Morgunblaðið - 31.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992 21 JMttgiiiiMftfeffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni JörgeRsen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. „Stórkostleg eigiia tilfærsla í formi kvótasölu“ T'vagbjartur Einarsson, formaður | / SÍF, íjallaði m.a. um fisk- veiðistefnuna í ræðu sinni á aðal- fundi samtakanna í síðustu viku. Hann sagði m.a.: „Þegar við sam- þykktum kvótann yfir okkur á sín- um tíma var það talin neyðarráð- stöfun til þess að vemda fiskistofn- ana. Enginn árangur virðist hafa orðið af þeim verndaraðgerðum því í ár hefur kvótinn verið minnkaður fimmta árið í röð. Eftir stendur. að átt hefur sér stað stórkostleg eign- atilfærsla í formi kvótasölu til stærri fyrirtækjanna, sem sífellt verða stærri og einkum hefur kvót- inn farið yfir á frystitogarana." Formaður SIF fjallaði einnig um nýtt fyrirbæri í sjávarútvegi, sem er afleiðing kvótakerfisins er hann sagði: „Á sama tíma og vertíðarbát- arnir sigla kvótalausir í land eftir að hafa verið að dóla þetta með örfáar trossur í nokkrar vikur flyst sífellt meira af kvótanum yfir á togarana og einkum frystitogarana. Nú hefur myndast ný atvinnugrein í útgerðinni, vertíðarbátar eru farn- ir að veiða fyrir stóru frystihúsin, sem eiga það mikinn kvóta, að þau komast ekki yfir hann sjálf.“ Dagbjartur Einarsson er líklega fyrsti kjörni forystumaður í samtök- um sjávarútvegsins, sem tekur svo afdráttarlaust til orða um kvóta- kerfið. En ummæli hans eru ein af mörgum vísbendingum, sem fram hafa komið að undanförnu um vax- andi andstöðu við kvótakerfið innan sjávarútvegsins sjálfs. Samþykkt bæjarstjómar Vestmannaeyja hefur vakið þjóðarathygli en þar lýsa bæjarfulltrúar úr öllum flokkum andstöðu við kvótakerfið. Slík sam- þykkt bæjarstjómar í einni helztu verstöð landsins segir sína sögu. Að undanfömu hafa talsmenn nefndar þeirrar sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði, samkvæmt til- nefningum stjómarflokkanna, til þess að endurskoða fiskveiðistefn- una, látið í ljósi vonir um að tillög- ur nefndarinnar geti legið fyrir í haust. Það verður fróðjegt að sjá hveijar þær verða, þótt ekki sé sér- stök ástæða til bjartsýni um efni þeirra í ljósi þess, hvernig nefndin er skipuð. En í tilefni af þeim um- ræðum, sem fram hafa farið að undanfömu og m.a. vegna yfirlýs- inga annars formanns nefndarinnar er ástæða til að undirstrika eftirfar- andi: Það verður aldrei samstaða um það að byggja fiskveiðistefnu fram- tíðarinnar á núverandi kvótakerfi með framsalsrétti, þótt einhveijar tilraunir verði gerðar til að breyta því til að koma til móts við gagnrýn- endur kerfísins. Ástæðan fyrir þessu er einföld. í kvótakerfinu felst, að eignir þjóðarinnar hafa verið afhentar fámennum hópi manna fýrir ekki neitt en þeim síð- an heimilað að stunda viðskipti með þessa eign sín í milli. Fram hjá þessum grundvallarþætti kvóta- kerfisins verður ekki komizt og þess vegna verður ekki á því byggt til frambúðar. Einu raunverulegu stuðnings- menn þessa kerfís eru þeir sem eiga hagsmuna að gæta, þ.e. þeir, sem fengið hafa eignir þjóðarinnar af- hentar endurgjaldslaust. Þessir að- ilar beijast nú um og leita allra hugsanlegra leiða til þess að halda þessum forréttindum. Hér eru á ferðinni mestu sérhagsmunasinnar, sem þjóðin hefur staðið frammi fyr- ir um mjög langt skeið. Sameigin- legir hagsmunir valda því, að þess- ir aðilar snúa bökum saman