Morgunblaðið - 16.05.1992, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992
Minning:
Þórarinn Guðjóns-
son frá Kirkjubæ
Fæddur 20. janúar 1912
Dáinn 7. maí 1992
Persónuleiki manna er eins mis-
jafn og birtan við berg úteyjanna.
Sumum laðast maður að án þess
að vita beinlínis ástæðuna, en svo
lærist það á löngum tíma að það
sem á bak við býr er tilfinningin
djúpa úr hjartarótunum sem finnur
sér farveg til vináttu með einum
fremur en öðrum. Þannig maður var
Tóti á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.
Að hitta hann var eins og að nema
hlýlegt orð, vinarþel í fasi og fram-
setningu, því hann var allt í senn
skemmtilegur, beittur og nærgæt-
inn. Hann naut sín til fulls í veiði-
mannasamfélagi bjargveiðimanna,
úteyinganna, þar sem áhyggjur og
syndir heimsins hverfa út í buskann
og við tekur eitthvað sem andar af
náttúrunni sjálfri, eitthvað sem gef-
ur hveijum einstaklingi færi á að
vera eins og hann er án þess að
skammast sín fyrir það vegna reglu-
gerðaæðis kröfusamfélagsins.
Hann var hæglátur en hnyttinn
og hafði ótrúlegt yndi af gamansemi
og prakkaraskap í orðaleikjum útey-
inga þar sem hver eyja um sig er
persónugerð og allt kapp lagt á að
stríða án þess að særa, allt til þess
að skerpa kærleikann og vei þeim
sem ekki er hægt að stríða, því
hann á tæpast heima í þessari sér-
stæðu veröld veiðimanna.
Úteyjar Vestmannaeyja eru eins
og steinmenn í hafinu og svo eru
líka menn í röðum úteyinga sem eru
eins og eyjar, rísa upp úr hinu gullna
meðaltali með tign og frelsi sjálf-
stæðis. Þannig var Tóti á Kirkjubæ,
traustur og taktfastur í skoðunum,
hógvær í hóp og lítillátur en trúr
vinum sínum og þeim vettvangi sem
tilveran valdi honum. Hann vildi
hafa allt í lagi og það er nú meira
en hægt er að segja um marga.
Fræg er ræða hans frá kvöldvöku
lundaúthalds í Elliðaey á fyrsta degi
eftir að menn höfðu gert allt klárt
í kofanum, málað og snurfusað.
Þeir Ellireyingar höfðu kallað heim
til Heimaeyjar um kvöldið og spurðu
margra einlægra spurninga eins og
þeim var tamt. Til dæmis heyrðist
þessi gullsetning í talstöðinni: „Við
vorum að bika kofann í dag, er
hann ekki bjartur að sjá að heim-
an?“ En þannig henti umrætt kvöld
að Ellireyingar gleymdu að slökkva
á talstöðinni. Margir á heimalandinu
hlustuðu því á kvöldvöku úteying-
anna sem dýpkaði jafnt og þétt í
glasi sem leið á kvöldið. Þar kom
að er Tóti biður um orðið og segir:
„Kæru vinir, það er eitt hér í kofan-
um sem er ekki í lagi, eitt atriði sem
ég tel að við þurfum að fjalla um.
Það er mottan fyrir utan kofann,
það er gat á henni.“ Þá gellur í
Gumma og Pétri um leið: „Farðu
bara út, Tóti minn, og snúðu helvít-
is mottunni við.“ Tóti bregst skjótt
við með miklum hátíðarsvip, kemur
síðan inn aftur eftir drykklanga
stund, biður um orðið og segir sár-
blíðum rómi: „Bræður, þetta gekk
ekki, það er gat á mottunni hinu-
megin Iíka.“
Tóti á Kirkjubæ var hvort tveggja
í senn saga og ljóð, hann varð ósjálf-
rátt haldreipi í sínum hópi, kafli sem
menn tóku óafvitað mið af og virtu,
því hann var svo blessunarlega laus
við hégóma og sýndarmennsku.
