Morgunblaðið - 21.06.1992, Síða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
I XMjresilukonur
hafa
aðrar
áherslur
Fyrstu einkennisklæddu lögreglukonurnar: Dóra Hlín Ingólfs-
dóttir og Katrín Þorkelsdóttir. Á milli þeirra er Guðlaug Sverrisdóttir, sem
hefur starfað hjá lögreglustjóranum í Reykjavík frá 1958.
Hlín nefnir strax ofbeldismálin.„Það
þarf sérhæfingu og reynslu af ofbeld-
isafbrotum til þess að fást við þau.
Ég get orðið óskaplega svekkt yfir
meðferðinni sem kynferðisafbrota-
mál fá oft á tíðum. Sérfræðingurinn
er löglærður, en ég held að ekki síð-
ur þurfi sérhæft fólk eins og sálfræð-
inga til þess að vinna að slíkum rann-
sóknum. í svona brotum þarf að
grafa djúpt. Maður stillir ekki bami
upp og gengur að því með spurning-
ar, ef einhver því nákominn hefur
brotið gegn því. Ég vil þó taka fram
að í þessum málum er fólk sem er
komið með ágæta reynslu. Og við
höfum ágæt lög, svo að ætti að vera
hægt að vinna þetta vel. En það eru
mörg ljón á veginum, embættismenn
sem virka sem flöskuháls í kerfinu."
Það hlýtur að vera erfitt að vinna
að lögreglumálum ef maður er ekki
sáttur við framgang þeirra. Dóra
Hlín tekur undir það. Segist vera
ósátt á meðferð kynferðisafbrota-
mála og mála þar sem um er að
ræða ofbeldi á konum. Til dæmis sé
óskaplega erfitt að vera í því hlut-
verki að að þurfa að tilkynna skelfdri
konu, sem hefur upplifað sig í lífs-
hættu, að maðurinn verði látinn laus,
ekki beitt gæsluvarðhaldi. Einhvern
tíma síðar komi málið svo kannski
fyrir dómstóla. Mér finnst ákaflega
erfítt að vera verkfæri í slíkum mál-
z
Dóra Hlín Ingólfsdóttir, rannsóknalögreglumaður Morgunbiaðið/Júiíus
Lögreglukonur á góðri stundu á árinu 1976. Nú eru þær allar
hættar í lögreglunni nema tvær. Dóra Hlín er önnur frá vinstri og önnur
frá hægri systir hennar Svanhvít Ingólfsdóttir, nú hjá Rannsóknalögregl-
unni í Kópavogi,
eftir Elínu Pólmadóttur
LÖGREGLUKONUR sjást orðið
býsna oft á skjánum í erlendum
myndum og virðast ekkert síður
eiga þar heima en karlmennirn-
ir. Ekki eru lögreglumenn af
kvenna kyni þó algeng sjón í ís-
lensku samfélagi. Eru þó til, ef
að er gáð. Ein þeirra og sú sem
lengst hefur verið í lögreglunni
er Dóra Hlín Ingólfsdóttir. Byrj-
aði ásamt annarri í götulögregl-
unni 1973, en hefur nú um ára-
bil starfað hjá Rannsóknalög-
reglu ríkisins. Okkar lögreglu-
kona er að vísu ekki sí og æ að
vinna afreksverk á borð við þess-
ar á skjánum. Engu síður er
áhugavert að spjalla við hana um
konur í daglegum lögreglustörf-
um, sem virðast mun tilþrifa-
minni. Maður skyldi ætla að á
þessum 20 árum síðan Dóra Hlín
byrjaði hljóti kvennahópurinn í
Iögreglunni þó að vera orðinn
all fjölmennur.
