Morgunblaðið - 21.06.1992, Síða 17
sérstaka tegund sína af gamansemi,
sem öðrum gat stundum fundizt
kaldranaleg og óviðeigandi.
Blysför og hylling
Daginn eftir tilræðið, 22. október,
vissi öll þjóðin um það. Ekki færri
en 15.000 manns gengu fram hjá
heimili Estrups til þess að hylla
hann. Menn báru fána og áletraða
borða og hrópuðu heillaóskir. Skipu-
lögð ganga aðdáenda þrammaði eft-
ir Toldbodgade eftir kvöldmat og var
55 mínútur að fara fram hjá dyrum
á húsi Estrups. Hann stóð grafkyrr
og þegjandi yið opinn glugga á ann-
arri hæð. Á þriðju hæð stóð frú
Estrup við glugga og lét yngsta son
þeirra hjóna standa í gluggakist-
unni. Hún var greinilega mjög
hrærð. Þótt Estrup virtist, aldrei taka
sér nærri fjandskap og níðskrif and-
stæðinganna, því að hann taldi allt
slíkt aðeins eðlilegan hluta af þátt-
töku í stjórnmálabaráttu, vissu
menn, að hin fíngerða kona hans
var oft mjög beygð vegna árása á
eiginmann hennar. Nú sá hún fyrst,
að „fólk var reiðubúið til þess að
fara út á götumar fyrir minn elsk-
aða Jacob“.
Ekki voru þó allir á sama máli
og fólkið í blysförinni. Allmargir
stúdentar höfðu staðið á gangstétt-
um, flautað á kyndilberana og'hróp-
að vígorð gegn Estrup. Aðrir góluðu
og ráku út úr sér tunguna framan
í göngumenn. Félagsmenn úr tveim-
ur stúdentafélögum voru farnir að
hrinda fólki og virtust þess albúnir
að hefja ryskingar. Sérþjálfaðir lög-
regluþjónar gerðu áhlaup á þessa
flokka stúdenta og handtóku átján.
Meðal þeirra var ung stúdína og
þótti almenningi það miklum og ill-
um tíðindum sæta. Stúdentunum var
sleppt, þegar líða tók á nóttina. Þeir
gáfu út yfirlýsingu þess efnis, að
þeir væru ekki að sýna samstöðu
með aðferð tilræðismannsins, þótt
þeir væru þess fullvissir, að honum
hefði gengið gott eitt til, „þegar
framtíð Danmerkur er höfð í huga“.
Hins vegar vildu þeir mótmæla lang-
setu ríkisstjórnar Estrups, af því að
hún væri á móti „framfórum í land-
inu“.
Samsæriskenning sett fram
að veiyu
Öll dagblöð stjórnarandstöðunnar
hörmuðu tilræðið. Þetta stóð í „Soc-
ial-Demokraten“: „Það er engu lík-
ara en þess hræðilegi atburður komi
eftir pöntun. Vér viljum ekki halda
því fram, að atburður gærdagsins
hafi verið umbeðinn og settur á svið.
Væntanlega er hann það ekki. Hins
vegar er það alveg makalaust, hve
hann kemur öllum estrúppum lands-
ins vel, einmitt á þessum tíma, svo
að það er næstum því grunsamlegt."
Þeir, sem ortu svokallaðar skild-
ingavísur um nýliðna merkisatburði,
settust nú allir niður við yrkingar,
og von bráðar voru langir vísna-
flokkar um tilræðið prentaðir og
seldir um allt landið. Lagboðar voru
settir við kveðskapinn, svo að fólkið
gæti sungið vísumar, þar sem það
kom saman, sem var aðallega inni
á ölkrám. Ýmis félög kvenna stóðu
fyrir því að halda Estrup veglegt
heiðurssamsæti í leikhúsinu stóra,
Casino, og þótt Estrup væri ekki
sérstaklega hrifinn af of mikilli þátt-
töku kvenna í stjórnmálum eða opin-
beru lífi sat hann þama í heiðurs-
sessi ásamt fjölskyldu sinni. Þegar
konurnar höfðu haldið honum ræður
og flutt honum kvæði allt kvöldið
stóð hann að lokum upp og þakkaði
fyrir sig. Að venju var hann stuttorð-
ur og skýrmæltur, því að honum var
illa við málalengingar og óljóst tal.
Hver setning hans var meitluð og
þrungin merkingu, því að hugsun
hans var jafnan skýr og orðfærið
hnitmiðað. Kunnugir sögðu, að í
fyrsta og síðasta skipti á ævinni
hefði hann sézt hrærður í ræðustól,
því að þessi virðingarvottur kven-
fólksins hafði greinilega ratað að
hjarta hans.
Mikilmennskuórar fangans
Julius Rasmussen var dæmdur í
fjórtán ára fangelsi. Hann hlustaði
steinþegjandi á réttarhöld og dóms-
uppkvaðningu. Síðan var hann flutt-
ur í fangelsið í Horsens á Jótlandi.
