga frá kl. 10 -17. TREFJAR HF. Stapahrauni 7, Hafnarfirði, símar 5 10 27 og 65 20 27 Frá sýningu á verðlaunagripum Ragnheiðar Runólfsdóttur. Morgunbiaðið/Jón Gunnlaugsson Yerðlaunasafn Ragnheið- ar til sýnis á Akranesi Akranesi. UM SKEIÐ hefur staðið yfír á Akranesi sýning á verðlauna- gripum og öðru tilheyrandi sem Ragnheiður Runólfsdóttir sunddrottning hefur unnið til á löngum og glæsilegum sund- ferli sínum. Þama er um að ræða mjög glæsilegt safn gripa og verðlauna- peninga ásamt myndum frá ýms- um viðburðum. Reyndar er safn Ragnheiðar svo umfangsmikið að ekki var hægt að koma því öllu fyrir. En öllu hefur verið mjög haganlega komið fyrir í afgreiðs- lusal bankaútibús Búnaðarbanka íslands. Þessi sýning er sett upp að til- stuðlan Iþróttabandalags Akra- ness í tilefni af 50 ára kaupstaðar- afmæli Akraneskaupstaðar og var sýningin formlega opnuð við setn- ingu ársþings IA. Vel er til fund- ið að kynna bæjarbúum og gest- um einstakt verðlaunasafn Ragn- heiðar sem fyrr í vetur var kjörin íþróttamaður ársins á íslandi. Við opnun sýningarinnar var Ragn- heiði veittur styrkur úr minning- arsjóði Guðmundar Sveinbjörns- sonar fyrrum formanns ÍA og tóku foreldrar hennar við styrk- veitingunni fyrir hönd Ragnheiðar sem dvelur við æfingar og nám í Bandaríkjunum. - J.G. Austur-Eyjafjöll: Byggðasafnsbyggingn í Skógum miðar vel áfram Holti. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Erlendir gestir skoða Byggðasafnið í Skógum í fylgd með Þórði Tómassyni safnverði. BYGGINGU nýja safnhússins við byggðasafnið í Skógum miðar vel áfram og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið að hluta i notkun um næstu mánaðamót. Skart byggðasafnsins, gamla áraskipið Pétursey frá 1855, mun verða sett upp í aðalsal með möstrum og seglum. Aðsókn að safninu hefur vaxið stórlega undanfarin ár. Nýja safnhúsið mun því bæta stórlega alla möguleika á móttöku gesta og gefa betri heildarsýn á sýningu safnmuna. Byggingafyrirtækið Klakkur hf. í Vík tók að sér að ljúka þeim bygging- aráfanga sem nú er unnið að við nýja safnhúsið í Skógum og á að vera lokið í upphafí sýningartímabils- ins sem hefst núna um næstu mánað- armót. Björn Sæmundsson yfirsmið- ur sagðist búast við að hægt yrði að skila af sér á réttum tíma. Nú væri unnið að frágangi á aðalsal þar sem gamla áraskipið Pétursey ætti að vera undir fullum seglum. Þórður Tómasson safnvörður sagði að þessi bygging væri mesta stórvirki í byggðasafnsmálum utan Reykjavík- ur og væri nær eingöngu enn sem komið fjármagnað af sjóðum héraðs- nefnda Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu í hlutfálli við fólks- ljölda. Þetta væri metnaðargjörn og stórhuga framkvæmd til sóma fyrir forystumenn í héruðunum, sem skildu hvers virði saga og munir safnsins í byggðasafninu í Skógum væri, merkilegasta sameign fólksins á þessu svæði og því verðugt við- fangsefni heimamanna að takast á við. Safnið geymdi einnig merkan hluta þjóðararfs, sem skylt væri að varðveita. Þegar safnhúsið væri full- búið ykist safnrými um 800 m% en að auki yrðu rými fyrir héraðsskjala- safn Rangæinga og Vestur-Skaftfell- inga með lítilli fræðimannsíbúð og aðstöðu til viðgerða á safnmunum. Þegar fréttaritara bar að var Þórð- ur að sýna útlendingum safnmuni í því umhverfi sem Þórður hefur sjálf- ur byggt upp í Skógum og svo marg- ir íslendingar þekkja. Á síðasta ári komu um 19.000 gestir til að skoða safnið og í ár er búist við enn fleir- um. Nýr móttökusalur með snyttingu bíður nýrra gesta á komandi sumri. Næstkomandi sunnudag 17. maí verður safnið opið öllum gestum í tilefni alþjóðlegs dags safna sem stofnað hefur verið til í því markmiði að vekja athygli á störfum safna og stuðla að eflingu þeirra. - Fréttaritari. Nýja Byggðasafnsbyggingfin. Fyrir framan standa yfirsmiðurinn Björn Sæmundsson og Þórður Tómasson safnvörður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.