Ekki nógu fjölmennur, svarar
hún að bragði. í stéttarfé-
lagi okkar, Landssam-
bandi lögreglumanna, eru
27 konur á launaskrá. Og þegar
spurt er hve margar séu í yfirmanna-
stöðum, segir Dóra Hlín að konunum
gangi illa að klífa upp metorðastig-
ann. Hafi gjaman setið eftir, svo
hvergi séu lögreglukonur í yfir-
mannsstöðum. Svo tekur hún sig á,
bætir við að núna alveg nýlega hafí
ein af þeim konum sem lengst hefur
verið í lögreglunni, Jónína Sigurðar-
dóttir, verið sett yfir fjarskipadeild
lögreglunnar í Reykjavík, þar sem
hún hefur mannaforráð. Annars er
ein kona lögreglufulltrúi og gerir
3,1?% af mannaflanum, kvenkyns
rannsóknalögreglumenn 2,85%,
varðstjórar 0,95% og lögregluþjón-
arnir 7,79%. Dóra Hlín segir greini-
legt að konum gangi betur að klífa
metorðastigann í löndum þar sem
þarf að taka próf til þess að fá stöðu-
hækkun. Hér sé ekki eins og víða
erlendis neinn yfirmannaskóli, sem
áhugasamt lögreglufólk sæki og sé
síðan metið eftir námsárangri.„Hér
eru menn skipaðir og svo púkkað
upp á þá einhverjum námskeiðum á
eftir. Mér finnst satt að segja sorg-
lega lítið hafa áunnist í fjölgun lög-
reglukvenna síðan maður byijaði að
arka um götumar í lögreglubúningi
1973,“ bætir hún við.
„Aðalmeinið er að lögreglukonur
endast stutt í starfi, 7-8 ár að meðal-
tali. Þær fara þá í önnur störf eða
40% þeirra, ef tekið er mið af þeim
sem farið hafa gegn um lögreglu-
skóla. I þessu eigum við Evrópumet.
Þetta er þó nokkuð misjafnt eftir
löndum. Í Noregi eru talsverð van-
höld og svo var líka í Hollandi, en
þeir bættu úr með því að bjóða lög-
reglukonum hlutastarf. Slíkt er ekki
leyft hér í lögreglunni fyrr en fólk,
karlar og konur, er orðið 55 ára. Þá
geta þeir einnig fengið sig leysta
undan vaktavinnu. En þar sem hluta-
störf eru leyfð í öðrum löndum er
það á þeim forsendum að slíkt sé
fyrir foreldra með böm. Nema í
Danmörku, þar eru engin skilyrði.
Þetta getur verið óþægilegt og ég
held að þetta sé eín aðalástæðan
fyrir því að konur gefast upp á starf-
inu hér.“
Dóra Hlín hefur borið sig saman
við lögreglukonur í öðmm löndum.
Fyrir frumkvæði hollenskra lögreglu-
kvenna, sem em mjög framtakssam-
ar, vom 1989 stofnuð samtök. Hitt-
ast lögreglukonumar þriðja hvert ár
og bera saman bækur sínar.„Það er
talsverður stuðningur. Við emm
minnihlutahópur," segir hún til skýr-
ingar. Nýlega hittust lögreg'ukon-
umar í Englandi. Það vekur upp þá
spumingu hvort störf lögreglu-
kvenna séu nú ekki æði ólík í þessum
löndum, þar sem sums staðar eru
götuóeirðir tíðar og jafnvel sprengj-
utilræði.
„Jújú, götuóeirðir þurfum ekki að
hugsa um hér, hvað þá spengjur. Á
fundinum var ég spurð hve mörg
bankarán væm framin á íslandi. Og
mér var ekki trúað þegar ég sagði
þeim hve fátíð þau em. Störf okkar
em vissulega ólík. Þó virðast vand-
kvæði lögreglukvenna yfírleitt þau
sömu í löndum Evrópu. Sömu Ijónin
í veginum þótt viðfangsefnin séu ólík.
Og sömu samskiptaörðugleikamir
milli kynjanna. Hvemig? Körlunum
er dálítið gjamt á að taka fram í
fyrir hendurnar á konunum, treysta
þeim ekki. Og ákafír ungir lögreglu-
menn eiga erfítt með að setjast upp
í bíl þar sem kona situr undir stýri
og hefur stjórnina.“ Dóra Hlín segir
að í lögreglunni hér séu konurnar
of fáar til að hafa áhrif, aðeins 4%.
En í Englandi, Hollandi og Svíþjóð
em þær 12% af mannaflanum. Þá
fer áhrifa þeirra að gæta.“ En skipt-
ir það máli?
Dóra Hlín segir að konur virðist
koma inn í málin með_ önnur viðhorf
og aðrar áherslur. Víðast sé til dæm-
is farið að hafa þær í meðferð ofbeld-
ismála og hefur þeim fjölgað í þeim
málaflokki. Inn í jafnréttisáætlun frá
Félagsmálaráðuneytinu hér eru kom-
in tilmæli um að konum verði fjölgað
í Rannsóknalögreglunni. Þannig
Dóra Hlín Ingólfs-
dóttir rannsókna-
lögreglukona hefur
verið í lögreglunni
í nítján ár.
komin viljayfírlýsing frá stjórnvöld-
um, sem ætti að bæta úr.
