Morgunblaðið - 16.05.1992, Side 47
47
og Thomas Doll verið öruggir með
sæti sín í byrjunarliðinu. Nú leika
þeir hvorugur jafn vel og áður,
Thomas Hássler aftur á móti miklu
betur og Uwe Bein, eins og í allan
vetur, næstum óaðfinnanlega.
Verkefni, velgengni og
vandræðamenn
Berti Vogts sagði strax eftir að
ljóst varð að Mattháeusar nyti ekki
við, að deila þyrfti ábyrgðinni og
verkefnunum sem Mattháeus hefur
venjulega axlað einn. Nú er það
höfuðverkur landsliðsþjálfarans að
finna út hvernig réttast er að deila
niður hlutverkum á nýjan leik og
segir til um hæfni hans, hvernig til
tekst. Það er reyndar athyglisvert
að þeir leikmenn sem nú koma til
greina hjá Vogts eru allt saman
hálfgerðir vandræðamenn. Effen-
berg hefur þrisvar verið settur út
úr Bayern-liðinu í vetur fyrir kjaft-
hátt og þegar hann komi inn á í
leik þýska landsliðsins í leik gegn
Wales í fyrra — í Þýskalandi —
púuðu 50.000 áhorfendur á hann
sem einn maður. Vogts neyddist til
þess fyrir leikinn gegn Ítalíu í mars
að setja Möller útúr landsliðshópn-
um, þar sem hann var búinn að
gera allt vitlaust í Þýskalandi og á
Italíu með því að skrifa undir a.m.k.
tvo samninga í einu en neita svo
að efna þá. Fégræðgi og framkoma
Möliers í samningamálum féllu ekki
í kramið hjá Vogts. Matthias
Sammer hefur átt í útistöðum við
Vogts, a.in.k. í tvígang og þurft
að gjalda fyrir það. Nú þarf Vogts
að finna aðferð til að gleyma göml-
um deilum og fá þremenningunum
ný hlutverk.
Ómögulegt er að spá fyrir um
gengi Þjóðverja á EM. Reyndar
verður varnarleikurinn örugglega
lítið vandamál, sóknarleikurinn get-
ur liinsvegar orðið þrautin þyngri,
sérstaklega ef Völier leikur jafn
máttleysislega og hann hefur gert
að undanförnu. Sóknarleikurinn var
mjög slakur í leikjunum við ítali
og Tékka, ekkert færi skapaðist
gegn ítölunum og eitt gegn Tékk-
um, og augljóst að með þeim hætti
verða Þjóðveijar ekki Evrópumeist-
arar, en um það gera sér flestir
nokkuð miklar vonir. Jafnvel þó
Lothar Mattháeus leiki ekki með.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
SKOTFIMI
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Carl reynir við
ÓL-lágmarkið
Carl J. Eiríksson, skotmaður,
er nú í Damörku til að
freista þess að ná ólympíulág-
markinu í skotfimi. Hann fór út
í síðustu viku og sagði við blaða-
mann Morgunblaðins að hann
ætlaði sér að keppa á fjölmörgum
mótum bæði í Danmörku og Sví-
þjóð næsta mánuðinn. Carl sagð-
ist reyna allt til að komast á
Ólympíuleikana í Barcelona,
Shreeves rekinn
Kemur mérekki á óvart, segir Guðni
Bergsson ieikmaðurTottenham
Peter Shreeves var rekinn sem
framkvæmdastjóri Tottenham
í gær og er þetta í annað sinn á
sex árum sem hann er rekinn frá
félaginu. Miklar líkur eru á að
David Webb, fyrrum fyrirliði
Chelsea, sem hefur verið fram-
kvæmdastjóri Southend í fjögur ár,
taki við starfi Shreeves.
Guðni Bergsson, leikmaður Tott-
enham, sagði við Morgunblaðið í
gærkvöldi að það hafi ekki kom sér
á óvart að Shreeves hafi verið rek-
inn. „Það bjuggust fiestir við þessu.
