Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 Utandagskrárumræða um vanda sauðfjárbænda: 8.200 tonna greiðslu- mark kjöts á næsta ári VANDI sauðfjárbænda og adlögun að búvörusamningi var til umræðu utandagskrár í gær, að beiðni Egils Jónssonar (S-AI). Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra sagði að eins og nú horfði, mætti reikna með því að greiðslumark kindakiöts yrði ekki vfir 8.200 tonnum. Að beiðni Egils Jónssonar var vandi sauðfjárbænda og aðlögun að búvörusamningi rædd utan dagskrár í gær. Egil beilti m.a. á hinn geigvænlega „flata niður- skurð“ sem stefndi í 17-20%. Þessi ótíðindi yllu ugg meðal þess fólks sem hefði framfæri sitt af land- búnaði. Við síðustu Alþingiskosn- ingar hefði mátt heyra skýrar yfir- lýsingar um að ekki mætti koma til flatrar niðurfærslu á fram- eiðslurétti. Egill Jónsson gagn- ■ýndi „þau þröngu viðhorf til land- DÚnaðarins“ sem gætt hefðu og ^ætti enn og ætti búvörusamning- arinn sinn þátt í því. Það yrði að /firfara þennan samning og freista þess að lagfæra þá ann- narka sem á honum væru. Sturla Böðvarsson (S-Vl) benti á að það /æru ekki bara bændur sem finndu fyrir flatri skerðingu heldur MMAGI einnig þeir sem störfuðu í úr- vinnslugreinum. Á Snæfellsnesi og í Dölum gæti niðurskurðurinn orðið allt að 25% samkvæmt upp- lýsingum frá búðaðarsamböndum þessara svæða. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra ítrekaði þau áform ríkis- stjórnarinnar að beita sér fyrir kaupum á fullvirðisrétti af þeim bændum sem ætluðu sér að hætta búskap. Það kom einnig fram í ræðu landbúnaðarráðherra að enn væri neysla á kindakjöti á innan- landsmarkaði að dragast saman. Eins og nú horfði mætti reikna með því að greiðslumark næsta árs yrði ekki yfir 8.200 tonnum. Það þýddi 300 tonna samdrátt milli ára. Eða 400 tonna sam- drátt, ef þau 100 tonn sem Fram- leiðnisjóður hefði borið kostnað af vegna hinnar sérstöku sauðfjár- byggða væru tekin með í reikning- inn. Bændasamtökin hlytu að velta því fyrir sér hvernig á því stæði að neysla hefði dregist svo mjög saman. Það hlyti að kalla á það að einnig í þessari framleiðslu yrði reynt í meira mæli en verið hefði að koma til móts við markaðinn. Ráðherra taldi opinbera forsjá ekki vænlega til að greiða fyrir nýjum atvinnutækifærum í sveit- um. Loðdýraræktin hefði verið hörmuleg saga og áminning. Á hinn bóginn hefði grettistökum verið lyft í ferðaþjónustu bænda. 480 milljónir vantar í At- \dimuleysistryggmgarsj óð „ÞAÐ vantar 480 milljónir króna í Atvinnuleysistryggingarsjóð,“ segir Svavar Gestsson (Ab-Rv). Davíð Oddsson segir það hafa verið fullljóst að ríkistjórnin yrði að flylja frumvarp til fjárauk- alaga vegna yfirlýsingar í tengslum við gerð kjarasamninga. Svavar Gestsson (Ab-Rv) til Sigbjörns Gunnarssonar for- kvaddi sér hljóðs síðasta fimmtu- manns heilbrigðis- og trygginga- dag þegar greidd voru atkvæði um frumvarp frá heilbrigðis- og trygg- ingarnefnd um Atvinnuleysis- tryggingarsjóð. Nefndin flytur þetta mál.að beiðni heilbrigðis- og tryggingaráðherra vegna yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarsamninga. Svavar greindi frá því að borist hefðu nýjar upplýsingar um stöðu sjóðs- ins sem kæmu fram í minnisblaði nefndar. Á þessu blaði kæmi m.a. fram að áætluð framlög