Morgunblaðið - 31.05.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992
IRON MAIDEN,
ein fremsta þungarokksveit heims,
leikur í Laugardalshöll
næstkomandi fimmtudag
eftir Árno Motthíosson
FÁAR tónlistarstefnur hafa fengið á sig eins slæmt orð og þunga-
rokk í öllum sínum breytilegu myndum. Þar hjálpast að útlit
þeirra sem gaman hafa af slíkri tónlist, þ.e. gjarnan sítt hár, leð-
ur og denim, sem samsvarar yfirleitt klæðaburði þeirra tónlistar-
manna sem þeir dá, og að auki oft ókræsilegt innihald texta og
umbúnaður. Ein fremsta þungarokksveit heims, Iron Maiden, sem
leikur í Laugardalshöll næstkomandi fimmtudag, hefur fengið á
sig ýmsar ákúrur vegna einmitt þessa, en þá sést gagnrýnendum
yfir að tónlist sveitarinnar byggist á einlægri skemmtan og að
allur hryllingsbúnaður sem sveitin nýtir í kynningarskyni og til
að setja svip á tónleika, er skotinn allmikilli kimni.
Steve lét f ljós ánægju yfir því að
félagar hans væru farnir að leggja
honum lið við lagasmíðamar, „ég
samdi allt til að bytja með; varð
að gera það því það var enginn
annar tilbúinn til þess. Nú eru laga-
smiðimir hinsvegar orðnir fjórir,
sem tekur vissa pressu af mér og
gefur okkur líka möguleika á meiri
fjölbreytni.“ Fyrsta smáskífan af
plötunni, Be Quick or Be Dead,
skaust beint í annað sæti breska
vinsældalistans, en þrátt fyrir það
segir Steve þá félaga ekki semja
með smáskífur í huga. „Það er frek-
ar að við lítum yfir lagasafnið þeg-
ar búið er að móta plötuna og tínum
úr eitthvað sem við getum sett á
smáskífu."
Steve Harris segist ekki hafa
mikið gaman af flestum þeirra ný-
þungarokksveita sem mest ber á í
dag og segir ekki rétt að flokka
Iron Maiden með speed-, trash- eða
dauðasveitum. „Við semjum lög
með laglínum, þó þau séu þung.
Þessar nýju sveitir lenda oft í blind-
plöturnar og kemur á tónleika. Ég
verð þó að viðurkenna að ég sé
mig ekki fyrir mér að spila þunga-
rokk fimmtugur.
Mér finnst eins spennandi að
vera að spila saman núna og þegar
við byijuðum. Til að mynda var
vinnan við nýju plötuna eins
skemmtileg og þegar við gerðum
fyrstu plötuna okkar,“ segir hann
og verður hugsi. „Þegar ég hugsa
betur um það þá var hún enn
skemmtilegri. Við erum komnir á
það þægilega stig að eiga eigin
hljóðver og hafa allt í hendi okkar.“
Dave sgist hafa bytjað að spila
á gítar af því tónlistin heillaði hann,
en ekki til að verða frægur. Hann
viðurkennir það þó fúslega að fé
og frami geri tónlistariðkan enn
skemmtilegri. Frá íslandi fer sveitin
beint til Bandaríkjanna og Dave
segir að þar sé markaður sem sveit-
armenn ætli sér að sigra. „Það er
nauðsynlegt að hafa eitthvað til að
stefna að, sérstaklega þegar sveit
er komin á svipað stig og Iron
Eins og áður sagði er Iron Maid-
en talin með fremstu þunga-
rokksveitum heims og líklega með
þeim vinsælustu hér á landi. Sveit-
in, sem dregur nafn sitt af pynting-
artæki frá miðöldum, var stofnuð
1976 í miðri pönkbyltingunni í Bret-
landi og því allmikið á skjön við
þá tónlist sem tíðkaðist helst. Þrátt
fyrir háð og spé frá pönkurum og
lítinn áhuga blaða þijóskaðist stofn-
andi sveitarinnar, Steve Harris, við
og þróaði sveitina í þá átt þunga-
rokks sem hún hefur haldið æ síð-
an; þungt kraftmikið blúsrokk með
miklum gítarfimleikum og yfir-
keyrðum söng. Fyrsta plata sveitar-
innar, og bar nafn hennar, vakti á
henni mikla athygli og breska popp-
pressan, sérstaklega blaðið Sounds,
sem lagði upp laupana fyrir nokkru,
fór að skrifa um nýja þungarokk-
bylgju, þar sem Iron Maiden var
fremst meðal jafningja. Á umslagi
þeirrar plötu sást fyrst til ófreskj-
unnar Eddie, sem hefur fylgt sveit-
irini síðan og sett svip á útgáfur
hennar, ekki síður en tónleika, því
Eddie er ríkur þáttur í því að gera
tónleika Iron Maiden með þeim
bestu sem bjóðast þar sem gríðar-
stórt vélknúið líkan kemur á svið
með sveitinni.
