Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 48
MICROSOFT. einar j. WlNDOWS. SKÚLASONHF MORGVNBLADW, ADALSTRÆTl C, 101 REYKJAVlK 'ítill 691100, SÍMBRÉF 691ISI, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Kvennaskólinn í Reykjavík: Fjölgað um helm- ing á fyrsta árinu AÐ ÓSK menntamálaráðuneytisins verða helmingi fleiri nemendur teknir inn á fyrsta ár við Kvennaskólann í Reykjavík næsta haust miðað við í fyrra, eða 200 í stað 100. Þá fær skólinn nýrri hluta gamla Verslunarskólans til afnota, og innritunarfyrirkomulagi verð- ur breytt þannig að nemendur verða teknir inn í skólann ósvæðis- bundið úr Reykjavík allri. Að sögn Aðalsteins Eiríkssonar skólameist- ara Kvennaskólans, verður stöðugildum kennara við skólann væntan- lega fjölgað um 5-6 af þessum sökum, en heildarkostnaður vegna breytingarinnar verður á bilinu 10-15 milljónir króna. Aðalsteinn sagði að menntamála- ráðuneytið hefði farið þess á leit við skólanefnd Kvennaskólans skömmu fyrir páska að skólinn kæmi inn í að leysa fyrirsjáanlegan vanda sem við blasir varðandi inn- ritun í framhaldsskólana í vor og í haust, og á fundi í gær hefði skóla- nefndin samþykkt að verða við þessari málaleitan ráðuneytisins. Miðlunartillagan; Mjótt á mun- unum hjá KI MJÓTT var á mununum í gær T atkvæðagreiðslu félaga í Kennarasambandi Islands um miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara í kjaramálum. Af þeim sem greiddu atkvæði voru 44% fylgj- andi tillögunni, en 46,31% voru á móti. Tillagan telst samþykkt, þar sem meira en 50% þeirra, sem atkvæði greiða, þurfa að vera á móti til að fella hana. Kennarar luku við að telja at- kvæðin um kl. 23 í gærkvöldi. Á kjörskrá voru 3.576 og 3.105 greiddu atkvæði, eða 86,83%. Fylgjandi tillögunni voru 1366, eða 44%, en á móti 1438, eða 46,31%. 251 skilaði auðu, 8,08% og ógild atkvæði voru 50, 1,61%. Miðlunartillagan telst felld, ef minnst 50% af greiddum atkvæð- um eru á móti henni, enda hafi minnst 35% atkvæðisbærra manna eða meira greitt atkvæði. Miðað við þetta hafa kennarar samþykkt tillöguna, þó naumt hafi verið. Nemendur í Kvennaskólanum voru samtals 300 síðastliðinn vetur, en með þessari breytingu verða þeir væntanlega orðnir um 500 skólaárið 1993-94, og verður þá allt húsnæði gamla Verslunarskól- ans tekið undir starfsemi skólans. Kennarar við skólann voru 27 tals- ins í vetur, og verður þeim fjölgað um 5-6 næsta haust að sögn Aðal- steins. Þetta ætti ekki að leiða til aukinna útgjalda ríkissjóðs, heldur væri um tilfærslu fjárveitinga að ræða. „Það er þó alveg ljóst að ein- hver aukin útgjöld verða vegna þein’ar aðstöðu sem nú er ekki fyr- ir hendi í húsnæði gamla Verslunar- skólans, og í Kvennaskólanum þurfa að koma til breytingar innan- húss þegar kennaraliðinu fjölgar." Morgunblaðið/RAX 200 Þjóðverjar í veislu á Vatnajökli Hátt í 200 Þjóðvetjar komu saman á Vatnajökli í gær til veisluhalda í boði umboðsaðila Cointreau í Þýskalandi. I hópnum voru bæði viðskiptavinir fyrirtækisins og þýskir blaðamenn. Að sögn Ingvars Karlssonar framkvæmdastjóra heildverslunar Karls K. Karlssonar var Vatnajökull valinn til að leggja áherslu á að drekka bæri Cointreaulíkjör á ís. Frumvarp r íkisstj órnar innar um greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins: Tæpum 3 milljörðum verði varið til greiðslu á skuldum SAMKVÆMT stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í gær verður innistæðum á reikn- ingum einstakra framleiðenda í Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs- ins varið til greiðslu afborgana og vaxta af skuldum þeirra 1. júní næstkomandi. Verði frum- varpið að lögum er gert ráð fyr- ir að tæplega 2.700 miiyónum verði varið til lækkunar á skuld- um þeirra framleiðenda sem mynda innistæður í Verðjöfnun- arsjóði sjávarútvegsins, en auk þess verður um 278 milljónum ráðstafað til lífeyrissjóða sjó- manna. Frumvarpið kom til fyrstu umræðu í gærkvöldi, og lýstu allir þingmenn stjórnarand- stöðunnar sem til máls tóku stuðningi við frumvarpið, og hef- ur því verið vísað til sjávarút- vegsnefndar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kynnti tillögur um greiðsl- ur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarút- Ný lög um LÍN: Flest í framkvæmd á greiðslum lána óbreytt NÝ LÖG um Lánasjóð ísienskra námsmanna voru samþykkt á AI- þingi í gær. Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, segir að námsmenn muni fá í hendur láns- og tekjuáætlun þar sem fram komi hvaða rétt þeir eigi á Iánum eftir að hafa skilað árangri. Þessa áætlun geti þeir svo farið með til viðskiptabanka sinna og fengið út á hana lán til að brúa bil sem kunni að myndast. lána þegar þeir hafi skilað árangri. „Þetta blað geta námsmenn farið með til sparisjóða og viðskipta- banka og þá mun sjóðurinn greiða lánin inn á reikning í þessum pen- ingastofnunum þegar þau verða greidd út,“ segir Lárus. Hann segir þetta fyrirkomulag einungis viðbót, flest annað í fram- kvæmdinni verði óbreytt frá því sem það hefur verið. Lárus segir að í tengslum við umræðu í stjórn LÍN um úthlutun- arreglurnar verði rætt hvernig fara eigi með einstaka þætti þessa máls. Sjá miðopnu. Lárus segir að vilji sé fyrir því hjá stjóm LÍN að ræða við banka og sparisjóði um að námsmenn geti fengið góða fyrirgreiðslu hjá þeim til að brúa bil sem kunni að mynd- ast nú þegar lánin verði greidd eft- Ír að önnum lýkur. Eftir að námsmenn sækja um námslán munu þeir fá í hendur láns- og tekjuáætlun sem byggð verður á upplýsingum í umsókn þeirra um námsframvindu, fjölskylduhagi, tekjur og fleira. Samkvæmt þessum upplýsingum mun í áðumefndri áætlun koma fram hvaða rétt þeir eigi til náms- Eftir atkvæðagreiðslu á þingi í gær lögðu námsmenn blóm við styttu Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli til að minnast hugsjóna sem hann hafði um menntun landsmanna. vegsins á ríkisstjórnarfundi í gær, en þar voru þær samþykktar og stjórnarfrumvarp þar að lútandi lagt fram síðdegis. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessum aðgerðum ætti fyrst og fremst að tryggja atvinnu í sjávar- plássum landsins, í öðru lagi að treysta grundvöll efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar sem byggir á áframhaldandi stöðugleika, og i þriðja lagi að auðvelda atvinnufyrir- tækjum á þeim gmndvelli að laga sig að nýjum aðstæðum. Augljóst væri að í kjölfar hins mikla aflasam- dráttar hefði orðið mikið tekjuhrap í sjávarútveginum og hann þyrfti að laga sig að þessum nýju aðstæð- um. Forsenda þess væri lækkandi vextir og stöðugleiki, en þar að auki þyrfti að aðstoða útflutnings- atvinnugreinarnar með sérstökum almennum aðgerðum og þetta væri einn þáttur í því. Þorsteinn sagði að gert væri ráð fyrir að greitt yrði út úr Verðjöfnun- arsjóði til fyrirtækjanna í réttu hlut- falli við það sem þau hafa greitt inn í sjóðinn. „Hér er um inneign að ræða sem fyrirtækin hafa sjálf greitt í Verð- jöfnunarsjóð, og það er verið að greiða það fyrr til baka en orðið hefði samkvæmt gildandi lögum. Þetta er að því leyti sértæk aðgerð að hún beinist að sjávarútveginum sem höfuð útflutningsatvinnugrein, en á hinn bóginn er hún almenn gagnvart fyrirtækjum í sjávarút- veginum og felur ekki í sér neina mismunun þar sem fyrirtækin fá greitt út í samræmi við það sem þau hafa lagt inn,“ sagði hann. Verja á innstæðunum til greiðslu eftirtalinna skulda sem gjaldfallnar verða við gildistöku laganna: Af- borgana og vaxta af veðskuldum viðkomandi framleiðanda sem hvíla á eignum er tengjast fiskveiðum og fiskvinnslu, skattskulda við ríki og sveitarfélög og annarra gjald- fallinna skulda framleiðanda er tengjast fiskveiðum og fiskvinnslu og vaxta af þeim. Þá verði innistæð- um einnig varið til afborgana og vaxta af þeim veðskuldum sem falla í gjalddaga fyrir lok ársins 1992, og til lækkunar höfuðstóls veð- skuldanna. Sjávarútvegsráðherra sagði að hann hefði sett þá ósk fram í viðræðum við forystumenn stjórnaraðstöðunnar að þeir greiði fyrir því að frumvarpið fáist af- greitt fyrir þinghlé, þar sem gífur- legir atvinnuhagsmunir á lands- byggðinni væru í húfi, og jafnframt útflutningshagsmunir sem þjóðin öll þurfi að huga að. -------»-■» »------- Akranes: Brotist inn í sundlaug- arbyggingu BROTIST var inn í sundlaugina á Akranesi, Jaðarsbakkalaug, i fyrrinótt og stolið þaðan ávísun- um og peningum að upphæð 35 krónur. Farið var inn um glugga á sund- laugarbyggingunni. Málið er óupp- lýst en lögreglan vinnur að rann- sókn þess. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa innbrot verið nokkuð tíð á Akranesi að undan- förnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.