Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 Seltjarnarnes: Frág'angi Heilsugæslu- stöðvarinnar er lokið NÝLEGA lauk endanlegum frágangi á byggingu Heilsugæslustöðv- arinnar á Seltjarnarnesi. Var hinn nýi áfangi tekinn í notkun við hátíðlega athöfn nýlega. Húsnæði Heilsugæslustöðarinn- ar á Seltjamamesi er 1.000 fer- metrar. Hún var tekin í notkun 1982, en þá vom innréttaðir 600 fermetrar. Vora síðustu 400 fer- metramir teknir í notkun nýlega og er því Heilsugæslustöðin komin í endanlegt horf á tíu ára afmæli sínu. Þórunn Ólafsdóttir, framkvæmd- astjóri Heilsugæslustöðvarinnar, segir að með nýja húsnæðinu verði hægt að reka stöðina eins og ætlun- in hafi verið. „Nýja húsnæðið skipt- ist í fjórar skoðunareiningar, sem notaðar eru til móttöku sjúklinga. Með því er algerlega skilið á milli skrifstofuhúsnæðis lækna og hjúkr- unarfólks og móttöku. Við teljum að með þessu móti sé hægt að veita þeim sem leita til okkar betri þjón- ustu,“ segir Þórann. Bókanír í hálendisferðir 30% Kostnaður við nýja áfangann er 27-28 milljónir króna. Húsnæðið er með þessum áfanga fullfrágeng- ið, en nokkuð skortir á tækjakost- inn. Þórann Ólafsdóttir segir að mikill fengur sé í gjöfum eins og þeirri sem Lions-, Kiwanis- og Sorp- timistaklúbbar og Kvenfélagið Selt- jörn á Seltjarnarnesi gáfu Heilsu- gæslustöðinni, en þessir aðilar gáfu stöðinni sjónvarps- og myndbands- tæki. Þá vildi Þórunn geta þess fram- taks sem Sverrir Sigurðsson hefur staðið fyrir, en hann hefur lánað listaverk úr einkasafni sínu til stöðvarinnar. Frá vígslu nýs húsnæðis Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS^ færri en á sama tíma í fyrra UM 30% færri erlendir ferðamenn hafa bókað ferðir inn á hálendið í sumar miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Halldórs Bjarnasonar framkvæmdastjóra Safariferða hf., nýrrar ferðaskrifstofu, sem sér um ferðir innanlands. Sagði hann að íslenskar ferðaskrifstofur, sem bjóða tjaldferðir innanlands, stæðu höllum fæti gagnvart erlendum ferðaskrifstofum, sem geta boðið hálendisferðir á mun lægra verði, vegna lægri launakostnaðar. Munar þar um 15.000 krónum fyrir níu daga ferð. National Museum of lceland Á síðasta ári gaf Tryggvi Ólafs- son listmálari Þjóðminjasafnsins hönnun á veggspjaldi. Við verkið notaði hann myndefni úr safninu og ber það greinileg einkenni listamannsins. Veggspjaldið er til sölu í safnbúðinni. Þjóðminjasafnið: Safariferðir hf., á rætur að rekja til Ferðaskrifstofu Ulfars Jakob- sen, sem Ferðaskrifstofan Úrval keypti og nú síðastliðin þijú ár sem sérstök deild innan Úerðaskrifstof- unnar Úrvals-Útsýnar. „Vegna aukinnar starfsemi hjá Úrvali- Útsýn var stofnað sjálfstætt hluta- félag um reksturinn hinn 1. apríl, með áherslu á hálendisferðir,“ Opið hús á sunnudag | TILEFNI Alþjóða safnadagsins verður opið hús hjá Þjóðminjasafni íslands sunnudaginn 17. maí frá kl. 11-16. Allar vinnustofur safns- ins og Örnefnastofnunar verða opnar, einnig flestar geymslur með þeim þúsundum safngripa sem ekki komast fyrir í sýningarsölum. Kostur gefst einnig á að skoða þá hluta hússins sem helst liggja undir skemmdum. Læknaminjasafn í Nesstofu verð- ur opið frá kl. 13-16 en Sjóminja- safnið í Hafnarfírði og bátageymsl- an í Vesturvör í Kópavogi frá kl. 14-18. Þótt sunnudagur sé verða allir starfsmenn á sínum vinnustað og veita upplýsingar um verksvið sitt og afrakstur á næstliðnum árum. Tekin verða fram sýnishorn að- fanga sem borist hafa á allra síð- ustu áram. Sýning verður á bókum sem unnar hafa verið af starfs- mönnum safnsins eða í tengslum við það. Skýrsla um byggðasöfn og safnvísa á öllu landinu mun liggja frammi. Ýmis línurit skýra útþenslu þjóðminjavörslunnar frá upphafi 1863. Skyggnusýningar um fom- Leitað að konu sem ók á telpu Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir óskar eftir að ná tali af konu sem ók á 12 ára telpu við Vesturbæjar- skóla þann 1. maí síðastliðinn. Konan ræddi við telpuna á staðn- um, skrifaði hjá sér nafn hennar en fór svo á brott enda var talið í fyrstu að hún hefði ekki meiðst illa. Seinna kom í ljós að hún var illa marin og beinbrotin og því óskar lögreglan eftir að ná tali af konunni. Ieifagröft, húsaviðgerðir, matar- gerð og forvörslu verða kl. 13 og kl. 15. Einnig verða myndbanda- sýningar um ýmsa starfsemi á veg- um safnsins. Almenn leiðsögn um safnið verður kl. 12 og kl. 14. Veit- ingar verða fáanlegar í forsal safns- ins. sagði Halldór. „Á hverju sumri eru farnar um 60 ferðir yfir sumar- mánuðina, júní, júlí og ágúst. Vetr- armánuðirnir era óplægður akur enn sem komið er, en við stefnum að ævintýraferðum, sem farnar verða í maí og september til að byrja með.