Morgunblaðið - 16.05.1992, Page 46

Morgunblaðið - 16.05.1992, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND íbr ÚRSLITALEIKUR krr Reykjavíkurmót 1992: FRAM - KR á gervigrasvelli í Laugardal í dag kl. 14.00. Hækkað verð. Fullorðnir kr. 600,- Börn kr. 200,- Meiðsli Matthausar setja Vogts í vanda Möguleikar Þjóð- verja á Evrópu- meistaratitli minnka MEIÐSLi fyrirliða þýska landsliðsins Lothar Mattháusar, munu valda Berti Vogts gríðarlegum vandræðum á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar. Mattháus var ekki bara fyrirliði, hann var reynd- asti maður liðsins, leikstjórnandi þess, einn af mestu markaskor- urumog (nánast alltaf) besti maður liðsins í hverjum leiknum á fætur öðrum um nokkurra ára skeið. Leikkerfi þýska landsliðsins snerust um hann án undantekninga og fjarvist hans gerir liðið á örskotsstundu að höfuðlausum her. Ítalíudraugurinn Meiðsli Mattháusar eru því ekki eina vandamálið sem Vogts á við að glíma. Landsliðsþjálfarinn berst m.a. við draug sem hefur aðsetur á Ítalíu og birtist þannig að allir þýsku landsliðsmennirnir sem leika á Ítalíu — 9 talsins — að frátöldum Jurgen Kohler, hafa leikið langtum verr en þeir eiga að sér í langan tíma. Kohler á hinsvegar við meiðsli að stríða og þátttaka hans í EM er óviss. Miðheijamir Völler og Klinsmann eru dauðir úr öllum æðum, sérstaklega á Völler langt í land, en samt hefur Vogts ákveðið að gera hann að fyrirliða þýska liðs- ins í Svíþjóð og það þýðir að Klins- mann og Karlheinz Riedle berjast um hina stöðuna í framlínunni. Vængmennirnir Brehme og Reuter eru langt frá sínu besta og Reuter hefur á slnu fyrsta keppnistímabiili á Ítalíu breytt um leikstíl, blandar sér ekkert í sóknarleikinn hjá Ju- Berfl Vogts, þjálfari Þýskalands. Kristján Kristjánsson skrifar frá Þýskalandi Vogts hefur síðustu vikur verið að gera upp hug sinn um það hvaða leikmenn fá að fara með til Svíþjóðar í sumar og valið hefur verið erf- itt, enda margir kallaðir en fáir út- valdir. Þrátt fýrir að Vogts hafi byggt á sama kjarna og Beckenbauer gerði 1990, þegar Þjóðveijar urðu heimsmeistarar (en úr byijunarliðinu frá lokaleiknum í HM 1990 eru aðeins Klaus Augent- haler, Thomas Berthold og Pierre Littbarski ekki lengur með), hefur hann neyðst til að gera býsna marg- ar tilraunir með leikmenn sem gengið hafa misjafnlega, hinn fasti kjarni hefur ekki verið jafn álitlegur og oft áður og án Mattháusar er kjarninn varla lengur neinn kjarni. Að auki hefur Vogts sagt að enginn leikmaður fái að fara til Svíþjóðar sem ekki hefur gengið frá hugsan- legum félagaskiptum fýrir komandi keppnistímabil. Þeir sem enn eru á milli vita í þeim málum — og geta þar af leiðandi að mati Vogts ekki •éinbeitt sér sem skyldi — verða að sitja heima. Stefan Effenberg, Andreas Möller og Thomas Helmer gætu því þurft að sitja eftir og enginn veit enn hvort Inter Milan ákveður að setja Jiirgen Klinsmann og Andreas Brehme á sölulista. Tveir æfingaleikir hafa verið leiknir á þessu ári, 0:1 gegn nýju liði ítala í mars og 1:1 gegn Tékkum í apríl leiddi í ljós.að þýska liðið er enn sterkt, en langt frá því jafn skeinu- hætt og fyrir tveimur árum. Sókn- arleikurinn sem var svo kröftugur og fjölbreyttur er orðinn ráðleysis- legur og sóknarmennimir megna ekki lengur að snúa af sér vamar- menn. ventus, líkt og hann gerði með góð- um árangri hjá Bayem Miinchen og lætur helsta vopn sitt, hraðann, rykfalla. Brehme er á 32. ári og andstætt Reuter er það hraðann sem hann skortir fyrst og fremst. Bæði Doll og Riedle hafa misst flug- ið eftir kraftmikla byijun og reynd- ar hafði Mattháus einnig leikið illa um langa hríð. Einu gleðitíðindin sem berast frá Ítalíu eru þau að Thomas Hássler hefur, eftir tveggja ára lægð, sýnt sitt rétta andlit og hann var besti maður þýska liðsins í leiknum gegn Tékkum. Vogts hefur þógreinilega ákveð- ið að byggja á „Itölunum" sínum. Hann