Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 23

Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 C 23 SPEMNU/GAMANMYNDIN: TOFRALÆKNIRINN STORKOSTLEGT ÆVINTÝRI! FRAMMISTAÐA CONNERYS GLEYMIST SEINT EÐA ALDREI. David Sheehan. NBC TV L.A. STORKOSTLEG OG HRIFANDI! „TÖFRALÆKNIRINN" ER FERSK OG HRÍFANDI SAGA UM ALVÖRU FÓLK OG RAUNVERULEGA BARÁTTU. . HÚN ER ALGJÖRT UNDUR. ÞAÐ EINA SEM HÆGT ER AÐ SEGJA UM CONNERY ER ÞAÐ AÐ HANN ER ___ EINFALDLEGA BESTI LEIKARI OKKAR TÍMA. Iltl llinwn - The Waihinfton PoM TÖFRALÆKNIRINN" ER LÍFLEG OG LITRÍK UMGJÖRÐ UTAN UM STÓRKOSTLEGAN LEIK CONNERYS. Aðalhlutverk: . Sean Connery og Lorraine Bracco. Leikstjóri: John McTierman æknir finnur lyf ið krabbameini en ýnir formúlunni. MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA VIGHOFÐI ★ ★*'/? DV ★ ★★'/; Mbl. ÍSiSPE ★ ★★'/* MBL. ★★*- DV Þessi magnaða spennu- mynd með Robert De Niro og Nick Nolte á stóru tjaldi í Dolby Stereo. Sýnd í B-sal kl.4.50, 6.55, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. MITTEIGIÐIDAHO ★ ★ ★ ★ L.A. TIMES ★ ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Mbl. Sýnd í C-sal kl.5, 7, 9og 11. Bönnuð innan 16 ára. K sími 112 LEIKFERÐ ÞJÓÐLEIKHÚSSINS UM NORÐUR- OG AUSTURLAND KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju SAMKOMUHÚSIÐ A AKUREYRI: f kvöld kl. 20.30. Aðgöngumiðar I miðasölu Leikfélags Akureyrar, sími 24073, opið kl. 14-18 alla virka daga nema mánudaga. EGILSSTAÐIR, VALASKJÁLF: Mánudag 22. júní kl. 21, þriðjudag 23. júní kl. 21. Miðapantanir í Hótel Valaskjálf, sími 11500. NESKAUPSTAÐUR, EGILSBÚÐ: Miðvikudag 24. júní kl. 21. Miðapantanir f Hótel Egilsbúð, sími 71321. VJterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiöill! REGNBOGINN SÍMI: 19000 <fe<» * STÓRA SVIÐIÐ kl. 20: • ÞRUGUR REIÐINNAR byggt á sögu John Steinbeck. Leikgerð: Frank Galati. I kvöld, allra sföasta sýning, uppselt. Þrúgur reiðinnar verður ekki á fjölunum f haust. Miðar óskast sóttir fjórum dögum fyrir sýningu, ann- ars seldir öðrum. Miðasalan opin alla daga fri kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanlr I sfma alla vlrka daga frá kl. 10-12, slml 680680. Myndsendir 680383 NÝTTI Leikhúslínan, sími 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Námskeið 1 skap- andi listþjálfun HALDIÐ verður námskeið í skapandi listþjálfun fyrir börn, unglinga og fullorðna í sumar. Á námskeiðunum er ýmislegt búið til. Unnið er með liti, málningu, leir, gifs o.fl. Listsköpunin er frjáls og þurfa þátttakendur ekki að hafa „tæknilega færni“ í listum. Spjallað er um listsköpunina og hugsanir tengdar þeim. Markmið námskeiðanna er að hjálpa þátttakendum að virkja sköpunargáfu sína, hafa gaman af að skapa og gefa þeim möguleika á að tjá með orðum hugsanir og til- finningar tengdar listsköp- uninni. Unnur þjálfi. Ottarsdóttir Hámarksfjöldi þátttak- enda í hverjum hópi er aðeins sex. Lögð er áhersla á að mynda vinsamlegt andrúms- loft þar sem hver einstakl- ingur fær hvatningu og at- hygli. Leiðbeinandi á námskeið- unum er Unnur Óttarsdóttir sem er listþjálfi (art therap- isti) og kennari að mennt. Unnur hefur unnið að með- ferð ög námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna í listþjálfun. Innritun og upplýsingar eru hjá Unni Óttarsdóttur listþjálfa, alla virka daga kl. 17-19. BIRÆFNII BEVERLY HILLS Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stórrán í Beverly Hills („The Taking of Beverly Hills"). Sýnd í Bíóhöll- inni. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Aðalhlutverk: Ken Wahl, Matt Frewer, Robert Davi, Harley June Kozak. í hasarmyndinni Stórrán í Beverly Hills leikur Ken Wahl broshýra fótbolta- hetju sem atvikin haga svo til að verður eini maðurinn sem eyðilagt getur áform bíræfinna ræningja, er lok- að hafa heilu hverfi í borg- arhlutanum fræga og láta greipar sópa. Hann er einn gegn öllum maður getur verið viss um frá upphafi að allir tapa. „Stórrán" undir leik- stjórn Sidney J. Furie er afar slöpp formúlumynd sem leggur helst áherslu á algerlega tilgangslausar eyðileggingar bifreiða og sviðsmynda. Það á að koma í stað hasarsins en verður fljótlega þreytandi þegar bíl eftir bíl er ekið inní hveija leikmyndina á fætur annarri. Og svo er sprengt einhverstaðar þess á milli. Wahl hefur greinilega lagt meiri áherslu á lík- amsrækt í seinni tíð en leiklist og hlúnkast í gegn- um hetjudáðirnar án þess að gera eitt eða neitt fyrir myndina og Robert Davi leikur stórhuga illmennið á gamalkunnum nótum. Kvenhetjan er leikin af Harley June Kozak sem er með öllu sviplaus en sá eini sem einhvern lit sýnir er Matt Frewer í hlutverki löggu sem aðstoðar Wahl gegn bófunum. Furie hefur áður gert ágætar bíómyndir en ekk- ert bitastætt í seinni tíð. Myndin hans er langt und- ir meðallagi og greinilega gerð fyrir áhorfendur sem litlar eða engar kröfur gera til hasarmynda bara ef eitthvað er sprengt í loft upp á fárra mínútna fresti. Að auki er hugmyndin að baki„„Stórránsins“ ansi fjarstæðukennd. Nokkrar alvörulöggur er læstar inná lögreglustöð á meðan platlöggur setjaásvið- „eiturefnaslys" og tæma Beverly Hills af fólki áður en þær ræna og rupla up- pundir 60 milljörðum króna - allt svo illmennið Davi geti komist í forstjó- rastól tryggingarfyrirtæk- is, eða hvað? Stykkishólmur: Grunnskólanum slitið Stykkishólmi. GRUNNSKÓLANUM í Stykkishólmi var slitið 27. maí sl. við hátiðlega athöfn í nýju kirkjunni. Var kirkjan þéttset- in og mun ekki hafa verið slikur fjöldi við skólaslit áður eða allt að 500 manns. Nemendur önnuðust söng milli atriða og í byijun og lok og tók fólkið undir. Alls voru í skólanum í vetur 284 nem- endur í 10 bekkjardeildum og auk tveggja framhalds- deilda. Við skólann störfuðu 23 kennarar bæði í hálfu og fullu starfi. Heilsufar var gott og skólasókn eftir því. Sýning á munum barna og eins flutningur ljóða sem samin voru, vöktu athygli. Afhent voru prófskírteini 24 nemenda sem útskrifuðustu úr 10. bekk. Gerði það Lúð- vík Halldórsson skólastjóri sem skýrði einnig skólastarf- ið í vetur og námsárangur. Þá fékk Astrós Þorsteins- dóttir afhent frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi, stúd- entaskírteini, og afhenti skól- ameistari Þórir Óskarsson það með völdum viður- kenningarorðum en Ástrós hefur verið tvo vetur í fram- haldsnámi hér í Grunnskól- anum og auk þess lesið utan skóla, en tók svo próf við Fjölbrautaskólann. Er þetta í fyrsta sinn sem stúdenta- prófskírteini hefur verið af- hent við skólann í Stykkis- hólmi. Við skólaslit voru auk þess mættir fullnaðarprófsnem- endur og fermingarsystkin frá árunum 1964 og 1965 og voru þau um 30 sem mættu og héldu síðan daginn hátíðlegan með borðhaldi á. Hótel Stykkishólmi um kvöldið. - Árni. Steinasýning opin á Akureyri í sumar Félag norðlenskra steinasafnara efnir til steinasýningar í húsnæði félagsins í Hafnarstræti 90 á Akureyri í sumar. Sýningin var opnuð 15. júní síðastliðinn og verður hún opin frá kl. 13 til 16 alla daga nema laugardag í júní, en í júlí og fram til 15. ágúst verður hún opin frá kl. 10 til 17 alla daga nema laugar- daga. Félagið stóð fyrir steina- sýningu síðastliðinn vetur og sýndu bæjarbúar henni mik- inn áhuga, þannig að ákveðið var að opna aðra sýningu og gefa bæjarbúum og ferða- mönnum tækifæri til að kynnast töfrum hins íslenska steinaríkis. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.