Morgunblaðið - 31.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.1992, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓmR FOLK ■ TERRY Venables keypti í gær tvo nýja leikmenn, framhetjann Pet- er Beadle og varnarmaniiinn Dean Austin frá liðum í neðri deild- unum í Englandi í stað landsliðs- mannanna, Paul Gascoigne og Gary Linker sem hafa verið seldir. Líklegt er talið að Tottenham kaupi einnig Dannen Anderton frá Portsmouth fyrir 1,5 milljónir punda (155 milljónir ÍSK) á mánu- dag, Aðstoðarþjálfarinn Doug Li- vermore tekur við stöðu Peter Shreeves sem aðalþjálfari liðsins. ■ LAURENT Blanc, landsliðs- maður Frakka sem lék með Napólí á Ítalíu sl. vetur, mun leika með Marseille næsta keppnistímabil. Blanc, sem er 25 ára, vaf seldur frá Montpellier til Napólí fyrir ári síðan á 285 milljónir ÍSK, en samkvæmt heimildum ítalska blaðsins Gazetta dello Sport greiðir Marseille 240 milljónir ÍSK fyrir Blanc. Frönsku meistararnir hafa þegar keypt Kró- atann Zvonimir Boban og mun lík- lega kaupa varnarmanninn Jean- Marc Eydeliefrá Nantes á næstu dögum. ■ ROB Witschge hjá Feyernood hefur verið valinn í hollenska landsl- iðshópinn í staðinn fyrir bróður sinn Richard Witschge sem er meiddur. ■ ARGENTÍNSKI landsliðsmað- urinn Claudio Caniggia mun leika með AS Roma á næsta keppnistíma- bíli. Hann lék með Atalanta í vetur. ■ BELGÍSKA landsliðsmarkverð- inum Michel Preudhomme og markverði Mechelen hefur verið neitað af forráðamönnum félagsins um að skipta yfir í ítalska félagið Brescia, og er allt í járnum á milli hans og félagsins. ■ BRESKI tugþrautarmaðurinn Daley Thompson meiddist á öxl á æfíngu nýlega og er óvíst hvort hann verður búinn að ná sér fyrir Ólympíuleikana í Barcelona í sum- ar. ■ THOMPSON á að baki glæsi- legan feril á Ólympíuleikum, en hann varð Ólympíumeistari í tugþraut 1980 og 1984, en lenti í fjórða sæti í Seoul 1988. M ZOLA nokkur Pieterse náði Ólympíulágmarki í 3.000 metra hlaupi á mánudaginn, og kemur til með að hlaupa fyrir hönd S-Afríku í Barcelóna í sumar. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hún hljóp fyrir hönd Bretlands á síðustu tveimur Ólympíuleikum og þá undir nafninu Zola Budd. ■ TIM Taylor mun þjálfa banda- ríska íshokkí liðið fyrir Vetrarólymp- íuleikana í Noregi 1994. Bandaríska Ólympíunefndin á að vísu eftir að leggja blessun sína yfír ráðningu hans, en fastlega er búist við að hún samþykki hana. ■ HEIMSMETHAFINNIom Ja- ger sigraði í 50 metra skriðsundi á sterku sundmóti í Flórída síðustu helgi. Hann synti á 23.49 sek. ■ TODD Pace kom annar í mark rétt á eftir Jager á 23.56 sek. Matt Biondi gullverðlaunahafí í greininni frá síðustu Ólympíuleikum varð þriðji á 23.63 sek. ■ JANET Evans heimsmethafi og þrefaldur Ólympíumeistari, sigraði í þremur greinum á mótinu; 200, 400 og 800 metra skriðsundi. ■ MIKE Barrowman sigraði í 200 metra bringusundi á 2 mínútum 16.46 sek. Barrowman á sjálfur heimsmetið sem er 2:10.60 mín. ■ HEIMSMETHAFINM 200 metra baksundi, Spánverjinn Martin Zubero sigraði í 100 metra bak- sundi á 55.36 sek. •9 INDI 500, kappaksturinn sem kenndur er við Indianapolis var um helgina. A1 Unser hinn yngri sigr- aði í fyrsta sinn. Faðir hans A1 Unsef hin eldri sigraði þrívegis í þessum kappakstri. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur fyrrverandi sigurveg- ara fer með sigur af hólmi. ■ LYN St. James, stúlka frá Florida var eina konan sem tók þátt í akstrinum og er þetta í fyrsta sinn í 20 ár sem kona tekur þátt. