Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 27 Efnahagur góður hjá Hvammstangahreppi Gatnaframkvæmdir í forgang á komandi sumri Hvammstanga. FJÁRHAGSÁÆTLUN Hvammstangahrepps fyrir árið 1992 gerir ráð fyrir heildartekjum sveitarfélagsins að fjárhæð 71,2 millj. kr. Framkvæmdir sveitarfélagsins verða helstar að ljúka lagningu slitlags á götur í byggðinni, framkvæmdir við leikskóla og gerð aðalskipulags, sem er endurskoðun á eldra skipulagi. Sveitarfélag- ið rekur vatnsveitu, hitaveitu og höfn auk grunnskóla leikskóla, sundlaugar, áhaldahúss og margvíslegra samstarfsverkefna með öðrum sveitarfélögum í héraðinu. Fjárhagsáætlun Hvamms- mest til leikskólabyggingar 7,3 tangahrepps fyrir árið 1992 er birt íbúum Hvammstangahrepps og öðrum áhugasömum í hand- hægu broti. Tekjur eru reiknaðar helstar: Útsvar 37,2 milljónir, að- stöðugjald 12,9 milljónir, fasteign- askattur 10,9 milljónir, aðrar tekj- ur 11,1 milljón. Stærstu liðir til útgjalda: Til yfirstjórnar 10,6 milljónir, félags- þjónustuna 6,7 milljónir, fræðslu- mál 11 milljónir, æskulýðs- og íþróttamál 5,8 milljónir. Gjaldfærð fjárfesting er mest til gatnamála 20,1 milljón og skipulagsmála 3,3 milljónir. Eignfærð fjárfesting er milljónir og til grunnskólans 2 milljónir. Afkoma sveitarfélagsins er góð og aðeins fara 4,3 milljónir í liðinn „greiðslubyrði lána“, sem er staða eftir afborganir og vexti lána, að frádregnum greiðslum af lang- tímakröfum sveitarfélagsins. Velta Hitaveitu Hvammstanga er reiknuð 19,1 milljón og er ætlað að skila til sveitarfélagsins 4,9 milljónum. Skipt var um áramót um söluaðferð og tekin upp mæla- sala í stað hemla. Olli þessi breyt- ing nokkurri óánægju hjá íbúum staðarins og var m.a. haldinn borgarafundur, að tilhlutan verka- lýðsfélagsins, um málið. Reikning- ar sumra notenda höfðu hækkað um allt að helming, en með bætt- um stillingum í hitakerfi húsa hef- ur fólk náð fram verulegum sparn- aði í vatnsnotkun. Fram kom hjá oddvita sveitarfélagsins, að ef tekjur veitunnar yrðu hærri en reiknað væri með, myndu neytend- ur fá bætur í einhverju formi. Á liðnu sumri var rekinn vinnu- skóli, sem var endurbætt ungling- astarf sem sveitarfélagið hefur starfrækt um árabil. Vinnuskólinn sá á markvissari hátt um ýmis umhverfismál staðarins, m.a. um opin svæði á staðnum. Er mál manna að þetta starf hafi skilað sér vel í bættri umgengni og er þessum þætti ætluð tæp hálf millj- ón á komandi sumri. Sveitarstjóri Hvammstanga- hrepps er Bjarni Þór Einarsson. - Karl. Það hrikti í sperr- um og húsið skalf Gardi. Morgunblaðið/Arnór Samkomuhúsiö var troöfullt og augljóst að gestir nutu þess sem í boði var. Á inn- felldu myndinni má sjá hvar Birta Rós Arnórsdóttir þakk- ar Sigrúnu Hjálmtýsdóttur fyrir sönginn. M-hátíð sett í Garðinum: Höfn Hornafirði: Myndlista- sýning í Pakkhúsinu Pjetur Stefánsson myndlista- maður, opnar sýningu á teikn- ingum í Pakkhúsinu, á Höfn í Homarfirði, laugardaginn 16. maí. Flestar myndirnar em frá áranum 1989 til 1992 og unnar í Reykjavík, Róm og París. Pjetur útskrifaðist úr grafík- deild Myndlista og handíðaskólans árið 1982 og stundaði þar áfram nám í eitt ár og auk þess eitt ár í Nýlistadeild. Hann hefur dvalið og starfað í Kaupmannahöfn, Amsterdam og við Snæfellsnes Mob Shop, Kjarvalsstofu í París og Cité des arts í París, Rómar- íbúð, London og