Hann var lipur og þægilegur, en ef
því var að skipta gaf hann ekkert
eftir sinn hlut fremur en bjargvegg-
urinn í baráttunni við úthafsölduna.
Það mættust stálin stinn. Alveg eins
og íslensk tunga er sameign allra
íslendinga var Tóti allra úteyinga
og hans er sárt saknað. Minningin
um yndislegan félaga er rík og sem
betur fer eru enn að vaxa sérstæð
mannlífsblóm í ranni Elliðaeyjar,
þessarar perlu í paradísarkeðju
úteyjanna. Góður Guð gefi Tóta
góða átt á bjargsyllum eilífðarinnar.
Snör augu hans og hönd á háfi
gátu farið hraðar en tíminn, en í
elfur samtímans var Tóti ankeri þar
sem menn bundu vináttu við sér-
stæðan persónuleika.
Arni Johnsen.
Þórarinn Guðjónsson fæddist 20.
janúar 1912. Tóti frá Kirkjubæ var
einn af kunnari úteyjarmönnum í
Eyjum. Fastur punktur í hans til-
veru var „paradísin" Elliðaey. Eftir
tvítugsaldur fór hann nær því á
hveiju sumri í Elliðaey og dvaldi
þar við eggjatöku og lundaveiðar.
Tóti var mjög mikill Ijallamaður.
Hann fór létt með að bera 80 fugla
á bakinu yfir eyjuna þvera. Þó að
farin væri ferð eftir ferð, blés hann
ekki úr nös á meðan helmingi yngri
menn áttu fullt í fangi með burðinn.
Margir sögðu að Tóti væri þind-
arlaus.
Aðalveiðistaður Tóta var Pálsnef
í Elliðaey. Þaðan blasti Heimaey við
í allri sinni dýrð. Á Pálsnefi fengu
ungir veiðimenn að fylgjast með
kappanum fanga lunda í háf og
læra réttu tökin við veiðamar. Að
loknum góðum veiðidegi var slegið
upp kvöldvöku og sungin úteyjarlög,
ekki síst landsfræg lög og textar
sem samin hafa verið um Tóta frá
Kirkjubæ.
Þá voru einnig fluttar ræður og
lét Tóti sitt ekki eftir liggja í þeim
málum. Hann flutti margar góðar
og eftirminnilegar tölur til félaga
sinna, sem seint gleymast. Yfirleitt
endaði hann sinn málfiutning með
orðunum:
Farðu á skautum farsældar,
fram hjá brautum glötunar,
gakktu á skíðum gæfunnar,
í grænum hlíðum lukkunnar.
Það fylgir flestum sönnum úteyj-
armönnum að fara að huga að
næstu lundavertíð fljótlega upp úr
áramótum. Tilhlökkun og áhugi
leyna sér ekki og umræðuefnið er
oftast það sama þegar veiðifélagar
hittast. Fyrstu árin sem Tóti fór í
Elliðaey voru vistarverurnar ekki
jafn glæsilegar og nú. í kofanum
var moldargólf og veggir hlaðnir
úr grjóti. Næsta hús var mun veg-
legra. Það var byggt 1953 og var
mikil breyting á aðbúnaði. Þar undu
veiðimenn glaðir við sitt. Þó átti
Tóti eftir að sjá enn meiri breyting-
ar á húsakynnum í Elliðaey. Árið
1987 var vígt stórt og glæsilegt
veiðihús. Þar mætti Tóti og hélt
ræðu við vígsluna. Hann var farinn
heilsu, en lét sig ekki vanta,
samgladdist með sínum vinum og
félögum. Má segja að hann hafi
kvatt Elliðaey með glæsibrag þegar
hann yfírgaf vígsluathöfnina og tók
tæknina í sínar hendur og flaug á
braut í þyrlu.
Félgamir kveðja Tóta á Kirkjubæ
með þökk og virðingu
Elliðaeyingar.
