Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 19

Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 C 19 í afmæli FM. Frá vinstri eru Þóra Ólafsdóttir, Jón Halldór, Valdís Gunnarsdóttir og Hrund Gunnarsdóttir. ÞINGVELLIR Fjölmenni á Hótel Yalhöll FM-starfsmenn skála. Frá vinstri eru Haraldur Jóhannesson, Ragnar Már Vilhjálmsson, Val- geir Vilhjálmsson og Hafliði Jónsson. >1 Veislugestir á Germaníu-hátíð. grillað og um kvöldið voru skernmtiatriði í stóra sal hótelsins. Útvarpsstöðin FM sendi fyrst út 13. júní 1989 og ákváðu eigend- ur og starfsmenn stöðvarinnar að fara á Þingvöll og gera sér glaðan dag á Hótel Valhöll í tilefni þriggja ára afmælisins. Meðfylgjandi myndir eru því til sönnunar að FM-fólk hefur skemmt sér hið besta í afmælinu. Starfsemi Hótels Valhallar á Þingvöllum er nú komin í fastar skorður, en 1. maí var það opnað aftur eftir vetrardvala. Um 30 manns starfa nú á hótelinu sem er opið alla daga. Um helgar er boðið upp á heitan mat allan daginn og kaffihlaðborð síðdegis en algengt er að þeir sem fara hinn sígilda „Þingvallahring“ komi við á hótelinu og gæði sér á „bakkelsi“ og öðru fíneríi af hlaðborðinu. Stefnt er að því að hafa lifandi tónlist á barnum á kvöldin um helgar. Eyjólfur Krisfjáusson reið á vaðið um síðustu helgi og söng fyrir gesti við góðar undirtektir. Laugardaginn 13. júní var hald- in í hótelinu 150 manna eft- irmiðdagsgrillveisla Germaníu, vinafélags Islands og Þýskalands. Veislugestir gæddu sér á ýmsum þýskum sérréttum, svo sem súr- káli og þýsku salati. Sérstakir gestir félagsins í veislunni voru Gerhard Polt og „Die Biermöslb- losn“ en þeir komu fram á Lista- hátíð í Reykjavík fyrir skemmstu. Veislan byijaði með því að farið var í leiki með bömunum, síðan var farið út í garð þar sem var SJÓMENNSKA Heiðraðir á sjómannadaginn Á sjómannadaginn í Reykjavík, 14. júní sl. heiðraði Sjómannadags ráð fimm menn fyrir langa og dygga sjómennsku og störf í þágu sjómanna. Frá vinstri: Arnór Gíslason skip- stjóri, Andrés Gunnarsson vélstjóri, Helgi Gíslason bryti, Hörður Einarsson skipstjóri og Hannes Hafstein forstióri Slysa- varnarfélags íslands sem hlaut gullkrossinn æðsta heiðursmerki sjómannadagsins fyrir störf sín að björgunar- og slysavarnarmálum sjómanna. Morgunblaðið/KGA EFRI ÁRIN Að skapa sér vinnu HVAÐ eiga menn að gera þegar aldurinn færist yfir og þeir eru allt í einu orðnir „löggilt gamalmenni" þó að þeir séu í fullu fjöri og mjög svo vinnufærir til margra hluta? essu velti Jóhann Waage fyrir sér þegar ljóst var að hann myndi hætta sem forstöðumaður íþróttahúss Borgarness í lok þessa árs en Jóhann verður sjötugur á ár- inu. Hann ákvað að reyna fyrir sér á „markaðnum" og hannaði og byggði nokkur garðhýsi sem einnig má nefna sólstofur, því þau eru hugs- uð til skjóls fyrir norðanáttinni þegar sólin skýn hér vestanlands. Það fyrsta smíðaði hann fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu og síðan hyggst , hann bjóða hin til sölu á almennum markaði og fá 360 þúsund krónur fyrir hvert hús. Sagði Jóhann að húsin væru einnig tilvalin til að hafa við sumarbústaði. Húsin eru átt- strend um 10 fermetrar að flatar- máli og frístandandi. Þau eru smíðuð í einingum og því auðveld í uppsetn- ingu og nánast hægt að setja þau upp hvar sem er. Jóhann er meistari í húsasmíði að mennt og kveðst hafa starfað að smíðum frá unga aldri. Síðan hafi hann byrjað á að sauma út og vinna að smíði innanstokksmuna er hann hafi verið að ná sér eftir slæmt umferðarslys er hann varð fyrir árið 1976. Upp úr því hafi hann gerst forstöðumaður Iþróttahúss Borgar- ness en jafnframt því starfi kvaðst hann hafa gripið í smíðarnar af og til og meðal annars smíðað sumarbú- staði og nokkuð af útidyrahurðum svo eitthvað sé nefnt. TKÞ. Morgunblaðið/Theodór Jóhann Waage trésmiður stendur við eitt garðhýsanna sem hann hefur smiðað og hefur til sölu. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl Vesterbrogade 6 d, DK-1620 Kbh. V. Simi: (90) 45 3312 70 95 Spennandi sumarleyfisland í hjarta Þýskalands. Luxemborg er hliðið að hinum rómantísku héruðum Rheinland-Pfalz. Þangað er um 1-3 tíma akstur með bíl. Njóttu pess að ferðast um Mosel- og Rínarhéruðin. Flug og bíll í A-flokki til Luxemborgar verð frá 28.200 kr. á mann m.v. tvo í btl. Flugvallarskattur kr. 1.250.- er ekki innifalinn í ofangreindu verði. FLUGLEIÐIR Traustur (slenskur fer&afélagi Hafðu samband viö ferðaskrifstofuna þína. Söluskrifstofur okkar og umboösmenn um allt land eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8:00-18:00).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.