úr ríki- sjóði árið 1992 þyrftu að hækka úr 1.280 milljónum króna í 1.759 milljónir króna. Væri þá gert ráð fyrir því að 150 milljóna króna sparnaður sá sem hefði átt að nást fram með breytingu á lögum um Atvinnuleysistryggingarsjóð myndi ekki ganga eftir. Hækkunin myndi því geta numið um 480 Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness: Þingmenn gagnrýna þátttöku ríkisins ÁKVÖRÐUN menntamálaráð- herra um samstarf við bókaút- gáfuna Vöku-Helgafell um bók- menntaverðlaun kennd við Hall- dór Laxness, var gagnrýnd af stjórnarandstöðuþingmönnum í fyrradag. I fyrirspurnartíma spurði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir (K/R) hvaða reglur giltu um samstarf ríkisins og Vöku-Helgafells vegna STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Lög frá Alþingi Á 145. fundi Alþingis síðasta fimmtudag var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp til laga um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Á 146. fundi í gær var samþykkt sem lög frumvarp um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna og einnig frumvarp um breytingu á almenn- um hegningarlögum, þ.e. þeim lagabálki sem varðar kynferðisbrot. þessara verðlauna. Hún sagði að tímabært hefði verið að efna til verðlauna til heiðurs Halldóri Lax- ness en gagnrýndi hvemig að því væri staðið. Um væri að ræða handritasamkeppni eins útgáfufyr- irtækis, styrkta af ríkinu. Slík sam- keppni væri til þess fallin að laða til sín efnilegustu byijendur á bók- menntasviðinu og þar með væri ríkið að skekkja samkeppnisstöðu bókaútgáfufyrirtækja. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði að ekki hefði verið gengið endanlega frá reglum um samkeppnina en menntamála- ráðherra myndi skipa fulltrúa í dómnefnd og leggja til hluta af verðlaunafé í fyrsta skiptið. Síðan væri ásetlað að verðlaunasjóðurinn stæði undir sér með ágóða af sölu verðlaunabókarinnar árið áður. Hann sagði að sér kæmi gagnrýn- istónn Ingibjargar á óvart og sagði að fordæmi væru fyrir því að ríkið ætti samstarf við eitt bókaforlag um verðlaun sem þessi, til dæmis stílverðlaun Máls og menningar sem kennd eru við Þórberg Þórðar- son. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab/Rn) tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu um að yfirgnæfandi líkur væru á að þátttaka ríkisins í verð- launasjóðnum skekkti samkeppnis- stöðu bókaútgáfa. Hann sagði að verðlaun Máls og menningar væru allt annars eðlis en fyrirhuguð verðlaun kennd við Halldór Lax- ness. Um væri að ræða verðlaun fyrir bækur sem þegar hefðu kom- ið út, og þau væru ekki bundin við útgáfubækur einnar bókaútgáfu. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagðist geta tekið undir þau almennu sjó'narmið sem komið hefðu fram um þátttöku ríkisins í slíkum verðlaunum. Hins vegar væri réttlætanlegt að ríkið tæki þátt í þessum verðlaunum vegna þess að um væri að ræða samstarf við Helgafeil sem hefði lengi skeið veitt bókaútgáfu á landinu alls kyns stuðning. milljónum króna. Svavar Gestsson fór þess á leit að málinu yrði aftur vísað til nefndarinnar svo hægt væri að skoða það í ljósi þessara upplýs- inga. Svavar og fleiri stjórnarand- stæðingar spurðu stjórnarliðið eft- ir frumvarpi til fjáraukalaga til að mæta þessum útgjöldum. Dav- íð