Mannaskipti voru tíð í Iron Maid-
en framanaf, en 1981 má segja að
sveitin hafi verið orðin þannig skip-
uð sem allir þekkja, með Steve
Harris á bassa, Adrian Smith og
Dave Murray á gítar, og Bruce
Dickinson, sem kallaður hefur verið
maðurinn með leðurlungun, og sá
um sönginn. Nokkru síðar slóst í
hópinn trymbillinn Nicko McBain,
sem er enn í henni, og þegar Adr-
ian Smith hætti skömmu áður en
þarsíðasta plata sveitarinnar kom
út kom í hans stað Jannick Gers,
öllu fremri gítarleikari en Adrian
og að auki liðtækur lagasmiður.
Með tímanum hafa líka aðrir en
Steve Harris lagt fyrir sig lagasmíð-
ar, sem gefur sveitinni svigrúm til
að þróast; ef þeir félagar vilja á
annað borð breyta út af þeirri form-
úlu sem hefur malað þeim gull.
Andlit sveitarinnar hefur verið
söngvarinn Bruce Dickinson, en
hann er vel menntaður, hefur hasl-
að sér völl sem bamabókahöfundur
og fengið lof gagnrýnenda.
Eins og áður sagði hefur sveitin
starfað í um sextán ár og haldið
traustum vinsældum síðustu tíu
árin. Til marks um það að hún er
enn að bæta við sig má nefna að
fyrir tveimur vikum kom út ný
breiðskífa Iron Maiden og fór
snimmhendis í fyrsta sæti breska
breiðskífulistans. Næstu viku á eft-
ir seig platan niður, sem vonlegt
er, en þó ekki lengra en í sjöunda
sæti og allar líkur eru á að hún
þokist uppávið að nýju.
Meiri fjölbreytni
Sveitarmenn hafa í ýmsu að snú-
ast áður en til íslands er haldið og
í Iiðinni viku vom þeir við mynd-
bandssmíð í gamalli dælustöð í
Lundúnum. Allir komu þeir vel fyr-
ir; einkar afslappaðir og lausir við
allar frægðarflækjur og ámóta.
Milli stríða gafáE tími til að spjalla
við einn og einn í einu og fyrstur
var stofnandi sveitarinnar, Steve
Harris, sem lét vel af plötunni nýju.
Hann var ekki á því að það hefði
verið mikið mál að beija hana sam-
an, „það tók okkur ekki nema fjóra
mánuði að vinna plötuna, en það
er vitanlega alllangt síðan við fórum
að semja á hana. Okkur finnst allt-
af jafn gaman að semja fyrir plötu-
upptöku og tökum yfirleitt nokkrar
vikur bara í það. Það má segja að
við setjum okkur ákveðin tímamörk,
því við vinnum vel undir pressu."
götu, því það er ekki hægt að þróa
það þungarokksafbrigði sem þær
leika nema takmarkað. Ég kann
þó vel að meta margar nýjar rokk-
sveitanna og til að mynda held ég
upp á Metallica, og þá sérstaklega
nýju plötuna, enda er Metallica að
þróast í átt að meiri laglínum, sem
er eina færa leiðin."