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 31. MAI 1992 t KNATTSPYRNA Arndís bikarmeist- ari með Arsenal ARNDÍS Ólafsdóttir, knatt- spyrnukona úr KA á Akureyri, varð enskur bikarmeistari með kvennaliði Arsenal. Hún dvaldi í Englandi f vetur og lék með liðinu í deildar- og bikar- keppninni og stóð sig vel. Hún er nú komin heim til Akureyrar og ætlar að leika með KA f sumar eins og hún hefur gert fimm sfðustu árin. Arndís, sem er tvítug, byijaði að æfa knattspymu með KA þegar hún var 12 ára gömul. Hún æfði einnig í handbolta á sínum yngri árum en síðan varð knatt- spyrnan ofaná. Hún varð fyrsti íslandsmeistariKA í 2. flokki kvenna 1988. Á síðasta keppnis- tímabili var hún markahæst í liði KA - gerði 7 mörk, en liðið féll í 2. deild. Hún fór síðan til Englands sl. haust til að gerast „au pair“ og lék jafnframt með Arsenal. „Það var mjög gaman að leika með Arsenal. Við lékum í 2. deild og unnum alla leikina og tryggðum okkur sæti í 1. deild. Við lékum til úrslita í bikarkeppninni gegn Millwall, sem varð í þriðja sæti í ensku 1. deildinni, og unnum 1:0. Ég kom inná sem varamaður þar sem ég hafði átt við meiðsli að stríða rétt áður. Ég lék flesta leiki liðsins í deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk,“ sagði Arndís, sem leikur á miðjunni. Hún sagðist hafa hug á því að fara aftur til Englands til að leika með Arsenal. Þijár stúlkur úr Arsenal eru í enska landsliðinu og var ein þeirra í byijunarliðinu gegn íslendingum í Évrópukeppninni fyrr í mánuðinum, er England sigr- aði 4:0. „Fyrir keppnistímabilið var deildarskipting tekin upp í Eng- landi og liðið sett í 2. deild. Menn voru ekki á eitt sáttir með að Arsenal var sett í 2. deild og við sýndum það og sönnuðum í vetur að Arsenal á heima í 1. deild," sagði Arndís. Amdís kom heim til íslands í Morgunblaðið/Rúnar Þór Arndís Ólafsdóttir er hér í Arsenalbúningnum og með verðlaunagripinn sem hún fékk fyrir að verða enskur bikar- meistari með Arsenal. Hún mun klæðast KA-búningnum í sumar. síðustu viku og er byijuð að æfa með KA og verður lögleg með lið- inu í fyrsta leik gegn UBK í bikar- keppninni 9. júní. Hún þjálfar 3. og 4. flokk KA í sumar eins og hún gerði í fyrra. Pétur Ormstev Fram(1) Hlynur Birgisson Þór(1) Sævar Jónsson Val (1) Andri Marteinsson FH(1) Anton Björn Markússson Fram (1) Baldur Bjarnason Fram (1) Valdimar Kristófersson Fram (1) Ríkharður Daðason Fram (1) LIÐ 2. UMFERÐAR uaiaunnn &o x& stig úr lélegu leikjunum - segirSigurðurLárusson, þjálfari Þórs ÉG er ánægður með byrjunina en þori ekki að spá neinu um fram- haldið. Lið koma tíl með að eiga góða og lélega leiki en galdur- inn við velgengni er að fá stig úr lélegu leikjunum. Það verða svo aðrir að dæma um það hvort þessir leikir; gegn Fram og Breiðablik tilheyri góðu eða slæmu leikjunum hjá okkur,“ segir Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs sem vermir toppsætið í Sam- skipadeildinni að afloknum tveimur umferðum. Þórsliðið hafnaði i 2. sæti 2. deild- ar í fyrra og nokkrar breyting- ar hafa orðið á iiðinu frá í fyrra. Fyrirliðinn Nói Bjömsson fór til Magna, Þorsteinn Jónsson til FH og Friðrik Friðriksson til ÍBV en liðið hefur fengið Sveinbjöm Hákonarson og Lárus Sigurðsson markvörðinn sparklanga sem hefur haldið marki Þórs hreinu í tveimur fyrstu leikjun- um. „Breytingamar em ekki miklar frá í fyrra en nú emm við að eiga við sterkari lið og höfum því fært okkur aftar á völlinn", segir Sigurð- ur sem telur spá forráðamanna 1. deildarféiaganna fyrir tímabilið hafa við lítið að styðjast. „Spáin er fáránleg og sýnir fyrst og fremst álit Reykjavíkurfélaganna á landsbyggðarfélögunum. Lið Þórs og KA fara eina ferð suður og eru eins og beljur á svelli á gervigrasinu og era dæmdir eftir því. Hins vegar vil ég taka það fram að ég hef ekk- ert á móti þessari spá. Við hlægjum að henni og hún gerir það að verkum að það er minna álag á liðinu," seg- ir Sigurður. Sigurður sagði að hann hefði ver- ið með stífar æfíngar 5 fímm vikpr fyrir jólin. Leikmenn hefðu síðan fengið hálfs mánaðar frí yfír hátíð- ina en síðan hefði henn verið að smá auka við æfingálagið allt fram að íslandsmótinu. Það er hins vegar I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.