þrátt fyrir fyrri skoðanaágreining í þeirra hópi og jafnvel frá Vestfjörðum heyrist nú stuðningur við það kerfí, sem er komið langt með að leggja sjávarútveg í fyrrum blómlegum byggðum Vestfjarða í rúst. Eina málamiðlunin sem getur komið til greina við þau sérhags- munaöfl sem beijast nú af vaxandi hörku fyrir einkahagsmunum sínum er sú, að þessir aðilar fái ákveðinn umþóttunartíma til þess að komast út úr kvótakerfínu áður en ný fisk- veiðistefna kemur til sögunnar. Til- lögur frá nefnd sjávarútvegsráð- herra, sem byggja á núverandi kvótakerfi verða marklaust plagg og þýðingarlaust að leggja slíkar tillögur fram, ef það er markmið nefndarinnar. Þegar til kastanna kemur er einn dómari í þessu máli og það er þjóð- in sjálf. Ef áhrif sérhagsmunasinna inn'an sjávarútvegsins eru svo mikil í stjórnkerfi okkar, að það megni ekki að koma með skynsamlegar tillögur um breytingar á fískveiði- stefnunni, sem taki mið af heildar- hagsmunum þjóðarinnar er ekki um annað að ræða en skjóta þessu deilumáli til úrskurðar þjóðarinnar sjálfrar. Um það ættu þeir að hugsa, sem gera sér nú hugmyndir um að kvótakerfíð geti verið grund- völlur að framtíðarstefnu í fiskveiði- stjómun. verið með þeim hætti sem raun ber vitni. Popper varð nýlega níræður og af því tilefni átti vellesinn blaða- maður við Aftenposten langt og mikið samtal við hann og þykir mér ástæða til að skírskota til þess áður- en lengra er haldið. Sumar ábend- ingar hans eða áminningar eru í senn harla athyglisverðar og alvar- legar með tilliti til sögulegra stað- reynda þessarar aldar. Þegar Popper er spurður um það hvort hann hafí áhyggjur af gyð- ingahatri og vaxandi umsvifum nýnazista í Evrópu svarar hann kaldhæðnislega: Nazistar einir geta verið áhyggjulausir(I) Hann segir hættan sé sannarlega raunveruleg og það verði ekkisízt undir ábyrgð- artilfínningu evrópskra blaðamanna komið hve langt þessi hreyfing nær. Þessi hætta sé að sjálfsögu mest í sameinuðu Þýzkalandi og Austurríki sem er ættland Poppers þótt hann búi í Bretlandi og hafi verið aðlaður þar. Austurríki hafi í raun aldrei gert upp sakirnar við Adolf Hitler eða losað sig við hann. Það var líka eina ríkið sem tók for- ingjanum fagnandi þegar hann kom þangað fyrir stríð en þar hafði hann verið fóstraður. Samt er þetta fagurt land og gjörvileg þjóð með djúpar menning- arlegar rætur. I austurrísku laufi hafa margir fuglar sungið. Og söngurinn hefur borizt um allan heim einsog fallegt ævintýri. En nazismi barst ekki þannig um veröldina. Hann var einsog náttúru- hamfarir; váleg tíðindi. M. (meira næsta sunnudag.) ÞAÐ ER • harla athygl- isvert að kynnast því hversu margir stór- hugsuðir hafa verið á þunnum siðferðileg- um ís. Og þegar líf þeirra og lífsafstaða er gerð upp sér maður þá buslandi í kaldri vök- inni og hefur jafnvel meiri samúð með kenningum þeirra en þeim sjálfum. Þetta á jafnvel einnig við um Rousseau sem við fyrstu sýn er einsog skínandi ljós í myrkri. En þá megum við ekki heldur gleyma því að verk þessara hugsuða eru einnig líf þeirra; ekkisíður en annað fólk. Og það er í verkum þeirra sem þeir lifa og það eru þau sem bera snilld þeirra vitni. Það er í þau sem við eigum að sækja afl og sannfæringu um mikilvægi mannsins. En ekki í dýrið. Þegar Halldór Kiljan var á heim- leið frá Sikiley haustið 1925 eftir glímuna við Vefarann og kom fyrst við í Róm þarsem hann taldi sig hitta fyrir afturgöngu sína í Péturs- kirkjunni og