Sextán ár í viðbót
Dave Murray gítarleikari, sem
verið hefur í Iron Maiden nánast
frá upphafi, segist ekkert sjá því
tii fyrirstöðu að sveitin starfi sextán
ár til viðbótar. „Það er engin ástæða
til að hætta á meðan fók vill kaupa
Maiden. Að mínu viti er þó betra
fyrir hljómsveit að fara rólega í
gegnum ferilinn, selja einhveijar
milljónir af hverri plötu og halda
lengi áfram, eins og við höfum gert,
frekar en að selja tugmilljónir af
einni eða tveimur plötum og svo
er allt búið. Það má segja að þetta
hafi veri okkar lífsspeki og hefur
tryggt það að við höfum alltaf ver-
ið ánægðir með það sem við erum
að gera.“
Dave sagðist sannfærður um að
tónleikarnir á íslandi yrðu skemmti-
legir. „Það stóð til að við færum
til Islands á síðasta ári og okkur
þótti miður þegar ekkert varð af
því, Það verður því tvöföld ánægja
að byija heimsreisuna á Islandi og
fá loks tækifæri til að skoða landið."
Dave sagði tónleikadagskrá
sveitarinnar, sem viðruð verður í
Laugardalshöll á miðvikudag, hefð-
bundna. „Á dagskránni verður
blanda af gömlum lögum og nýjum.
Líklega leikum við um helminginn
af nýju plötunni og svo eldri lög
sem við höfum verið að leika á tón-
leikum í áraraðir."
Skref framávið
Nico McBain, tiymbill sveitarinn-
ar, segir plötuna nýju skref framá-
við fyrir sveitina. „Síðasta plata var
sönnun þess að við værum enn í
fullu fjöri og á henni var mikill
kraftur og keyrsla. Á nýju plötunni
er svipuð keyrsla, en einna mest
ber þó á því að textarnir eru orðnir
innihaldsríkari og tengjast meira
því sem er að gerast í kringum
okkur. Það hefur vitanlega áhrif á
tónlistina. Hlutur Jannick hefur líka
sitt að segja, því þegar kom inn í
sveitina á sínum tíma vorum við
búnir að semja lög á plötu og því
er þetta í fyrsta sinn sem reynir á
hann sem fullgildan meðlim. Það
gerði alla vinnu við lagasmíðar
skemmtilegri og . auðveldari, því
hann lagði töluvert til málanna."
Eddieásínumstað
Bruce Dickinson, söngvari, tók
undir með Nico að meira væri lagt
í textana nú en yfirleitt áður og
sagði það vísvitandi. „Mig langaði
til að gera textana nútímalegri, en
ekki hafa þá í þessum hefðbundna
búningi goðsagna og ámóta. Það
má kannski segja að innihaldið sé
í sjálfu sér ekki svo ólíkt, en það
er erfitt að vera að syngja um Þór
eða Óðin í ljósi ástandsins í heimin-
um í dag. Áður fyrr nýttum við
goðsagnaminni til að draga upp
myndir eða segja dæmisögur, en
það er líka gott að hvíla sig á því
um stund, í það minnsta á þessari
plötu.“
Bruce lagði þó ríka áherslu á að
lukkufígúra sveitarinnar, ófreskjan
Eddie, sem hefur tekið virkan þátt
í tónleikum sveitarinnar, væri enn
með í sveitinni, „og hann _fer með
okkur í heimsreisuna. íslenskir
áhorfendur fá því að beija hann
augum.“
Bruce var að vonum stoltur yfir
velgengni plötunnar, en sagði að
hún hefði komið nokkuð flatt upp
á sig. „Við áttum ékki von á því
að platan myndi fara svo vel af
stað í Bretlandi. Ánægjulegast er
þó að við höfum heyrt frá ýmsum
sem hafa látið í ljós ánægju með
hvernig húm hljómar og margir spá
því að þessi plata eigi ekki eftir að
seljast eins og venjuleg Iron Maiden
plata; hún eigi eftir að ná til mun
fleiri. Það má því ljóst vera að við
erum enn á uppleið.“