Þetta breytir engu fyrir mig í stöð-
unni. Ég veit nátturlega ekki hver
tekur við, hvort það verður Terry
Um helgina
Knattspyma
KR og Frani leika til úrslita í Reykja-
víkurmótinu á gervigrasvellinum í
Laugardal kl. 14 í dag.
Akranes og Keflavík leika til úr-
slita í Litlu-bikarkeppninni á Akra-
nesi kl. 14 í dag.
Reynir Sandgerði og Víkverji leika
í forkeppni Mjólkurbikarkeppninnar
í knattspyrnu í Sandgerði kl. 20 í
kvöid. Armann og Árvakur leika í
1. umferð bikarkeppninnar kl. 20 á
mánudag.
Frjálsíþróttir
Húsasmiðjuhlaup FH, almennings-
hlaup, verður haldið í dag og hefst
kl. 10.00 við Húsasmiðjuna, Hellu-
hrauni í Hafnarfirði. Þátttakendum
er boðið upp á að,velja milli 3 km
(hringur í HafnarFu-ði), 10 km
(hlaupin Reykjanesbraut og endað
við Húsasmiðjuna í Reykjavík) og
liálfmaraþons (hlaupin Reykjanes-
braut að Skútuvogi og til baka og
endað við Ilúsasmiðjuna í Hafnar-
firði). Keppt er í aldursflokkum (14
ára og yngri, sem hlaupa aðeins 3
km, 15-39 ára, 40-49 ára og 50 ára
og eldri) og fá allir keppendur verð-
launapening. Tekið er við skráning-
um i dag frá kl. 08.45 við Húsasmiðj-
una í Hafnarfirði. Þátttökugjald er
500 kr. og 300 kr. fyrir 14 ára og
yngri. Boðið verður upp á drykki og
grillmat fyrir alla eftir hlaupið. Þeir
sem taka þátt í hálfmaraþoni eiga
möguleika á ferð til Bretlands í vinn-
ing, en dregið verður úr nöfnum
þeirra.
Golf
Opið stigamót verður hjá Golfklúbb-
inum Keili í Hafnarfirði í dag.
GS verður með opið mót á Hólm-
svelli f leiru á sunnudaginn. Byijað
verður að ræsa út kl. 9. Skráning í
sínia 92-14100.
Keila
Laugardagsmót Öskjuhlíðar verður
kl. 20 í kvöld í keilusalnum í Öskju-
hlíð. Á morgun verður minningarmót
um Birni Þórðardóttur. úrslit verða
kl. 17.30.
Skotfimi
Vormót í hagglabyssuskotfimi verð-
ur á skotsvæði Skotfélags Reykjavík-
ur í Leirdal kl. 9 í dag.
Skautar
Yngri flokkur Isknattleiksfólags
Bjarnarins (7 - 12 ára) ætiar að
lilaupa á línuskautum áheitahlaup
frá Selfossi að skautasvellinu í Laug-
ardal í dag. Hlaupið hefst kl. 10 á
Selfossi og verður skautað 50 km
ieið til Reykjavíkur.
Venables eða einhver annar. Þetta
er nokkuð spennandi og ég mun
fylgjast með þessu af miklum
áhuga. Þetta getur skipt miklu
máli fyrir mig persónulega og sjálf-
sögðu liðið,“ sagði Guðni.
Shreeves, sem er 51 árs, sagðist
vera vonsvikinn. „En knattspyrnan
er óútreiknanleg. Ég lít fram á veg-
inn og vonast til að verða flótlega
aftur með í leiknum.“
■ ROB Jones, bakvörður Li-
verpool, mun ekki leika með Eng-
landingum í EM í Svíþjóð. Hann
er meiddur á sköflungi og þarf að
taka sér hvíld frá knattspyrnu fram
í ágúst.
■ STEVE Nicol, varnarleikmað-
ur Liverpool, mun ekki leika með
Skotum í EM. Hann er meiddur á
öxl og fer í uppskurð á næstu dög-
FELAGSLIF
Lokahóf skíðamanna
Lokahóf skíðafélaganna í
Reykjavík verður í kvöld í Agoges-
salnum Sigtúni. Húsið opnar kl. 19,
en borðhald hefst kl. 20.