Þórarinn Guðjónsson var fæddur
í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, 20.
janúar 1912, sonur hjónanna Guð-
jóns Eyjólfssonar Eiríkssonar og
konu hans Höllu Guðmundsdóttur
Þórarinssonar bónda að Vesturhús-
um í Vestmannaeyjum.
Afi hans og amma, þau Eyjólfur
Eiríksson og Jórann Skúladóttir,
höfðu fengið byggingu fyrir jörðinni
Norður Hlaðbæ, sem var ein átta
Kirkjubæjaijarða árið 1869 og sat
sama ættin þá jörð samfleytt í 70
ár, en samtals hafði fólk af þessari
ætt búið þar í um 90 ár, þegar síð-
asti ábúandinn Magnús Pétursson
og kona hans Þórdís Guðmundsdótt-
ir urðu að flýja Eyjarnar í eldgosinu
1973, en Þórdís er þriðji ættliður
frá Eyjólfí Eiríkssyni. Mikill ættbogi
er kominn frá Eyjólfí og Jóranni og
búa margir afkomendanna í Vest-
mannaeyjum, en dreifðust þó mjög
um landið hér suðvestan lands eftir
eldgosið í Heimaey árið 1973.
Þórarinn eða Tóti á Kirkjubæ eins
og hann var kallaður alla tíð ólst
upp á fjölmennu heimili foreldra
sinna, en þau eignuðust 12 börn og
komust níu þeirra til fullorðinsára,
5 synir og 4 dætur, auk þess ólu
þau upp frá 8 ára aldri Edvin Jóels-
son, bróðurson Guðjóns.
Þórarinn var yngstur þeirra
bræðra. Hinir voru Guðmundur,
Jóhann, Gísli og Gunnar og drukkn-
uðu þeir allir með sviplegum hætti.
Jóhann tók út af heyflutningabát
sumarið 1924, en Guðmundur fórst
í miklu sjóslysi við Eiðið hinn 16.
desember 1924, þegar sjö menn
fórast af árabát, sem lagði út af
Eiðinu út í es. Gullfoss, sem lá þar
fyrir utan. Bræðumir Gunnar og
Gísli fórust saman með vélbátnum
Víði í útdrætti, fyrsta róðri á vetrar-
vertíðinni 1938 og var Gunnar skip-
stjóri á bátnum. Systurnar voru Sig-
rún, sem er látin, Emma, alin upp
hjá Jóhanni Reyndal og bjó á Akara-
nesi, gift Guðna Eyjólfssyni skip-
stjóra þar, Jórunn, ekkja Guðmund-
ar Guðjónssonar frá Oddsstöðum og
Þórdís, ekkja Sigurðar Bjamasonar
skipstjóra í Svanhól í Vestmanna-
eyjum. Þær systur Jórunn og Þórdís
dvelja nú á Dvalarheimili aldraðra
Hraunbúðum og Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja við nokkra vanheilsu, en
góða aðhlynningu.
Sorgin kvaddi snemma og oft
dyra á æskuheimili Þórarins Guð-
jónssonar, en þetta fólk æðraðist
ekki. Heimilið í Norðurbænum var
mannmargt og skemmtilegt. Útsýni
var óvíða jafn fagurt í Vestmanna-
eyjum og frá Kirkjubæ jafnt á vetri
sem sumri og fólk í náinni snertingu
við haf og hauður.
Guðjón, faðir Þórarins, átti eins
og svo margir Eyjamenn á upp-
gangsárum vélbátaaldarinnar hlut í
bát og gerði út vélbátinn Hansínu.
Á vetrarvertíðum vora auk heimilis-
fólksins fjöldi vertíðarmanna á
heimilinu eins og þá var títt. Ágúst
Þorvaldsson fyrrv. alþingismaður
lýsti skemmtilega verferð og vertíð-
ardvöl í Vestmannaeyjum á fyrri
hluta aldarinnar, en hann var 12
vertíðir í Vestmannaeyjum og reri
fyrstu vertíðimar á mb. Hansínu.
