Morgunblaðið - 31.05.1992, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÖIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992
Krislján Ásgeirs-
son skipsijóri
Fæddur 23. september 1899
Dáinn 18. máí 1992
Langri og gifturíkri ævi er lokið.
Níutíu og tveggja ára gamall maður
verður lagður til hinstu hvílu í gró-
andanum.
„í kiii skal kjörviður," þetta kom
mér fyrst í hug þegar ég sá hann.
Það þurfti ekki nema eitt augna-
kast, þétt handtak til þess að sjá
að hér fór maður hinna gömlu gilda.
Maður trúmennskunnar, samvisku-
seminnar, traustsins, dýrmætur
maður.
Kristján fæddist á Hvítanesi í
Ögurhreppi við ísafjarðardjúp og
ólst þar upp og á Eyri í Skötufirði.
Ásgeir faðir hans var sonur Einars
Hálfdánarsonar, bónda á Hvítanesi,
sonar Hálfdáns Einarssonar, próf-
asts á_ Eyri í Skutulsfirði (núver-
andi ísafjarðarkaupstaður). Hall-
dóra móðir hans var dóttir Péturs
Zars Halldórssonar frá Múla í
ísafírði. Það stóðu að honum traust-
ir stofnar sem hann erfði allt það
besta frá; greind, dugnað og mark-
sækni.
Ekki veitti honum af þessum eig-
inleikum því lífíð fór ekki mjúkum
höndum um sveininn. Faðir hans
drukknaði í róðri 7. janúar 1905
og ekkjan stóð uppi með fjögur
börn. Halldóra fluttist til ísafjarðar
þar sem hægt var að fá vinnu en
Kristján varð svo heppinn að fara
að Eyri í Skötufírði til einstakra
sæmdarhjóna. Hann batt jafnan
tryggð og vináttu við börn og af-
komendur þeirra alla tíð.
Um fermingu er Kristján kominn
til móður sinnar og systkina á
ísafírði. Hann átti fjórar alsystur:
Álfheiði, f. 1887, d. 1918 úr
spönsku veikinni. Þórunn, f. 17.
apríl 1896, býr í Reykjavík. Gunh-
hildi, f. 9. janúar 1902, d. 12. fefy-
úar 1975, og Sigríði, f. 7. septem-
ber 1903, d. 14. maí 1981. Sigríður
var gift Jóni Valdimarssyni vél-
stjóra og hún eignaðist níu böm.
Halldóra móðir Kristjáns var
ráðskona hjá manni á ísafírði, ekkli
og átti með honum son: Ásgeir Jó-
hannesson, pípulagningameistara.
Hann var kvæntur Þuríði Edwald
og átti þijú börn. Jóhannes lést
skömmu eftir fæðingu sonarins og
þar sem þau höfðu ekki verið gift,
gerðu erfíngjar mannsins Halldóru
að víkja burt úr húsinu með öll
bömin. Nú vom góð ráð dýr, en
Kristján nýfermdur fór á sjóinn og
öll laun hans mnnu beint í heimilið.
Hann axlaði ábyrgð ungur, raunar
alla ævi. Það lýsir ákaflega vel
skaplyndi hans að hann ræddi aldr-
ei um tildrög þess að hann varð svo
ungur fyrirvinna fyrir stóm heimili.
Hann hélt ekki á lofti lúalegri fram-
komu gagnvart einstæðri móður.
Nei, hann bjargaði málum.
Það hefur verið sagt af fróðum
mönnum að Norður-Atlantshafíð sé
hættulegasta haf jarðar og þeir sem
horfast í augu við það og sigrast á
því em sko ekkert trys. Kristján
var einn þeirra. Hann tók skip-
stjórapróf og sigldi fleyi sínu jafnan
heilu til hafnar.
Um 1930 fluttist hann til Akur-
eyrar og kvæntist þar 1931 Ólafíu
Önnu Bjamadóttur Hjaltalín. Hún
var dóttir Bjarna Hjaltalín og Þóm
Þórarinsdóttur Hjaltalín. Anna lést
14. júní 1947 aðeins 49 ára gömul.
Þau hjónin eignuðust eina dóttur,
Eddu. Dóttirin var á viðkvæmum
unglingsaldri, bara fjórtán ára. Eins
og alltaf var gott fólk í kringum
Kristján. Móðurfólk Eddu hafði
hönd í bagga með uppeldi hennar.
Hún fékk alvarlegan sjúkdóm, löm-
unarveiki, sem hún var lengi að ná
sér af og líklega aldrei að fullu. Þau
feðginin bjuggu hér í Reykjavík og
Edda giftist Sigmundi Jónssyni frá
Bijánsstöðum á Skeiðum. Þau hjón-
in eiga sex böm, fjóra syni og tvær
dætur.
