Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 19
Austur Húnavatnssýsla:
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992
19
Fjárhagsvandi Kaup-
félagsins ræddur
Blönduósi.
FJÁRHAGSVANDI Kaupfélags
Húnvetninga var ítarlega rædd-
ur á aðalfundi Sölufélags Aust-
ur Húnvetninga, sem haldin var
á Blönduósi á fimmtudag.
Samþykkti fundurinn að stjórn
félagsins skoðaði allar leiðir til
þess að styrkja rekstur samvinnu-
félagana og tryggja sem best
framtíð starfseminnar. Á fundin-
um kom fram að eiginfjárstaða
Kaupfélags Húnvetninga og Sölu-
félags Austur Húnvetninga sam-
eiginlega, er sterk og greiðslu-
staða fyrirtækjanna út á við, er
góð. Hins vegar skuldar Kaupfélag
Húnvetninga Sölufélaginu 115
milljónir, og þarf að lagfæra þá
stöðu milli félagana.
Fram komu hjá fundarmönnum
nokkrar leiðir sem til greina koma,
en áhersla var lögð á áð ná sem
víðtækastri samstöðu í héraðinu
um framtíðarskipan samvinnu-
mála. Samþykkt var að stjórnin
legði niðurstöður sínar fyrir fram-
haldsaðalfund, sem verður haldinn
fyrir júnílok.
Jón Sig.
Arnessýsla:
Hörkuspenna í sveita-
keppni grunnskóla í skák
Selfossi.
ÞAÐ VORU 18 fjögurra manna
sveitir sem tóku þátt í sveita-
keppni grunnskóla í Árnessýslu
sem haldið var á vegum Skák-
klúbbs Selfoss. Hörkubarátta
var í mörgum skákanna þar sem
stíft var teflt til vinnings.
Keppt var í tveimur flokkum,
eldri og yngri. í eldri flokki voru
7 sveitir og 11 í þeim yngi-i. Mót
þetta var fyrst haldið 1991 og er
greinilega mikill áhugi fyrir skák-
inni í skólum sýslunnar. Þeir
áhugasömustu í skákinni leggja á
sig reglulegar ferðir til Reykjavík-
ur og sækja æfingar hjá skákskó-
lanum þar.
í yngri flokki sigraði Sólvalla-
skóli með 32 vinninga, næstur var
Þingborgarskóli með 27,5 v., síðan
komu Reykholtsskóli, 26,5 v., Vill-
ingaholtsskóli, 24,5 v., Laugar-
vatnsskóli, 23,5 v., Grunnskóli
Hveragerðis, 23 v., Grunnskóli
Eyrarbakka, 21 v., Ljósafossskóli,
18,5 v., Grunnskóli Þorlákshafnar,
9 v., Grunnskóli Stokkseyrar, 8
v.,_og Flúðaskóli, 6 v.
í eldri flokki sigraði Laugar-
vatnsskólinn með 20 vinninga,
Sólvallaskóli á Selfossi varð annar
með 17 vinninga, Eyrarbakkaskól-
inn þriðji með 14 vinninga, síðan
komu Grunnskóli Þorlákshafnar
með 13,5 v., Flúðaskóli með 9,5
v., Reykholtsskóli með 8 v. og
Grunnskóli Stokkseyrar með 2
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Einbeittir skákmenn á fyrsta
borði.
vinninga.
Þijár fyrstu sveitirnar í hvorum
flokki fengu verðlaunapeninga og
sigursveitirnar veglega verðlauna-
bikara. Magnús Gíslason útibús-
stjóri Landsbankans og Birgir
Guðmundsson mjólkurbústjóri af-
hentu verðlaunin en Landsbankinn
og MBF voru styrktaraðilar móts-
ins að þessu sinni.
- Sig. Jóns.
Stykkishólmur:
Hökklum og messuklæði
stolið úr nýju kirkjunni
Stykkishólmi.
FYRIR seinústu helgi var farið
inn í nýju kirkjuna í Stykkis-
hólmi og þaðan tekin messu-
klæði, tveir hökklar og tvær
stólur. Þá var einnig tekinn
kyrtill frá söngfólki. Ekki varð
vart við neinar skemmdir eða
harkalega umgengni. Lögregl-
unni var tilkynnt um þetta strax
en málið hefur enn ekki verið
upplýst.
Það þykir líklegt að þeir eða sá
sem þjófnaðinn framdi hafi komist
inn um hurð sem sjaldan eða aldr-
ei er gengið um, en hún var illa
læst þegar að var gáð.
Sóknarprestur segir að þeir sem
hafi komist með þetta burt hafi
engin not eða lítið gilJi sé fyrir
þá að auðgast af, en hinsvegar sé
þetta tjón, tilfinnanlegt fyrir kirkj-
una. Sóknarnefnd og sóknarprest-
ur vilja hvetja þá sem eitthvað
kunna að vita um þetta mál að
hafa samband við lögreglu eða
sóknarprest. Og vonandi verður
hægt að upplýsa málið, svo að
aðilar gætu vel við unað. _
- Árni.
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
EINKAUMBOÐ „
£B Þ.Þ0RGRIMSS0N & G0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
NýrSUZUKI
aldrei sprækari.
Ný og glæsileg innrétting, nýtt
mælaborð, betri hljóðeinangrun
auk fjölda annarra breytinga. Allir
SUZUKI SWIFT með 1,3 og 1,6 L
vélum eru búnirvökvastýri.
SUZUKI SWIFT tveggja manna
sportbíll með blæju. Þessi bíll
á eftir að fá hjörtu margra
til að sláörar.
SUZUKISWIFT kostarfrá 726.000 kr. staðgreitt.
m SUZUKIVITARA, aflmikill 3ja
eða 5 dyra lúxusjeppi með frá-
bæra aksturseiginleika. Traustur
bíli, byggðurá sjálfstæðri grind.
Verð: 3ja dyra 1.438.000 kr.
staðgreitt.
5 dyra 1.696.000 kr. staðgreitt.
Komið og reynsluakið gæðabílunum frá SUZUKI.
Kaffi á könnunni.
Opið laugardag frá kl. 10-17
og sunnudag frá kl. 13-17.
$ SUZUKI
—////
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 . SlMI 685100
Allir SUZKUKI bílar eru búnir
vélum með beinni
bensíninnsprautun og fullkomnum
mengunarvarnabúnaði.
SUZUKI
SYNING
Sýnum 1992 árgerðirnar
af SUZUKI um helgina