Morgunblaðið - 16.05.1992, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Atvinnuástandið
Nú þegar kjarasamningar
hafa verið samþykktir í
flestum félögum launþega er
næsta verkefni aðila vinnu-
markaðar og ríkisstjórnar að
snúa sér að eflingu atvinnulífs
í landinu. í yfírlýsingu, sem
ríkisstjórnin gaf í tengslum við
gerð kjarasamninga var fyrir-
heit um samstarf við samtök
verkalýðs og vinnuveitenda í
því skyni. Ekki veitir af. At-
vinnuástandið er alvarlegt, svo
ekki sé meira sagt.
í aprílmánuði voru um 3.700
manns atvinnulausir. Þeim
hafði_ íjöigað um 2.000 á einu
ári. í apríl á síðasta ári voru
um 1.750 manns atvinnulausir.
í janúar sl. voru 1.200 manns
atvinnulausir á höfuðborgar-
svæðinu. Yfirleitt dregur úr
atvinnuleysi, þegar líður á vet-
urinn. Að þessu sinni hefur
þróunin orðið þveröfug. At-
vinnulausum á höfuðborgar-
svæðinu fjölgaði um 700 á
þremur mánuðum. Á tólf mán-
aða tímabili hefur atvinnulaus-
um á höfuðborgarsvæðinu
ijölgað um 160%.
Sumarið er framundan. Á
fjórða þúsund ungmenni hafa
skráð nöfn sín hjá þeim vinnu-
miðlunum, sem starfandi eru
og hafa það verkefni að útvega
ungu fólki sumarvinnu. Tekjur
af sumarvinnu eru í mjög
mörgum tilvikum alger for-
senda fyrir framhaldsnámi
ungs fólks. Þegar svo mikil
deyfð er yfir atvinnulífi sem
nú er veruleg hætta á ferðum,
að ekki takist að útvega þessu
unga fólki vinnu og þá er
ástæða til að hafa verulegar
áhyggjur af skólagöngu fjöl-
margra námsmanna næsta vet-
ur.
Atvinnuleysi er alvarlegt
þjóðfélagsvandamál, sem við
höfum lítið kynnzt á undan-
förnum áratugum. Sumir telja,
að „hæfilegt“ atvinnuleysi sé
æskilegt. Þeir hinir sömu hafa
væntanlega ekki kynnzt því af
eigin raun eða telja sig ekki
munu kynnast því. Áhrif at-
vinnuleysis geta m.a. orðið þau,
að fólk gefst upp við að leita
að vinnu. Svo neikvæð áhrif
hefur það á sálarlíf þess að
koma aftur og aftur að lokuð-
um dyrum, dag eftir dag, viku
eftir viku, mánuð eftir mánuð.
Sennilega er atvinnuleysi meira
hér en fram kemur í þessum
tölum. Líklega er töluvert af
fólki, sem hefur ekki látið skrá
sig atvinnulaust, þótt það vanti
vinnu. Ástæður fyrir því geta
verið margvíslegar og persónu-
legar.
Á viðreisnarárunum fyrri
kom til verulegs atvinnuleysis
um skeið vegna kreppuástands
í atvinnulífi og efnahagsmál-
um. Þá var gripið til víðtækra
aðgerða til þess að skapa at-
vinnu. Ekki er endilega víst,
að sömu aðferðir eigi við nú
og þá. En það er t.d. alveg
augljóst, að verulega meiri
vaxtalækkun en nú hefur verið
ákveðin er forsenda fyrir því,
að atvinnulífið taki fjörkipp.
Bandaríkjamenn hafa átt við
að stríða samdrátt í efnahags-
og atvinnulífi á undanförnum
árum. Þeir hafa markvisst unn-
ið að því að lækka vexti á síð-
ustu misserum til þess að
hleypa nýjum krafti í atvinnu-
lífið. Hvarvetna í hinum iðn-
vædda heimi er litið svo á, að
vaxtalækkun sé fnimforsenda
þess, að atvinnulífið taki við
sér.