Kristján bjó rétt hjá ungu hjónun-
um fyrstu árin og alltaf í mat og
þjónustu hjá Eddu. Þegar hjónin
fluttu í Hvassaleiti 97, bjó hann þar
á heimilinu fram á síðasta dag.
Elskaður og virtur.
Samfélagið í Hvassaleitinu var
alveg einstakt. Þetta var þriggja
kynslóða fjölskylda sem bjó saman
í slíkri eindrægni að fágætt er.
Kristján náði því að umgangast
fjórðu kynslóðina, átta yndisleg
bamabamabörn, sjö drengi og eina
stúlku. Þegar ég kynntist heimilinu
voru öll bömin í námi: Kristján,
Helga, Friðrik, Anna, Nonni og
Einar. Eitt var víst, í erli daganna
var afínn kjölfestan. Afínn var
ómissandi. Afínn var kletturinn sem
allar öldur brotnuðu á.
Þama var opið hús, svo að segja.
Krakkarnir í kómm og íjölbreyttu
félagslífí, margt um manninn, vinir,
skólafélagar, vinnufélagar, allir vel-
komnir. Höfðinglegar veitingar,
vinátta. Tók svo ekki húsmóðirin
hún Edda uppá þvi að fara í MH
líka. Bættist þá enn við, m.a. undir-
rituð.
Það fór ekki hjá því að fólk dáð-
ist að þessari samhentu fjölskyldu.
Mér er skýrt í minni samvinna Ein-
ars og afans (líklega hinna á und-
an) við blaðaútburð fyrir allar aldir
á morgnana. Hvernig Edda eða ein-
hver annar í fjölskyldunni ók honum
hvern einasta dag i vinnu og sótti
hann svo. Hvernig Kristján vann í
Ora, vakinn og sofínn um velferð
fyrirtækisins. Hann vann þar í þijá-
tíu og sjö ár, eða til áttatíu og átta
ára aldurs. Geri aðrir betur!
Ég tel það enga tilviljun að hann
náði svo háum aldri og hélt góðri
heilsu fram að síðasta ári. Hann
var gæfumaður í lífí sínu þrátt fyr-
ir föðurmissi á unga aldri og missi
eiginkonu frá ungu bami.
Hann naut þeirrar fágætu að-
stöðu að vera á heimili elskaðrar
dóttur og tengdasonar umvafinn
ást og virðingu allra. Hann hafði
tilgang í lífínu. Hann naut þess að
sjá fjölskylduna vaxa og öll fallegu
bamabarnabörnin sem nú fylla hús-
ið. Dóttirin var gæfa hans. Hann
gat verið stoltur af henni, sem hann
var á sinn hljóðláta hátt, konunni
sem er margra bama móðir og brýst
í langskólanám og nú virtur kenn-
ari við menntaskólann þaðan sem
hún og öll bömin luku stúdents-
prófí.
Nú þegar móðir jörð tekur mildi-
lega við barni sínu eftir langan og
farsælan æviferil horfum víð til
baka. Sjáum lífsþráðinn sem spann-
aði hartnær eila öld. Mestu umbylt-
ingartímar íslenskrar sögu. Sjáum
verkin hans, sporin hans, litli sex
ára snáðinn sem varð föðurlaus,
ferð til vandalausra hjóna sem
reyndust honum afburðavel, piltinn
nýfermdan sem varð fyrirvinna
móður og systkina. Manninn sem
missti konu sína frá dótturinni
ungri, erfíð veikindi hennar. Breyt-
ing á störfum hans þegar hann fór
í land. Hvergi hismi eða gróm í
verkum hans. Alls staðar heilindi
og trúnaður, enda var Tryggvi í
Ora búinn að ganga frá því að
Kristján gat unnið eins lengi og
hann sjálfur vildi. Vann fram að
níræðu. Gerði alltaf meiri kröfur til
sín en annarra.
Lífsþráðurinn frá Hvítanesi inn
í birtu vorsins undir angan af ösp,
birki og gróandi lífi. Vegna hans
sem var maður lífsins. Stóðst allar
skyldur og kröfur lífsins, reyndi
aldrei að víkjast undan neinu. Litli
föðurleysinginn sem eignaðist stór-
ijölskyldu, umvafínn ást og kær-
leika alla tíð. Þvílík forréttindi á
báða bóga. Nú þegar flestir reyna
að koma af sér öldruðum. Samfé-
lagið væri öðruvísi væru hér fleiri
fjölskyldur eins og í Hvassaleiti 97.