Hann var fálátur, einrænn og af-
skiptalaus um annarra hagi, en um
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍj 1992
C 17
leið einþykkur og ófús að hlýða skip-
unum. Samt gerði hann það oftast
án þess að mögla. Fangaverðir og
samfangar umgengust hann eins og
fordekraðan krakkakjána, fullan af
þrjózku og merkilegheitum, og
nenntu ekki að þrasa meira í honum
en nauðsyn bar til. Þess vegna komst
hann stundum upp með duttlunga
og kenjar. Hann var mest notaður
til málningarvinnu. Smám saman fór
fangavistin að taka meira og meira
á hann andlega. Ekki var sennilegt,
að hann yrði látinn laus fyrr en um
þrítugsaldur í fyrsta lagi. Honum
þótti það ömurleg tilhugsun að þurfa
að dúsa inni beztu ár ævi sinnar
vegna misheppnaðrar morðtilraunar.
Þegar komið var fram á þriðja ár
fangelsisvistarinnar var eins og and-
legt myrkrið grúfði sig æ þéttar um
sálarlíf hans. Hann yrti ekki á
nokkurn mann og var að mestu
hættur að anza ávarpi. Dag nokkurn
í nóvember 1889 neitaði hann að
þrífa hjá sér, eins og honum bar að
gera daglega. Fyrir það hlaut hann
smárefsingu, þ.e. færðist neðar um
einn flokk í fangasamfélaginu, en
það hafði í för með sér tímabundna
synjun um minni háttar atriði. Hann
varð svo móðgaður, að hann neitaði
að borða mat sinn. Hann lifði enn í
einhverjum heimi ímyndana og
sjálfsblekkinga og taldi tilræði sitt
heija sig upp yfír aðra fanga og
skipa honum góðan sess í Danmerk-
ursögunni. Hinum föngunum þótti
hann hlægilegur og bijóstumkenn-
anlegur.
Miðvikudagsmorguninn 27. nóv-
ember 1889 kom vörður að honum
dauðum í svefnklefanum. Hann
hafði rifið rúmlak sitt í sundur og
hengt sig í tætlunum.
EinkennUeg líkfylgd
Hrein tilviljun var það, að Julius
Rasmussen varð ekki morðingi.
Þykkur og gamaldags málmhnappur
á vesti Estrups kom í veg fyrir það.
4. desember var líkið flutt frá Hors-
ens suður yfir heiðina til Vejle í
skrautlegum líkvagni, blómum
prýddum. fjöldi manns elti vagninn
langleiðina upp á heiði. Blöðin segja,
að þetta hafí verið stórkostleg lík-
fylgd. Margir sveigar, borðar og
bómakranzar lágu á kistunni, þeirra
á meðal einn „frá dönskum stúdent-
um“. Miklar deilur urðu síðan um
það meðal stúdenta, hveijir hefðu
sent hann og í umboði hverra. Blöð-
in reyndu að finna út, hvort einhveij-
ir málsmetandi menn hefðu sézt í
líkfylgdinni, en eitt blaðið segir.
„Þarna voru hugsjónamenn frá
Kaupmannahöfn og smáskrýtið fólk
frá Horsens, — en ef til vill er þetta
sams konar manntegund!“ í öðru
blaði stóð: „Fáránleg líkfylgd!
Skömm fyrir Vejle-amt!“
Estrup gerist „fijálslyndur"
á efri árum
Estrup átti eftir að lifa í meira
en 28 ár til viðbótar. Hann stjómaði
landinu áfram í níu ár, eða þangað
til hann sagði af sér ráðherradómi
1894, en hann sat á þingi til dauða-
dags. Hann lifði stjórnlagabreyting-
una, sem hann var ekki hrifínn af,
en hann mun þó hafa talið, að verri
hefðu breytingamar orðið hefði hans
ekki notið við svo lengi. Svo mikið
er víst, að áhrifa hans gætti lengi í
dönskum stjómmálum og danskri
stjómsýslu. Enn fullyrða sumir, að
margt af því bezta í dönsku stjórn-
arfari sé í raun frá honúm komið.
Hann skapaði margvísleg fordæmi
á ríkisstjórnarámm sínum, sem hann
kom á með festu og hafa haldizt
næstum óbreytt síðan.
Daglega gekk hann um Bredgade
á leið sinni í þingið. Fólk brosti vin-
samlega til hans og reyndi jafnvel
að heilsa honum. Fyrr á árum þótt
honum óþægilegt að taka undir
kveðjur ókunnugs fólks, en upp úr
áttræðisafmælinu fór hann að svara
kveðjum karlmanna með örlítilli,
vart merkjanlegri smáhöfuðhneig-
ingu, en kveðjum kvenmanna með
með því að snerta hattbarðið andar-
tak með vísifingri hægri handar.
Meira gat það nú ekki orðið. Blaða-
mönnum þótti þetta vottur þess, að
Estrup væri orðinn verulega fijáls-
lyndari á efri árum. Hann minntist
aldrei einu orði á tilræðið. Hann
burtsofnaði á aðfangadagskvöld
1913, 88 ára gamall.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsiiigamiðill!
✓
...alltafþegar
það er betra
'&ém TILBOft
i IILKÍNI SUMAIt
SÓLSTÓLL
Fallegur, sterkur, stöðugur.
Staflast mjög vel.
Verð án sessu. Aðeins
Harðger og duglegur.
Hentar afar vel í útiker.
Minni
Stærri
GRASKUPPUR
Handhægar og liprar,
með veltiblaði.
Þrælgóðar á allskon
SUMARVON
- Brosandi blóm á betra verði -
Rósabúnt, Fresíubúnt,
Blandaðir blómavendir.
Falleg blómabúnt á sumarverði.
4"\««Í 5«“
«1
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.