Við gjörbreyttar aðstæður
og í nýju efnahagsumhverfi er
ekki hægt að lækka vexti með
einu pennastriki. Enn sem fyrr
eru minni lántökur opinberra
aðila eitt helzta skilyrði fyrir
því, að vextir lækki enn frekar
en orðið er. Boltinn er því í
fangi ríkisstjórnarinnar að
þessu leyti.
Pepingaaustur úr ríkissjóði
dugar ekki til þess að örva at-
vinnulífið. Þar verða til að
koma margvíslegar aðgerðir á
mörgum sviðum. En það skipt-
ir verulegu máli, að fulltrúar
ríkisstjórnar og aðila vinnu-
markaðar hefjist þegar handa
til þess að finna skynsamlegar
og raunsæjar leiðir í þessum
efnum.
Atvinnuleysi hefur verið
mikið böl í ríkjum Vestur-Evr-
ópu og Norður-Ameríku á und-
anförnum árum og raunar síð-
asta áratug. Atvinnuleysi hefur
ekki sízt verið áberandi hjá
æskufólki, sem hefur átt afar
erfitt með að finna Vinnu. Af-
leiðingarnar geta í mörgum til-
vikum verið hroðalegar. At-
vinnuleysi leiðir til sinnuleysis
og vonleysis, sem aftur leiðir
til þess að fólk leitar í áfengi
og önnur fíkniefni. Afleiðingar
aukinnar fíkniefnaneyzlu blasa
við okkur nær daglega í hörmu-
legum slysum og sorglegum
atburðum, þar sem fíkniefni
hafa komið við sögu. Við verð-
um að snúast til varnar gegn
slíku þjóðfélagsástandi.
Markús Örn Antonsson borgarstjóri:
Ráðstefnumiðstöð í
Reykjavík undirbúin
FERÐAÞJÓNUSTA er sú atvinnugi-ein sem Reykjavíkurborg hyggst
leggja sérstaka áherslu á á næstunni. Stofnuð hefur verið Ráðstefnuskrif-
stofa íslands og sérstök nefnd ríkis og borgar hefur undirbúið markaðs-
könnun með uppbyggingu ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík í huga. Þetta
kom meðal annars fram í ræðu Markúsar Arnar Antonssonar borgar-
stjóra á aðalfundi Stjórnunarfélags íslands um Nýsköpun í atvinnurekstri.
í máli borgarstjóra kom fram að
Hitaveita Reykjavíkur hefur nýlega
gerst aðili að Virkir-Orkint, sem sér-
hæfir sig í sölu á íslenskri þekkingu
á sviði jarðhitarannsókna og virkjana
og að unnið væri að markaðsátaki í
Kamsjatka, Litháen og Slóvakíu. Eru
viðræður hafnar um hugsanlegt sam-
starf Virkis-Orkint og Reykjavíkur-
borgar um það mál. Þá hefur verið
leitað til borgaryfii-valda um þróunar-
verkefni á sviði sjávarútvegs en talið
er að möguleikar séu á útflutningi á
tækniþekkingu á því sviði.
Atvinnumálanefnd hafi á undan-
förnum árum lagt áherslu á stuðning
við atvinnustarfsemi í hátæknigrein-
um, ýmist á eigin vegum eða í sam-
starfi við Háskóla íslands. Meðal ann-
ars með byggingu Tæknigarðs og nú
nýlega um stofnun Tækniþróunar hf.
í samstarfi við Landsbanka íslands
um þá starfsemi sem þar fer fram.
Borgin hafi að auki átt þátt í Uftækni-
húsi við Iðntæknistofnun íslands á
Keldnaholti og byggingu rannsóknar-
húss í þágu fiskeldis á Keldum.