hefur ekki ljáð máls á að refsa þeim fyrir lélegan leik á ítal- íu, heldur jafnan bent á að þeir sýni allir sínar bestu hliðar með landsliðinu. Þannig heldur hann mönnum eins og félögunum frá Bayer Leverkusen, Andreas Thom og Ulf Kirsten, utan baráttunnar um miðheijastöðumar, stórstjörnur Bundesligunnar þetta tímabilið, Michael Rummenigge frá Bomssia Dortmund og Maurizio Gaudino frá Stuttgart koma varla til greina. Littbarski verður að sitja heima þrátt fyrir augljósa hæfileika sína sem leikstjómandi og fyrirliði. Vogts hefur verið gagnrýndur mjög fyrir þetta, þ.e. að taka ekki nægj- Andy Möller - verður hann leikstjómandi? Lothar Matth 'aus, fyrirliði heims- meistara Þýskalands, leikur ekki með í EM í Svíþjóð. stendur, auk þess að ná ótrúlega vel saman en gjalda þess að Uwe Bein hefur, þrátt fyrir að vera 31 árs, takmarkaða alþjóðlega reynslu að baki. Allt veltur þó á því að Vogts geti séð af Buckwald í varn- arleiknum, það getur hann ekki nema því aðeins að Jurgen Kohler leiki með af fullum krafti. Möller og Bein þurfa sterkan vamarleikmann með sér og sama gildir um Thomas Hássler og Thom- as Doll. Það gerir möguleika Effen- bergs meiri en Sammers, ef Vogts afræður að gera upp á milli þeirra tveggja, en á hinn bóginn hefur hvorugur þeirra þá reynslu eða stjórnendahæfileika sem leikstjórn- andi þýska landsliðsins þarf að hafa. Sammer hefur vissulega mik- inn sprengikraft og yfirferð, en hann er vanur því hjá Stuttgart að Buchwald fylli upp í eyðurnar sem hann skilur eftir sig. Slíku yrði væntanlega ekki til að dreifa hjá landsliðinu. Að auki þarf Vogts að fást við nýtt vandamál. Fyrir tveim- ur mánuðum hefðu Andreas Möller anlegt tillit til frammistöðu leik- manna heima fyrir og horfa fram hjá slakri framgöngu á Ítalíu. Effenberg, Sammer, Buchwald Lothar Mattháus var jafn mikil- vægur í sókn og vöm. Hann hefur gríðarlegan sprengikraft og getur snúið leik við upp á eigin spýtur, tók fullan þátt í erfíðum vamarleik en var oft um leið fremsti maður í sókn. Hann var stanslaust á hlaup- um, úthaldið nánast ótakmarkað og yfirferðin meiri en áður þekkt- ist. Þetta er gríðarlega gott meðan dugði, nú er það jafn slæmt. Enginn annar hefur þessa sömu hæfileika og eiginlega þarf a.m.k. tvo leik- menn til að fylla skarð fyrirliðans. Berti Vogts verður að endurskipu- leggja leik liðsins, honum bjóðast nokkrir möguleikar en enginn þeirra er einfaldur eða sjálfsagður. í fyrsta lagi getur landsliðsþjálf- arinn einfaldlega sett mann í stöðu Mattháusar og séð hvernig það gengur. Það er einfaldast og heppi- legast ef það gengur upp. Þar koma til greina Matthias Sammer frá Vfb Stuttgart og Stefan Effenberg frá Bayern Miinchen. Sammer er betri sóknarmaður en Effenberg mun betri varnarmaður og í landsleikn- um gegn Tékkum notaði Vogts tækifærið og prófaði Effenberg fyrstan manna. í næsta leik, gegn Tyrkjum, fær Sammer síðan tæki- færi til að sýna hvað í honum býr, en Effenberg var engan veginn sannfærandi gegn Tékkum. Enginn veit svo hversu mikið það skiptir að hálfguðinn Franz Beckenbauer hefur lýst því yfir opinberlega að Vogts eigi að velja Sammer í stað Mattháusar — hér eru menn ekki vanir því að knattspymuheimurinn láti ráðleggingar keisarans sem vind um eyrun þjóta. Vogts gæti síðan tekið þá ákvörðun, sem ekki er talin ólíkleg, að færa Guido Buchwald fram á miðjuna og láta hann leika sömu stöðu og hann leikur hjá Stuttgart, á miðjunni með varnarhlutverk í öndvegi til að vega upp tvo sókn- djarfa miðjumenn. Það myndi gefa möguleika á að nýta besta miðjudú- ettinn í þýsku knattspyrnunni sem stendur, Andreas Möller og Uwe Bein frá Eintracht Frankfurt, eða tefla fram bæði Hássler og Doll í einu. Bein og Möller njóta þess að Bein er eini dæmigerði leikstjórn- andinn í landsliðshópnum sem eftir Guido Buchwald í nýtt hlutverk?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.