Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
Lavit laia; Michelle Pfeiffer sem Kattarkonan
í „Batman Retums".
SUMARIÐ
I ÞRIDJA VEIDI
eftir Amald Indriðason
Það er óhætt að segja að afþreyingariðnaðurinn í Holly-
wood skarti öllu sínu dýrasta og besta yfir sumarmánuð-
ina. Þá taka skemmtimyndirnar völdin, zilljón dollara ævin-
týramyndir fyrir börn og fullorðna, fantasíur sem gerast
ýmist á jörðu niðri, úti í geimnum eða hinni ímynduðu
Gothamborg Leðurblökumannsins þar sem illmenni eins
og Mörgæsin og Kattarkonan stjórna undirheimunum. Sum-
armyndirnar eru hasarblöð sett í þriðja veldi gerðar til
að gleypa í sig á mettíma áður en næsta útgáfa kemur út.
Ein þeirra heitir meira að segja „Alien3“.
Sumarið er tími rándýru
myndanna frá Hollywood.
Þær koma hingað stundum
nokkrum vikum eftir frum-
sýningu vestra og eru
margar með tölustöfunum
2 og 3 sem vitna um langlífi og
vinsældir. Framhaldsmyndaæðið
svokallaða er fjarri því að ljúka;
ekki færri en fjórar framhalds-
myndir verða frumsýndar í bíóun-
um í sumar. Endurunnar hug-
myndir er boðorð dagsins. Það er
veðjað á örugga vöru. Fólk veit
að hveiju það gengur og það virð-
ist sífellt vilja meira af því sama.
Stóru kvikmyndaverin mala
gull á endurvinnslunni. Staðfest-
ing er þegar fengin á því. Löggu-
myndin „Lethal Weapon 3“ með
Mel Gibson og Danny Glover byij-
aði mjög vel í miðasölunni og verð-
ur sjálfsagt komin yfir sex millj-
arða í tekjur er þetta birtist og
geimhrollvekjan „Alien3“ tók inn
einn og hálfan milljarð fyrstu sýn-
ingarhelgina. Leðublökumaðurinn
snýr aftur verður frumsýnd 19.
júní og er búist við meiriháttar
sprengju í miðasölum um öll
Bandaríkin.
En það verða ekki aðeins sýnd-
ar framhaldsmyndir í sumar.
Frumsamdar gamanmyndir og
sögulegar stórmyndir eru líka í
pakkanum. Og stórstjörnufansinn
er í samræmi við annað. Hvenær
myndimar koma hingað ræðst að
einhveiju leyti af því hvenær þær-
eru frumsýndar vestra. Biðtíminn
er alltaf að styttast frá frumsýn-
ingu þar og frumsýningu hér á
landi. Þó er það ekki algilt. Sam-
bíóin hyggjast sýna „Lethal Wep-
on“ í júlí en „Alien3“, sem frum-
sýnd var viku seinna í Bandaríkj-
unum, kemur að líkindum ekki
fyrr en í ágúst/september. Þetta
er líka spurning um að koma
myndunum fyrir. Ef myndir ganga
vei ýta þær öðrum á undan sér.
Af samtölum við kvikmyndahúsa-
eigendur má ætla að stóru sumar-
myndirnar vestra verði farnar að
birtast hér í júlí og að flestar verði
komnar í lok september ef áætlan-
ir standast.
Reyndar má segja að sumarver-
tíðin hafi byijað í maí með frum-
sýningum á tveimur góðum spenn-
umyndum, Höndinni sem vögg-
unni ruggar og Ógnareðli. „Hönd-
in“ hefur gert það gott í miðasölu
en Ógnareðli stefnir í metaðsókn
enda fáar myndir verið eins umtal-
aðar síðustu árin. Þá má geta
þess að þijár íslenskar bíómyndir
verða frumsýndar í sumar og í
haust, Veggfóður - erótísk ástar-
saga, Sódóma Reykjavík og Svo á
jörðu sem á himni, en óþarfi er
að flækja þær inn í sumarmynda-
flóðið að vestan.
Hér á eftir verða erlendu sumar-
myndirnar kynntar, sagt hvar þær
verða sýndar og hvenær þeirra er
von en allt eru það áætlanir sem
geta breyst^
Engar af stóru sumar-
myndunum verða frum-
sýndar í þessum mánuði. Stjörnu-
bíó frumsýnir Bugsy um mafíós-
ann Bugsy Siegel, sem Warren
Beatty leikur undir leikstjórn
Barry Levinsons. Hún var ein af
myndunum sem reiknað var með
að sópaði að sér óskarsverðlaun-
unum í mars en niðurstaðan varð
önnur. Myndin segir frá því hvern-
ig glæpakóngurinn kom sér fyrir
í Nevada-eyðimörkinni og byggði
upp borg að nafni Las Vegas.
Beatty kvæntist mótleikara sínum,
Annette Bening, og átti með henni
sitt fyrsta barn.