Hvað varðaði tilraun til að skapa
ný atvinnutækifæri sagði Markús
ferðaþjónustu efst á baugi. „Sérstök
nefnd með aðild samgönguráðuneytis-
ins, fjármálaráðuneytis og Reykjavík-
urborgar hefur undirbúið markaðs-
könnun vegna athugana, sem verið
er að gera á því að koma á fót ráð-
stefnumiðstöð í borginni. Þrjú alþjóð-
leg ráðgjafafyrirtæki hafa gert tilboð
í gerð þessarar markaðskönnunar og
varð Horwath Consulting í Bretlandi
fyrir valinu," sagði Markús. „Miðað
er að því að niðurstöður markaðskönn-
unar geti nýst þeim aðilum, sem þeg-
ar starfa að ráðstefnuhaldi í borginni
auk þess að vera undirstaða frekari
athugana á möguleikum og hag-
kvæmni uppbyggingar nýrrar ráð-
stefnumiðstöðvar í Reykjavík."
Borgarstjóri vék að framkvæmdum
í miðborginni og sagði að ráðgert
væri að búa gömlu höfnina þannig
úr garði að flest skemmtiferðarskip
gætu lagst þar að bryggju. „Undan-
farin 10 ár hefur fjöldi ferðamanna
með skemmtiferðaskipum til íslands
staðið í stað,“ sagði Markús. „Talið
er að hinn alþjóðlegi markaður á þessu
sviði muni vaxa um 10% á ári til árs-
ins 2000 og muni þá vera orðinn á
milli 30 til 40 milljónir farþega. Það
er því tímabær spurning, hvern skerf
við ætlum okkur af þessari grein
ferðaþjónustunnar og hvemig við
Morgnnblaðið/Sverrir
Arbæjarsafn fær styrk
Reykjavíkurfélagið afhenti Árbæjarsafni í gær 200 þúsund króna
styrk til að rita sögu félagsins og til útgáfu á afmælisriti Árbæjarsafns
í haust. Á myndinni sést Ólafur Þorsteinsson formaður Reykjavíkurfé-
lagsins afhenda Margréti Hallgrímsdóttur borgarminjaverði fundar-
gerðir félagsins frá upphafi og ávísun á styrkinn.
Setning reglugerðar
um lyfjakostnað tefst
ÓVÍST er hvenær ný reglugerð um lyfjakostnað verður sett, en
nú er beðið eftir að ÁSÍ, BSRB og KÍ tilnefni fulltrúa í nefnd, sem
ætlað er að fara yfir hugmyndir um breytta skipan mála. Fyrirhug-
að er að breyta núverandi fyrirkomuiagi þannig, að í stað þess
að sjúklingar greiði fastagjald verði tekið upp hlutfallsgreiðslu-
kerfi með greiðsluhámarki.
Nefnd á vegum heilbrigðisráð-
herra skilaði áliti sínu í lok apríl og
var niðurstaða hennar sú, að leggja
til að tekið yrði upp hlutfalls-
greiðslukerfi, sem fælist í því, að
sjúklingar greiddu ákveðinn hluta
af verði lyfsins, í stað fastagjalds
eins og nú er. Þó yrði haft tiltekið
greiðsluhámark. Miðlunartillögu
ríkissáttasemjara til aðila vinnu-
markaðarins í lok síðasta mánaðar
fylgdi svo yfirlýsing frá rlkisstjórn-
inni, þar sem tekið var fram, að
ráðherra myndi hafa samstarf við
Alþýðusambandið, Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og Kennara-
sambandið fyrir setningu reglugerð-
ar, sem fæli í sér þessa breytingu.
Einar Magnússon, lyfjafræðingur
í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að
samstarfið við stéttarfélögin hefðu
beðið þess, að þau tækju afstöðu
til miðlunartillögunnar. „Ráðherra
hefur óskað eftir því við ASÍ, BSRB
og KÍ, að þessi samtök tilnefni full-
trúa í nefnd, sem fari yfir hugmynd-
ir manna um breytt fyrirkomulag á
greiðslu lyfjakostnaðar,“ sagði Ein-
ar. „Þetta er töluvert flókið mál og
óvíst hvenær niðurstaða fæst. I
fyrstu var stefnt að því að reglu-
gerðin tæki gildi 1. maí, svo var
miðað við 1. júní, en ég á von á að
lengri tími líði.“
náum honurn." Taldi borgarstjóri að
svaranna væri að leita með aðild
Reykjavíkurhafnar að samtökunum
Cruise Europa sem hún er aðili að.
