Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 23 Elísabet Bretadrottning Breta- drottning er oflaunuð BRESKUR almenningur er þeirrar skoðunar að konungsfjölskyldan breska sé oflaunuð og ekki í jarð- sambandi, samkvæmt skoðana- könnun sem BBC stóð fyrir. Það sem einkum veldur óvinsældum konungsfjölskyldunnar er lögskiln- aður Onnu prinsessu og skilnaður Andrews hertoga af Jórvík og Söruh Ferguson frá borði og sæng. Flestir voru þeirrar skoðunar að of margir úr fjölskyldunni fái greiðslur úr rík- issjóði og að Elísabet Bretadrottning fái of háar greiðslur. Munntóbak bannað í EB EVRÓPURÁÐIÐ hefur bannað sölu á munntóbaki frá og með júlí í Evr- ópubandalagslöndunum. 10% allra Svía nota munntóbak og gæti tillag- an því sett skrekk í margan Svíann og hugsanlega aukið andstöðu al- mennings við inngöngu í EB. Fylgishrun flokks Kohls KRISTILEGIR ' demókratar, flokk- ur Helmuts Kohls, kanslara Þýska- lands, biði afhroðs í kosningum ef þær yrðu haldnar núna, samkvæmt skoðanakönnun Vestur-þýska út- varpsins, WDR. 36% aðspurðra kysi flokk Kohls, sem er 8% fylgis- tap frá því í þingkosningunum 1990. Repúblikanar, flokkur hægri öfga- manna, kæmust samkvæmt þessu inn á þing í fyrsta sinn. Lifðu af 175 daga á reki TVEIR sjómenn frá Suður-Kyrra- hafsríkinu Kiribati fundust á lífi á Vestur-Samóaeyjum eftir að hafa verið á reki í árabát í 175 daga. Bát mannanna hvolfdi í hvirfilbyl og utanborðsvélin hvarf við það í hafið. Þeim tókst að koma bátnum á réttan kjöl og rak þá um 900 mílur á haf út frá heimaey þeirra Nikunau áður en þeir náðu landi á eynni Upolu. Mennirnir nærðust á fegnvatni og fiskum sem þeir veiddu með spjóti. Þetta er lengsti tími sem menn hafa verið á reki á hafi úti án þess að týna lífinu. Óttast flótta- mannastraum CHRISTINA Rogestam, yfírmaður útlendingaeftirlitsins í Svíþjóð, sagði á fímmtudag að stjórnvöld yrðu að endurmeta afstöðu sína til flóttamanna sem streymdu til lands- ins ef önnur Evrópuríki lokuðu land- amærum sínum fyrir fólki sem flýr átökin í Júgóslavíu. 25.000 manns hafa flúið til Svíþjóðar frá Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu og 1.000 manns bætast við í hverri viku. Stærsta fasteignafyrirtæki í heimi á gjaldþrotsbrúninni: Olympia and York fer fram á greiðslustöðvun í Kanada Heildarskuldir fyrirtækisins eru um 1.100 milljarðar ÍSK Toronto. Reuter. OLYMPIA and York, stærsta fasteignafyrirtæki í heimi, fór fram á greiðslustöðvun í gær hvað varðar 28 dótturfyrirtæki þess í Kanada. Talið er líklegt að í kjölfar þessa muni fyrirtæk- ið einnig neyðast til að fara fram á greiðslustöðvun í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Lánar- drottnar breska dótturfyrirtæk- isins sögðust hins vegar ekki ætla að neyða það út í greiðslu- stöðvun á þessu stigi. Málið hef- ur valdið óróa og verðlækkun á hlutafjármörkuðum enda eru þær skuldir fyrirtækisins í meira en 100 bönkum víða um heim, sem reynt hefur verið að skuldbreyta síðustu þrjá mánuði, rúmir 12 milljarðar dollara, um 700 milljarðar ÍSK. Stjórnvöld í Bretlandi og Kanada og frammámenn í bank- akerfinu fylgjast grannt með framvindunni en óttast er, að útlánageta margra banka muni skerðast stórlega verði O&Y gjaldþrota. Þá er jafnvel talin hætta á vaxtahækkun í Kanada í kjölfarið. O&Y, sem er í eigu þriggja Kanadamanna og gyðinga, Reich- mann-bræðranna, breyttist á fjór- um áratugum úr litiu fjölskyldufyr- irtæki í stærsta fasteignafyrirtæki í heimi og setja byggingarnar, sem fyrirtækið hefur reist, mikinn svip á stórborgir eins og New York, Toronto og London. Virtist allt breytast í gull, sem þeir bræður komu nálægt, en efnahagssam- dráttur síðustu ára og almennt hrun á fasteignamarkaðinum var þó meira en þeir fengu ráðið við. Að margra áliti veldur þó einna mestu um erfiðleika fyrirtækisins Canary Wharf í London, stærsta skrifstofubygging í Bretlandi, 59 hæða há, en hún mun fullbúin kosta O&Y um 420 milljarða ÍSK. Byggingin er mikilvægasti þáttur- inn í áætlun bresku stjórnarinnar um endurlífgun Docklands-svæðis- ins í London. Enn hefur ekki te- kist að leigja út nema 60% af Canary Wharf og hefur ríkisstjórn- in gefið í skyn að hugsanlega verði einhver starfsemi ráðuneyta flutt í Canary Wharf til að auka aðdrátt- arafl hverfisins. Greiðslustöðvunin tekur til 28 dótturfyrirtækja O&Y í Kanada og sjálft móðurfyrirtækið og fjögur kanadísku dótturfyrirtækjanna hafa einnig farið fram á greiðslu- stöðvun í Bandaríkjunum. Var ákvörðunin um það tekin þegar O&Y gat ekki staðið við greiðslu á 830 milljónum ÍSK. Heildar- skuldir fyrirtækisins .munu vera 18,5 miiljarðar dala, um 1.100 milljarðar ÍSK. Hagfræðingar austan hafs og vestan segjast óttast, að erfiðleikar O&Y og hugsanlegt gjaldþrot muni skerða útlánagetu margra banka á sama tíma og lánsfé er af skorn- um skammti og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir einstaka banka. HELSTU STORFRAMKVÆMDIR ÖLYMPIA & YORK Kanadíska risafyrirtækið, Olympia & York, stærsta byggingafyrirtæki heims, hefur leitað á náðir skiptaráðanda eftir að tilraun til að fá 15 stærstu lánadrottnanna í bankaheiminum til að skuldbreyta 12 milljörðum dollara af alls 18,5 milljarða dollara skuld fór út um þúfur South Hope Street Los Angeles I Broad Street New York Water street New York Maiden lane New York ITT byggingin Park Avenue New York Broad Street New York Scotia Plaza Toronto FALLEGAR L í N U R Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% s endurvinnanleg sem hefur mikið að segja jS þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er húinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Civic fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. 0]

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.