í þessum mánuði frumsýnir
Laugarásbíó nýjustu mynd Sean
Connerys, „The Medicine Man“
en hana gerir hasarleikstjórinn
John McTiernan. Segir hún af vís-
indamanni sem leitar lækninga við
krabbameini djúpt inni í frumskóg-
um S-Ameríku og hefur mikla
samúð með indjánum sem eiga þar
undir högg að sækja. Connery er
ein af fáum stjörnum í dag sem
borið geta uppi bíómyndir og nýt-
ur mikilli vinsælda hér á landi
enda hinn eini sanni Bond í huga
margra. Háskólabíó frumsýnir
gamanmyndina „Wayne’s World“
með tveimur skemmtikröftum úr
sjónvarpinu vestra, sem eru lítt
þekktir hér á landi. Mike Myers
og Dana Carvey heita þeir og
byggja myndina á gamanatriði
sínu í sjónvarpsþáttunum „Sat-
urday Night Live“. „Wayne’s
World“ hefur rakað inn peningun-
um, meira en sex milljörðum frá
því hún var frumsýnd í vor. Hún
höfðar sterkt til unga fólksins og
gæti slegið í gegn hér líka.
Stærsta frumsýningin í
mánuðinum verður á has-
armyndinni „Lethal Weapon 3“
með Mel Gibson, Danny Glover
og Joe Pesci undir leikstjórn Ric-
hard Donners að venju. Þeir eru
allir mætti aftur að endurtaka
hasarinn auk Rene Russo (úr „Fre-
ejack“), sem leikur siðanefndar-
löggu æfða í banvænum karate-
höggum. Formúlan er gersamlega
skotheld. Það þurfti ekki einu sinni
handrit til að byija tökur, aðeins
drögin. Svo hittust kvikmynda-
gerðarmennirnir hvern laugardag
á heimili Donners og ákváðu fram-
haldið fyrir næstu viku. Fram-
leiðandinn, Joel 'Silver, sprengdi í
loft upp 18 hæða fjölbýlishús á
Flórída og setti í myndina sem
annars var tekin í Los Angeles.
„Það var frábært að vinna við
myndina, allir skemmtu sér dægi-
lega. Þetta var eins og góður dag-
ur á ströndinni með Mel og
Danny,“ segir Donner.
Stjörnubíó frumsýnir nýjustu
myndina eftir sögu Stephen Kings
í mánuðinum. Hún heitir „Steph-
en King’s Sleepwalkers“ og er
fyrsta King-myndin sem gerð er
eftir frumsömdu kvikmyndahand-
riti hrollvekjuskáldsins. Hún segir
frá mæðginum sem nærast á
hreinum meyjum. Einnig verða
sýndar myndirnar Stoppaðu eða
mamma skýtur þig í Laugarás-
bíói með Sylvester Stallone og
„The Inner Circle“ í Stjörnubíói
með Tom Hulce sem fjallar um
einkasýningarstjóra Stalíns og
vSamband hans við einræðisherr-
ann.
jr Æ'
ipilQT Sumannyndirnar að
llUUu I vestan taka að berast
í öll bíóin. Sjálfsagt er „Batman
Returns", sem sýnd verður í Sam-
bíóunum, beðið með mestri eftir-
væntingu. Skikkjuklæddi skálka-
baninn fæst nú við Kattarkonuna
(Michelle Pfeiffer) og Mörgæsina
(Danny De Vito). Framhaldið kost-
aði rúma þijá milljarða króna en
framleiðendurnir munu örugglega
ná því fljótlega inn aftur. „Bat-
man“ fékk metaðsókn og var vin-
sælasta myndin í Bandaríkjunum
fyrir tveimur árum en fékk minni
aðsókn en búist var við hér á landi
(meira en 30.000 manns sáu
hana). Gera má ráð fyrir meiri
aðsókn nú þegar áhorfendur vita
um hvað málið snýst. Leikstjórinn,
Tim Burton, er sannkallaður töfra-
maður og hefur meiri völd en í
fyrri myndinni og finnst hann hafa
gert betri blökumynd í þetta sinn.
„Ég lagði allt í „Batman“ og líkar
við margt í henni,“ segir hann, „en
mér finnast þessar nýju persónur
áhugaverðari“.
í Háskólabíó kemur önnur
framhaldsmynd með nýjum aðal-
leikara reyndar. „Patriot Games“
segir af enn frekari æfintýrum
leyniþjónustumannsins Jack Ry-
ans nú þegar hann er sloppinn úr
kafbátnum í Leitinni að Rauða
október. Vantaði reyndar nokkur
volt í háspennuna þar en nú er
Harrison Ford kominn í aðalhlut-
verkið (Alec Baldwin var með full-
miklar launakröfur en á endanum
fékk Ford mun meira en hann).
Hann eltist við írska hryðjuverka-
menn með fast land undir fótum
og þarf um síðir að veija sína eig-
in fjölskyldu og heimili. Leikstjóri
er ástralinn Phillip Noyce („Dead
Calm“) sem hefur það erfiða hlut-
skipti að taka við af hasarleikstjór-
anum John McTiernan. Metsölu-
höfundurinn Tom Clancy hefur
ekkert viljað kannast við fram-
leiðsluna en ef myndin er, eins og
einhver hefur sagt, „Straw Dogs“
með pólitísku ívafi, er hún í höfn.
Laugarásbíó frumsýnir nýjustu
mynd hjónakornanna Toms Cruise
og Nicole Kidman í leikstjórn Ron
Howards. „Far and Away“ heitir
hún og segir frá Irum sem gerast
vesturfarar og flytjast til Banda-
ríkjanna. Cruise heldur alltaf vin-
sældum sínum en eiginkona hans,
hin ástralska Kidman, er frægari