í ljósi ríkjandi atvinnuástands hefur
borgarráð samþykkt að unnið verði
áfram að hugmyndum um stofnun
þróunarfyrirtækis að erlendri fyrir-
mynd til stuðnings atvinnulífinu í
borginni. Erlend þróunarfélög hafi
þróað markviss vinnubrögð og þangað
geta fyrirtæki leitað með upplýsingar
sem hugsa sér til hreyfings. Mörg
þessara félaga hafa hundruð sér-
hæfðra starfsmanna í sinni þjónustu.
„Það er því á brattann að sækja í
þessum efnum og við drögumst hratt
aftur úr, ef við ætlum að leiða þessa
þróun hjá okkur,“ sagði Markús. „Þess
vegna þarf að glæða skilning þjóðar-
innar allrar á því hlutverki, sem
Reykjavík og nágrenni þarf að gegna
í því að skapa sem flestum góð skil-
yrði til búsetu hérlendis í nútíð og
framtíð."
Morgunblaðið/Þorkell
Starfsemi hefst í Geysishúsi
Starfsemi í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Geysishúsi hófst með formlegum hætti á föstudaginn. Ólafur
Jensson, forstöðumaður hússins, sagði að Ferðabær ýrði með starfsemi sína í þeim hluta sem sneri að Aðal-
stræti. Þar fyrir innan væru Árbæjarsafn og Borgarskipulag með sýninguna Áðalstræti, saga byggðar. Upp
í Vesturgötu 1 væru svo Kjarvalsstaðir með sýningu á listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar.
Fáir notfærðu sér
greiðslukortaþjón-
ustu olíufélaganna
Margir óskuðu eftir staðgreiðsluafslætti
LÍTILL hluti viðskiptavina olíufélaganna notfærði sér í gær greiðslu-
kortaþjónustu þeirra, eða um 5-10% þeirra, að sögn starfsmanna bens-
ínstöðva, sem Morgunblaðið talaði við. Starfsmennirnir sögðu að mjög
algengt væri að þeir viðskiptavinir, sem staðgreiddu, færu fram á að
fá afslátt. Talsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Neytendasam-
takanna telja eðlilegt, að slíkur afsláttur verði veittur. Forstjóri Skelj-
ungs bendir á, að verðið núna sé miðað við staðgreiðslu. Þá séu 70%
af bensínverðinu álögur hins opinbera og olíufélögin geti ekki veitt
afslátt af því. Hins vegar verði kannað hvernig þessum málum verði
háttað í framtíðinni.
Ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna:
Frumvarpið var samþykkt
með 30 atkvæðum gegn 24
FRUMVARPIÐ um Lánasjóð íslenskra námsmanna var samþykkt sem
lög frá Alþingi í gær með 30 atkvæðum stjórnarliða gegn 24 atkvæð-
um stjórnarandstæðinga. Þrjár breytingartillögur sljórnarandstöðu,
sem fluttar voru við frumvarpið áður en atkvæðagreiðsla fór fram,
voru felldar. Umræðan um lánasjóðsfrumvarpið á Alþingi tók í heild
42 klukkústundir en auk þess var það rætt í nokkurn tíma undir dag-
skrárliðnum „Gæsla þingskapa."
Margir þingmenn kvöddu sér
hljóðs til að gera grein fyrir atkvæð-
um sínum við afgreiðslu frumvarps-
ins í gær. Flestir töluðu um að með
gildistöku laganna myndi ekki leng-
ur ríkja jafnrétti til náms án tillits
til efnahags. Talað var um að sér-
staklega væri með samþykkt frum-
varpsins vegið að efnaminna fólki á
landsbyggðinni.