En hvemig er þetta erlendis? Er
þar verkaskipting? Dóra Hlín segir
fátítt að konur séu í óeirðalögreglu,
en þær séu fjölmennar þar sem um
kynferðisafbrot er að ræða.„Einmitt
þar verður maður var við mismun-
andi viðhorf til þess hve alvarlega
slík mál eru tekin.“ Þegar spurt er
hvort íslensku lögreglukonurnar séu
einkum í slíkum málum, segir hún
að hjá Rannsóknalögreglu ríkisins
séu aðeins um tvær konur að ræða
og því lítið svigrúm og ein í Kópa-
vogi, en hjá lögreglustjóranum í
Reykjavík sé engin kona í rannsókna-
lögreglunni.
Sjálf er Dóra Hlín nú mest í inn-
brotsþjófnuðum og og ávísanafölsun-
armálum. En þar kemur við sögu
mikið af unglingum.„Hvað þjófnaði
snertir er 14-15 ára aldurinn slæm-
ur. Úr því fer þeim að fækka og svo
halda örfáir áfram og verða síbrota-
menn,“ útskýrir hún. Ávísanafölsun-
armálum fer fjölgandi og mikið að
gera í þeim málaflokki.,, Það er aljt-
of auðvelt að falsa ávísanir á Is-
landi. Alltof litlar kröfur gerðar. Það
má t.d. sjá á því að börn eru að falsa
tékka, varla skrifandi og kunna ekki
að stafsetja nafnið sem þau setja
undir þá, en við þeim er tekið. Banka-
kortin gera sáralítið gagn, þyrfti að
vera á þeim mynd svo þau kæmu
að einhveiju gagni. Þetta kemur
glöggt fram í fjölda þessara tékka
og umfangi málaflokksins."
Við víkjum talinu að erfíðustu
málunum sem hún hafi lent í á löng-
um ferli sem lögreglukona. Dóra
um. Mér finnst þolendurnir, sem eru
konur og böm, ekki njóta nægilegs
öryggis. Þeir fá ekki lögfræðiaðstoð,
en það fær sá sem fremur verknað-
inn. Frumvarp um opinbera réttarað-
stoð, sem tók á þessu, var lagt fram
á alþingi, en það fór ekki í gegn og
var ekki lagt fram aftur á síðasta
þingi."
„Það er einmitt þessvegna sem
mér finnst svo mikið réttlætismál að
konum sé fjölgað í lögreglunni. Kon-
ur eru yfir 50% þjóðarinnar og lög-
reglan hefur ekki síður afskipti af
þolendum afbrotanna. í þeim ríkjum
þar sem konur hafa náð einhveijum
fjölda er viðurkennt að þær hafa
komið inn í stéttina með ný viðhorf
sem eiga rétt á sér. Maður fínnur
að karlahópurinn hefur aðrar áhersl-
ur, lítur oft frá öðru sjónarhorni á
ofbeldis og kynferðisafbrot. Á meðan
aðilar sem eru að hlúa að þolendum
þessara brota, svo sem Kvennaathvaf
og Stígamót, kvarta undan samvinn-
unni við okkur, þarf eitthvað að
bæta. Það er ekki hægt að hundsa
endalaust slíka óánægju og setja sig
í varnarstöðu. En nú hefur konum
mikið fjölgað í lögfræðingastéttinni
og það ætti að hafa í för með sér
hugarfarsbreytingu hvað þetta snert-
ir. Víða erlendis, svo sem í Eng-
landi, hefur meðferð kynferðisaf-
brota verið mikið bætt og virðast
kvennaathvörfin ánægð með sam-
vinnuna við lögregluna þar.“
Dóra Hlín segir að erlendis sé víða
markvisst unnið að því að fjölga lög-
reglukonum. í Hollandi var á fundi
lögreglukvenna 1985 gerð markviss
áætlun sem miðar að því að 1995
verði lögreglukonur 25% af liðinu á
landsvísu. Síðan hefur orðið sú breyt-
ing að nú eru 40% nemanna í lögregl-
uskólanum þar konur. í flestum
héruðum Þýskalands er líka verið að
fjölga mikið lögreglukonum og svo
komið að þar eru einnig 40% nem-
anna í lögregluskólanum konur. Þar
í landi hafa þó konui' lengi starfað
í rannsóknalögreglunni. Líka hefur
orðið fjölgun í Svíþjóð og Noregi,
meðan hér miðar lítið.