Það er Ijóst að Kristján skildi
eftir sig mikil auðævi, ekki þessi
sem mölur og ryð fá grandað, held-
ur þau óforgengilegu. Manngildið
sem hann ræktaði hefur skilað sér
og heldur áfram að gera það. Ekki
bara í höldunum litlu þremur, þrí-
stirninu, litlu strákunum, sonum
Helgu, Friðriks og Önnu, sem allir
verða tveggja ára á þessu ári og
leita enn að afa og voru honum
miklir gleðigjafar ásamt hinum
barnabarnabörnunum, heldur öllum
hinum sem eiga þennan dýrmæta
sjóð minninga.
Allt lífsstarf hans var fordæmi
sem öðrum væri hollt að taka til
fyrirmyndar nú á tímum bruðls og
sóunar. Fræin sem hann sáði í
hjörtu þeirra, lífsblómanna sinna,
bera fyrirheit um nýja kjörviði.
Öllum ástvinum hans nær og fjær
eru hér færðar samúðarkveðjur.
Merkur maður hefur hnigið til fold-
ar. Móðir jörð veitir honum Ijúflega
viðtöku og vaggar honum á kær-
leiksöldum, en kærleikurinn var
ívafíð rauða í öllu lífsmunstri hans.
Erna Arngrímsdóttir.
Afí Kristján var góður. Hann
talaði ekki mikið, en vissi alltaf
hvað okkur þótti gaman að gera.
Það var svo gaman að fara rrteð
honum í bakaríið að kaupa snúð,
eða bara í göngutúr og líta við á
róluvellinum. Svo áttf hann alltaf
súkkulaði sem hann gaf okkur þeg-
ar við komum í heimsókn. Þá leiddi
hann okkur upp á loft og gaf okkur
súkkulaðitöflur í lófana. Stígur vildi
líka alltaf kúra fyrir ofan afa þegar
við gistum í Hvassó. Kannski voru
þeir svona góðir vinir því að þeir
þurftu svo lítið að tala saman.
Núna er hann afi hættur að vera
lasinn og orðinn engill hjá Guði þar
sem honum líður vel.
Við söknum afa, því hann var
okkur svo kær og við þökkum fyrir
að hafa átt allar góðu stundirnar
með honum. Guð blessi afa Kristján.
Edda Björk og Stígur.
Hann afi minn og nafni er látinn
á 93. aldursári. Við fráfall hans er
margs að minnast og margt að
þakka. Afí fæddist á Hvítanesi í
Ógursveit við ísafjarðardjúp 23.
september 1899. Hann var aðeins
fímm ára gamall er faðir hans
drukknaði og við það sundraðist
fjölskyldan og ólst afi upp á Eyri
í Skötufirði. Þrátt fyrir aðskilnaðinn
fylgdist hann vel með móður sinni,
systrum og hálfbróður og hélt alla
tíð góðu sambandi við þau. Eins
var ávallt mjög kært með honum
og fóstursystkinum hans. Afí þurfti
snemma að sjá fyrir sér og stund-
aði hann sjómennsku frá blautu
bamsbeini, fyrst sem háseti og síð-
ar sem skipstjóri.
Afí kvæntist árið 1931 ömmu
minni, Ólafíu Önnu Bjarnádóttur
Hjaltalín. Þau eignuðust tvö böm,
það fyrra son sem fæddist andvana
árið 1932 og ári síðar einkadóttur-
ina, Eddu. Amma og afí sem bjuggu
nær allan sinn búskap á Akureyri
urðu fyrir því að missa allar eigur
sínar í húsbmna árið 1944.
Amma dó langt um aldur fram
árið 1947. Nokkru eftir lát hennar,
eða um 1950, hætti afí á sjónum
og fljótlega eftir það fluttist hann
til foreldra minna og bjó þar æ síð-
an. Nú á dögum er frekar sjald-
gæft að kynslóðir búi saman á
heimili. Fyrir okkur systkinin vom
samvistirnar við afa mjög dýrmætar
og samband hans og föður okkar
var einstakt og gott. Kom það vel
fram í veikindum þeirra beggja
hversu mikla umhyggju þeir bám
hvor fyrir öðmm. Já, hann afí var
nú aldeilis betri en enginn. Ekki var
svo sem afskiptaseminni fyrir að
fara, en hann studdi okkur leynt
og ljóst í því sem við tókum okkur
fyrir hendur í leik, námi og starfí.