Ágúst dvaldi þá á Kirkjubæ hjá for-
eldrum Þórarins, Guðjóni og Höllu,
og skrifaði síðar um dvöl sína þar:
„Þau Kirkjubæjarhjón tel ég hik-
laust meðal hinna bestu manna sem
ég hef kynnst." Um heimilislífíð á
Kirkjubæ sagði Ágúst: „Við, sem
vorum aðkomumenn á Kirkjubæ á
vertíðum vorum á allan hátt með-
höndlaðir eins og við værum hluti
af fjölskyldunni. Oft var glatt á
hjalla á heimilinu, því bæði voru
hjónin glaðlynd, þrátt fyrir miklar
raunir vegna bamamissis." í þannig
jarðvegi ólst Þórarinn Guðjónsson
upp. Hann varð fljótt að taka til
hendinni, við fiskverkun á vetrum,
fiskþurrkun og heyskap að sumrinu
en þó ekki síst við allar nytjar jarð-
arinnar í úteyjum og fjöllum, en frá
fomu fari áttu Kirkjubæjatjarðir
bæði veiðiréttindi og hagagöngu í
Brandi og Suðurey auk Geldungs
til fýla og súlu og alla fýlatekju í
Flugum. Með öðram Vestmanna-
eyjajörðum áttu Kirkjubæir auk
þess ítök í Súlnaskeri, Geirfugla-
skeri og Hellisey. Hlunnindi þessi
voru snar þáttur í lífsafkomunni.
Guðjón, faðir Þórarins, og þeir
Kirkjubæjarbræður, Gísli á Búa-
stöðum og Jóel á Sælundi voru allir
annálaðir veiði- og fjallamenn, þó
sérstaklega Jóel, en Guðjón var for-
ystumaður í leigumála Kirkjubæjar-
manna um tugi ára, þar til Jón
Magnússon í Vestri Staðarbænum
á Kirkjubæ tók við því starfi.
Tóti á Kirkjubæ vandist því á
mjög ungum aldri við úteyjarferðir
og veiðiskap. Frá þeim þætti í lífi
hans og í hópi bjargveiðimanna í
Vestmannaeyjum á ég bestar minn-
ingar um Tóta. Ég var svo heppinn
að fá að fara sem göngumaður á
Súlnasker í síðustu súlnaveiðiferð,
sem jarðabændur í Vestmannaeyj-
um fóra að fomum sið sumarið
1952. Ég var þá 17 ára gamall og
naut frændaliðs bæði í uppgöngunni
og á bát þar sem var Þorgeir á
Sælundi, formaður á bm. Lunda.
Þessi ferð var farin við nokkuð erfíð-
ar aðstæður til fjallaferða, rigning-
arsudda og brim svo að ganga varð
upp á sokkaleistunum og var Tóti
forystumaður eins og svo oft áður
upp á Súlnasker. Það þótt ætíð
virðingarstaða meðal fjallamanna
og í þessari ferð voru sem fyrrum
haldnir í heiðri gamlir og góðir sið-
ir, beðin bæn á Bænabring við upp-
haf fjallaferðarinnar og síðan signdu
menn sig. Þegar upp var komið var
Skerprestinum offrað.
Eftir þessa ferð í Skerið þóttist
ég maður að meiri og varð kunn-
ugri Þórami frænda mínum. Mér
var ætíð mjög hlýtt til hans, þó að
við færam ekki saman fjallaferðir
eftir þetta, en í þeim var hann öllum
hnútum kunnugur, sérstaklega lip-
ur, laus og sem undirsetumaður, en
fór ekki í bjargsig svo orð væri á
gerandi. Á Þjóðhátíðum var Tóti
fastur maður í sigaiiðinu á Fisk-
hellanefí með Eyjólfi föður mínum,
Súlla Johnsen, Erlendi í Ólafshús-
um, Sigga á Löndum, og því liði,
en sigamenn vora í þann tíð oftast
Jónas í Skuld og Skúli Theódórsson.
