Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.05.1992, Qupperneq 45
i ( < i i i i i i < i i <1 I € MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 ---------------------------------,---- Náttúruperla á Seltjarnarnesi Frá Gunnari Kvaran: AÐ undanförnu hafa skipulags- og umhverfismál á Seltjarnamesi verið mikið til umræðu. Ástæðan eru áætlanir meiri- hluta bæjarstjórnar um aukna byggð vestan núverandi byggðar. A gagnlegum fundi sem Sjálf- stæðisflokkur Seltjarnarness efndi til nýlega um bæjarmál kom fram mjög skýr andstaða meirihluta fundarmanna (ca. 80 manns) gegn þessum byggingaráformum. Þessi fundur var mér persónulega mikið gleðiefni, því í hjarta mínu hafði ég ekki þorað að vonast eftir svona skýrum skilaboðum til bæjar- stjórnar um þessi mál. Seltjarnarnes er orðið einhver vinsælasti búsetustaður á suðvest- urhorninu. Af hveiju? Vegna þess að Seltjamarnes hefur upp á ýmis- legt að bjóða sem aðrir staðir hafa ekki. Einn aðalkostur þess að búa á Nesinu er ekki síst nálægðin við náttúruna. Þar þarf ekki að nota bílinn til þess að komast í snert- ingu við yndislega óspillta náttúru. Það er nóg að ganga smáspöl og þá er maður staddur í heimi sjald- gæfra jurta og fugla og nýtur hreins sjávarlofts og dásamlegs útsýnis. Þetta eru forréttindi sem æ fleiri kunna að meta. Fólk er að vakna til meðvitundar um að gæði lífsins felast ekki eingöngu í jarðnesku góssi og steinsteypu, heldur í vaxandi mæli í fögm og hreinu umhverfi og virðingu gagn- vart náttúrunni. I áratugi hefur verið tönnlast á orðinu „hagvöxtur" sem einhvers- konar lykilorði fyrir hamingju og velferð, en lítið minnst á andlegan hagvöxt, það er hvernig fólkinu líði raunverulega á sálinni. Hér hefur orðið á breyting, enda mál til komið, því við höfum oft greitt dýru verði þá ytri hagsæld sem við búum við. Við Nesbúar eigum sjaldgæfa náttúruperlu rétt við bæjardyrnar. Þesssi perla yrði ekki einungis okkur á Nesinu gleðigjafi yrði hún varðveitt, heldur ótöldum íbúum Reykjavíkur og nágrennis, sem vildu leggja leið sína hingað vestureftir. í ítarlegri skýrslu Náttúru- vemdarráðs um ástand gróðurs, fuglalífs og náttúrufars á Seltjarn- arnesi er bent á, að öll röskun þessa svæðis, sem enn hefur feng- ið að standa óhreyft sé óæskileg og skaðleg. Eru þessi tilmæli ásamt okkar eigin sterku tilfinn- ingum og óskum um varðveislu svæðisins ekki nægileg rök gegn byggingaráformum? Eg vona að Nesbúar og aðrir geri sér grein fyrir alvöru þessa máls og láti álit sitt í ljós beint eða óbeint, skýrt og skorinort. GUNNAR KVARAN, sellóleikari, Valhúsabraut 23. Seltjamamesi. Vont skipulag Frá Lindu Guðmundsdóttur: ÉG TEL að símþjónustan hjá Læknastöð Vesturbæjar sé rangt skipulögð og ekki nógu góð. Panti maður tíma hjá lækni segir síma- daman að maður eigi að hringja aftur eftir t.d. mánuð og þá verði teknar niður pantanir. Þegar mað- ur hringir svo aftur eftir mánuð er manni sagt að maður komist ekki að vegna þess að maður hafi ekki verið hjá viðkomandi lækni áður. Nú veit ég að ásóknin er mikil en þetta mætti samt skipu- léggja betur. Maður gæti t.d. átt rétt á að panta hjá tveimur læknum og væru þá auknar líkur að kom- ast að hjá öðrum þeirra. LINDA GUÐMUNDSDÓTTIR Fornhaga 15, Reykjavík. Pennavinir Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á kvikmyndum og bóka- lestri: Agnes Bethy Eshun, Box 760, Cape Coast, Ghana. Nítján ára stúlka frá Litháen með mikinn íþróttaáhuga: Jurgita Kreivenaite, Siaures pr. 93-40, Kaunas, Lithuania. Velsk 24 ára stúlka sem safnar póstkortum, einkum dýramyndum, og hefur auk þess áhuga á tónlist, ferðalögum, sögu, alþjóðamálum: Martina Rees, 56a Ridgeway Road, Rumney, Cardiff, CF3 9AE, South Wales, Great Britain. LEIÐRÉTTIN G AR Ekki frum- flutningnr í TÓNLISTARGAGNRÝNI Ragn- ars Björnssonar í Morgunblaðinu 13. maí