A mannmörgu heimili dugir ein
fyrirvinna vart til að vinna fyrir
nauðsynjum. Það munaði því um
framlag afa, ekki aðeins við uppeldi
okkar systkinanna, heldur einnig
varðandi aðdrætti. Afí sá okkur
einnig fyrir þvi sem telja mátti til
munaðar, svo sem skíðum, skautum
og þess háttar. Ósjaldan stakk hann
að okkur vasapeningum, en það var
eins og hann fyndi á sér þegar við
vomm eitthvað sérstaklega pen-
ingaþurfí. Eitt af því sem einkenndi
afa var að hann tók ávallt að sér
þann sem yngstur var í systkina-
hópnum. Hann leyfði okkur að sofa
fyrir ofan sig þegar barnarúminu
sleppti og síðan tók við svefnsófí í
„herberginu hans afa“, þegar næsti
bankaði upp á. Þannig hafði hann
okkur bræðurna koll af kolli. Og
þessari reglu fylgdi hann einnig við
barnabarnabörnin þegar þau gistu
hjá ömmu, afa Munda og afa Krist-
jáni.
Eftir að afi hætti á sjónum réðst
hann sem verkstjóri hjá Ora, kjöt
og rengi, sem síðar varð Niðursuðu-
verksmiðjan Ora. Vann hann þar
óslitið í tæplega 40 ár, eða þar til
hann lét af störfum árið 1987, þá
orðinn 88 ára gamall. Milli afa og
vinnuveitenda hans ríkti gagnkvæm
virðing og traust og naut fjölskylda
okkar þess, m.a. höfum við öll
systkinin unnið í Ora í lengri eða
skemmri tíma. Sem verkstjóri var
hann ákveðinn og sanngjarn en
sumum þótti hann nokkuð strang-
ur. Hann gerði miklar kröfur til
sjálfs sín, var ósérhlífínn og þjarkur
til vinnu og þannig vildi hann að
þeir sem í kringum hann voru væru
einnig. En hann var mikils metinn
af samstarfsfólki og það bar hlýjan
hug til hans, það höfðum við fjöl-
skylda hans margoft fengið stað-
festingu á. Og víst var að hann
hlífði okkur systkinunum ekki,
nema síður væri, þegar við unnum
undir hans stjórn. Iðjuleysi átti ekki
við afa og eftir að hann lét af störf-
um í Ora fann hann sér hlutverk
heima fyrir. Hann þvoði upp, ryk-
sugaði, fór í búðina og fór í sínar
föstu gönguferðir um hverfið. Um
langt skeið aðstoðaði hann bræður
mína við að bera út Morgunblaðið,
sem var blaðið hans, enda var hann
árrisull maður og gat vel hugsað
sér að drífa út blaðið áður en hann
mætti til vinnu klukkan sjö að
morgni. Áður fyrr fór hann með
okkur barnabörnin í bæinn, niður
að tjörn og að höfninni. Hafið stóð
honum alltaf nærri og eitt sinn fékk
ég og systir mín að fara með honum
í hringferð kringum landið með
Esjunni sem er okkur báðum
ógleymanleg. Þannig var afí alltaf
að alla sína tíð.
Kristján Ásgeirsson, eða Kitti
Geiri eins og hann var kallaður fyr-
ir vestan, var hreinskiptinn maður
og ekki endilega allra. En þeir sem
hann á annað borð tók gátu treyst
því út í hörgul að það sem hann
sagði eða tók að sér stóð eins og
stafur á bók. hann var alla tíð
stálminnugur og hraustur fram á
síðasta ár ævi sinnar. Hann þurfti
lítið að leita sér lækninga eða dvelja
á sjúkrahúsum og reyndar var hon-
um lítið gefíð um að heimsækja
aðra á sjúkrahús. Því minnist ég
þess þegar hann heimsótti mig er
ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi eft-
ir erfíða aðgerð. Það sýndi vel hug
hans til mín og væntumþykju. I
veikindum afa stóð dóttir hans eins
og klettur við bakið á honum, eins
og ávallt, hjúkraði honum og studdi
af sinni einstöku fórnfýsi og kær-
leik. Ég vil að leiðarlokum fyrir
hönd systkina minna, maka og
barna okkar þakka afa fyrir allt
það sem hann var okkur sem honum
voru kærastir. Hans mun sárt sakn-
að, og þrátt fyrir ýmis áföll og
þung lifði hann innihaldsríku og
farsælu lífi og dó sáttur við guð
og menn. Megi Kristján afi minn
hvíla í friði.
Kristján Sigurmundsson.
Látinn er í hárri elli Kristján
Ásgeirsson, skipstjóri, sem mig
langar til að minnast örfáum orðum
sakir gamalla og góðra kynna, þótt
aðstæður leyfi því miður ekki að
það verði gert svo vel og ítarlega
sem hann ætti skilið.