En ég hitti hann oft í hópi glaðra
félaga í Ellirey, þar sem hann var
við lundaveiðar í áratugi, lengst með
þeim Oddsstaðamönnum, Pétri, Kri-
stófer, Guðmundi og Guðlaugi Guð-
jónssonum, Hjörleifí uppeldisbróðir
þeirra, Hávarði Sigurðssyni, Einari
í Norðurgarði og þeim félögum. Þar
í Ellirey var þessi samvaldi hópur
sannarlega í „kompaníi við allífíð".
Tóti lá við í Ellirey fram á efri
ár. Yngri kynslóð þeirra Ellireyinga
fórst vel við frænda minn, þegar
hann komst ekki upp Pálsnef og
báru þeir félagar hann upp í heiðurs-
stóli til þess að hann gæti verið við
vígslu nýs veiðibóls, sem var tekið
í notkun fyrir nokkrum áram.
Þórarinn Guðjónsson dvaldi í for-
eldrahúsum á Kirkjubæ þar til Halla
móðir hans andaðist haustið 1939,
en þá hafði Guðjón andast nokkra
áður. Þegar brugðið var búi á
Kirkjubæ og jörðin seld óskyldu
fólki flutti hann að Svanhól til Þór-
dísar systur sinnar og eignaðist hlut
í mb. Kára VE 27 og síðar nýsmíð-
uðum stærri bát Kára VE 47 með
mági sínum, Sigurði Bjarnasyni
skipstjóra.
Hann var nokkur úthöld á Kára,
bæði á síld og til þorskveiða, en
seldi sinn hlut í útgerðinni nokkra
eftir stríðið og keypti þá vörubíl og
vann á Vörabifreiðastöð Vest-
mannaeýja. Nokkra fyrir 1960 var
Þórarinn tvær vertíðir vélstjóri á
mb. Bryngeiri með frændum sínum
Torfa og Jóni Bryngeirssonum á
Búastöðum, en Þórarinn tók ungur
vélstjórapróf.
Síðustu árin áður en heilsa hans
fór að bila var Þórarinn póstmaður.
Eftir að Þórarinn hætti í útgerðinni
flutti hann að Presthúsum og bjó
hjá Jórunni systur sinni og mági,
Guðmundi frá Oddsstöðum. Eftir lát
Guðmundar árið 1969 héldu þau
systkini heimiii saman.
Tóti á Kirkjubæ tilheyrði þeirri
kynslóð Vestmannaeyinga sem setti
lit og líf á tilveruna um og eftir
miðbik þessarar aldar. Hann kvænt-
ist aldrei, en var börnum og þá sér-
staklega systkinabömum sínum
hinn besti félagi og vinur.
Tóti fór ekki alltaf troðnar slóðir.
Hann verður samferðamönnum sín-
um minnisstæður og eigi ég eftir
að hverfa enn einu sinni stutta stund
á vit úteyjalífsins mun ég sakna
hans. Oft hefur verið glettst á milli
veiðimanna í austureyjunum, Bjarn-
arey og Ellirey, og setti Tóti á
Kirkjubæ þar krydd á lífið, svo að
lengi verður í minnum haft.
Hann var örgeðja, en hjartahlýr,
frændrækinn og félagslyndur og var
þar engin hálfvelgja, þegar knatt-
spyrnufélagið Týr var annars vegar.
Við gamlir og grónir Þórárar, sem
eigum ættir að rekja til stofnenda
þess félags máttum þakka fyrir að
vera ekki reknir úr Kirkjubæjarætt-
inni, þegar mesta harkan var í
innanbæjarkeppnum á milli félag-
anna.
Allir sem þekktu Þórarin Guð-
jónsson, Tóta á Kirkjubæ, blessa
minningu hans. Hann andaðist á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 7.
maí sl. eftir mikla vanheilsu hin síð-
ari ár. Útför hans verður gerð frá
Landakirkju í dag, laugardaginn 16.
maí.