Stjórnarflokkarnir voru gagn-
rýndir og þá einkum Alþýðuflokkur-
inn. Sögðu þingmenn stjórnarand-
stöðunnar að hann gæti ekki lengur
með réttu kallast jafnaðarmanna-
flokkur íslands.
Svavar Gestsson, sagði að gerð
hefði verið sérstök samþykkt í þing-
flokki Alþýðubandalagsins í gær um
að flokksmenn myndu beita sér fyr-
ir því að málið yrði tekið upp aftur
á sumarþinginu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði
að samkvæmt stefnu ríkisstjórnar-
innar væri í vetur búið að brjóta
niður velferðarkerfið sem byggt
hefði verið á mörgum áratugum og
samþykkt lánasjóðsfrumvarpsins
innsiglaði endanlega þá stefnu.
Páll Pétursson, sagði að verið
væri að setja vond og óréttlát lög
sem myndu verða öllum til óþæginda
og allt of mörgum til tjóns. Hann
gagnrýndi stjórnarliða sem gert
höfðu athugasemdir við frumvarpið
en jafnframt greitt því atkvæði.
Össur Skarphéðinsson, sem sat
hjá við atkvæðagreiðslu um 6. grein
frumvarpsins við 2. umræðu, sagði
að sú vinna sem fram hefði farið
af hálfu þingsins á frumvarpinu
hefði leitt til fjölmargra breytinga
sem allar hefðu verið til verulegra
bóta frá upphaflegri gerð frum-
varpsins og því greiddi hann at-
kvæði með því.
Hann sagðist hins vegar áskilja
sér allan rétt til að eiga þátt í breyt-
ingum á því ákvæði í framtíðinni ef
í ljós kæmi að það hindraði fólk í
námi.
Þijár breytingartillögur við frum-
varpið frá Valgerði Sverrisdóttur,
Hjörleifi Guttormssyni og Kristínu
Ástgeirsdóttur voru fluttar áður en
atkvæðagreiðsla um það fór fram.
Við 16. grein var flutt fram breyt-
ingartillaga sem gerði ráð fyrir að
námsmaður þyrfti að óska sérstak-
lega eftir því að félagsgjald til náms-
mannahreyfingar yrði ekki dregið
frá námsláni en frumvarpið gerir ráð
fyrir að ósk námsmanns þurfi að
koma til ef draga eigi þessi gjöld
frá lánunum.
Tillagan var felld með 30 atkvæð-
um gegn 24.
Við 19. grein var gerð tillaga um
breytingu í þá veru að fyrir lok þessa
árs yrðu lögin endurskoðuð í sam-
ráði við samtök námsmanna og ný
lög um LIN yrðu lögð fyrir næsta
þing. Tillagan var felld með 30 at-
kvæðum gegn 24.
Þá var gerð tillaga um breytingu
á 6. grein frumvarpsins á þá leið
að næsta haust skyldu veitt lán er
næmu a.m.k. 2/3 hlutum áætlaðra
námslána á haustmisseri en fram
hefði komið að enn væri óráðstafað
heimildum í Ijárlögum að upphæð
800 milljónum króna.
Tillagan var felld með 28 atkvæð-
urn gegn 25. Ingi Björn Albertsson
greiddi tillögunni atkvæði sitt og
Ossur Skarphéðinsson sat hjá.
Morgunbiaðið hafði í gær sam-
band við nokkrar bensínstöðvar
Esso, Olís og Skeljungs. Starfsmenn
þeirra voru sammála um, að greiðslu-
kortaviðskiptin færu rólega af stað.
Hins vegar töldu þeir líklegt, að
ýmisleg smávara, önnur en bensín
og olíur, freistaði viðskiptavina
meira, þegar greitt væri með korti.