“ Halldór sagði, að horfurnar fyrir sumarið væru þokkalegar. Verkföll í Þýskalandi hefðu haft áhrif á bókanir og væra þær um 30% færri miðað við fyrri ár enn sem komið er. „Þeim hefur fjölgað undanfarna daga þannig að verkfallsóttinn virðist eitthvað vera að hverfa," sagði Halldór. „Við eram komin með töluvert af bókunum, en þær hafa verið tregari en undanfarin ár. Við erum í harðri samkeppni við erlendar ferðaskrifstofur sem eru með ferðir hér innanlands á allt öðram forsendum miðað við þær sem íslenskar ferðaskrifstofur geta boðið upp á. Þeir taka með sér erlenda starfskrafta, á litlum sem engum launum og eru þar af leiðandi samkeppnisfærari erlendis. Munar þar allt að 15.000 krónum fyrir 12 daga ferð, sem þeir geta selt ódýrari. Bryggja féll af bílpalli GÖMLU flotbryggju Akraborgarinnar sem tekin hefur verið úr notkun er ætlað nýtt hlutverk vestur við ísafjarðardjúp þar sem hún verður notuð sem viðlega fyrir Djúpbátinn. Þegar verið var að undirbúa flutn- ing henanr vestur í fyrradag vildi það til að hún féll af pílpalli og skall niður á Grófarbryggju. Stórvirkir kranar komu bryggjunni hins vegar á réttan kjöl fljótlega. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Bjarnason, framkvæmdastjóri Safariferða hf. Þessi sjóræningjastarfsemi er okkar aðal vandamál. Þetta er fólk, sem ég veit ekki til að hafi hér atvinnuleyfi, því ef svo væri þyrfti að greiða þeim þau lágmarkslaun sem í gildi eru á íslandi. Þetta er vaxandi vandamál. íslenskar ferða- skrifstofur, sem bjóða tjaldferðir eru í raun í landhelgisstríði við er- lenda aðila sem notfæra sér slapp- leika íslenskra stjórnvalda, sem ekki hafa stöðvað þessa þróun." íslandsdeild Amnesty: Jóhanna K. Eyjólfsdótt- ir endurkjörin formaður Á AÐALFUNDI íslandsdeildar Amnesty International, sem var hald- inn laugardaginn 2. maí, var kosin ný stjórn samtakanna. Helgi E. Helgason fréttamaður, sem hefur sinnt störfum gjaldkera undanfarin sex ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir var endurkjörinn formaður en aðrir sem skipa nýja stjórn eru Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari, Sif Aðils safnvörður, Robert Magnus stærðfræðingur, Ingibjörg Kolbeins nemi, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Stanislas Bohic landslagsarki- tekt. Á fundinum var einnig kynnt út- víkkun á starfssviði alheimssamtak- anna eins og samþykkt var á síðasta heimsþingi þeirra í Yokohama í Jap- an sl. haust. Með þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar á starfs- sviði Amnesty International geta samtökin brugðist við fleiri tegund- um mannréttindabrota en áður. Annars vegar er um að ræða ofbeld- isverk, gíslatökur og önnur mann- réttindabrot framin af„samtökun án ríkisvalds" (Non-Governmental Ent- ities) s.s. Skínandi stíg (Sendero Luminoso) í Perú og Tamílsku tígr- unum (LTTE) á Sri Lanka. Mann- réttindabrot slíkra hópa eru nú for- dæmd af Amnesty International og fara samtökin fram á að þau virði alþjóðalög á þessu sviði. Hins vegar er um að ræða mál fólks sem fang- elsað er vegna samkynhneigðar. Slikir einstaklingar geta nú hlotið stöðu samviskufanga. (Fréttatilkynning) Samkór Selfoss: Vortónleikar V ORTÓNLEIKAR Samkórsins verða í Selfosskirkju sunnudag- inn 17. maí nk. kl. 14.00 Kórinn flytur efniskrá eftir inn- lenda og erlenda höfunda ásamt nýjum einsöngvara. Stjórnandi kórsins er Jón Kristinn Cortes og undirleikari Þórlaug Bjarnadóttir. Öllum eldri borgurum er boðið á tónleikana og allir aðrir eru að sjálf- sögðu velkomnir. íFréttJit.ilkvnninor^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.