Morgunblaðið - 21.06.1992, Page 25

Morgunblaðið - 21.06.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 C 25 Á GRÆNULJÓSI TILBOÐ ÓSKAST Gjöfult land Frá Elsu Georgsdóttur: KOMIÐ þið sæl. Nú verð ég að segja að mér finnst nóg komið, ég get ekki horft upp á þetta lengur, án þess að leiða sannleik- ann í ljós. Jón Sigurðsson hugs- aði sér þjóð sína sem lítið stúlku- barn. Enginn finnur hamingjuna nema gefa hana öðrum. Hér er ekkert gert nema eitt á kostnað þjóðarinnar. Konur og karlar heimsóttir, sem skreyta sig með gervikórónu, ráðstefnur sóttar, eintóm ferðalög og hótelgisting- ar, allt á kostnað almennings. Við eigum að vera varkár í sam- skiptum okkar við hinn umkomu- lausa heim. Það er nóg að gera hér heima, margir sem þurfa á hjálp að halda. Hin sanna menn- ing er að sýna náunganum skiln- ing og kærleika. Kærleikur okkar mannanna leiðir okkur að lokum til þekkingar á kærleika Guðs. Hvar er þörfin allra mest, hvar er þörf að vinna, ísland skortir allra mest eining barna sinna. Engin list er manninum æðri. Við eigum gjöfult land, þurfum næstum ekki í messu, því landið allt messar. Það er talandi tákn Guðdómsins. Og hafið sem verndar það, hið seiðmagnaða hjartaslag hafdjúpsins. Á þessari þjóðhátíð var það skíðaskálinn sem bjargaði okkur, fallegt tréhús. Hann var opnaður þá, að lokum. Okkur vantar líf í bæinn. Það má íjölga strætis- vögnunum, spörum bilana og tökum vagnana. Og börnin leika sér úti í parís og boltaleik. Það gerir ekkert til þótt rigni, sólin getur skinið á jörðu niðri meðal okkar eins og á heiðskírum himni. Því andi mannsins er að lokum eins og sólin með stjörnur svífandi í kringum sig. Hann er eins og alheimurinn. Ur hugsunum, orðum og at- höfn er unnið í lífsins þráð. Vér fáum á örlaga akri það eitt, sem til var sáð. Hugsum frekar með hjartanu en höfðinu, það hreinsar höfuðið, og þar býr hin sanna viska. Ver- um glöð og hress. Við höfum ekkert að fela fyrir hvort öðru, sleppum okkur lausum, losum af okkur böndin, verum fijáls. Landið okkar elur ekki af sér annað en vel gefið fólk, það hef- ur sýnt sig. Annað er misskiln- ingur. Verum íslensk. Látum ís- lenska listamenn njóta sín í sjón- varpi og útvarpi. ELSA GEORGSDÓTTIR Lindargötu 36, Reykjavík homdu o sQninguno og nældu þer TsumarNlhoö... □ BVLTINGÍTJflLDVÖGNUM □ □ GOS HflNDR ÖLLUM hringdu - við sendum bæhling ASTRO TJALDVAGNAR bremsubúnaöur - 13" felgur sterk galvaniseruö stálgrind má breyta í bílakerru einföld uppsetning SEGLAGERÐIN EYJASLOO 7 • REYKJAVIK • SIMI91-621780 • FAX 91-623843 í Ford Aerostar XL, árg. '87, Lada Sport 1600 4 W/D, árg. 90 (ekinn 6 þús. km.), Dodge Ramcharger 4x4, árg. ’87 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 23. júní kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í dráttarvagn f/jarðýtur 35 tonn, árg. ’78 og Ford strætis- vagn B-700, árg. 78. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Fiskveiðar og rannsóknir. .... JQIIIfl A FELLIHYSUM, TJOLDUM, TJALDVOGNUM ofl.ofl. Frá Ólafi Helga Ólafssyni: VARÐANDI þennan „stóra-sann- leika“ sem dembt var yfir þjóðina fyrir skömmu um hugsanlegt hrun þroskstofnsins og umræður í fram- haldi af því, kom mér eftirfarandi í hug:_ 1. Á sama tíma og við erum að hafna erlendri ráðgjöf um nýtingu hvalastofna við landið, sjá menn ástæðu til þess að þiggja leiðbein- ingar frá alþjóðlegri stofnun varð- andi þorskinn. Þora okkar menn ekki að taka á málinu, eða voru útlendingamir notaðir sem próf- dómarar til að yfirfara útreikninga okkar manna? Er kannski stutt í að alþjóðlegar stofnanir fari að stjórna okkar veiðum? 2. Því er haldið fram, að úr hveiju goti þorskhrygnu sé mögu- leiki á að allt að 2 milljónir ein- staklinga hefji lífsbaráttuna. Af þessum fjölda ná aðeins 20-40 þorskar veiðanlegri stærð. Getur það verið, ef litið er til þessara stærða, að veiðar hafi einhver úr- slitaáhrif á stofnstærð? Auðvitað verður að sjá til þess að þorskurinn hafi frið til að hrygna. 3. Hafrannsóknastofnun verður að fá miklu meira fé á fjárlögum til að geta sinnt grundvallarrann- sóknum. Rannsóknum á allri líf- keðju sjávarins, hvers einasta hlekks í keðjunni, allt frá svifum upp í hvali. Rannsóknum á seltu, straumum og hita. Það þurfa að vera 4-5 fullkomin rannsóknaskip á sjó, helst allt árið. Ef svo væri, yrði tillögur stofnunarinnar trú- verðugri. 4. Sjávarútvegsráðherra þarf að hafa sér til ráðgjafar hóp útvegs- manna til að meta skýrslur Haf- rannsóknar, koma með tillögur um rannsóknarefni og rannsóknarað- ferðir (veiðarfæri t.d.). 5. Þegar „stóri-dómur" um æskilegan 40% niðurskurð á þorsk- kvóta á næsta ári barst mér til eyrna, hræddist ég taugaveiklun stjórnmálamanna meira en tillög- una sjálfa. Ég held menn ættu að hlusta á fiskifræðinginn sem bent hefur .á meðaltalsveiði þorsks hér við land síðastliðna áratugi og telur rétt að menn haldi sig sem næst þessu meðaltali. Ein aðalauðlind okkar íslend- inga er hafið í kringum landið. Það er kominn tími til að sátt náist um nýtingu þessarar auðlindar allri þjóðinni til heilla. ÓLAFUR HELGI ÓLAFSSON Neðstaleiti 13, Reykjavík I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.