Á einni stöðinni hafði korthafi til
dæmis ákveðið að kaupa sér hljóm-
tæki í bílinn. Starfsmennirnir sögðu
viðskiptavinina hafa af því nokkrar
áhyggjur, að bensínverð hækkaði
vegna greiðslukortanna og mjög
margir hefðu farið fram á stað-
greiðsluafslátt. Einn viðskiptavina
Olís hafði til dæmis haft á orði, að
hann ætlaði að beita sér fyrir stofn-
un samtaka, sém tryggðu, að fólk
fengi afslátt þegar staðgreitt væri.
Á einni stöðinni taldi starfsmaður,
að kortaviðskiptin gætu leitt til þess,
að minna yrði um smáskammtakaup
í lok mánaðar. „Það er oft mikið að
gera hjá okkur í lok mánaðar, en
lítil sala, því þá er fólk að kaupa svo
lítið af bensíni í einu. Þetta gæti
breytt því,“ sagði hann.
Stefán O. Magnússon hjá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda sagði, að
hann teldi út af fyrir sig ágætt, að
fólk ætti kost á þessum greiðslu-
máta, en þó með þeim fyrirvara, að
bensín hækkaði ekki í kjölfarið. „Ef
verðið hækkar, er eðlilegt að þeir
sem staðgreiða fái afslátt,“ sagði
Stefán. „Kostnaður vegna þessara
viðskipta má ekki leggjast á þá, sem
ekki vilja notfæra sér þessa þjón-
ustu.“
María E. Ingvarsdóttir, varafor-
maður Neytendasamtakanna, kvaðst
telja eðlilegt og sjálfsagt að olíufé-
lögin byðu greiðslukortaþjónustu.
„Það er hins vegar nauðsynlegt að
BSRB mótmælir nýj-
um lögum um LIN
STJÓRN BSRB kveðst harma þá aðför að námsfólki sem felst í
samþykkt lagafrumvarpsins um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Stjórnin segir það leggjast lítið fyrir ráðherra sem á sínum tíma
hafi fengið óverðtryggð námslán og borgi nú smáaura í afborganir,
að hafa forgöngu um að velta fortíðarvanda sjóðsins af fullum þunga
yfir á það fólk sem stundi nám í dag. Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér í gær.
„Stjórn BSRB vekur athygli á
óhóflegri greiðslubyrði námsfólks
samkvæmt hinum nýsamþykktu lög-
um. Ungu fólki með ineðaltekjur er
gert afar erfitt fyrir hvað varðar fjár-
hagslegar skuldbindingar meðan á
endurgreiðslu námslána stendur, og
lendir því fyrirsjáanlega í miklum
vandræðum á húsnæðismarkaðinum
að loknu námi,“ segir í tilkynning-
unni.
Þá mótmælir stjórn BSRB því að
vextir séu settir á námslán og segir
það lýsa furðulegri skammsýni ráða-
manna að líta fram hjá þeirri stað-
reynd að sú menntun sem námsfólk
afli sér komi öllu þjóðfélaginu til
góða.
Námsmenn á þingpöllum lesa upp úr ritgerð Jóns Sigurðssonar Um skólamál á íslandi.
Atkvæðagreiðsla á Alþiiigi trufluð
FJÖLDI námsmanna fylgdist
með afgreiðslu nýrra laga um
Lánasjóð íslenskra námsmanna
á Alþingi í gær. Hópur þeirra
truflaði atkvæðagreiðslu um
málið með því að lesa einum
rómi tilvitnun í ritgerð Jóns
Sigurðssonar forseta um skóla-
mál og varð á ineðan hlé á þing-
haldi.
Að trufluninni lokinni ávarpaði
Salóme Þorkelsdóttir, forseti Al-
þingis, námsmennina. Hún sagði
gestum ávallt velkomið að fylgjast
með störfum þingsins en til þess
væri ætlast að ekki hlytist truflun
af nærveru þeirra.