Oddsson forsætisráðherra sagði að það hefði verið ljóst að vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar í tengslum við gerð kjara- samninga yrði að flytja frumvarp til fjáraukalaga. Svavar Gestsson treysti ríkisstjórninni mátulega eða alls ekki til að flytja þetta nauðsynlega frumvarp nægilega snemma til þess að sjóðurinn gæti mætt útgjöldum og ef ríkisstjórnin „hefði ekki rænu“ til að koma frumvarpinu saman yrði Alþingi að hjálpa henni til þess. Vegna tilmæla Svavars Gests- sonar var frumvarpinu vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar með 36 samhljóða atkvæðum. Alþingi kemur sam- an á ný þann 17. ágúst REGLULEGT Alþingi 1992, 116. löggjafarþing, skal koma saman mánudaginn 17. ágúst. Sama dag lýkur 115. löggjafar- þingi. I fyrrinótt var útbýtt til þingmanna frumvarpi frá for- sætisráðherra um samkomu- dag reglulegs Alþingis. Frumvarpið um samkomudag Alþingis er flutt í samræmi við samkomulag þingflokka um þing- meðferð mála er tengjast samn- ingum um Evrópskt efnahags- svæði. Með þessari bráðabirgða- breytingu á samkomudegi þjóð- þingsins er stefnt að því að lengja starfstíma Alþingis haustið 1992. En reglulegur samkomudagur Alþingis er 1. október að öðru jöfnu. Samkomulag þingflokkanna gerði upphaflega ráð fyrir að Alþingi kæmi saman 10. ágúst til að fjalla um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði og mál honum tengd en þessi vikufrestun mun hafa verði gerð vegna til- mæla stjórnarandstöðunnar. Enn mun vera að því stefnt að yfir- standandi þing geri hlé á sínum störfum næstkomandi þriðjudag, 19. maí.“ SVFÍ hefur átak í slysavömum til sveita SLYSAVARNAFÉLAG íslands er að hefja aukið átak í slysa- vörnum til sveita. Tilgangurinn er að vinna að aukinni notkun öryggishlífa á drifsköft dráttar- véla og hvetja til slysavama í Iandbúnaði. Á árunum 1970-1990 voru til- kynnt 49 banaslys í landbúnaði og má rekja í það minnsta helming þeirra til dráttarvéla og drifbúnaðar þeirra. í könnum sem SVFÍ gerði í apríl sl. þar sem farið var á 50 bændabýli bæði á Austur- og Suð- urlandi kom í Ijós að á yfir 40% drifskafta vantaði hlífar eða þær eru mjög lélegar. Framkvæmd átaksins byggist á að senda tvo menn akandi umhverf- is landið á hvert sveitabýli. Þeir hafa meðferðis drifskaftahlífar, bjóða bændum þær til kaups og aðstoð við að setja þær á. Einnig hafa þeir meðferðis verkfæri og varahluti til lagfæringar á drif- sköftum en það er ekki síður mikil- vægt að hafa þau í góðu ástandi. Ráðgjöf í slysavömum verður að sjálfsögðu boðin. Átakið er kostnaðarsamt og verður ekki framkvæmt nema að Forráðamenn Glóbusar og Slysavarnafélagsins fyrir framan sérútbúnu bifreiðina sem Globus hefur styrkt átakið með. 'A'i n Travstur búnoður / til komi stuðningur við það. Glóbus hf. hefur sýnt átaki þessu mikinn áhuga og styrkir það, meðal annars leggur fyrirtækið til sérútbúna bif- reið til að nota við átakið. SVFÍ hefur óskað eftir styrk frá ýmsum aðilum, sem tengjast landbúnaði og vonar að þeir bregðist vel við. Haf- ist verður handa í annarri viku maí og byijað á Austurlandi. Það er von þeirra sem standa að átakinu að bændur taki vel á móti slysavarna- mönnunum, noti tækifærið og setji hlífar á drifsköftin. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.