heilsaði síðar uppá Bedu munk í gamla klaustrinu í Clervaux og vissi að guðstrúarport klaustursins voru eilíflega lokuð fyrir honum þótt honum þætti jafn mikið til Bedu koma og áður og hann upplifði þrátt fyrir allt höfuð- lán sitt „að eignast vini sem aldrei brugðust mér hversu oft sem ég brást þeim“ og þegar hann kvaddi þennan velgerðarmann sinn hinzta sinni „kvaddi ég sjálfan mig til nýs lífs“, þá fór hann í stað þess að iðka trú sína á guð að tigna mann- inn og trú sína á „ákvörðun hans“. Hann lýsir þessu sálarstríði með eftirminnilegum hætti í ritgerðinni Trú í Al- þýðubókinni og segir þar í lokin að maður- inn sé „fagnaðarboð- skapur hinnar nýju menníngar, maðurinn sem hin fullkomnasta líffræðileg tegund, maðurinn sem félagsleg einíng, maðurinn sem lífstákn og hugsjón, hinn eini sanni maður“. Og hvemig fór um það ævintýri? Við sjáum nú allsstaðar íkringum okkur hvemig félagsveran hefur skilið eftir sig sviðna jörð og fagn- aðarboðskapurinn hismi eitt og hjóm. Og hver er niðurstaðan? Hinn eini sanni maður er enn ófundinn. VICTOR HUGO MINNTI • á að ekkert væri eins ör- lagaríkt og hugmyndir sem féllu inní réttan tíma. Þess vegna em hugsuðir mikilvægir; þess vegna eru skáld mikilvæg; þess vegna verður skáldskapur og annað mikil- vægt ritað mál áfram örlagavaldur í lífi mannsins. Ég hef áður nefnt Popper í þess- um pistlum enda er hann að mínu viti einna mikilvægastur og geð- þekkastur fijálshyggjufrömuða samtímans. Rit hans hafa verið ör- lagaríkur vitnisburður um manninn andspænis dýrslegu eðli alræðisins og það er ástæða til að staldra við allt sem hánn hugsar og segir, svo sannur fulltrúi frelsis og mannúðar sem hann hefur ávallt verið og vís- bendingarsamur um samtíð okkar og sögulega þróun. Hugmyndir hans hafa ávallt fallið inní réttan tíma, þess vegna hafa áhrif hans HELGI spjall IAtHYGLISVERÐRI GREIN sem skurðlæknarnir Jónas Magnússon prófessor, forstöðu- maður handlækningadeildar Landspítalans, og Páll Gíslason yfirlæknir, skrifuðu í Morgun- blaðið fyrir skemmstu um framfarir í skurðlækningum og nauðsyn þess að ljúka við K-bygginguna svo að unnt sé að nota þá þekkingu sem fyrir hendi er segir að nú sé hægt að fram- kvæma aðgerðir sem áður voru ófram- kvæmanlegar án innlagnar og opinnar aðgerðar með tilheyrandi sjúkrahúslegu og veikindum. Hér er um að ræða svokall- aðar „lokaðar“ aðgerðir með styttum inn- lögnum og léttari veikindum. „Þessi þróun hefur orðið til mikillar blessunar fyrir fjölda fólks hér á landi,“ segja sérfræðing- arnir, „og nægir að nefna sem dæmi að nú er sárasjaldan skorið til steina í þvag- færum, hægt er að fjarlægja liðþófa úr hné með speglunartæki og gallsteinar eru afgreiddir með kviðsjá,“ — en um síðast- talda atriðið hefur verið fjallað sérstaklega hér í blaðinu. Hér á landi eru nú gerðar aðgerðir sem áður voru framkvæmdar er- lendis, til dæmis heilaaðgerðir á Borgar- spítalanum og hjartaaðgerðir á Landspítal- anupi. Þróunin í þessum efnum hefur ver- ið svo ör að nú hefur jafnvel komið til tals að við tökum að okkur sérhæfðar skurðaðgerðir á útlendingum, vegna góðr- ar menntunar heilbrigðisstétta, þjálfunar og langrar reynslu. Sérfræðingarnir segja að augljóst sé að við íslendingar gætum haslað okkur starfsgrundvöll á alþjóða- markaði fyrir hátækniskurðaðgerðir, t.d. á sviði hjartaskurðaðgerða, lýtalækninga, glasafijóvgunar og gerviliðaaðgerða. Slík starfsemi yrði einskonar útflutningsgrein á sviði