Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 24
24 C
-p *•>
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
„Ef þá ertcú hringjco Cit af ridetar-
ZQ.r&arstdrfinu, þá erþafr fhrib-"
MMIJirUJnger/Distribute^b^UniversalPressS^^
S/
Ekki mikið leggjandi upp
úr ákvörðun þinni um að
leggja þig?
Við í þessu fyrirtæki erum
sem ein fjölskylda.
HOGNI HKEKKVISI
„H/WN HL<m)/?AÐ Ze/eA AÐ F»RA £ITTHZAE>
... HAMN £& AE> PAK/cA."
-...-■v.........mwn'xmr ia\r fJJ n f TCJ7/7 Tri-CfOjr
fftipir
BRÉF TEL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Hvað rís úr rústunum?
Frá Rúnari Gústafssyni:
VIÐ ERUM heppin að vera lítið
hijóstrugt eyríki langt úr alfaraleið
því það er okkar besti vinur í að
halda íslandi fyrir íslendinga. ís-
land kemur ekki til með að sleppa
við þær hræringar sem eiga eftir
að koma, hversu mikið sem við
beijumst fyrir sjálfstæði okkar. Til
eru hagfræðingar sem segja að
hrunið á verðbréfamarkaðnum
1987 hafi bara verið smámunir
miðað við hið raunverulega hrun
sem mun koma innan fárra ára,
og það hrun verður einnig hrun
kapítalismans. Hvað er þá eftir,
hin fullkoma sundrun, hin algera
ringulreið, fyn- mitt leyti verð ég
að segja að ég hlakka jafn mikið
til þess eins og ég kvíði. Hvað rís
úr rústunúm verður að sjálfsögðu
háð því hver eða hveijir verða fljót-
astir til að átta sig á nýjum tímum.
Hvað getur allsheijar alheims
kreppa leitt af sér. Jú, við, jarð-
arbúar, komum sjálfsagt til með
að drepa hver annan pínulítið og
fyrir pínulítið og svelta í hel og
deyja úr sjúkdómum allskonar og
það algeralega óháð hörundslit,
stétt eða skoðunum. Hvemig
stjórnskipulag gæti sprottið upp
sem ekki hefur verið prófað áður
eða ekki hefur mistekist áður.
Kannski einstaklingurinn rísi til
vegs og virðingar ekki í persónu-
dýrkun að hætti örvæntingarfullra
og/eða ofsóknarbijálaðra einræð-
isherra heldur að verðleikum, utan
valda flokkapólitíkur sem alltaf
býður upp á baktjaldamakk. Eitt
af einkennum örvæntingar stjórn-
valda í lýðræðisríkjum er að allir
flokkar hafa á pappímum ólíka
stefnuskrá en í kosningum er eng-
inn mismunur. Ég hef alltaf að-
hyllst jafnaðarstefnu en það fyrir-
fínnst varla nothæfur jafnaðar-
flokkur lengur, allir meira . og
minna orðnir til hægri og sósíalist-
ar halda sig saman í litlum upp-
gjafarhópum og vona að enginn
minni þá á að kommúnismi Sovét-
ríkjanna er fallinn. í skorti hald-
bærrar jafnaðarstefnu á íslandi hef
ég haft það happ að undir þeirra
flaggi hefur ávallt verið hæft fólk,
sem er mergurinn málsins. Kosn-
ingar eiga að vera um einstaklinga
sem hafa eitthvað til málanna að
leggja og sem maður þá væntan-
lega lætur vera að kjósa ef þeir
standi ekki við kosningaloforðin
fögru og geta ekki skýlt sér á bak
við flokksmaskínu eða kastað
flokksformanninum og sandi í
augu kjósenda. Einstaklings-
hyggja, ekki sú sem nefnd hefur
verið í sömu andrá og kapítalismi
heldur sú sem nefnist á erlendum
tungum individualismi, er verðug-
ur arftaki núverandi fyrirkomu-
lags, algert skoðana og aðgerða-
frelsi þar sem mikilvægi einstakl-
ingsins er í fyrirrúmi og hver ein-
staklingur er gerður ábyrgur fyrir
sínum gerðum, opinberum og per-
sónulegum. Mér verður hugsað til
mannanna sem einhverntíman á
sjötta áratugnum gerðu tilraunir
með að blanda mannablóði apa-
blóði til lækningar malaríu en
gerðu sig að líkindum seka um að
koma HlV-vírusnum inn í mann-
skepnuna og með því athæfí líklega
orðið mestu fjöldamorðingjar sem
nokkrusinni hafa gengið þessa
jörð.
Ef þetta reynist rétt efast ég
um að þeir verði nokkru sinni látn-
ir svara til saka frekar en þeir sem
stóðu að gerð, eða fyrirskipuðu
notkun sprengjanna sem kastað
var á Hirosima og Nagasaki. Ekki
hafa ráðamenn, Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna, heldur verið gerðir
ábyrgir fyrir innrásir sínar í Víet-
nam og Afganistan, ekki heldur
leiðtogar annarra ríkja sem með
heimsvaldastefnu hafa kúgað önn-
ur ríki og aðrar þjóðir. Ég er ein-
staklingur af þessari jörð, en ég
hef ekkert að segja um framtíð
hennar nema ég tilheyri einhveij-
um flokki eða trúarbrögðum og
þykja mér það harðir kostir og
ófysilegir.