Uppskeruhátíð FH
Uppskeruhátíð handknattleiks-
deildar FH, fyrir yngri flokka, fer
fram í Kaplakrika í dag kl. 13.
Uppskeruhátíð Vals
Handknattleiksdeild Vals heldur
uppskeruhátíð fyrir yngri flokka í
Valsheimilinu í dag kl. 14.
Lokahóf á Selfossi
Lokahóf handknattleiksdeildar
Selfoss verður í kvöld og hefst með
kvöldverði klukkan 20. Meðal atriða
í hófinu verður uppboð á búningum
leikmanna, karokee-keppni milli
leikmanna og stjórnarmanna og
ávarp Guðna Ágústssonar, for-
manns bankaráðs Búnaðarbankans,
en bankinn er aðalstuðningsaðili
deildarinnar. Veislustjóri verður
Sigurður Sveinsson stórskytta. Hóf-
ið er öllum opið sem vilja.
KNATTSPYRNA
Pat Ewing lék vel og skoraði 27 stig iyrir New York.
Góður loka-
sprettur
hiá New York
Gunnar
Valgeirsson
skrífarfrá
Bandaríkjunum
Pat Ewing átti mjög góðan leik
með New York þegar félagið
vann Chicago, 100:86. Liðin þurfa
því að ieika sjöunda
leikinn og fer hann
fram á morgun í
Chicago. Sigurveg-
arinn mætir sigur-
vegaranum í leik Cleveland og Bos-
ton um sigur í Austurdeildinni.
Eftir þijá leikhluta var Chicago
með tveggja stiga forskot, en í
fjórða leikhlutanum gerðu leikmenn
New York út um leikinn, en þá
skoraði Chicago ekki stig í fyrstu
sex mín. New York vann 32:16.
Ewing skoraði 27 stig fyrir New
York, en hann snéri sig á ökkla í
fyrri hálfleik og haltraði um eftir
það. Jordan skoraði 21 stig fyrir
Chicago. Flestir spá því að Chicago
og Cleveland leiki til úrslita.
Eftir leikinn var John Starks hjá
New York sektaður um 300 þús.
ísl. kr. fyrir fólskulegt brot á Scottie
Pippen hjá Chicago, en hann tók
hálstak á Prippen.
Portland og Utah Jazz leika ti
úrslita í Vesturdeildinni.
URSLIT
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið
Leikur um 3. sætið:
Valur - Fylkir.................2:C
Amljótur Davíðsson og Jón Grétar Jónsson.
Körfuknattieikur
Leikir i NBA-deildinni í fyrrinótt:
Vesturdeild:
Portland - Phoenix Suns....118:106
(Portland vann 4:1).
Seattle - Utah Jazz........100:111
(Utah vann 4:1).
Austurdeild:
New York - Chicago Bulls....100:86
(Staðan er jöfn, 3:3, þegar einn leikur er'
eftir).
Verður KR meistari
fimmta árið í röð?
IBrslitaleikurReykjavíkurmótsins
í knattspyrnu fer fram á gervi-
grasvellinum í Laugardal í dag kl.
14. KR og Fram leika til úrslita og
hafa KR-ingar titil að veija, en
þeir hafa orðið Reykjavíkurmeistar-
ar fjögur síðustu ár.
Bæði liðin mæta til leiks undir
stjórn nýrra þjálfara. Pétur Ormslev
þjálfar Fram, en Tékkinn Ivan Soc-
hor þjálfar KR. Liðin hafa leikið vel
í mótinu og skorað mikið af mörk-
um. KR hefur skorað sautján mörk
í fjórum leikjum, en Fram fimmtán
í fimm leikjum.
Markús Órn Antonsson, borgar-
stjóri, verður heiðursgestur á leikn-
um og mun afhenta sigurlaunin í
leikslok.
Grasleikur á Akranesi
Urslitaleikur Litlu-bikarkeppn-
innar fer fram á Akranesi í dag kl.
14 á aðalleikvanginum. Skagamenn
fá Keflvíkinga í heimsókn. Sigurður
Jónsson er byijaður að leika með
Skagatnönnum og er liann fyrirliði,
þeirra.