heilbrigðismála. En til þess að allt þetta gæti ræst er nauðsynlegt að læknar og hjúkrunarlið hafi þá aðstöðu sem nauð- syn krefur. Við þurfum á að halda meira húsnæði og betri tækjum. Legurými virð- ist nægjanlegt en skurðstofupláss er allt of lítið eða vanbúið, að áliti sérfræðing- anna. Þær aðgerðir sem nú eru fram- kvæmdar krefjast sífellt flóknari tækja og tæknibúnaðar en þær skurðstofur sem eru í notkun í Reykjavík eru nú þegar orðnar úreltar eða verða það á næstu árum. Og þá er komið að K-byggingunni. í FORY STU GREIN hér í blaðinu fimmtudaginn 20. ín desember 1984 voru byggingamál Landspítalans gerð að umtalsefni og bent á að við höfum, þrátt fyrir vel menntaðar heilbrigðisstéttir, dregist verulega afturúr í tækniþróun heilbrigðismála. „K-bygging Landspítala," segir í forystugrein blaðsins, „er forsenda þess að vinna upp það for- skot sem aðrar þjóðir hafa fram yfir okk- ur á þessu sviði. Henni er ætlað að verða miðstöð rannsókna, skurðlækninga, krabbameinslækninga, röntgengreiningar og háþróaðrar tækni á þessum vettvangi.“ Síðan er skorað á Alþingi að samþykkja við afgreiðslu fjárlaga að veita nægilegt fjármagn til þess að unnt sé að hefja fram- kvæmdir við K-byggingu Landspítalans. Nær áratugur er liðinn frá því þessi forystugrein var rituð. Margar stórbygg- ingar hafa frá þeim tíma verið fullgerðar, bæði hér í Reykjavík og annars staðar, margfalt dýrari og langt frá því jafn bráð- nauðsynlegar. En Alþingi samþykkti fram- lag til K-byggingarinnar, hafist var handa og hluti hennar byggður — og síðan ekki söguna meir. Það er okkur til vansa. Á sama tíma hefur mikil orka farið í það að lappa upp á heilbrigðiskerfið, án fyrir- hyggju og rækilegs undirbúnings. Það virðist nú geta hefnt sín. Þótt sparnaður sé nauðsynlegur og aðhald mikilvægt í rekstri hins opinbera verður að gæta þess vandlega að við drögumst ekki aftur úr í heilbrigðismálum og okkur takist ávallt að nýta eins vel og kostur er þá miklu þekkingu og sérmenntun sem t.a.m. lýsir sér í þeirri þróun læknisfræðinnar sem fyrr er nefnd. í því sambandi má einnig K-bygging- vitna til orða Þórðar Harðarsonar prófess- ors og forstöðumanns lyflækningadeildar Landspítalans hér í blaðinu 4. apríl ’91, en þar segir að „hægt sé að skýra lækk- andi dánartíðni kransæðasjúkdóms með tvennum hætti. Annaðhvort með því að áhættuþættirnir séu á niðurleið eða að þetta sé aðallega vegna bættrar læknis- meðferðar. Hún bjargi hugsanlega um 60 mannslífum á ári, sem lætur nærri að sé sá fjöldi hjartasjúklinga sem haldi lífí núna en hefði látist ef dánartíðnin hefði verið sú sama og fyrir tíu árum.“ Báðir séu þættirnir mikilvægir. Þá má einnig benda á ummæli Auðólfs Gunnarssonar læknis, einnig í grein hér í blaðinu nýlega, en þar segir hann m.a. að nýlega hafi á skurðlæknaþingi verið „skýrt frá 50 aðgerðum, sem fram fóru á sl. ári með kviðsjá í stað hefðbundinnar skurðað- gerðar á kvennadeild Landspítalans auk 23 slíkra aðgerða, sem framkvæmdar höfðu verið næstu tvö ár þar á undan og sagt var frá á skurðlæknaþingi ’91. Einn- ig var skýrt frá 90 gallblöðrutökum með kviðsjá á Landakotsspítala á síðastá ári, og einnig hafa slíkar aðgerðir verið teknar upp á öðrum spítölum. Ætla má að þessi nýja tækni hafi sparað að meðaltali 5 legu- daga og 3 vikur í vinnutapi fyrir hvern sjúkling auk minni þjáninga. Þannig hafa þessar 173 kviðsjáraðgerðir, sem skýrt var frá sparað um það bil 850 legudaga og 3.600 vinnudaga“. Ný