um flutning Söngsveitar- innar Fílharmoníu á „la Petite Messe Solennelle" eftir G. Rossini, í Langholtskirkju síðastliðinn sunnudag, telur gagnrýnandi að um frumflutning hafi verið að ræða á verkinu hér á landi. En staðreyndin er sú, að Pólýfónkórinn í Reykjavík flutti umrædda messu í apríl 1980 undir stjórn Ingólfs Guðbrandsson- ar í Háskólabíói. Einsöngvarar voru Janet Price sopran, Ruth L. Magn- ússon alt, Jón Þorsteinsson tenor og David Wilson-Johnson bassi. Píanóleik önnuðust Agnes Löve og Anna Málfríður Sigurðardóttir; á harmoníum lék Hörður Áskelsson. Með þökk fyrir birtinguna. Friðrik Eiríksson. Rangt nafn í FRÉTT á bls. 15 í Morgunblaðinu í gær um prestsvígslu í Dómkirkj- unni misritaðist nafn eins vígslu- þegans. Hann heitir Siguijón Árni Eyjólfsson, dr. theol. Beðist er af- sökunar á misrituninni. Vígsluat- höfnin fer fram í Dómkirkjunni á sunnudag klukkan 10,30. Fæðinffar og sparnaður Frá írisi Adolfsdóttur: AÐ FÆÐA bam er stórviðburður í Iífi hverrar konu. Líkami konunn- ar sparar í engu við sköpun barns- ins, og því skildu peningar skipta þar máli. Foreldrar meta barn ekki til fjár, þau vilja því aðeins það besta. Líðan konunnar á með- göngu og í fæðingu skiptir miklu máli. Fæðingarheimilið hefur að öllu leyti tekist að gera umhverfi heimilislegt og notalegt og kona sem vill vera virk í fæðingu verður róleg og örugg og einnig pabbinn. En það er sem ráðamenn hugsi ekki út í það. Þeir setja allar kon- ur og fæðingar undir einn hatt og segja að með því sé hægt að spara. Það er skrítið að ráðamenn skuli ekki krefjast þess af konum að þær samræmi fæðingar og hafi þær bara á vinnutíma 8-16 svo hægt sé að spara ennfrekar! ÍRIS ADÓLFSDÓTTIR, Frostafold 30, Reykjavík. VELVAKANDI VESKI Brúnt kvenleðurveski tapað- ist á svæðinu Fjölnisveg- ur/Freyjugata, þriðjudaginn 12. maí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja i Karólínu í heimasíma 17639 eða vinnusíma 14182. PEYSA Ný handpijónuð peysa á 10 ára dreng var tekin við leikskól- ann við Holtsgötu, þriðjudaginn 12. maí. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 29004. KAPA Dökkgrá kápa með flauel- skraga og flauelsermum var tekin í misgripum á ungversk- íslensku kvöldi i Safnaðarhejmili Garðabæjar 8. maí, en svört kápa með flauelskraga skilin eftir. Sú sem kápuna tók er vin- samlegast beðin að hringja í síma 620432. RUDDA Lítil brún budda með lyklum og strætókorti tapaðist við Grens- ásveg í síðustu viku. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 15382. KETTLINGAR Þrír kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 812146. GOÐAR MYNDIR Valdimar Einarsson: Ég vil þakka fyrir stórar og skemmtilegar myndir frá Græn- landsferð sem birtust í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Einnig fyrir stóra og einstaka mynd frá afbrotavettvangi sem birtist á baksíðu blaðsins á þriðjudag. Þá vil ég lýsa ánægju minni með þátt Ólafs K. Magnússonar, Úr myndasafninu, sem birtist á sunnudögum. Þetta er góður þáttur en umfjöllunin um þessa liðnu atbuði mætti vera ítarlegri. ÚR Stálúr úr tapaðist sunnudags- kvöldið 10. maí fyrir utan Hólm- garð 64, eða við Sigtún 3. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 30761. FJALLAHJÓL Fjallahjól fannst í Seljahverfi 11 maí. Upplýsingar í síma 670956. Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. M METRO í MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 Stærsta markadshlutdeild tölvugagnagrunnskerfa á heimsvísu: 30% - Gartner Group ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 FAGURGRÆN - VATNSÞOUN Henta á svalir - verandír og tíl útstillínga. Hagstætt verð! Breidd 200 cm og 400 cm 4 TEGUNDIR Tennis velúr (2 og 4 m) kr. 980 Við sníðum eftir þínu máli. Opið laugardaga kl. 10-14. TEPPABÚÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.