Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 20

Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú þarft að vara þig á oflæti, sérstaklega í samskiptum við þína nánustu. Vertu heima með fjölskyldunni í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefðir gott af því að fara út í dag og anda að þér fersku icfti. Léttara fæði gæti hjálpað þér að létta skapið. Tvtburar (21. maí - 20. júní) töt> Þú hefur verið fullur af lífs- orku undanfarið og margar nýjar hugmyndir komið upp. Vertu heima í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlf) HiS Stutt ferðalag með ástvini gæti gert gæfumuninn núna. Vertu rómantískur í kvöld. Ljón (23. júll - 22. ágúst) Þú hefur verið andstyggilegur og ósanngjam við ákveðinn aðila, og þarft að athuga al- varlega samskipti þín við hann. Vinnufélagar kunna að hafa hom I síðu þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur leyft smámunum að stjóma lífi þínu of mikið og nú er tími kominn til að greina smáatriði frá því sem raun- vemlega skiptir máli. Þú átt annars á hættu að lenda I ónáð hjá þeim sem þér þykir vænt um. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Viðkvæmni einkennir tilfínn- ingalíf þitt núna. Einhver hef- ur óviljandi sært þig og þú ættir ekki að vera langrækinn. Fjölskyldan kann vel að meta nærvera þína í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®)|0 Afbrýðisemi gerir þér lífið erf- iðara en það þyrfti að vera. Þú þarft að gefa ástvini þínum frelsi til að vera eins og hann er og átta þig á að ekki er hægt að eiga annað fólk. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) m Þú hefur ekki áttað þig á því sem er í kringum þig, þar sem þú hefur verið upptekinn af því sem þú ert sjálfur að fást við. Gefðu fjölskyldunni meiri gaum, hvemig væri að breyta til og fara með henni í stutt ferðalag? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér gengur vel að leysa þau verkefni sem þér hafa verið falin. Legðu vinnuna til hliðar eitt kvöld og vertu heima. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú þarft að huga betur að útliti þínu og hefðir gott af því að fara í líkamsrækt og stunda útivera í meiri mæli. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’£* Reiðikast þitt kom ástvini þín- um í opna skjöldu, enda á hann ekki öðru að venjast en að þú sért einstaklega jafn- lyndur. Sjáðu til þess að eftir- málar þessa spilli ekki sam- bandi ykkar. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS J?M t?AVfg>‘?-'0 TOMMI OG JENNI FERDINAND 1'E5, MA'AM..MY D06 ANP I WANT TO THANK VOU FOR ALLOWINS ME TO 60 H0ME EARLV YESTEKPAY BECAUSE HE UJAS 5ITTIN6 IN THERAlN.. Já, frú ... ég og hundurinn minn viljum þakka þér fyrir að leyfa mér að fara snemma heim í gær, vegna þess að hann sat úti í rigningunni... IN FACT, HE UJ0ULP LIKE T0THANKY0U IN PER50N... Satt að- segja langar hann til að þakka þér persónulega ... Nei, það er í lagi... við skiljum ... Gerum við það? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur kemur út með lauf- kóng gegn 6 spöðum suðurs: Norður ♦ 32 ♦ ÁKG109 .♦ ÁK109 ♦ Á4 Suður ♦ KDG876 V 82 ♦ D865 ♦ 9 Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Sagnhafi drepur á laufás og spilar spaða á kóng. Þegar nían dettur úr vestrinu læðist illur grunur að sagnhafa, sem hann fær staðfestan í næsta slag þeg- ar vestur hendir laufi í spaða- drottningu. Austur hefur því byrjað með ÁlOxx í spaða og ekkert annað en trompbragð getur bjargað slemmunni. En tímasetningin þarf að vera nákvæm. Suður þarf að trompa tvisvar á eigin hendi (lauf og hjarta) og frispila hjartað í leið- inni: Norður ♦ 3? VÁKG109 ♦ ÁK109 ♦ Á4 Vestur ♦ 9 ♦ 764 ♦ G32 ♦ KD7652 Austur ♦ Á1054 ♦ D53 ♦ 74 ♦ G1083 Suður ♦ KDG876 ♦ 82 ♦ D865 ♦ 9 Fyrst er hjartað spilað á ás og lauf stungið. Síðan hjarta á kóng og hjarta trompað. Þá eru teknir tveir slagir á tígul og frí- hjarta síðan spilað úr borðinu. Trompi austur ekki, fara niður tveir tíglar heima og tromptían loks fonguð í lokin. Umsjón Margeir Pétursson Það kemur jafnvel fyrir allra sterkustu stórmeistara að leika afleikjum sem varað hefur verið við í bókum. Við skulum líta á fyrstu leikina í skák þeirra Migu- els IUescas (2.555), Spáni, og Artúrs Júsupovs (2.655), Rúss- landi. Frönsk vöm. 1. e4 — e6, 2. d4 - d5, 3. e5 - c5, 4. c3 - Db6, 5. Rf3 - Bd7, 6. a3 - c4, 7. Rbd2 - Rc6, 8. g3 - Rge7?? { bókum er varað við þessu og mælt með 8. — Ra5. Illescas svar- aði að bragði með: 9. Bxc4! (Auðvitað, því eftir 9. — dxc4, 10. Rxc4 — Dc7, 11. Rd6+ — Kd8, 12. Rxf7+ vinnur hvítur þijú peð og skiptamun.) 9. — Ra5, 10. Be2 og þrátt fyrir 100 skákstiga mun tókst Júsupov aldr- ei að vinna upp peðsmissinn og mátti játa sig sigraðan eftir 60 leiki til viðbótar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.