og betri tæki, t.d. steinbrjót K-BYGGINGIN ER að mestu hönnuð og nauðsynlegt að fullgera hana í því skyni að nýta til fulls kosti mikillar sérþekkingar. I henni er ráðgert að hýsa skurðstofur, gjörgæsludeild og vöknunar- deild Landspítalans, ásamt röntgendeild eins og fyrr greinir. Byggingin mun leysa úr bráðasta vanda spítalans að áliti dr. .Jónasar og Páls yfirlæknis. í grein þeirra segir að spítalinn hafi verið skipulagður með það fyrir augum „að K-byggingin komi í gagnið og er hún forsenda þess að einhver þróun verði á honum. Landspítal- inn er einnig Háskólaspítali og sem slíkur verður hann að geta þróað handlækningar ef hann á að rísa undir nafni. Það hníga því mörg læknisfræðileg rök að því að • ráðast þurfi í að ljúka K-byggingu sem allra fyrst.“ Þá er það skoðun þeirra að framfarir í handlækningum eigi eftir að verða gífurlegar á næstu árum. „Forsenda breytinganna er sú að okkur takist að fá ný og flóknari tæki til notkunar. Hver vill láta skera í sig þegar völ er á aðferðum sem ekki kreljast opinnar skurðaðgerðar (t.d. meðferð á nýrnasteinum)? Nú er svo komið að við sendum íjölda manns utan í svokallaðan steinbijót (vél sem brýtur nýrnasteina með hljóðbylgjum) og Trygg- ingastofnun borgar meðferðina. íslending- ar eru mjög kröfuharðir um öll lífsgæði og góð heilsa, sem vel er gætt, er stærsti hluti þeirra. Landsmenn gera kröfur um að fá góða ef ekki bestu þjónustu sem hugsanleg er á sem flestum sviðum. Lækn- ingar eru þar engin undantekning. Þegar í dag erum við að notast við tæki sem eru. orðin úrelt og líftími tækja okkar er lengri en góðu hófu gegnir. Ef ekki verður gerð bragarbót á og það sem fyrst, verða lækn- ingar hér ekki sambærilegar við staðal nágrannaþjóðanna. Þjóðinni er þetta í sjálfsvald sett. Hún setur okkur skorður með þeim fjárveitingum sem við fáum til þess að endurnýja og kaupa ný tæki fyrir. Læknisþjónusta hérlendis, a.m.k. hand- lækningar, verða ekki sambærilegar við það sem best gerist nema okkur sé sköpuð betri aðstaða. Mikil menntun, þekking og metnaður er til í landinu til þess að gera sem allra best en án tækja og tóla drög- umst við aftur úr. Við erum þess fullvissir að landsmenn vilja ekki una slíku.“ Morgunblaðið er þess einnig fullvisst. REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. maí (****** '•*»#« 6i M t Velferðar- kerfiá brauðfótum og félagsleg þjónusta í FRAMHALDI AF því sem hér hefur verið drepið á er ekki út í hött að minna á að í grein í Frelsinu frá 1985 er m.a. komist svo að orði: „Velferðar- ríkið er raunar á brauðfótum vegna ofþenslu, skattkúgunar, atvinnuleysis og óhóflegrar miðstýringar, þannig að við fylgismenn þess hljótum að vera uggandi um framtíð þess. En mistök eru til þess að læra af þeim og barnasjúk- dóma lýðræðissamfélags má lækna, ef menn vilja. Það er engin ástæða til að hafna velferðarríkinu vegna tímabundinna erfiðleika og valdabrasks miðlungsstjórn- málamanna er hafa leikið það grátt. Það á eftir að skírast í eldinum. Auðvitað er það rétt sem Hayek segir, að hætta er á því, ef farið er yfir mörkin, að velferðar- ríki geti leitt til alræðis og valdníðslu, enda hafa valdhafarnir ætíð tilhneigingu til að auka ríkisafskiptin, því að þannig auka þeir vald sitt...