Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 26

Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 ÆSKUMYNDIN... ERAF HELGUHJÖRVAR, FORMANNI FRAMKVÆMDASTJÓRNAR LISTAHÁTÍÐAR Stjómsöm og ábyrgðarfuU „Hún var alltaf alveg afskaplega skipulögð og ábyrgðarfull og vildi hafa hemil á yngri systkinum sínum. Hún var ákaflega félags- lynd og við settum upp heilu söngskemmtan- imar fyrir krakkana í hverfinu þótt við vær- um hálft í hvora lagiausar. Við vorum þama samt sem áður með hálfgert leikfélag," segir Ásdís Ásmundsdóttir Sveinssonar, leiksystir Helgu Hjörvar núverandi formanns fram- kvæmdastjóraar Listahátíðar og fyrrum skól- astjóra Leiklistarskóla íslands. Helga leit dagsins ljós að Kirkju- bóli í Valþjófsdal í Önundar- fírði 2. júlí 1943, á býli afa síns Bemharðar Guðmundssonar. Móðir hennar Marsibil Bemharðsdóttir, sem þá var einstæð, fluttist með dótturina á öðm ári til Reykjavíkur og settist að í Túnunum þar sem Helga ólst upp. Faðir hennar var Helgi Vigfússón, sem nú er látinn. En ijölskyldan átti eftir að stækka. Fósturfaðir Helgu, Stefán Hjaltalín, kom með fjögur böm í búið. Og síð- an eignaðist Helga sex hálfsystkini eftir að móðir hennar og fósturfaðir tóku saman. Faðir hennar eignaðist jafnframt níu böm með sinni konu þannig að systkinahópurinn var fremur stór. í þá tíð var Laugardalurinn eitt sveitaþorp og aðdráttarafl borgar- innar var ekki mikið enda fór Helga ekki í bíó fyrr en ellefu ára gömul. „Sveitalífið var miklu meira spenn- andi. Þama á túnunum lékum við okkur daginn út og inn. Við lékum okkur í þessu stóra og mikla húsi sem Undraland var og Ásmundur Sveinsgon var líka sérlega bamgóður og ljúfur. Við fengum meira að segja að haida tombólur, tónleika og söng- skemmtanir í „kúlunni" hans Ás- mundar við mikinn fögnuð við- staddra. Svo fékk ég að fara í sveit til afa og síðar til móðursystur minnar, Ágústínu Bemharðsdóttur, sem tók við búinu af afa,“ segir Helga. Helga gekk í Laugamesskólann og síðar í Kvennaskólann. „I Kvennó kom ég alveg inn í nýjan heim og þá fyrst rofnuðu svolítið tengslin við hverfið mitt því í skólanum vom stelpur alls staðar að.“ Eftir Kvenna- skólann fór Helga að vinna við al- menn skrifstofustörf hjá Samvinnu- tryggingum og endaði þar sem fyrsti kvengjaldkerinn þar á bæ. En þá var hún jafnframt komin með leiklistar- bakteríuna því samtíða starfínu hjá Samvinnutryggingum vann hún sem sætavísa hjá Þjóðieikhúsinu og vand- ist því auðvitað að sitja undir leiksýn- ingum. Helga fór í Leiklistarskóla Leikfé- lags Reykjavíkur 1963, þá tvítug að aldri og útskrifaðist þremur árum Sveitalífið var miklu meira spennandi en borgarlífið, segir Helga Hjörvar, sem fékk að fara í sína fyrstu bíóferð ellefu ára gömul. síðar. í millitíðinni gifti hún sig Úlf- ari Hjörvar og eiga þau tvö böm, soninn Helga Hjörvar 25 ára og dótturina Rósu Maríu Hjörvar 11 ára. Árið 1970 settist Helga að í háskóla í Kaupmannahöfn þar sem hún fylgdist með kennslu í leikhús- fræðum, en þá hafði vaknað hjá henni verulegur áhugi á leiklistar- kennslu. Þegar heim kom fór hún að kenna hjá Leiklistarskóla SÁL, sem þá var verið að stofna. Síðan hefur hún kennt óslitið i 25 ár, en síðustu níu árin hefur hún verið skól- astjóri Leiklistarskóla íslands. Gísii Alfreðsson, fyrrum Þjóðleikhússtjóri, hefur nú tekið við því hlutverki þar sem Helga er á fömm með fjölskyld- una til Kaupmannahafnar þar sem hún mun 1. september nk. taka við framkvæmdastjórastarfi Norrænu leiklistar- og dansnefndarinnar. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Svipmyndir frá þjóðhátíö Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, var haldinn hátíðlegur um allt land nú í vikunni með tilheyrandi ræðuhöldum, húrra- hrópum og skemmt- unum. Þannig hefur þetta verið ár hvert frá lýðveldisstofnun- inni 1944, og þannig verður það vonandi um ókomna framtíð. Myndasafnið að þessu sinni er tileink- að þjóðhátíðardeginum og íslenska lýðveldinu og em myndimar teknar á ýmsum tímum, sú elsta árið 1948, en hinn 19. júní það ár segir í frá- sögn Morgunblaðsins að þjóðhátíð Reykvíkinga hafi verið fjölmenn- asta hátíð sem haldin hafí verið í bænum og á baksíðu blaðsins er haft eftir dr. Páli ísólfssyni tón- skáldi „og stjórnanda þjóðkórsins að talnaglöggur maður hafi sagt honum að hann hefði talið á Arnarhóli 29.874 höfuð“. Á annarri mynd, sem tekin er á sjötta ára- tugnum, eru þáverandi for- seti lýðveldisins og forsætis- ráðherra að ganga til kirkju ásamt eiginkonum sínum og á þriðju myndinni, sem tekin er um svipað leyti, má sjá að hátíð- arhöldin hafa verið haldin á Austur- velli. Yngsta myndin er frá háJtíðar- höldunum 1983 á Amarhóli. Óþarfí er að hafa um þetta fleiri orð enda skýra myndirnar sig sjálfar. Takið eftir hinni glæsilegu hattatísku karlmannanna. SVEITIN MÍN ER... LÓNSSVEITÍ AUSTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU HVENÆR... ÁTTU KROSSFERÐIRNAR SÉR STAÐ? í Lónsöræfum. „Sveitin mín er fyrir löngu orðin Lónið, sem er austasta sveit Austur-Skaftafellssýslu, þar sem ég hef búið og átt heima um áratuga skeið,“ segir Sigurlaug Árnadóttir húsfreyja og bókaþýðandi. Sigurlaug Áraadóttir. Bærinn minn, Hraunkot, stendur austan Jökulsár í miðju Lóni, sem er allvíðlend en stijálbýl sveit þar sem aðalbústofn bænda er bless- að sauðféð. Gróður og fuglalíf er fjölbreytt og tígulegar hreindýra- hjarðir koma niður í byggð á vetmm og halda sig þar fram á sumar. Sveitin liggur í stórum fjallafaðmi milli Eystra- og Vestrahoms. í suðri mynda ámar með útrennsli sínu lón milli íjöru og sjávar, Homanna á milli. Það opnast í hafíð um tvo ósa, Bæjarós og Papós. Víðsýnt er af Heimakletti í Hraunkoti. Þaðan sjást allir bæir sveitarinnar utan einn. Fjöllin blasa við skartandi í dýrð sinni, grösug á summm, snjókrýnd á vetmm, með kynjamyndum í vorleysingum þegar lækir og sólbráð mynda rákir í bráðnandi snjóinn. Lónsöræfín og Staðarfellsfjöllin inn með Jökulsá em viði og grasi gróin hið neðra. Innra rísa stór- skornir fjaiiatindar. Fjöliin em sundurskorin af giljum og gljúfmm. Straumhörð Jökulsáin fellur alla leið úr Vatnajökli niður í sveit til sjávar og skiptir sveitinni í Suður- og Austur-Lón. Á ámm áður var Jök- ulsá mikill farartálmi og skemmdar- vargur, þegar hún í vatnavöxtum flæddi yfír, illfær eða ófær yfirferð- ar. Nú er hún brúuð og vamargarð- ar hemja vatnsrennslið." Frdsun Jemsalem KROSSFERÐIRNAR svokölluðu áttu sér stað á tímabilinu frá 1098 til loka þrettándu aldar og var tilgangur þeirra að frelsa Jerúsalem og aðra helga staði úr höndum múhameðstrúarmanna. Það má segja að meginástæðumar hafi verið þijár: í fyrsta lagi stóð keisaranum í Konstantínópel sem og evrópskum pílagrímsför- um á leið til Jerúsalem ógn af seldsjúkum, herskáum tyrkneskum þjóðflokki sem hafði lagt úndir sig hluta af Mið-Austurlöndum. Einnig réðu viðskiptalegir hagsmunir Evrópu á þessum tíma, þar sem mikilvægt var að ráða yfir helstu verslunarleiðum og láta nýlendur gjalda sér skatt. í þriðja lagi vildi kirkjan auka áhrifa- svæði sitt. Fyrsta ferðin var farin að til- skipan Urbans páfa og var herliðið að mestu franskt, undir stjórn Normanna. Hún leiddi til þess að Jerúsalem var tekin með áhlaupi árið 1099 og féll í hendur kristinna manna. Tæpum hundrað árum seinna misstu þeir borgina aftur til múhameðstrúarmanna sem gaf tilefni til nýrra ferða. Ríkarður ljónshjarta frá Englandi og Filippus Frakklandskonungur gerðu árás á borgina um 1190 en deildu sín á milli og hurfu frá. Pjórða krossferðin (1202-1204) var um margt sérstök. Þá urðu krossfararnir rfélausir í Feneyjum og þarlendir kaupmenn lánuðu þeim farareyri með því skilyrði að gerð yrði árás á keppinaut Fen- eyja, Konstantínópel. Þetta varð úr og Konstantínópel lenti á valdi krossfaranna sem steypu keisar- anum af stóli. Þó var borgin krist- in sem sýnir vel hvers konar hug- sjónamenn krossfaramir voru. Jerúsalem vannst aftur í sjöttu krossferðinni árið 1229 en tapað- ist að nýju árið 1244. Ýmsar fleiri krossferðir voru farnar eftir þetta á þrettándu öld, en lögðust síðan af á þeirri fjórtándu eftir marga misheppnaða leiðangra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.