RÚNAR GÚSTAFSSON
Smalgangen 23 0188, Osló 1
Noregi
EFTA hjáríkjasamband
Frá Birni S. Stefánssyni:
ÞRISVAR í röð hefur Útvarpið
bætt þeirri skýringu við frétt um
undirskrift samkomulagsins um
EES í Oporto, að þar væri stigið
skref til myndunar stærsta frí-
verzlunarsvæðis sögunnar. Það er
vandasamt að skýra í fáum orðum
hvað felst í þessari undirskrift, en
eitt er víst, að ekki er verið að
mynda fríverzlunarsvæði. Ríkin 19
sem að standa hafa þegar myndað
fríverzlunarsvæði. ísland varð aðili
að því árið 1972.
Samkvæmt samningsuppkast-
inu sem leggja á fyrir löggjafar-
þing ríkjanna 19 og þing Evrópska
samfélagsins (ES) skal færa Ítig
og reglur EFTA-ríkjanna 6 til sam-
ræmis við lög og reglur ES — það
voru fyrir tveimur árum um 60.000
blaðsíður (eins og 60 símaskrár)
og varla hefur það minnkað síðan.
EFTA-ríkin eiga síðan að breyta
lögum sínum og reglum jafnóðum
eftir því sem lög og reglur ES
breytast, og eiga þar engan rétt
til íhlutunar, ekki einu sinni tillögu-
rétt. í sem stytztu máli sagt felst
í samkomulaginu, að myndað er
ríkjasamband með ES-ríkin sem
aðalríki og EFTA sem hjáríkjasam-
band.
BJÖRN S. STEFÁNSSON
Vesturvallagötu 5, Reykjavík
Yíkveiji skrifar
að fer ekki á milli mála í frétt-
um síðustu mánaða og vikna
að þrengt hefur að íslendingum.
Síðasta áfallið, sem raunar hefur
legið í loftinu lengi, er fiskifræðileg
staðhæfíng þess efnis að þorsk-
stofninn, sem staðið hefur að stór-
um hluta undir iífskjörum og vel-
ferð í landinu, sé í hættu. Við verð-
um að draga úr þorskafla með til-
heyrandi áhrifum á stöðu þjóðar-
búsins og lífskjör landsmanna.
Víkveiji sér það og í fréttum síð-
ustu daga að sú atvinnugreinin, sem
verðið hefur í uppsveiflu mörg
næstliðin ár, ferðaþjónustan, á
einnig við sinn vanda að glíma. Þá
er ekki einungis átt við það að
ferðaskrifstofur, sumar hveijar,
hafa átt í rekstrarvanda á liðnum
misserum, heldur að erlendum ferð-
mönnum hér á landi hefur fækkað.
Samkvæmt fréttum hafa 700 færri
erlendir ferðamenn lagt leið sína
hingað til landsins frá ársbyijun til
mafloka en á sama tíma í fyrra.
Það er ekki ein báran stök á úfn-
um sjó íslenzks efnahagslífs.
xxx
En þrátt fyrir allt tal um erfíð-
leika og þrengingar þjóðarbú-
skapar, atvinnuvega, heimila og
einstaklinga sækjum við í okkur
veðrið í utanferðum, einkum og sér
í lagi til sólarstranda. Eða eins og
segir í einni í blaðafrétt:
„íslendingar virðast hins vegar
stefna í að slá öll sín fyrri met í
utanferðum. Um 11.200 sneru
heimleiðis í maímánuði og alls var
fjöldi þeirra 43.800 fyrstu fimm
mánuðina. Þetta er um 4.200
manna fjölgun frá sama tíma í fyrra
og sömuleiðis um 2.500 utanförum
fleira en nokkru sinni áður á sama
fímm mánaða tímabili."
Veðráttan hefur heldur ekki leik-
ið við okkur margar undanfarnar
vikur hér á suðvesturhominu þar
sem lunginn úr þjóðinni hefur sezt
að. Það getur varla heitið að séð
hafí til sólar það sem af er svoköll-
uðu sumri. Regnský hafa grúft yfír
mannlífinu, votir vindar hafa snopp-
ungað réttláta sem rangláta og
súldin hefur jafnvel síast inn í sál-
artötrin. Það er næstum því skiljan-
legt að þjóð efnahagslegra þreng-
inga, þorskstofns á fallandi fæti og
minnkandi heildartekna haldi á vit
suðrænnar sólar nánast með krítar-
kortið eitt í farteski. Den tid, den
sorg, eins og sagt var meðan sjór
var svartur af síld og sá guli fyllti
ryksuguskip tækninnar.
Jafnvel þegar við Víkveijar Sögu-
eyjarinnar reynum að laga okk-
ur að bláköldum veruleikanum rek-
um við þumalputtana í horngrýtis
vandræðin. Eða eins og segir í
bændablaðinu Tímanum: „Færri
kindur — fleiri lömb!“
Fyrst drógum við stórlega úr
neyzlu kindakjöts af ástæðum sem
hér verða ekki raktar. Síðan skámm
við hressilega niður sauðfjárstofn-
inn til þess að laga kindakjötsfram-
leiðsluna að innlendri eftirspum,
eins og það hét á hagræðingar-
máli, til þess að losna við að þurfa
að borga með umframframleiðslu
ofan í útlendinga. Eða eins og segir
í ævafomu þjóðlegu stefi: „Sé ég
eftir sauðunum / sem að koma af
fjöllunum / og etnir em í útlöndum!"
í bændablaðinu segir sem sagt:
„Þegar fækkað er og hjarðirnar
grisjaðar er afurðaminnsta féð látið
fara, hið frjósama lifir.“ Og síðan:
„Vegna stöðugs niðurskurðar á ís-
lenzka Qárstofninum síðustu árin
vex fijósemi hans.“ Og nú er hver
ær tví- eða þrflemd. Það er jafnvel
farið að tala um ofurfijósamt fé.
Það er því engin furða þótt fyrir-
sögn á rammafrétt í Tímanum hljóði
svo:
„Færri kindur, fleiri lömb!“