“ Þá er vikið að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi talið að ríkis- valdinu mætti beita — og jafnvel ætti að beita því — til margra sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins, s.s. heilbrigðisþjónustu og atvinnurekstrar ef svo ber undir, oftast í þeim tilgangi að stuðla að jafnræði þegn- anna. Flokkurinn hefur haldið velferðar- stefnu sinni í heilbrigðismálum, ekki síður en aðrir flokkar hér á landi, en hefur uppá síðkastið haft tilhneigingu til þess — raun- ar eins og önnur þjóðfélagsöfl af ólíkum toga — að hverfa að mestu frá þeirri stefnu að ríkið eigi eða geti verið þátttak- andi í atvinnurekstri enda hefur sú stefna beðið skipbrot með falli vinstristefnu og marxisma. En „Sjálfstæðisflokurinn er velferðarflokkur í anda mannréttinda- skrárinnar frönsku og íslensku stjórnar- skrárinnar um tekjuskerðingu einstaklinga vegna sameiginlegs sjóðs til að tryggja öryggi þegnanna. Hann getur því ekki verið tákngervingur hreins og ómengaðs fijálshyggjuflokks", svo enn sé vitnað til fyrrnefndrar greinar. Það er hinn stjórnar- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn, að sjálf- sögðu ekki heldur. Hann er velferðarflokk- ur í eðli sínu og því með ólíkindum hve aðgangsharður hann hefur verið þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar og má í því sambandi minna á að enginn annar en félagsmálaráðherra hans og ríkisstjórn- arinnar lýsir því nú óhikað yfir að sparn- aðaraðgerðir í heilbrigðis- og velferðar- kerfínu séu handahófskenndar eins og rík- isútvarpið hafði eftir ráðherranum ekki alls fyrir löngu. Það er eins og stjórnvöld- um sé fyrirmunað að skilja kjarnann frá hisminu. Allar leiðréttingar á þessu kerfi þurfa að vera vel undirbúnar og margir eiga mikið undir því að vel sé að aðhaldi staðið og síst af öllu sé vegið að þeim sem síst skyldi. Það eru fagmennimir sjálfir í sjúkrahúsunum, sérþekking þeirra og menntun sem helst geta stuðlað að raun- verulegum sparnaði eins og fyrr getur. Því væri skynsamlegt að hafa þá með í ráðum þegar reynt er að draga úr kostn- aði við heilbrigðiskerfíð. Það græðir enginn á því, hvorki ríkið né skattborgaramir, að reynt sé að spara fimmeyringana en eyða krónunni. Það segir ekki litla sögu þegar fullyrt er að gallblöðrutökur með kviðsjám spari að meðaltali fímm legudaga og þrjár vikur í vinnutapi fyrir hvern sjúkling, svo ekki sé talað um minni þjáningu sjúkling- anna og sársauka, en enginn gerir slíkar aðgerðir án þess að hafa í höndunum dýr tæki og aðstæður eins og best gerast. Eða hver græðir á því að hjartaaðgerðum verði hætt í sex vikur í sumar eins og kom til tals en senda sjúklingana þess í stað til meðferðar erlendis ef brýn nauðsyn kref- ur. í nýlegri frétt í Morgunblaðinu segir að fyrirspurn hafi komið frá Svíþjóð um það hvort deildin gæti tekið sjúklinga það- an í hjartaskurðaðgerðir en Grétar Ólafs- son yfirlæknir við hjartaskurðdeild Land- spítalans svaraði því til að hann teldi slíkt ekki koma til greina fyrr en tekist hefði að fækka þeim íslendingum sem eru á biðlista niður í 20-30. Undarfarið hafa sextíu sjúklingar beðið eftir hjartaskurðað- gerð á Landspítalanum og er það svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár þrátt fyrir fimm til sex aðgerðir á viku. Það er ekki eins og hjartaaðgerðir erlendis séu ókeypis. Grétar sagði að hjartaaðgerðir í Svíþjóð kostuðu 1,1, milljón hver aðgerð og sennilega er kostnaður í Englandi eitt- hvað svipaður. Ekki er Morgunblaðinu kunnugt um hvort ferðir eru meðtaldar. En samkvæmt könnun ríkisendurskoðunar kostaði hver aðgerð á íslandi átta til níu hundruð þúsund krónur 1989 og sagði Grétar