Morgunblaðinu er kunnugt um
að fimin óeinkennisklæddir lög-
reglumenn hafi verið í Alþingis-
húsinu þegar frumvarpið var af-
greitt, þingvörðum til aðstoðar.
Einnig var lögreglubíil til taks við
húsið. Áður en afgreiðsla frum-
varpsins fór fram afmáði lögreglan
áletrun sem tvær ungar konur
höfðu skrifað á gangstétt Austur-
vallar, við styttu Jóns Sigurðsson-
ar. ■
bjóða upp á staðgreiðsluafslátt, enda
vilja olíufélögin sjálf varla að allir
greiði með korti,“ sagði hún. „Mér
finnst hins vegar afar slæmt að
frumvarp til laga um greiðslukorta-
viðskipti skuli ekki hafa náð fram
að ganga á þessu þingi, því þá væri
ljóst hveijir eiga að bera kostnaðinn
af viðskiptunum. Olíufélögin þurfa
að huga að öllum hliðum þessa máls
og helst strax, en ekki síðar.“
Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj-
ungs, segir að verð á bensíni nú sé
miðað við staðgreiðslu. „Það á apnað
við um olíufélögin en til dæmis versl-
anir, því við getum ekki veitt afslátt
af 70% verðsins, sem eru álögur hins
opinbera. Við hljótum hins vegar að
kanna möguleika á því, að bjóða upp
á mismunandi verð eftir greiðslu-
máta. Ég bendi til dæmis á, að er-
lendis notar fólk debet-kort, þar sem
upphæðin dregst hverju sinni beint
af ávísanareikningi. Bankarnir hér á
landi hafa ekki tekið upp slíka þjón-
ustu, en ef svo verður, þá gætu de-
bet-korthafar greitt lægra verð en
kredit-korthafar, enda eru þeir í raun
að staðgreiða vöruna."
Námsdvöl
fyrir Litháa
hér á landi
BÚNAÐARFÉLAG íslands hefur
í samvinnu við Bændaskólann á
Hvanneyri og í samráði við Land-
búnaðarráðuneytið boðið fimm
ungmennum frá Litháen, einni
stúlku og fjórum piltum, til
námsdvalar á íslenskum bænda-
býlum og munu þau dveljast hér
næstu þrjá mánuði.
Nemarnir eru á aldrinum 18 til
30 ára. Þau eru úr þeim fjölmenna
hópi fólks í Litháen sem hefur hug
að hefja sjálfstæðan fjölskyldubú-
skap á rústum samyrkjubúanna.
Stjórnvöldum þar í landi hafa borist
um 120 þúsund umsóknir um jarð-
næði fyrir sjálfstæðan búrekstur.
Þau munu aðallega leggja stund
á verknám í landbúnaði og verður
reynt að skipuleggja það með svip-
uðu sniði og almennt verknám bænd-
askólanema. Stefnt er að því að þau
kynnist öllum aimennum vinnu-
brögðum sem fylgja fjölskyldu-
búrekstri, sem spannar allt frá dý-
raumhirðu til bókhalds.
Búnaðarfélagið hefur á undan- (
förnum inánuðuni átt viðræður við
stjórnvöld í Litháen um möguleika á
þróunarsamvinnu sín á milli í land-
búnaði. Ákveðið var að hefja hann
á námsdvöl nokkurra ungmenna hér
á landi. Þetta er fyrsta samstarfs-
verkefni á milli landanna sem hrint
hefur verið i framkvæmd frá því
Litháar lýstu yfir sjálfstæði landsins.
Á hinum Norðurlöndunum hefur ver-
ið hrundið af stað fjölda samstarfs-
verkefna af svipuðum toga og er
mikill áhugi á aukinni samvinnu
Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj-
anna sem kunnugt er hjá Norður-
landaráði.
Þá hefur Bændasamtökunum bor-
ist beiðini frá „Agrointerseivice" í
Rússlandi um að 10 rússneskir nem-
ar yrðu styrktir til námsdvalar hér ...
á landi. .