Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 16.05.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐip LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 Nýtt og gamalt frá Gömmum ___________Jass______________ Guðjón Guðmundsson GAMMARNIR léku nýtt og gamalt efni á tónleikum sínum í Súlnasal á fimmtudagskvöld. Nýja efnið verður á hljómdisk sem kemur út með sveit- inni um næstu mánaðamót, þeirri þriðju sem hún gerir. Meðal nýrri laga var Ættarmótið eftir Björn Thoroddsen, fallegt lag með skemmtilegu sólói Bjöms, Bassus sopranus, eftir Stefán S. Stefánsson, sem er stutt lag þar sem sópransaxa- fónn og bassinn bera uppi laglínuna. Bjami Sveinbjömsson fór á kostum í sínu sólói. Gammamir léku einnig eldra efni; fönklagið frábæra Ósögð orð, Stál, sem Gammarnir fluttu sennilega fýrst á Norrænum útvarps- jassdögum í hitteðfýrra. Gammarnir hafa líklega aldrei verið í betra formi, íslenski Hollendingurinn, Marteinn van der Valk, setur skemmtilegan blæ á tónlistina og Halldór G. Hauks- son er að skipa sér í sveit með allra bestu trommuleikurum landsins. Að leik Gammanna loknum kom á svið sænski söngvarinn Svante Thur- eson, píanistinn Gösta Rundquist, bassaleikarinn Hasse Backenroth og Pétur Östlund. Backenroth hljóp í skarð Sture Ákerbergs sem forfallað- ist. Um leið og sveitin steig á svið fylltist salurinn af Svíum. Svante Morgunblaðið/Keli þessi er einn vinsælasti söngvari Svía. Hann hefur næma jasstilfinningu en er ekki maður mikilla átaka í radd- beitingu. Söngurinn var ekki ósvipað- ur því sem Chet Baker gerði í Gamla bíói um árið. En það má vera að svona söngur falli að smekk ein- hverra, altént virtust sænsku gestirn- ir taka sínum manni vel. Fluttir voru velþekktir jassstandardar, svo sem Take the A-train, The Song is You, Bluesette söng hann á sænsku og blístraði eitt gott sóló. Hljómsveitin var hins vegar af betri gerðinni. Gösta Rundquist er einn fremsti jasspíanisti Svía og Backenroth var þéttur undir. Pétur Östlund þekkja landsmenn. Trúlega hefur hann sjald- an leikið betur en einmitt á þessum tónleikum. í salnum voru saman- komnir nokkrir helstu jasstrommu- leikarar landsins til að hlýða á Pét- ur, sem er orðin goðsögn í lifanda lífi. Tónleikar Jon Hendricks & Comp- any hefjast í Háskólabíói í dag kl. 14.30 og er ástæða til að hvetja alla, jafnt jassunnendur sem aðra, til að missa ekki af þessum viðburði. Hendricks hefur lengi verið í fremstu röð jasssöngvara í heiminum, enda er hann tónlistarlega uppalinn af Charlie Parker og Thelonius Monk. Hann er ekki söngvari í hefðbundnum skilningi, heldur jasssöngvari sem impróviserar og teygir og togar allar laglínur á listfenginn hátt. Enginn ætti að missa af þessum tónleikum. Miðar eru seldir í Japis í Brautar- holti og við innganginn og kosta 1.900 kr. Um kvöldið verður botninn sleginn í hátíðina en þar koma fram Útlendingahersveitin og fleiri. ____________Brids_______________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Síðasta mót vetrarins hjá Bridsfé- iagi Akureyrar var einmennings- keppni sem jafnframt var firma- keppni. Fyrsti liður hennar fór reynd- ar fram 18. febrúar. Einmennings- meistari verður sá sem bestan árang- ur fær tvö kvöld af þremur möguleg- um, en hæsta skor hvers einstaks kvölds ákveður sigurvegarann í firma- keppninni. Spilað var í tveimur 16 manna riðlum öll kvöldin. Röð efstu manna: Magnús Magnússon 225 Ora Einarsson 222 Sigurbjörn Þorgeirsson 221 Firmakeppni 1992 lauk með sigri Fasteigna- og skipasölu Norðurlands, en vegna þess hve nafnið er langt, er fyrirtækið skráð sem Lögberg hf. sem reyndar er eigandi fyrra fyrir- tækisins. Spilari var Magnús Magnús- son með 119 stig og þurfti að draga um sigurinn því Sigurbjörn Þorgeirs- son hafði jafnháa skor. Aðalfundur BA var haldinn 12. maí 1992. Bridsfélag Breiðholts Nú er lokið firmakeppni félagsins sem stóð yfir í tvö kvöld. Spilaður var einmenningur í tveimur riðlum. Úrslit urðu þessi: íslandsbanki Guðjón Siguijónsson 209 Stjömusalat Kolbrún Thomas 209 Ámi Gunnarsson sf. Óli Bjöm Gunnarsson 204 Kjötborg Ingvarlngvarsson 198 Neon RúnarEinarsson 197 Gerðuberg Hanna Friðriksdóttir 196 Einmenningsmeistari félagsins varð Guðjón Sigurjónsson. Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Allir velkomnir. Sumarbrids í Reykjavík Sumarbrids í Reykjavík 1992 hefst á mánudaginn, 18. maí. Spilað verður í húsi Bridssambandsins (nema næsta þriðjudag, en þá verður spilað í Drang- ey við Stakkahlíð og opnar húsið kl. 18) að Sigtúni 9. Húsið opnar kl. 18 á mánudaginn og stefnt er að upp- hafi spilamennsku kl. 19. Spilaður verður Mitchell-tvímenningur. í framtíðinni verður svo spilað fjór- um sinnum I viku; á mánudögum (opn- að kl. 18), á þriðjudögum og fimmtu- dögum (opnað kl. 16.30) og á laugar- dögum (opnað kl. 13). Allt spilaáhugafólk er velkomið, en hvert kvöld er sjálfstæð keppni. Á mánudögum hefst spilamennska kl. 19, á þriðjudögum og fimmtudögum hefst spilamennska í hverjum riðli um leið og hann fyllist, en síðasti riðill fer af stað um kl. 19. Á laugardögum mun spilammenska hefjast í síðasta lagi um kl. 13.30. Ólafur og Hermann Lárussynir ann- ast umsjón Sumarbrids. Sýningum lýkur 6. júní SÝNINGUM á leikritinu Ég heiti ísbjörg - Ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur í leikgerð Hávars Sigurjóns- sonar lýkur 6. júní nk. Leik- ritið var frumsýnt í Smíða- verkstæðinu, nýju leiksviði Þjóðleikhússins, í janúar sl. og hefur verið sýnt við mikla aðsókn og fádæma góðar undirtektir jafnt áhorfenda sem gagnrýn- enda. Leikritið fjallar um unglingsstúlkuna ísbjörgu sem situr í fangelsi ákærð fyrir morð. í tengslum við sýninguna hafa áhorfendur átt kost á umræðum þar sem aðstandendur sýning- arinnar og Kvennaat- hvarfsins hafa setið fyrir svörum. ísbjörg er leikin af Guðrúnu Gísladóttur og Bryndísi Petru Bragadóttur. Aðrir leikarar eru Ragnheiður Steindórs- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Þórarinn Eyfjörð, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Hjálmar Hjálm- arsson. Leikstjóri er Hávar Bryndís Petra Bragadóttir og Guðrún S. Gísladóttir í hluverkum sínum. Sigurjónsson, leikmynd og búninga gerir Elína Edda Árnadóttir, tónlistin er eftir Lárus Grímsson en lýsingu hannar Björn B. Guðmunds- son. Næstu sýningar á ísbjörgu verða sunnudaginn 7. maí, miðvikudaginn 20. maí. og laugardaginn 24. maí. Sandspyrna á Eyrarbakka FYRSTA af fjórum sand- spyrnum sumarsins verð- ur haldin við Eyrarbakka (þ.e. við nýju Ölfusár- brúna) nk. sunnudag kl. 14. ■ Keppnin gefur stig til ís- landsmeistara þannig að allir hörðustu kapparnir með öflugustu keppnistæk- in eru væntanlegir til keppni. Keppni af þessu tagi hefur verið haldin frá 1976 og árlega falla metin, þannig að tækin eru orðin ótrúleg. Þeir öflugustu hafa náð 130 km hraða á 92 metrum og á aðeins 3,75 sek. og það á sandi. Margir hafa nýtt veturinn vel og fjárfest í öflugri búnaði og það verður spennandi að sjá hvernig það skilar sér. í sandspyrnu keppa öll keppnistæki, s.s. snjósleðar, kvartmílubflar, bifhjól, tor- færutæki og óbreytt öku- tæki. VITASTÍG 3 T SÍMI623137 Laugard. 16. maí. Opið kl. 20-03. EFTIRMÁLIRÚREK '92 ÚTLENDINGAHERSVEITIN ÁRNI EGILSS0N, bassi, JÓN PÁLL BJARNASON, gitar, PÉTUR ÖSTLUND. trommur & VINIR: Arni Scheving, víbrafónn, Reynir Sigurðsson. vibr«afónn, Þórarinn Olafsson, pianó. KL.22: TJARNARKVARTETTINN KL. 21-22 HAPPY DRAFT HOUR (sælu-dælu-stund) Þetta verður geggjað kvöld fyrir djassgeggjara! PÚLSINN - engum líkur! H^L L í HDAVERD 700 OPID TIL KL.3 UNGFRU ALHEIMSÞOKKI 1992 A FULLU TUNGLI í Gyllta salnum HdTEl BOKC Opið fró kl. 23-3 Hefst kl. 13.30 __________ j Aðalvinningur að verðmæti________ ?! :________100 bús. kr.______________ 11 Heíldarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLLIN 3QQ.þÚ5._ kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.