Madrid. Pétur hefur átt verk á samsýn- ingum og auk þess haldið einka- sýningar allt frá árinu 1976. Með- al annars á Kjarvalsstöðum, í Ás- mundasal, Listmunahúsinu, Djúp- inu og á Akureyri og í Vestmanna- eyjum. Auk þess hefur hann gefið út fjórar breiðskífur. Frá árinu 1987 hefur hann starfað í hluta- starfí hjá Sjónvarpinu sem tölvu- grafíker. Kór Landsbanka íslands. KÓR Landsbanka íslands undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar heldur sína fyrstu opinberu vor- tónleika i Langholtskirkju sunnudaginn 17. maí nk. kl. ÞAÐ VAR hátíðarstemmning í samkomuhúsinu sl. fimmtudagskvöld. Á þriðja hundrað manns komu á setningu M-hátíðar þar sem fjölmarg- ir listamenn léku og sungu. Hæst bar þegar Sigrún Hjálmtýsdóttir sté á fjalirnar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Sigrún lék á als oddi og heillaði Garðmenn við kröftugan undirleik Jónasar og segja má að það hafi hrikt í sperrum og húsið hafi nötrað, fyrst við háa tóna Diddúar en síðan við hrifningu áhorfenda. * Fyrstu tónleikar kórs LI 15.00. Öllum er frjáls ókeypis aðgang- ur. Á efnisskrá eru innlend og er- lend lög, aðallega þó innlend. Hulda Hjálmarsdóttir, formaður M-nefndar í Garðinum, stýrði sam- komunni en það var oddvitinn, Finn- bogi Björnsson, sem setti hátíðina. Fjölmargir listamenn komu fram, einkum af yngri kynslóðinni. Bjöllu- kór spilaði, lúðrasveit sem stofnuð í haust lék í upphafi hátíðar, félagar úr Litla leikfélaginu sýndu hluta úr leikriti og þannig mætti lengi telja. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra hafði boðað komu sína en umræðan um námslánin kom í veg fyrir það. í hans stað ávarpaði Er- lendur Einarsson fulltrúi í mennta- málaráðuneytinu samkomuna. Samkomunni lauk með því að heiðurskonan Sigrún Oddsdóttir flutti brag með aðstoð kirkjukórsins og samsöng hátíðargesta. í lok hátíð- ar var boðið upp á kaffi sem kven- félagskonur stóðu að með reisn. Annars er það að frétta úr menn- ingargeiranum að Tónlistarskólan- um var slitið sl. þriðjudag með fjöl- mennum lokatónleikum. Þá sýnir Litla leikfélagið leikritið „Helgin framundan" um þessar mundir við góða aðsókn og loks má nefna að um helgina var haldið mjög fjöl- mennt ball þar sem síungir heima- menn spiluðu við góðan orðstír. Ung söngkona, Birta Rós Arnórsdóttir, kom fram með þeim félögum og þrátt fyrir náin tengsl við undirrit- aðan verður að segjast að stúlkan stóð sig frábærlega. Arnór Athygli vakin á störfum safna: Víða opið hús á Alþjóðadegi safna ALÞJÓÐADAGUR safna er mánudaginn 18. maí nk. Stofnað var til dagsins árið 1977 að fmmkvæði Alþjóðaráðs safna, ICOM, og hefur hann siðan verið haldinn ár hvert til að vekja athygli á hlutverki safna í þjóðfélaginu. í tilefni dagsins verða nokkur söfn meðal ann- ars með opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skyggnast að tjaldabaki og fylgjast með margvíslegum störfum safnanna. Nokkur þeirra fara hér á eftir: Pjetur Stefánsson myndlistamað- Á höfuðborgarsvæðinu: Árbæjarsafn: Sunnudaginn 17. maí verður far- in vettvangsferð um Elliðaárdal og hefst hún við Árbæinn kl. 13.30. Komið verður við í Minjasafni Raf- magnsveitu Reykjavíkur og farið upp dalinn. Skoðuð verða áhuga- verð náttúrufyrirbrigði. Áætlaður tími er tvær klukkustundir. Mánudaginn 18. maí verður opið hús kl. 10-12 og 13-16. Verk- stæði safnsins og