Ég og fjölskyida mín sendum
systrum hans og fjölskyldum þeirra
hluttekningarkveðjur.
Guðjón Ármann Eyjólfsson.
í dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju Þórarinn Guðjónsson.
Hann var sonur hjónanna Höllu
Guðmundsdóttur og Guðjóns Eyj-
ólfssonar bónda í norðurbænum á
Kirkjubæ, fæddist þar og ólst upp
í stóram systkinahópi, en þau vora
14, og var Tóti, eins og hann var
kallaður, níundi í röðinni.
Á æskuárum Tóta var lífsbarátt-
an hörð hér í Eyjum og byijuðu
börn snemma að hjálpa til við bú-
störfín.
Kirkjubæimir voru jarðir, sem
áttu tilkall í úteyjar, með haga,
eggja- og fuglatekju. Oft var ei-fitt
að fást við úteyjarnar vegna sjólags
og mátti ekki mikið útaf bregða að
illa tækist til. Tóti varð fljótt liðtæk-
ur í þessar ferðir og síðar eftirsótt-
ur. Hann fór oft í hinar erfiðustu
fjallaferðir í súlu og egg, m.a. Súlna-
sker, Geldung o.fl. Var hann góður
undirsetumaður. Oft hjó hafið stór
skörð í fjölskyldur í þá daga. Missti
Tóti 2 bræður sína í sjó 1924 og
aftur aðra 2 sama daginn 1938.
Tóta kynntist ég í bytjun júlí
1948, er ég var á 14. ári, en það
var þá, sem ég fékk að fara mína
fyrstu ferð til lunda í Elliðaey. Þeir
sem fóra þá ferð voru Tóti, Einar
Einarsson frá Norðurgarði, Brynj-
úlfur Sigfússon kaupmaður og tón-
skáld, og Kristófer Guðjónsson frá
Oddstöðum, en á hans vegum var
ég. Þá var verið í gamla (elsta)
kofanum og hver fyrir sig með sinn
skrínukost og prímus notaður til að
hita vatn í kaffi. Fljótt fann ég,
„peyinn“, það að Tóti var barngóð-
ur, þegar veðrið var best og engin
veiði var fór hann með mig í göngur
í Austururð, Vestururð, Búrin,
Teistuhelli og á bekkinn í Háubæl-
um svo eitthvað sé nefnt. Hann var
bæði fótviss og sporléttur.
Tóti var mikill náttúruunnandi
og Vestmannaeyingur og var Elliða-
ey alltaf mjög ofarlega í huga hans.
Hann hlakkaði alltaf til að fara í
Elliðaey og naut hann innilega veru
sinnar þar. Oft fór hann með vísu-
orð Óskars Kárasonar (Bólsöng
Elliðaeyjar):
Hér lífið er frelsi við unað og yndi,
með ómum frá lundans og svölunnar klið.
í úteyjarfaðminum vægum í vindi,
við skulum gleðjast að bjargmannasið.
Nú veiði er lokið og sigin er sól,
syngjum við glaðir og skálum við ból.
Mörgum hef ég verið með í Ell-
iðaey um dagana og er Tóti sá, sem
ég hef dvalið flestar stundir með >
þar. Margar góðar og skemmtilegar
minningar á ég frá þessum tíma
með Tóta og félögum okkar, sem
nokkrir eru látnir núna.
Mig minnir að Tóti hafí sagt
mér, að fyrsta ferð hans í lunda í
Elliðaey hafi verið 1935, -en síðasta
ferð hans þangað var 27. júní 1987,
þegar nýi kofinn var vígður, og fór
hann samdægurs heim með þyrlu.
Af systkinum Tóta eru aðeins 3
systur hans á lífi, Jórunn, sem er í
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Þórdís,
sem er á Dvalarheimili aldraðra
Hraunbúðum Vm. og Emma, sem
býr á Akranesi.
Tóti giftist aldrei og átti engin