Á árum áður, fyrir daga lána-
sjóða og annarrar opinberrar
umönnunnar, var það spurning um
líf eða dauða námsmanns hvernig
auðnaðist að afla tekna yfir sumar-
ið. Oft gaf sjórinn bezt en því fylgdi
áhætta, þar sem afkoman valt á
aflanum og því var það ekkert
smámál að fá skiprúm hjá aflaskip-
stjóra. Ég hrósaði því heldur betur
happi er ég á skólaárum mínum
fékk pláss hjá Kristjáni Ásgeirs-
syni, þekktum aflamanni á síld á
þeim árum. Einhver kunningsskap-
ur hlýtur að hafa hjálpað til við
ráðninguna, því þótt ég hefði verið
á síld áður, náði ég hvergi máli
borið saman við þann mannskap
sem Kristján gat valið úr. E.t.v.
reyndi ég að standa mig þess vegna
og vist er um það að af öllum ein-
kunnum sem ég hef fengið um
ævina þykir mér vænst um þá sem
ég þóttist fá frá Kristjáni, er hann
hringdi í mig að fyrra bragði árið
eftir og bað mig að vera með sér
næsta sumar.
Kristján var þessi sumur með
mb. Björgvin frá Keflavík, nýjan
70 tonna bát. Nútíma tækni var
þá ekki komin til sögunnar og
byggðist veiðin eiginlega að öllu
leyti á skipstjóranum. Þótt ég velti
því fyrir mér árum saman botnaði
ég aldrei almennilega í þeim dular-
fullu eiginleikum sem ráða því að
einn maður fiskar og annar ekki.
Ég sá hins vegar margt til Krist-
jáns sem ég dáðist að og þóttist
vita að ætti þátt í því að hann
fiskaði vel. Hann var óskaplega
rólegur og yfirvegaður, minnið og
athyglisgáfan í skarpasta lagi og
úthaldið endalaust. Hann fór varla
úr bassaskýlinu ofan á stýrishúinu
meðan bjart var, sem var nánast
allan sólarhringinn í upphafi vertíð-
ar, og missti ekki af neinu merki
sem gat gefíð vísbendingu um síld.
Svo þegar að því kom að kasta á
vaðandi síldartorfu úr tveimur nóta-
bátum eins og þá tíðkaðist, stórn-
aði hann með slíkri lagni og útsjón-
arsemi að það kom varla fyrir að
við missstum niður torfu sem við
komumst í færi við. Og allt gerðist
þetta hratt en fumlaust og án þéss
að skipstjórinn hækkaði röddina,
hvað þá að hann öskraði skipanir,
eins og flestum öðrum hætti til að
gera á slíkum hasarstundum.
Síldin hefur löngum dyntótt verið
og svo var einnig á þessum árum.
En ekki vildi ég fyrir nokkurn mun
hafa misst af þeirri lífsreynslu að
taka þátt í síldarævintýrinu með
öllum þeim afbragðsmönnum sem .
ég kynntist til sjós en af þeim met
ég Kristján Ásgeirson mest. Það
var hollur skóli að vera undir hans
stjórn um borð í litlum síldarbát, á
þeim árum sem óharðnaður ungl-
ingur er að mótast, og ekki ónýtt
veganesti fyrir þann sem síðar_ á
ævinni lokast inni á skrifstofu. Ég
leit á Kitta Geira, eins og hann var
kallaður, sem velgjörðarmann minn
og reyndi að segja honum það eitt
sinn er við hittumst á málverkasýn-
ingu en hann lét sér fátt um finnast
og fór að segja konu minni ein-
hveija sögu um að ég hefði kafað
í skúfuna á Björgvin til að Losa um
tóg, en um það hafði hann engin
orð á sínum tíma og minntist ekki á
í 40 ár.
Ég heyrði auðvitað margt sagt
frá skipstjórnarferli Kristjáns og
aflabrögðum hans en þori tæpast
nú að fara með það eftir minni.
Torfi Halldórsson, skipstjóri á Þor-
steini RE21, minnist Kristjáns í bók
sinni Klárir í bátana, í bókarkafla
sem ber fyrirsögnina Aflamenn, á
þessa leið:
„Kristján Ásgeirsson, ættaður
innan úr ísafjarðardjúpi, í daglegu
tali kallaður „Kitti Geiri“, var lengi
skipstjóri og aflaði ágætlega.
Þekktastur er Kristján fyrir veru
sína á Höskuldi, er Steindór Hjalta-
lín á Siglufirði átti. Á þann bát
aflaði Kristján frábærlega vel.
Einnig var hann með Ernu og afl-
SJÁ SÍÐU 24