skrifstofur verða opin, en nú stendur sem hæst sýn- ingagerð og undirbúningur fyrir sumaropnun safnsins. Náttúrufræðistofnun: Sýningarsalir Náttúrufræði- stofnunar við Hlemmtorg verða opnir sunnudaginn 17. og mánu- daginn 18. maí kl. 13.30-16. Leið- Tónleikar í Laugarnesskóla ÁRLEGIR vortónleikar Lúðra- sveitar Laugarnesskóla verða haldnir í skólanum sunnudaginn 17. maí kl. 14.30. Stjórnandi kórsins er Stefán Stephensen. Kaffisala verður eftir tónleikana til styrktar lúðrasveitinni. sögumaður verður Kristbjörn Egils- son. Náttúrufræðistofnun sinnir rannsóknum og fræðslu um náttúru íslands, dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. Nesstofa, Selljarnarnesi: Opið hús sunnudaginn 17. maí kl. 13—16. í Nesstofu er verið að koma upp læknaminjasafni og verð- ur það opnað á næstunni. Á sunnu- daginn gefst gestum kostur á að skoða geymslur safnsins og fylgjast með sýningu verða til. Gripir safns- ins eru orðnir á fimmta þúsund, þeir elstu frá tíma Bjarna Pálsson- ar, sem var landlæknir á seinni hluta 18. aldar og bjó í Nesi. Sjóminjasafn Islands: Sjóminjasafn íslands, Vestur- götu 8 í Hafnarfirði, verður með opið hús_ sunnudaginn 17. maí kl. 14-18. Á sama tíma verður báta- skýli Sjóminjasafnsins og Þjóðminj- asafns að Vesturvör 14, Kópavogi, opið almenningi. I Sjóminjasafni er um þessar mundir verið að setja upp sumarsýningu sem gestum gefst kostur á að sjá, ásamt vegg- spjaldasýningu með kynningu á starfsemi safnsins. Einnig verða geymslur safnsins opnar. Þjóðminjasafn Islands við Suður- götu: Opið hús verður í öllum deildum Þjóðminjasafns sunnudaginn 17. maí kl. 11-16. Starfsemi safnsins er eflaust umfangsmeiri en marga grunar. Þar fara auk rannsókna á ýmsum sviðum fram forvarsla og viðgerðir á forngripum úr fornleifa- rannsóknum, skráning á gömlum ljósmyndum, söfnun heimilda um lifnaðarhætti á landinu fyrr á tím- um og einnig hefur safnið umsjón með endurbyggingu gamalla húsa í landinu, svo eitthvað sé talið. Utan höfuðborgarsvæðisins: Öll söfnin á Austurlandi verða opið hús sunnudaginn með 17. hús maí. Þau eru eftirfarandi: Minjasafnið á Burstafelli: Opið kl. 14-18. Verið er að lag- færa safngripi og setja safnhúsið í stand fyrir sumarið. Minjasafn Austurlands á Egils- stöðum: Opið kl. 14-17. Þar er nú unnið við að hreinsa, skrá og merkja safn- gripi. Gestum gefst kostur á að skoða nýju safnabygginguna, sem nú er fokheld. Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði: Opið kl. 16-19. Safnið er á undir- búningsstigi og verða geymslur í framtíðarhúsnæði safnsins opnar. Sjóminjasafn Austurlands á Eski- firði: Opið kl. 13-17. Safnvörður verð- ur í Gömlu búð, en einnig verður hægt að skoða Randulfssjóhúsið og báta úti við. Byggðasafnið á Höfn í Horna- Firði: Opið kl. 14-18. Safnvörður verð- ur að störfum. Myndlistarsýning verður í pakkhúsi sem safnið eign- aðist nýlega og hægt að skoða geymslur þar. (Fréttatilkymiing) Hveraportið - Tívolí SOLUMARKAÐURINN í Hvera- gerði sem nefndur er Hveraport- ið opnar aftur sunnudaginn 17. maí nk. Hveraportið er opið alla sunnudaga kl. 13-20 og er á góðum stað í Tívolíhúsinu. Þar er nóg húsrými og góð að- staða til að selja allt mögulegt, notað og nýtt, á góðu verði. Hvera- portið var mjög vinsælt allt síðasta sumar. (l’r fréttíltilkynninfru.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.