að sennilega hefði sú upphæð lækk- að þar sem laun hefðu haldist nær óbreytt og öll innkaup væru hagstæðari en í byij- un eins og segir í frétt Morgunblaðsins. Þótt munurinn virðist ekki vera mikill er augljóst að ástæðulaust er að senda ís- lenska sjúklinga til aðgerða erlendis sem eru dýrari en þær sem unnt er að fram- kvæma á Landspítalanum. Það er því augljóst mál að mikinn og góðan undirbúning þarf til að ákveða hvernig spara eigi í heilbrigðis- og velferð- arkerfinu og handahófskennt aðhald getur ekki orðið frambúðarstefna í þeim efnum. í fyrrnefndri Frelsisgrein kemst höfund- ur einnig svo að orði — og verður klykkt út með því hér í lokin: „Eg lít svo á, að við, sem búum tiltölulega frjáls og örugg í velferðarþjóðfélagi, höfum gertf með okk- ursáttmála eins og Rousseau lagði áherslu á. I þessum sáttmála sé kveðið svo á, að hinir efnaðri leggi í sameiginlegan sjóð til að veita hinum fátækari aðstoð ef í harð- bakkann slær. Þannig greiði ég af fúsum og frjálsum vilja háa skatta, svo að lág- launafólk og ellilífseyrisþegar þurfi ekki að fyrirverða sig fyrir kjör sín, heldur geti sótt tryggingaféð hnarreist og sæmi- lega ánægt og lagst á sjúkrahús, án þess að það sé niðurbrotið af skömm vegna aðstöðu sinnar. Með þessum sáttmála, með slíku tryggingakerfi eða öryggisneti, erum við að leiða þá, sem eiga undir högg að sækja, til þeirra mannréttinda, sem þeir eiga samkvæmt lögum rétt á í íslensku þjóðfélagi... Mestu máli skiptir, hvernig hinn samein- legi sjóður skattborgaranna er notaður. Það er athyglisvert, hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft forystu um stór- merka félagslega þjónustu á höfuðborgar- svæðinu og víðar. Þar hefur hann tekist á við áskorun manna eins og Rousseaus með eftirminnilegum árangri. Eitt er að umbera, annað að styðjaþað, sem mönnum ekki þykir gott. Slik afstaða er aðalsmerki góðs fijálshyggjumanns. En Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki aðeins umborið fé- lagslega þjónustu, hvað sem hörðustu fijálshyggjumenn hafa sagt um það. Og hafa sumir þeirra verið gagnrýnir á þenn- an þátt í stefnu flokksins, jafnvel haft ýmislegt að athuga við pragmatískt við- horf Ólafs Thors og Bjarna Benediktsson- ar. Útrýming fátæktar er ekki síst mikil- vægur þáttur í þjóðfélagi allsnægtanna og stuðlar í raun að frelsi. Það er auðveld- ara að vera fátækur í fátæku landi en ríku. Hér er því um mikið mannréttindamál að ræða. Átökin gætu orðið ófyrirsjáanleg, ef almannaþörf er ekki sinnt...“ Vonandi tekst núverandi stjórn að taka á velferðarmálum þjóðarinnar — og þá ekki síst heilbrigðis- og menntamálum — með þeim hætti að þjóðin geti vel við unað þegar upp verður staðið og árangur af stefnu hennar og störfum blasir við. En til þess að svo geti orðið þarf fyrirhyggju og sannfærandi málatilbúnað. Það er eina leiðin til þess að fólkið í landinu taki þátt í þeirri viðleitni sem nú er gerð til að renna nýjum stoðum og styrkari undir það þjóðfé- lag sem við höfum kosið okkur og hefur velferð allra þegnanna að markmiði. Morgunblaðið/RAX Allar leiðrétting- ar á þessu kerfi þurfa að vera vel undirbúnar og margir eiga mikið undir því að vel sé að aðhaldi stað- ið og síst af öllu sé vegið að þeim sem síst skyldi. Það eru fagmenn- irnir sjálfir í sjúkrahúsunum, sérþekking þeirra og menntun sem helst geta stuðlað að raunveruleg- um sparnaði eins og fyrr getur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.